17.6.2016 | 22:53
Nýjir íslendingar og flóttamenn.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1115591308507111&set=a.105762492823336.10464.100001687582430&type=3&theater¬if_t=like_tagged¬if_id=1466183168959016
"Á þessum tímapunkti get ég ómögulega fundið réttu orðin til þess að lýsa því sem ég finn innra með mér. Það er mér sannur heiður að hafa verið í hlutverki fjallkonunnar í ár. Ég er mjög hrærð og þakka af öllu hjarta fyrir þetta dýrmæta tækifæri. Ég er enn að meðtaka þessar síðustu þrjár vikur sem hafa verið mjög óraunverulegar og dagurinn í dag verður mér ætíð ofarlega í huga. Sú virðing sem ég ber fyrir einstöku landi okkar og þjóð verður meiri með hverju ári, ef ekki degi hverjum. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp í þessum fagra firði sem mun ávallt eiga sérstakan stað í mínu hjarta, enda eruð þið hér ómetanleg. Gleðilega hátíð kæru landsmenn! Guð blessi ykkur".
Í dag þann 17. júní 2016 var Fjallkona Ísafjarðar ung kona sem kom hingað frá El Salvador fyrir 16 árum. Það tók hana öll þau ár að fá íslenskan ríkisborgararétt, og það er löng saga sem ég ætla ekki að fara út í hér, en ég á stóran þátt í.
Þessi yndislega stúlka og fjölskylda hennar eru nú orðin íslendingar og svo sannarlega ómetanleg í okkar litla samfélagi. Ég er stolt af Ísafjarðarbæ að fá þessa fallegu suðrænu stúlku til að vera Fjallkonan okkar í ár, og orðin hennar hér að ofan sýna svo sannarlega að hún er fullkomlega vel að upphefðinni komin.
Það sem ég vil benda á er þetta; ef þið lesið orðin hennar og meðtakið þau, þá skiljið þið ef til vill betur hvað felst í því að vera Íslendingur.
Okkur hættir til að hallmæla öllu og öllum, lítilsvirða bæði land og þjóð án þess að hugleiða hvað við eigum í rauninni gott að eiga þetta fallega gjöfula land.
Það sem er að í samfélaginu okkar er nefnilega algjörlega heimatilbúin vandi, því þeir sem ráða eru fólkið sem við höfum sjálf valið til að vinna að okkar hagsmunum, og á fjögurra ára fresti gefst okkur tækifæri til að endurnýja það umboð, eða fá önnur sjónarmið inn. Ekkert flóknara en það.
Við höfum svo sem sýnt stundum á góðum tímum að við getum ef við viljum, en það er oftast tilviljanakennt og enn oftar hæpið og þá byrjar barlómurinn.
Þessi unga kona sem er rétt að byrja lífið sem einstaklingur sýnir okkur að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Þakklæti hennar og stolt yfir því að vera Íslendingur ætti að vísa okkur hinum veginn í átt að sjálfsskoðun. Alejandra fékk þrenn verðlaun í útskrift úr menntaskólanum á Ísafirði. Þau voru fyrir góða frammistöðu í Íslensku, ensku og íslensku fyrir útlendinga.
Við eigum gott land, gott fólk og bjarta framtíð ef við viljum. En til að svo megi verða verðum við að taka á spillingunni og misréttinum sem alltaf kemur fram. Og við getum það ef við viljum.
Alejandra og fjölskylda hennar er ekki eina fólkið sem flust hefur búferlum hingað, það eru margir og af ólíkum uppruna, það skiptir samt engu máli ef þessir íslendingar eru jafn þakklát og jafn mikið í mun að þjóna nýja landinu sínu. Það auðgar okkur sem þjóð að hafa ólík sjónarmið, ólíka reynslu fólks og gefur lífinu lit.
Og svona í lokin langar mig til að segja hluti sem hafa hvílt á mér lengi og ég oft hugsað um. Þegar verið er að taka á móti flóttamönnum hingað Þá er gjarnan sótt fólk úr flóttamannabúðum, en á sama tíma er fólk jafnvel frá sama landi sent úr landi sems hefur þó haft kjark og þor til að koma sér hingað.
Í annan stað, þegar valin er staður þá eru það stórit bæjir, Akureyri, Selfoss Hafnarfjörður og jafnvel Reykjavík, en á sama tíma er verið að loka skólum í dreyfbýlinu af því að það eru ekki nógu mörg börn á svæðinu, teimur slíkum skólum verður sennilega lokað í haust. Þar er allt til staðar til að halda öllu opnu, en nei það má ekki.
Það eru skilaboðin til landsbyggðarinnar, þið eruð ekki nógu góð fyrir flóttafólkið sem er að flýja ömurlegar aðstæður, þau eru betur sett í fjölmenninu. Er þetta ekki svolítið á röngu róli?
Ég segi nú bara er ekki nær að þetta blessaða fólk verði sett inn í smærri samfélög þar sem betur verður haldið utan um þarfir þeirra, kyrrðin og náttúran lækna mörg sár.
Allavega þegar stóð til að sonur okkar Ella míns vildi fá sitt fólk hingað frá El Salvador sagði hann; "ég vil ekki að þau hverfi inn í fjölmennið í Reykjavík, ég vil að þau fái að fara á stað eins og Ísafjörð, þar sem þau verða meðtekinn inn i samfélagið á jafnréttisgrunvelli.
Enda var Ísafjörður með fyrstu bæjarfélögum til að taka á móti flóttamönnum frá Króatíu, og það heppnaðist svo vel að enn er verið að gera nákvæmlega það sem kom frá okkur, með stuðningsfjölskyldur og allt sem tilheyrir.
Þess vegna legg ég til að næstu flóttamenn sem eru skipulega fluttir hingað heim frá flóttamannabúðum verði skilyrðistlaust sett inn í lítil samfélög þar sem náttúra og íbúar taka þeim opnum örmum. Og síðan ekki senda fólk úr landi sem þegar hefur komið sér hingað. Leyfum þeim að fá vinnu og heimili úti á landi þar sem þörf er fyrir vinnandi hendur.
Og segi svo eins og Alejandra, þó ég trúi ekki á kirkjuna megi Guð blessa ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.6.2016 | 11:13
Barnabörnin mín í Austurríki, og víðar.
Það er 31°hiti í Austurríki í dag. Ég var að fá yndislegar myndir af stelpunum okkar þar.
Flott á hestbaki Ásthildur Cesil. Eins og drottingin sem hún er.
Hanna Sól, situr eins og drottning, þær voru báðar að keppa á móti og unnu 1. varðlaun í sínum flokkum. Glæsilegar og amma svo stolt af þeim.
Æfa og þjálfa, það er málið. Kynnast hestinum sínum og þau verða ein heild.
Nafna mín svo flott stelpa.
Margir í Austurríki eiga íslenska hesta, þeir eru vinsælir og þykja bera af öðrum hestakyni. Sjáiðið lyftinguna?
Svo flottar stelpur. <3
Ásthildur Cesil junior.
Stubburinn hann Jón Elli að gefa mömmu sinni blóm.
Vá hver er þessi náungi með skegg?
Þetta er hún Sólveig Hulda mín frá Noregi, við afi fáum að hafa þau í nokkra daga í sumar, hlakka svo til.
Elías Nói er hér líka. Hanna Sól kemur í heimsókn með vinkonu sinni og ég vona að fleiri komi jafnvel Símon Dagur og Evíta Cesil. En ég er nokkuð viss um að Aron Máni lætur sjá sig.
Og svo koma tveir aðrir guttar þeir Arnar Milos og Davíð Elías, og ég hlakka svo til að hitta þá líka þessar elskur. Svo það verður bara gleði hjá mér.
Svo kemur þessi og verður í nokkra daga hjá afa og ömmu.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2016 | 01:00
Svona ýmislegt á léttum nótum.
Þetta er bara ég. og ég get sagt ykkur að þegar ég er farin að vera með kjaft og skít, þá er eitthvað mikið að. Og það er einmitt nákvæmlega það sem er, og ég er ekki ein um að finnast það. Öll lygin, yfirdrepskapurinn kjaftæðið og bullið, ofan á rosalega sorglegar fréttir af flóttafólki sem er að farast, fólki sem er drepið saklaust af ribböldum og morðingjum sem hefur orsakað að ég slekk á fréttum, og reyndar ekki i fyrsta sinn, þá er komið nóg.
En ég ætla að vera skemmtileg núna
Hér fyrir nokkrum dögum komu hér tvær yndælar stúlkur á ferðalagi og litu við í kúlunni.
Þetta voru ungar stúlkur frá Bandaríkjunum, En ekki svona dæmigerðir bandaríkjamenn sem halda að naflinn sé í USU. Heldur stúlkur sem voru vel lesnar og áhugasamar um land og þjóð.
Þær höfðu ætlað að fara í sumarfrí til austurstrandar BNA, en þær eru í skóla í New York í fjármálageiranum, eru komnar með vinnu í Wallstreet í sumar. En sáu svo að það var ódýrara að fljúga með WOW arir til Íslanda og breyttu ferðinni og komu til Íslands.
Það var virkilega gaman að spjalla við þessar flottu stelpur, þær eru reyndar ættaðar frá Kína, foreldranir innflytjendur þaðan. En þær spurðu mikið. M.a. höfðu þær heyrt að allir Íslendingar væru bæði skrifandi og lesandi. Það þótti þeim merkilegt. Þær ræddu líka um fornsögurnar og höfðu lesið sér til m.a. hafði önnur þeirra lesið bækling um Íslanda þar sem sagt var að aðal frasi Íslendingar væri; þetta reddast. Og þeim fannst þetta frábært og jákvætt. Það er voðalega fallegt og gefandi að fá svona heimsóknir frá öllum stöðum á jörðinni, en svo sannarlega hafa slæðst hingað margir ferðamenn frá hinum ýmsu stöðum á jörðinni. Þær tóku myndir og ætla að senda mér þær svo þá get ég sett inn betri myndir af þessum frábæru stelpum.
Í fyrra dag útskrifaðist elsku Alejandra mín úr menntaskólanum á Ísafirði með láði. Hún fékk þrenn verðlaun fyrir besta árandur í Íslensku, Ensku og erlendu tungumáli.
Stelpan okkar, og hún fékk sem sagt þrenn verðlaun. Og hún saumaði búninginn sinn sjálf.
Það gekk ekki þrautarlaust að fá hana inn í samfélagið ég endaði á að skrifa dómsmálaréðherra bréf þegar hún var um 14 ára, þá var hún búin að fá endalaus hótunarbréf um að þurfa að yfirgefa landið. Ég skrifaði Rögnu Árnadóttur og sagði að þetta væri farið að hafa varanleg áhrif á barnið, því hún þekkti ekkert annað land sem heimaland en Ísland. Og Ragna greip til ráðstafana sem dugðu, þökk sé henni.
Og svo fékk hún íslenskan ríkirborgararétt sem betur fer. Því hér er glæsileg ung kona á ferð sem er jafnvel meiri Íslendingur en margir aðrir. Segi og skrifa.
Glæsilegur hópur, en því miður misstum við þetta unga og hæfileikaríka fólk frá okkur þau fara í háskólann og jafnvel erlendis, og geta svo ekki snúið heim, því hér vantar allt til að þau fái vinnu við hæfi. Og nú er þessi .... nei ég ætla ekki að vera orðljót en menntamálaráðherra búin að koma því svoleiðis fyrir að börnin okkar þurfa að fara ári fyrr að heiman. Því hann er fyrst og fremst að hugsa um A. kostnaðinn, B. að krakkarnir í elítunni geti sem fyrst farið út á vinnumarkaðinn þ.e. börnin sem tilheyra hans elítu.
Það er ekki bara Alejandra og foreldrar hennar sem komu hingað um árið, heldur líka móðurbróðir hennar sem á hér íslenska fjöldkyldu og hann Rolando Díaz er kvæntur íslenskri konu og á hér tvö börn þau Isobel og Ísaac, sem eru líka barnabörnin mín Flókið.. nei þar sem er hjartapláss þar er alltaf rúm fyrir fleiri.
Þessi mynd er algjörlega óborganlega fyrir þá sem þekkja manninn minn hahaha.. Þarna eru þeir grallaraspóarnir Pablo Díaz, Wlli, frændinn frá El Salvador og svo Rolando.
Hér eru tveir stoltir afar með fallegur stelpuna okkar, já þeir eru reyndar að rifna úr monti. Annar er að vísu titlaður pabbi og hinn afi.
Og mamma Ísobel þessi elska og duglega kona.
Og frændi sem ég því miður man ekki nafnið á, kom alla leið frá El Salvador til að vera viðstaddur þessa hátíð.
Já svo sannarlega gleðidagur fyrir okkur öll, fjölsylduna.
Hér býður hún gestina velkomna og að gjöra svo vel.
Samstúdínur, flottar ungar konur á leið út í lífið.
Já ég sagði það.. grallaraspóar, annar talar mest íslensku hinn bara spænsku, en það hefur aldrei háð þeim eða verið tungumálaerfiðleikar á þessum bænum. Tveir algjörlega toppnáungar sitt frá hvorri heimsálfunni, en ná algjörlega vel saman.
Já ég veit hálfétin kaka, en ég bara fattaði ekki fyrr að taka mynd af henni
Hér eru svo bræður mínir í góðum fíling Gunni og Daddi.
Og blessuð börnin létu sig ekki vanta.
Verð sennilega myrt fyrir þessa mynd, en hér erum við systur í góðum fíling og Sigga tendadóttir. Á góðri stund.
Talandi um hund og kött, glæsileg tilþrif hjá Lottu minni og París skilur ekki neitt í neinu hahahahah
Svo þarf ég endilega að grobba mig af fallegu blómunum mínum sem eru nú til sölu.
Ég er alveg viss um að þið sjáið ekki glæsilegri blóm.
Það er svo margt til hjá mér í ár elskurnar.
Bara að koma og skoða. Ef ég er ekki upp á lóð, er ég sennilega niður í kúlu, eða að þvælast, lofa að reyna að muna eftir að hafa símann við höndina. Bara fyrir ykkur.
Eigið annars góðan dag á morgun og alla hina. En hér er ég og get ekki annað, því ég er algjörlega húkkt á þessa blómasölu, og sér í lagi uppeldið og sáninguna og fjölgunina. Sumarið er nefnilega komið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2016 | 11:33
Svo ritar Ólafur Arnarson um Davíð.
Mig langar svolítið til að fá svör frá þeim hér sem mest hafa hamast á Guðna Th. vegna meintrar þátttöku hans í Icasave og ESB. Þessi grein birtist á Hringbraut og er frá manni sem ég hef alltaf haldið að væri hollur Sjálfstæðisflokknum.
Eigum við að rifja upp ESB og Icesave, Davíð? 19. maí 2016 - 16:49
Ólafur Arnarson skrifar Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi með meiru, reynir að koma höggi á Guðna Th. Jóhannesson með því að núa honum um nasir að hann hafi stutt Icesave og verið fylgjandi aðild Íslands að ESB. Það verður að flokkast undir dirfsku hjá Davíð að velja þessi tvö mál til að gagnrýna, jafnvel mætti kalla það fífldirfsku. Fáir hafa rökstutt aðildarumsókn Íslands að ESB betur en einmitt Davíð sjálfur. Árið 1989 veitti Davíð Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins forystu.
Nefndin samdi svokallaða Aldamótaskýrslu sem var lögð fyrir landsfund flokksins þetta ár.
Í henni skrifar Davíð m.a.:
Hugsanlega verður þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér.
Og þrátt fyrir allt er líklegt að smæð okkar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu og margar hefðbundnar vinaþjóðir, þar sem við njótum trausts.
Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið.
Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.
Þegar þessi orð eru borin saman við nýlega andstöðu Davíðs við aðild Íslands að ESB er ekki úr vegi að spyrja hverju hans eigin U-beygja í málinu sætir.
Davíð Oddsson og stuðningsmenn hans hafa einnig ráðist harkalega á Guðna Th. og sakað hann um að hafa stutt Icesave samning Svavars Gestssonar.
Guðni hefur réttilega bent á að einungis 64 einstaklingar hér á landi fengu að ráða einhverju um samþykkt þess samnings. Sjálfur kaus Guðni gegn Icesave 2 eins og nær allir kjósendur og greiddi atkvæði með Icesave 3 (Buchheit samningurinn) eins og 40 prósent þjóðarinnar og forysta Sjálfstæðisflokksins.
Óhætt er að fullyrða að efnahagsleg niðurstaða af samþykkt Buchheit samningsins hefði orðið áþekk þeirri niðurstöðu sem fékkst með því að bíða niðurstöðu dómstóla.
Guðni Th. Jóhannesson verður hins vegar ekki sakaður um að vera, eða hafa nokkurn tíma verið, sérstakur ábyrgðarmaður Icesave.
Davíð Oddsson er sá maður, utan Landsbankans, sem mesta ábyrgð ber á Icesave og þeim hörmungum sem þeir innlánsreikningar kölluðu yfir okkur Íslendinga.
Í mars 2009 var gert opinbert minnisblað úr Seðlabankanum, dagsett 12. febrúar 2008. Davíð Oddsson hafði lesið uppkast að minnisblaðinu á fundi með ráðherrum í ríkisstjórninni 8. febrúar 2008.
Þetta minnisblað var skrifað eftir fundi Davíðs með bönkum og matsfyrirtækjum í London í fyrstu viku febrúar. Það er kannski lýsandi fyrir þá lausung sem virðist hafa ríkt bæði í Seðlabankanum og stjórnarráðinu að ekki skyldi skrifuð skýrsla um þessa Lundúnaför seðlabankastjóra því hún var vissulega viðburðarík.
Málnotkun bendir til að Davíð hafi sjálfur haldið á penna.
Í bók minni, Sofandi að feigðarósi, sem kom út í apríl 2009, fjalla ég um þetta minnisblað og efni þess.
Þar segir m.a.: Furðulegast er þó efni þessa minnisblaðs og þær ályktanir sem þar eru dregnar. Fram eru settar gríðarlega alvarlegar aðfinnslur um störf stjórnenda Glitnis og Kaupþings og vitnað til þess að erlendir viðmælendur Seðlabankans hafi gert athugasemdir við reynsluleysi þeirra og heilindi.
Seðlabankinn virðist hafa samþykkt þessar athugasemdir þegjandi.
Öðru víkur við þegar röðin kemur að Landsbankanum. Sérstaklega er tekið fram að erlendir bankamenn telji Landsbankamenn trúverðuga og góða í að svara spurningum og gefa skýringar.
Minnisblaðið gerir lítið úr því að Moodys lýsir miklum áhyggjum sínum vegna Icesave-reikninga Landsbankans, þ.e. að innstæður á slíkum reikningum geti verið kvikar og háðar trausti og trúnaði á markaði, bæði á Landsbankanum og Íslandi.
Seðlabankinn tekur sérstaklega fram að hann hafi reynt að sýna Moodys fram á að áhyggjur þeirra af Icesave væru óþarfar en tekið er fram að ekki sé víst að tekist hafi að eyða öllum efasemdum matsfyrirtækisins.
Þarna verður ekki annað séð en að Seðlabanki Íslands hafi tekið upp hanskann fyrir einn íslenskan banka en ekki hina tvo.
Í minnisblaðinu skrifar Davíð að það hafi verið mat manna í London að helsta hættan sem steðjaði að Landsbankanum væri að hann gæti sogast niður með hinum bönkunum ef þeir lentu í vandræðum. Mjög hæpið er að rétt sé eftir bankamönnunum haft þarna. Þegar til kom varð Landsbankinn fyrsti bankinn sem sett var skilanefnd yfir þegar hann lenti í nákvæmlega þeim ógöngum með Icesave reikningana, sem Moodys hafði lýst áhyggjum yfir.
Það hafði stuðningsmaður Icesave númer eitt á Íslandi ekki viljað hlusta á. Þess má svo geta að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, lagði blessun sína yfir ramma að Icesave samkomulagi í desember 2008, sem var íslenskum skattgreiðendum miklum mun óhagstæðara en Icesave samningur Svavars Gestssonar hálfu ári síðar.
Á meðan Davíð Oddsson var í valdastöðu brást honum ítrekað dómgreindin gagnvart Icesave og Landsbankanum. Hann gerðist sérstakur ábekingur, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, að Icesave gagnvart Moodys og vildi svo setja drápsklyfjar á þá sömu skattgreiðendur þegar allt var til fjandans farið. Eftir að hann varð embættis- og ábyrgðarlaus hefur hann hins vegar barið sér á brjóst og skammast út í alla aðra vegna málsins, sem með réttu mætti kenna við hann sjálfan. En orð Davíðs eru marklaus. Það eru verkin hans sem bera merkin.
Svo mælir Ólafur Arnarson, nú væri gaman að heyra í ykkur elskurnar sem hamist endalaust á Guðna sem stórhættulegum ESB sinna og Icesave manni. Málið er að við berum auðvitað öll okkar syndir á bakinu, en eigum við ekki bara að hafa málin eins og þau eru í dag en ekki grafa upp gömul mál til að reyna að klekkja á þeim sem við erum ekki sammála.
Eigið annars góðan dag, ég er farin út í sólina og gróðurinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.5.2016 | 22:03
Já Elísabet mín, þannig er nú það.
Þú ert svo flott Elísabet mín, ef Dabbi hefði ekki farið í framboð, hefði ég kosið þig. Það er eiginlega synd að fólk taki svona frumkvæðið af manni, en svona er það bara. Þú og Sturla eru eiginlega flottustu frambjóðendurnir. Því miður fyrir mig rétt eins og bandaríkjamenn þarf ég að kjósa einhvern annann sem gagnast því að sumir nái ekki kjöri, annað væri eiginlega óþolandi fyrir mig. Ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina mig í þessu samhengi hvort ég er að svíkja sjálfa mig, hvort ég er meðvirk meira en góðu hófi gegnir. En ég er bara svo fjandi þreytt á bulli, spillingu og vantrausti og ekki síst fláræði og undirferli. Ég bara vil ekki svoleiðs og ef stefnir í slíkt þá þarf ég að kjósa þann sem nýtur mests fylgis í þessu.
Og þar með er ég að fara gegn sjálfri mér og það sem ég trúi á, og vegna þess að minn flokkur er í sömu sporum. Ég hef nefnilega ákveðið að ljá krafta mína til Dögunar framboðs um sanngirni, réttlæti og lýðræði og vil auðvita að sem flestir kjósi það framboð sem nákvæmlega lýtur sömu lögmálum, telst ekki með í framboðum vegna þess að valdamenn eru sennilega hræddir við það sem við stöndum fyrir, sama og hjá þér og Sturlu.
Nú sá ég í dag á Hringbraut að flokkurinn loksins var nefndur í slíkri könnun og fékk 15% atkvæða, það er eiginlega breakthrough hjá flokknum. Nákvæmlega þess vegna skil ég svo vel afstöðu ykkar sem fáið ekki hljómgrunn í forsetakosningum.
Þess vegna er ég glöð, vegna þess að þessi flokkur sem er búin að starfa núna frá 2012 er loksina að komast í gegn um múrinn.
Ég held svei mér þá að fjölmiðlar og ég undanskil engan, reyni að velja sér kandídata til að láta fól kjósa og reyni að hygla þeim á kostnað annara. Þetta er ekki lýðræðislegt og alls ekki í anda fjórða valdsina. En svona er þetta nú samt því miður.
Ef þú værir í einhverju öðru framboði og einhver gamall einvaldur væri ekki á dagskrá, myndi ég kjósa þig í botn.
En ég vil taka fram að ég tel Guðna mann sem er vel að þessu embætti komin og mun örugglega gera því góð skil.
En gangi þér samt vel.
Veit ekki alveg af hverju ég er að setja þetta á blogg, en ég er eiginlega búin að fá nóg af því stjórnafari sem er hér og búin að fá nóg af falsi, fláræði, undirferli og þaulsetu fólks sem vill ekki láta af völdum, þó þau viti fullvel að þeirra tími er liðinn.
Stundum pirruð en annars fullkomin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2016 | 11:33
Kjarnastefna Dögunar og unga fólkið.
Svona til gamans þá var ég í kaffi hjá kunningjakonu minni í Keflavík um daginn, málefni var að ræða Dögun stjórnmálasamtök um Sanngirni, réttlæti og lýðræði. Við vorum að ræða um aðkomu ungs fólks að samtökunum. Og hún sagði þá að við yrðum að athuga að unglingar tala ekki sama mál og við sem erum komin yfir miðjan aldur.
Það til dæmis væflst fyrir þeim orð eins og Framfærsluviðmið, fjárfestingabankar, verðtrygging og svo framvegis.
Svo mér datt í hug að fá mína unglinga til að lesa kjarnasstefnuna yfir og setja hana í sinn búning. Þau fengu alveg frjálsar hendur með þetta, og það er margt skemmtilegt sem kemur í ljós, um hvernig málin snúa við þeim.
Fjármálakerfið:
Afnema verður völd fjármálakerfisins yfir lífi almennings með eftirfarandi ráðstöfunum.
. Afnám verðtryggingar á neytendalánum.
. Aðskilnaður viðskipta og frjáfestingabankastarfssemi.
. Vextir í landinu verði hóflegir. Setja þak á vexti.
. Bankaleynd verði afnumin í samræmi við lög um persónunefnd.
Unglingarnir:
. Fjarlægja verðtryggingar á lánum fyrir einstaklinga og koma fyrir nýju kerfi.
. Lækka kröfur fjárfestingabanka til að losna við óþarfa þjónustugjöld.
. Takmarka vexti á lánum og skuldum.
. Stofna rísrekin banka til þess að fjarlægja hagsmuni eigenda. (non profit)
. Fjarlægja þagnarskyldu banka, til þess að koma í veg fyrir glæpi og fjársvik í samræmi við persónuvernd.
Lágmarsframfærsluviðmið og lífeyrismál.
. Lögfesta þarf lágmarksframfærsluviðmið til að tryggja framfærslu allra, launamanna sem og lífeyrisþega (öryrkja, eldri borgarar)
. Nauðsynlegar ráðstafanir eru:
. Eitt sameinað lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.
. Lágmarkslaun verði aldrei lægri en lágmarksframfærsluviðmið.
. Almannatryggingar tryggi öllum lámarksframfærslu.
. Persónuafsláttur hækki og tryggi skattleysi lágmarkstekna.
Unglingarnir:
. sama og í fyrstu grein.
. Sjá til þess að lágmarkslaun séu alltaf nógu há til þess að einstaklingar geti borgað öll lífsauðsynleg gjöld.(Leigu, hita, vatn, rafmagn, internet).
. Að almannatryggingar (TR) borgi tryggingar til allra þeirra sem ekki eru með tryggingar annarsstaðar. Og að umræddar tryggingar séu alltaf nógu háar fyrir lágmarks framfærslu.
. Hækka afslátt frá Skattkorti eða persónuafsláttur á skattskil til þess að tryggja frekar lágmarksinnkomu.
Húsnæðismál:
. Húsnæðismál eru mannréttindi.
. Húsaleigumarkaður skal uppbyggður að norrænni, þýskri eða austurrískri fyrirmynd.
. Auka þarf valkosti á húsnæðismarkaði og tryggja langtímaleigurétt.
. Skapa þarf rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög.
. Dögun er alfarið á móti því að fjármálafyrirtækin (Lífeyrissjóðir, bankar og íbúðalánasjóður) stofni og reki fasteignafélög inn á leigumarkað sem arðsemsisfjárfestar.
Unglingarnir:
. Tryggja húsnmæði fyrir alla landsmenn undir öllum kringumstæðum þar sem húsnæðisöryggi varðar við mannréttindi.
. Húsaleigumarkaðin skal byggja upp eftir þýskri og austurrískri fyrirmynd.
. Auka þarf fjölbreyttni og aðgengi að húsnæði og valkostum á húsnæðismarkaði og tryggja öryggi leigjanda varðandi langtíma leigurétt.
. Skapa þarf húsnæði og vinnu fyrir þá sem hafa lítið sem ekkert aðgengi að öðru hvoru. Og þetta skal vera óhagnaðardrifið.
. Slíta þarf tengsli banka og sjóða við húsnæðismarkað.
Unnið að því að yfirfara kjarnastefnuna og endursegja hana á sínu máli.
Lýðræðið ný stjórnarskrá.
Dögun vill nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Samanber þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreislunni 20. október 2012. Með lögum skal tryggja eftirfarandi rétt almennings:
. Auðlindaákvæði þar sem þjóðinni er tryggður eignarrétturinn á auðlindum Íslands.
. Bindandi þjóðaratkvæðaur óski 10% kjósenda þess.
. Íbúar kjördæma eða sveiarfélaga geti átt frumvkæði að bindandi atkvæðagreiðslu um sameiginlega hagsmunamál svæðisins óski 10% kjósenda þess.
. Að ný stjórnarskrá tryggi almenningi aðgang að öllum upplýsingum sem opinberir aðilar safna í samráði við persónuverndarlög.
Unglingarnir.
. Tryggja að auðlindir Íslands tilheyri þjóðinni.
. Óski 10 % kjósenda eftir þjóðaratkvæðagreiðslu verði því framfylkt undir öllum kringumstæðum.
. Sama gildi um sveitarfélögun og kjördæmi og um mál innan þeirra (sjá hér að ofan)
. Öll starfssemi opinberra aðila og allar upplýsingar varðandi hana séu aðgengilegar fyrir þjóðina og þetta skyldi varða við stjórnarskrána.
Skipan auðlindamála.
. Orkufyrirtæki verði almennt í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga.
. Nýting allra náttúruauðlinda skal vera sjálfbær.
. Tryggja þjóðinnni arð af auðlindum sínum.
Unglingarnir:
. fyrsta grein. Sama.
. Að nýta náttúruauðlindir á hófsaman hátt svo þær eigi kost á að endurnýja sig.
. Arður af allri innkomu frá auðlindum fari til þjóðarinnar undir öllum kringustæðum.
Stjórn fiskveiða.
Stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni.
. Jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum.
. Alllur ferskur fiskur verði seldur á fiskkmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði.
. Aðskilja skal veiðar og fiskvinnslu fjárhagslega.
. Handværaveiðar verði gefnar frjálsar.
Unglingarnir.
. Brjóta niður stjórn á fiskveiðum og byggja upp aftur frá grunni undis umsjón þjóðarinnar.
. Sjómönnum verði borgað eftir verði fisks á markaðinum. Allur fiskur verði seldur ferskur á markað.
Siðvæðing stjórnsýslu og fjármálakerfis:
. Bæta þarf siðferði og auka gagnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfi.
. Lög verði yfirfarin með því markmiði að fyrirbyggja spillingu.
. Komið verði í veg fyrir óeðlileg völd sérhagsmuna aðila.
. Skilið verði á milli stjórnmála og viðskiptalífs.
Unglingarnir.
. Bæta þarf reglur varðandi siðferði í stjórnmálum og eftirlit með starfssemi í stjórnmálum.
. Öll lög fari í gegnum mikið eftirlit til að fyrirbyggja spillingu.
. Takmarka öll áhrif og völd sérhagsmunaaðila á stjórnmál. Auka gegnsæi þessara mála.
. Setja vegg á milli einkafyrirgækja og ríkisstjórnar og öll áhrif fyrirtækja á stjórnmál verði slitinn.
,
Vil sérstakleg taka fram að ungu fólki er velkomið að leggja til málanna hér, og segja hvað þeim finnst betur mega vera og hvað þeim finnst vanta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2016 | 21:40
Sameining? Eða kjarnamálstaður.
Svolítið skondið að tala um kosningabandalag þegar hjörðin er sundruð út og suður. Samfylkingin í molum, en reyndar virðist vera friður á VG heimilinu, en manni sýnist ekki slíkur friður ríkja hjá Pírötum ef maður les ágreininginn þar á bæ. Björt Framtíð virðist varla ná inn manni ef fer sem horfir í næstu kosningum.
Ef fólk getur ekki komið sér saman um málefnin innan flokkanna, hvernig þá í ósköpunum ætlar það að virkja þessa breiðfylkingu til góðra verka?
Það sem Dögun hefur fram yfir þessa flokka er afar vönduð kjarnastefna, sem ekki verður gefinn neinn afsláttur af. Það er búið að vera að vinna í stefnumálum samtakanna núna lengi og margt vel þess virði að skoða. Ráðlegg fólki að fara inn á xdogun.is og skoða málefnaskrá og kjarnastefnu. Það virðist nefnilega vera einhver þöggun í gangi hjá fjölmiðlum yfir þessum stjórnmálasamtökum, og til dæmis eru þau ekki nefnd á nafn hvorki í pólitískum umræðum eða skoðanakönnunum, en talað um Viðreysn þó sá stjórnmálaflokkur hafi ekki enn verið formlega stofnaður.
En ég hef reyndar heyrt að það sé hægt að borga sig inn í bæði umræður og skoðanakannanir, spurning hvort það sé lýðræðislegt?
En endilega þið sem enn eruð að skoða spá og spekulegar þá er hægt að fara inn á xdogun.is og skoða við þau stjórnmálasamtök hafa fram að færa.
Algjörlega tilbúin í kosningabandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.5.2016 | 16:43
Júróvisjón.
Já nú er mikið rætt um keppnina framundan. Ég hef ekki hlustað mikið á lög og keppendur þetta árið. Hef alltaf fylgst með af meiri áhuga en nú.
Sá fyrri undankeppnina á þriðjudaginn, og fannst Gréta Salome standa sig afar vel, þó það dyggði henni ekki til að komast áfram. En það komast ekki allir á sigurpallinn. Þannig er lífið. Mér finnst gaman að sjá framþróunina sem orðið hefur.
Mitt fyrsta Júróvision var 1963, þegar danir unnu með laginu sínu Dansevísu. Það var parið Grethe og Jörgen Ingmann sem fengu heil 42 atkvæði, sem dugði þeim til sigurs.
Ég horfði á þessa keppni í Svíþjóð, fékk að sitja í stofunni hjá Husmor, ég var þá í lýðháskóla, og fannst þetta heilmikil uppákoma.
Næsta sem ég gat horft á söngvakeppnina var í Glasgow minnir 1965. Lúxemburgh vann þá, France Call, með Vaxbrúðuna sína.
https://www.youtube.com/watch?v=OqnCl3NltaU
Svo var ég svo heppinn að komast í dómnefndina man bara ekki alveg hvaða ár það var. Það var skemmtilegt Við vorum lokuð inní í dómsalnum og máttum ekki fara út. Fengum að horfa á rennslið fyrir keppnina og svo keppnina og lista upp þau lög sem við vildum koma áfram. Svo fengum við ekki að sjá útsendinguna fyrr en Ísland var búið að keppa. Ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af. Man að við gáfum Frakklandi 12 poin.
Heyrði í Óla Palla, Palla Óskari og Helgu Möller í dag, Helga var að tala um að það þyrfti að fara að skipta keppninni í tvennt. Austur og vestur hluta. En ég held að það gangi ekki upp. Frekar þarf að breyta kosningarferlinu, þannig að öll lönd sem keppa megi senda inn atkvæði bæði undanúrslitakvöldin. Þannig myndu atkvæðin dreyfast meira. En ég er sammála Páli Óskari núna að austantjaldslöginn voru mjög góð og vel flutt.
Það væri nú gaman ef Belgía myndi vinna í ár, þegar 30 ár eru liðin frá því að Sandra Kim sigraði með lagið sitt J´amie la vie. Lora Tesoro er ekker ósvipuð Söndru, flott stelpa, lagið fjörugt þó það sitji ef til vill ekki mikið eftir verður þetta sumarsmellur í ár, það er ég viss um. En væri það ekki bara skemmtilegt?
https://www.youtube.com/watch?v=iP3USrYpr5w
Svo segi ég bara skemmtilega Júróvisjónhelgi. 'EG ætla allavega að njóta mín, er að passa englabossana mína í Reykjanesbæ yfir helgina. Yndislegt að vera með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2016 | 16:03
Að kunna að þakka fyrir sig.
Mér finnst að hann eigi það skilið af okkur að fá að hætta með reisn. Hann hefur gert margt gott, bæði hann og Dorrit. Glæsileg hjón og hafa borði hróður Íslands víða og látið til sín taka. Nú hefur hann ákveðið að láta af embætti sínu og þá finnst mér bara að við eigum að leyfa honum að hætta með reisn. Þakka honum fyrir góð störf í okkar þágu og þeim hjónum báðum. Látum á milli hluta liggja annað. Ef við viljum nýja betri tíma, þá skulum við líka sýna það í verki með því að þakka fyrir það sem vel er gert. Annað hefur hreinlega ekkert upp á sig nema leiðindi.
Ég vil allavega þakka þeim vel unnin störf og óska þeim alls góðs í framtíðinni.
Ólafur Ragnar hættur við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2016 | 17:16
Svolítið um endurnýjun og forsetaframboð.
Ég fagna þessu framboði. Ég held að það séu nýjir og betri tímar framundan. Það er verið að hreinsa til og þar má fyrst þakka Media Reykjavík, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og uppljóstrun hundruða blaðamanna um heim allan um leka um Panamaskjölin.
Þessar uppljóstranir eru nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif um allan heim. En ekki síst hér á Íslandi, smátt og smátt hrökklast þeir frá sem hafa mulið undir sjálfa sig á kostnað landsins og þjóðarinnar, með sitt fé á þurru í aflandsskúffufyrirtækjum. Eða bara látið leiðast út í ævintýri og von um gróða.
Fólk vissi að það var eitthvað rotið í samfélaginu, en að það næði alla leið upp í efstu lög þjóðarinnar var nánast eins og kinnhestur og hann illur.
Ennþá eru nokkrir ráðamenn sem þrjóskast við og reyna að hanga í stólum sínum, en sífellt flæðir meira undan þeim, með meiri upplýsingum. Best að það fólk sæi að sér og bæðist fyrirgefningar og léti sig hverfa. Þeir yrðu menn að meiri fyrir vikið.
Nýji utanríkisráðherran tilkynnti nokkrum dögum eftir að hún kom í embætti að hún hefði kannað málið og það hefði enginn áhrif í útlöndum.
En það er einfaldlega ekki rétt. Það heyrist frá fólki sem býr erlendis, sama hvar, að við erum álitinn bananalýðveldi og algjörir kjánar. Að vísu gerðist það líka að hluta til þegar þjóðin kaus yfir sig aftur þá sem áttu mestan þátt í hruninu. Síðan hefur margt bent til þess að við séum bæði óskrifandi og ólæst samfélag.
En sem sagt ég ætlaði að tala um forsetaframboðið. Einhvernveginn var það svo að það voru sáralítil viðbrögð við öllum þeim fjölda sem hafði gefið kost á sér, það varð smá neisti þegar Andri Snær gaf kost á sér. En samt það vantaði eitthvað upp á.
Núna er eins og allt sé tilbúið, eða þannig er mín tilfinning gagnvart Guðna Th. Auðvitað eru óánægjuraddir og jafnvel hatursfullar umræður og þessi sífelldi hræðsluáróður. En flestir taka vel í framboð hans.
Ég kaus Ólaf eftir að hann beitti neitunarvaldi sínu. Og síðan, hann hefur reynst okkur góður forseti og þau hjón glæsilegt par sem vekur bæði aðdáun og virðingu hvar sem þau fara. Ólafur auk þess vel lesin og inn í öllum málum og hefur svo sannarlega gert margt gott á sínum ferli.
En þegar hann ákvað að hætta við að hætta, fannst mér einhvernveginn að það væri ekki rétt. Í fyrstu hugsaði ég að ef til vill væri best að hann sæti áfram, því það leit ekki út fyrir að í hans stað kæmi frambjóðandi með þá þekkingu á starfinu sem þyrfti til að sinna því að öllum öðrum ólöstuðum. En samt 20 ár er langur tími í svona starfi. Og það er einfaldlega kominn tími til að breyta til. Fá nýjan mann í sætið. Guðni hefur allt það að bjóða sem þarf að mínu mati. Hann hefur kynnst sér þetta embætti ítarlega og oft verið spurður sem álitsgjafi um ýmis málefni varðandi þetta æðsta embætti þjóðarinnar. Þar fer maður með reynslu og gefur af sér góðan þokka.
Guðni með eiginkonu sinni og börnum.
Nú hef ég séð að það er strax byrjaður hræðsluáróður. Hann er þannig að ESB sinnar hafi fengið hann til að fara í framboð, og þar með megi ekki kjósa hann. Í því sambandi vil ég benda á að hann lagði mikla áherslu á vilja þjóðarinnar og frjálst og óháð Ísland og frjálsa þjóð. Slíkt gengur ekki upp að mínu mati ef við gerumst aðilar að ESB. Annað er að meira að segja Samfylkingin og áhrifamenn þar bæði Jón Baldvin, Össur og nú Helgi Hjörvar hafa sagt að Evrópuaðild sé ekki á dagskrá lengur. Helgi sagði að evrópulestin hefði farið framhjá og kæmi ekki aftu næstu 10 15 árin. Þeir eru ef til vill búnir að átta sig á því að þetta niðurhal flokksins hefur heilmikið að gera með Evópuþráhyggju hans.
En svona burt séð frá því, er ekki kominn tími til að við höldum áfram í stað þess að hanga á sömu þúfunni og ríghalda í allt það sem við þekkjum? Nýr forseti, nýja ríkisstjórn fljótlega og nýtt hugarfar.
Ég veit að það þarf vissan kjark til að breyta, en þegar ástandið er orðið eins og það er, meö öllu sínu vantrausti og upplausn sem er í þjóðfélaginu þá er um að gera að treysta nýju fólki til að gera einmitt það. Það er sagt að nýjir vendir sópi best og það er orð að sönnu.
Og alltaf koma ný tækifæri og nýjir siðir. Við ættum að taka því fagnandi að það er til fólk sem vill taka við keflinu og halda því á lofti til hagsbóta fyrir okkur öll.
Vil svo ljúka þessu með því að þakka Dorrit og Ólafi Ragnari fyrir þeirra góðu frammistöðu, sérstaklega þykir mér vænt um hina glæsilegu forsetafrú. Þau verða ekki á flæðiskeri stödd þó þau láti þetta gott heita.
Eigið góðan dag.
......
Það er ekkert að óttast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar