Lokun iðjuþjálfunar geðdeildar Landspítalans.

Iðjuþjálfun Geðdeildar Landspítalans.

Er að loka.  Hvers vegna ?? Jú það fæst ekki starfsfólk hvers vegna ?? Jú vegna þess að kaupið er of lágt.

Er þetta focking hægt.  Ég bara spyr. Á tímum ofureftirlauna ráðamanna og ofmönnum sendiráðsfulltrúa, á tímum dýrra sendiráðsbygginga út um allan heim, þar sem flottræfils háttur Íslands er aðhlátursefni þjóða.  Bruðls til að komast inn í öryggisráðið og bara allskonar peningaausturs.

Ættum við ekki aðeins að líta okkur nær.

Hvað er svo þessi iðjuþjálfun ? Jú hún er til bjargar fólki sem er með geðraskanir og aðra slíka sjúkdóma, stofnun sem hjálpar þeim aftur út í lífið.  Lokun setur fullt af fólki út úr daglegu lífi utan stofnana. 

Er þetta hægt.  Er þetta það sem við viljum ?

Nei kæru samlandar. Þetta er ekki það sem við viljum.  En gerum við eitthvað í því ? Ónei það er varla fréttaefni nema í útvarpinu.

Maður verður orðlaus af undrun við að sjá hve sofandi ráðamenn eru gagnvart þeim sem minna mega sín.  Og ég segi bara skammist þið ykkar. Og gjörið svo vel að hækka launin við iðjuþjálfarana svo stofnunin fái fólk til starfa. Það vantar u.þ.b. þrjú störf.  Mér heyrist á öllu að starfsfólkið sem þarna er, sé algjörlega frábært, en yfirkeyrt af vinnu og lágum launum.

Hvar er nú ríka þjóðin Ísland sem grobbar sig af að vera með ríkustu þjóðum heims.  

Og svo má spyrja hvar ætla þessir menn að fá pening til að reka margfrægt hátæknisjúkrahús, ef þeir hafa ekki efni á að sinna þeim sem fyrir eru.  Svei bara. Angry


Jæja stelpur mínar þá er það næsta mál á dagskrá ! Kom svo...

Elskulegu, glæsilegu, blóðheitu, íslensku konur, þið lögðuð upp í orustu með þó nokkur merarhjörtu í buxum með bindi, sem eru í lykilstöðum í þjóðfélaginu og unnu góðan sigur, til hamingju með það.

 

En ég hefði viljað sjá önnur mál þarna á oddinum, svo sem eins og;

Lækkun okurvaxta og þjónustugjalda bankanna, afnám vöru-  og aðflutningsgjalda ríkisins, lækkun skatta og hækkun skattleysismarka, nú eða  ósk um betri aðbúnað örykja og aldraðra, þyngingu á dómum í nauðgunar, barnaníðs og heimilisofbeldismálum, eða ósk um stofnun lokaðrar meðferðarstofnunar fyrir langt leidda fíkla, eða bara aðstoð við Birgisstúlkur og Breiðuvíkurdrengi..... en   þið unnuð glæsilegan sigur og sýnduð að þetta er hægt.  Svo hvað á að taka fyrir næst ?


Bloggfærslur 23. febrúar 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband