18.3.2007 | 21:57
Listi Frjálslynda flokksins í Norðvestukjördæmi.
Við höfum loksins raðað niður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi. Það þarf að hyggja að mörgu í svona víðfeðmu kjördæmi. Kyni, aldri, staðsetningu fólks. Ég er ánægð með niðurstöðurna. Margir gáfu kost á sér, en það eru bara 18 sæti og því þurfti að velja og hafna. Ég er mjög ánægð með þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið.
Ég mun birta listan hér á morgun.
Ég hugsa að áhersla verði lögð á atvinnumál, málefni aldraðra og öryrkja og útlendingamálin á jákvæðan hátt. Og svo auðvitað fiskveiðistjórnunarkerfið.
Við þurfum að hlú að því fólki sem vill flytjast hingað og vernda þá sem hér eru fyrir.
Ég á hér stóra fjölskyldu frá El Salvador og mér finnst það óþolandi að landið skuli nú vera lokað fyrir fólki úr þeim heimshluta. Og einnig að fólk frá Asíu og öðrum heimshlutum en Evrópu skulu vera útilokaðir. Fjölskyldur geti ekki komið í heimsókn, nema sýna fram á að það eigi svo og svo mikla peninga í banka áður en það fær leyfi til að koma í heimsókn, til dæmis afar og ömmur til að kíkja á barnabörnin. Það er bara óþolandi og íslenskum stjórnvöldum til skammar. En ég mun ræða þessi atriði síðar hér. Það er virkilega sláandi að vita að fólki skuli vera meinað að koma í heimsókn, ef það getur ekki sýnt fram á að það eigi fé í banka. Hvern fjandann kemur það íslenskum stjórnvöldum við. 'Eg segi nu ekki margt. En sem sagt meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.3.2007 | 16:11
Framtíðarlandið, Framtíðin og Landið okkar.
Ég er stoltur meðlimur í þessu félagi. Sem betur fer hættu þeir við að bjóða fram í kosningum, og héldu áfram að vera þverpólitísk samtök. Ég hefði orðið að ganga úr samtökunum ef þau hefðu orðið að pólitískum flokki.
En sem sagt þetta er gott og þarft, og ég segi bara áfram Andri Snær og félagar. Það þarf að hreyfa við okkur öllum, og bókin þín hefur haft bein áhrif á fólk sem ég þekki, og gjörbreytt lífsviðhorfum þeirra. Þó það væru bara þessir tveir sem ég þekki, þá er það afrek út af fyrir sig.
Hér færð þú rós í hnappagatið frá mér.
![]() |
Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2007 | 13:06
Langimangi og Soffía Karls.
Viltu koma með mér á tónleika í kvöld, spurði tengdadóttir mín. Soffía Karls er að syngja.
Ha sagði ég Soffía "Það er draumur að dansa við dáta" Karlsdóttir ? Nei sagði tengdadóttir mín og hló, þessi er ung og rosalega góð söngkona. Jú auðvitað kem ég með, sagði ég, ekki neita ég góðu gamni.
Og mikið rétt þarna var þessi gullfallega stúlka, með þvílílka rödd, tók Aretu Franklín eins og að drekka vatn, Tinu Turner var líka gerð góð skil, og svo lög af hennar eigin diski. Þetta var alveg yndislegt.
Í pásunni spurði hún mig; ertu systir hennar Margrétar Áka ? Nei sagði ég, en skrýtið að þú skyldir spyrja. Ég hitti hana nefnilega í haust, mér var boðið smáhlutverk í mynd sem var tekinn upp hérna, og í því atriði lék Margrét Ákadóttir miðil. Við fórum síðan út að skemmta okkur saman á Langamanga einmitt, ásamt Margréti Vilhjálms og fleira góðu gólki. Þær komu síðan daginn eftir og við áttum huggulega stund í eldhúsinu hjá mér, og komumst að því að við værum örugglega andlegar systur. Svo systur erum við líklega.
Svo keypti ég auðvitað diskinn hennar, og fékk hann áritaðan.
En þetta var alveg frábær skemmtun á Langamanga.
Gummi Hjalta, Halli og Haukur spiluðu og þeir eru frábærir hljómlistamenn, spila hvað sem er, og Soffía söng með þeim allt kvöldið. Sem sagt frábær skemmtun.
Ég segi nú bara takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 18. mars 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar