20.9.2014 | 19:18
Að bera ábyrgð enn og aftur.
Þetta var bara skondin fyrirsögn, og stundum fer umræðan um þetta mál út í það að vera grátbrosleg, en það hefur ekkert með sakamálið sjálft að gera. Það hefur verið húmorinn sem varð til þess að ég ýtti á like-takkann.
Er ekki í lagi með fólk? Gera þeir sem eiga að vera fyrirmyndir í okkar samfélagi, sér ekki grein fyrir því að með því að haga sér eins svona, draga þeir út trúverðugleika fólks á æðstu stofnunum ríkisins.
Það fylgir ábyrgð því að vera í forsvari fyrir landsmenn, þetta fólk fær greidd laun sem eru miklu ofar öllu sem almenningur fær, og eiga þar með að sýna ráðdeild og ábyrgð.
Að láta sér detta í hug að fara niður á þetta plan er alveg með ólíkindum og ætti að víkja þessum manni frá málinu og það strax.
Ég man vel eftir því þegar umhverfisráðherra tjáði sig um virkjunarmöguleika, og þurfti að víkja sæti vegna þess að hún hafði tjáð sig um málið. Þetta er bara nákvæmlega það sama.
Við almenningur í landinu krefjumst þess að þið sem fáið laun sem eru langt ofar okkar launum með tilliti til ábyrgðar, sýnið þá ábyrgð og gangist við henni, og ef ykkur verður á, þá víkið sæti, þetta á við innanríkisráðherra og hans aðstoðarmenn, en einnig þá sem eru að sækja málið af hálfu embættis saksóknara.
Segi bara fyrir mig, ég er orðin fullsödd af því kæruleysi sem ráðamenn sýna okkur og senda okkur fingurinn æ ofan í æ. Því miður eru of margir sauðir innan um fólkið í landinu sem bera enga ábyrgð á atkvæði sínu og gerir okkur hinum erfitt fyrir að reyna að koma á alvöru lýðræði.
Vonandi kemur sá tími að hægt verður að refsa ráðamönnum fyrir óalandi framkomu gagnvart almenningi í landinu. En til þess þarf að ala upp unga fólkið okkar í því að enginn flokkur má vera áskrifandi að atkvæðum fólks.
![]() |
Saksóknari lækar ummæli um lekamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.9.2014 | 23:00
Hvert er sambandið milli Leningrad Cowboys og Stuðmanna?
Leningrad Cowboys er skemmtileg hljómsveit frá Rússlandi, þeir eru afar sérkennilegir útlits og spila vestræn lög með meiru.
Þeir hafa skemmtilega sviðsframkomu og eru eins og ég sagði með afar sérkennilegt útlit. Hér eru til dæmis tvö lög frá þeim. Elli minn var svo heppinn að fara á tónleika hjá þeim í Noregi og skemmti sér hið besta.
http://www.youtube.com/watch?v=NhIMEMDYxZE
http://www.youtube.com/watch?v=lh_h-KdbBrE
En það fyndna er að ég var einhverntímann að skoða myndbönd frá Stuðmönnum þar sem þeir voru einmitt í svona múnderingu. Fann það ekki á netinu, en ef einhver á mynd af þeim í svona múnderingu væri gaman að sjá það.... Jens Guð.... átt þú eitthvað svona til dæmir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.9.2014 | 13:50
Flóttafólk og "lekar"
Já það er erfitt að verja sig þegar svona kemur upp á. Þetta er vont mál fyrir ungann mann og setur eflaust ljótan blett á feril hans, hvernig sem málið annars fer.
Vandamálið hverfur ekki þó hann sé saklaus, en enginn vissa er fyrir ennþá. Margir hér líta bara á eina hlið málsins, og láta eins og upplýsingarnar hafi aldrei farið af stað. En það gerðist sama hver gerði það, og það verður að finna þann seka og refsa, til að svona gerist ekki aftur.
Þetta breytir heldur ekki stöðu innanríkisráðherra, því hún ber ábyrgð á ráðuneyti sínu, og því að svona gerist ekki. Það er barnaskapur að segja að af því að fólkið sé hælisleitendur og af erlendu bergi brotið eigi það ekki neinn rétt. Við höfum mannréttindasáttmála að leiðarljósi og okkur ber að sýna öllum virðingu.

Þetta fólk á jafnan rétt á samvistum og hamingju og hver annar. Ljótasti leikurinn í öllu þessu máli er, ef rétt er að upplýsingunum hafi verið "lekið" til að stöðva mótmæli almennings við innanríkisráðuneytið svo auðveldara yrði að senda hann úr landi. Það er eiginlega algjörlega óþolandi í réttarríki sem við teljum okkur vera. Og að upplýsingarnar komi frá ráðuneyti í okkar landi er bara ekki þolandi.
Þetta er að mínu mati óþolandi, burt séð frá hvernig á málunum hefur verið haldið hingað til. Allt tal um einelti og ofbeldi gagnvart ráðherranum og aðstoðarmönnum hans er bara rugl. Gerir fólk virkilega engar kröfur á fagmannleg vinnubrögð okkar æðstu manna sem hafa tekið að sér að stjórna landi og þjóð?
Innanríkisráðherra hefur líka hrakist úr einu horni í annað, og orðið margsaga. Í stað þess að víkja strax sæti meðan málið var rannsakað, þá hefur hún meira að segja skipt sér af rannsókninni, sem er mjög alvarlegt mál. Auðvitað er ekki hægt annað en að vorkenna henni. Hana skortir auðmýkt til að koma til dyranna eins og hún er klædd. Hún valdi þann kostinn að snúast til varnar sem var það versta sem hún gat gert í stöðunni.
Nú er í gangi ófrægingarherferð gegn ríkissaksóknara og umboðsmanni alþingis, til að reyna að eyðileggja þetta mál, og sumir hér eru svo bláeygðir að þeir dansa með vitleysunni, er nema von að við fáum endalaust yfir okkur óhæfa einstaklinga til að stjórna landinu? Þeir vita sem er að þeir komast upp með hvað sem er. Það erum nefnilega við sjálf sem viðhöldum þessu bananalýðveldi sem margir kalla svo.
Og nú er ég ekki að tala endilega um Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, Vinstri Græn og Samfylking fengu tækifæri og glutruðu því svo hrapalega niður að annað eins hefur ekki sést. Þess vegna er alveg sama hvernig forsvarsmenn þar á bæ djöflast og hneykslast, við munum alveg hvernig þeir komu fram, nákvæmlega eins og ráðamenn dagsins í dag.
Það breytist ekkert hér því miður nema okkur takist að endurnýja fólkið á alþingi svo að hægt sé að fara að skrifa alþingi með stórum staf aftur.
En almenningur vill greinilega ekki breytingar, það komu fram margir frambærilegir flokkar fyrir síðustu kosningar, margt frambærilegt fólk sem vildi virkilega bretta upp ermar og byrja ný vinnubrögð, en af öllum þeim flokkum náði aðeins einn flokkur inn Píratar, og það má sjá vinnubrögðin þeirra sem er í hróplegu ósamræmi við hina flokkana. Þau hrósa því sem vel er gert, og skamma fyrir það sem illa er gert. Þannig á að vinna.
Ég segi fyrir mig ég finn hvernig andúðin rís upp í mér við hverja vandlætingarræðu þeirra Steingríms, Árna Páls, Katrínu Júl og fleiri, þau eru greinilega búin að gleyma því að þau voru hreinlega ekkert betri.
En alvarlegast í öllu þessu dæmi er leikritið sem alltaf er samið um mál sem skipta okkur máli. Það er aldrei komið hreint fram og hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Heldur er farið í baktjaldamakk, búnar til aðstæður og síðan unnið úr þeim eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Þarna liggur nefnilega hundurinn grafinn. Við finnum, skynjum og grunar að það sé verið að fara á bak við okkur, en ekkert er fast í hendi, nema þegar forkólfarnir sjálfir opinbera óvart það sem er að gerast.
Ég ætti auðvitað ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, þar sem ég er komin fram yfir síðasta söludag. En samt sem áður ég á börn og barnabörn sem ég vil að geti lifað og starfað á Íslandi, reyndar er eins og er aðeins einn barnið hér á landi, hin flúinn til annara stranda.
Ég get alveg sagt það fullum fetum að ef ráðamenn landsins kæmu fram af einlægni og auðamýkt og þyrðu að segja okkur satt, myndi þeim líða miklu betur við myndum þá fara að treysta þeim á ný. Ímyndið ykkur hve miklu betur Hönnu Birnu myndi líða í dag ef hún hefði strax komið hreint fram, sagt frá, beðist afsökunar á lekanum og látið öðrum eftir að finna sökudólginn.
Ég er alveg viss um að landsmenn hefðu fyrirgefið henni og hún ætti sinn póltíska feril áfram. Þó það væri ekki nema af þeirri meðvirkni sem hrjáir okkur í allt of miklum mæli.
Ég vil leggja til að Tony Osmos verði boðið að koma til landsins, hitta konu sína og barn og fá að búa hér. Við höfum nefnilega nóg pláss fyrir marga ennþá. Og þó við vissulega þurfum að skoða bakgrunn þeirra sem hingað leita, þá þurfum við líka að læra að virða fólk sem leitar náðar okkar. Það er enginn á flótta út af engu. Enginn ekki nokkur maður yfirgefur heimili sitt, ættjörð og ættingja sem ekki þarf á því að halda. Það þurfum við að hafa í huga, við sem búum við frið og öryggi.
Eigið svo góðan dag elskurnar.

Hvað ungur nemur gamall temur.
![]() |
Erfitt fyrir Gísla að verja sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.9.2014 | 23:45
Eitt stykki sjötugsafmæli.
Um leið og ég vil þakka ótal vinum og vandamönnum fyrir hlýjar kveðjur til mín í tilefni 70 ára afmælis míns, ætla ég að setja inn nokkrar myndir og um leið þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og alla vinnuna sem systkini mín og makar og börn lögðu á sig til að gleðja mig og auðvitað hann gamli minn




















































Bloggar | Breytt 15.9.2014 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2014 | 15:36
Það er töff að vera sjötug.
Yndislegur dagur hjá mér í dag. Mér líður eins og drottningu.
Ég ætla að birta greinina mína í heild sinni hér, því hún var auðvitað allof löng til að birta í Morgunblaðinu.
Það er töff að verða sjötug. Það er frekar erfitt að koma á blað 70 ára ævi, en þá er bara að stikla á stóru. Ég fæddist á Ísafirði þann 11. September 1944. Móðir mín er Aðalheiður Bára Hjaltadóttir og faðir Þórður Júlíusson. Ég er að mestu leyti alin upp hjá móðurömmu minni og afa, Ásthildi Magnúsdóttur og Hjalta Jónssyni, en samt í sama húsi og foreldrar mínir. Ég á 7 systkini, yngsti bróðir minn dó aðeins 7 mánaða gamall, en ég átti þá líka son, aðeins hálfum mánuði á eftir bróður mínum. Við mamma áttum margar góðar samverustundir báðar óléttar. Ég var svona strákastelpa, við krakkarnir í hverfinu Stakkanespúkarnir lékum okkur mikið saman í allskonar leikjum, því við vorum eins og við værum í sveit. Foreldrar okkar flest norðan frá Hornströndum og samkennd mikil milli fjölskyldna. 17 ára fór ég í lýðháskóla í Svíþjóð, er eiginlega ennþá hissa á að foreldrarnir þorðu að senda mig, en ég býst við að ég hafi suðað eins og býfluga þar til undan var látið. Fór svo tveimur árum seinna til Skotlands, þar tók á móti mér maður frá útlendingaeftirlitinu og spurði mig hvað ég væri að gera, og ég svaraði um hæl: Ég ætla að fá mér vinnu Ertu með atvinnuleyfi? Nei Þá verðum við að senda þig heim aftur, svaraði þessi litli skeggjaði gaur. Ég fer ekki fet, sagði ég ákveðin. Ég fer þá bara til Svíþjóðar. Nei við sendum þig beina leið heim aftur, sagði karlinn. Ég komst inn, en frétti síðar að flugvélin hefði beðið eftir vargnum í tvo klukku tíma. Þegar ég kom svo heim tveimur árum seinna, fór ég að vinna með Litla Leikklúbbnum, sem er leikfélag hér, það var virkilega gaman. Síðar fór ég að syngja með hljómsveitum, hafði að vísu komin nokkrum sinnum fram með frændum mínum í BG Baldri og Kalla Geirmundssonum. Fyrsta hljómsveitin var Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, þar var Rúnar Þór að stíga sín fyrstu skref og bassaleikarinn Örn Jónsson. Svo kom Aðild og Ásthildur, Ásgeir og félagar, Gancia, Sokkabandið, kvennasveit og síðast gömlu brýnin. Ég vann á bæjarskrifstofunni frá árinu 1966, með smá hléum til ársins 2011. Var garðyrkjustjóri í 30 ár. Þar þurfti ég oft að sýna vargin í mér til að fá einhverju áorkað, það hefst víst ekkert öðruvísi. Ég stofnaði Ísafjarðardeild garðyrkjufélagsins 1974, ásamt góðu fólki. Ég hef alltaf haft áhuga á gróðri, og þegar við fluttum inn í eigin húsnsæði sem við byggðum sjálf, 1971, fór ég að panta inn ýmiskonar gróður vegna þess að hér var ekki til nein gróðrarstöð. Húsmæðurnar í kring um mig fóru svo að biðja mig um að panta fyrir sig líka, og svo koll af kolli, svo fór ég að panta aðeins meira, ef einhver skyldi nú vilja fá, og eftir að ég flutti í nýtt hús, kúluhúsið varð úr að ég stofnaði garðplöntustöð fyrir ofan hana. Hún er starfrækt enn þann dag í dag. Ég sé að ég þarf eiginlega að skrifa ævisöguna mína, því ég hef komist í svo margt á langri ævi. Mest megnis hef ég átt góða ævi, en sorgin hefur bankað upp hjá mér eins og öllum öðrum. Það var erfitt þegar ég missti 7mánaða gamlan bróður minn, við mamma áttum drengina okkar með hálfsmánaða millibili. Það var áfall að missa ömmu, fóstru mína og afa, líka pabba og mömmu, en sárast af öllu var að missa elskulega drenginn minn árið 2009. Það tók mig langan tíma að komast yfir þá sorg. En svona er lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og reyna að gera það besta úr öllu. Ég tók að mér son hans þegar hann varð sex ára, hann er núna er 17 ára að verða 18. Það var aldrei nein spurning um að við Elli minn myndum taka hann að okkur, þegar foreldrar hans gátu ekki sinnt honum lengur. Það var samt erfitt að þurfa að vinna að því að fá drenginn. Svona barátta við móðurina sem var ekki sátt, oft varð ég að segja sjálfri mér að ég yrði fyrst og fremst að hugsa um drenginn, allt annað yrði bara að hafa sinn gang. En þannig er lífið, stundum þarf maður að taka afstöðu og vera sjálfum sér trúr og því sem maður trúir á. Ég á 23 barnabörn, þ.e. börn sem kalla mig ömmu, sama hvaðan þau koma, og það er frekar erfitt að kaupa gjafir fyrir svo marga, þannig að fyrir sex árum ákvað ég að skrifa ævintýri árlega, þar sem barnabörnin mín taka þátt. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá þeim og við erum öll ánægð. Oft hefur verið hringt í ömmu á aðfangadag til að spyrja hvort þau megi opna pakkann frá ömmu á hádegi, þá er ekki hægt að bíða lengur með lesturinn. En nú er þetta örugglega orðið alltof langt. Þegar ég var um tíu ára, fannst mér fólk um tvítugt vera orðið eldgamalt, og þar væri eiginlega ekkert eftir af lífinu. Þegar ég varð svo tvítug, fannst mér það besti aldurinn, þrítug líka, fertug á hátindi, fimmtug ennþá skemmtilegra, sextug vá algjört æði, og nú verð ég bráðum sjötíu ára og lífið blasir við mér, ég hlakka til að takast á við það sem að höndum ber, hef reyndar aldrei haft meira að gera. Þannig að meðan heilsan er góð og lífið leikur við mann, það er auðvitað undir manni sjálfum komið, þá er lífið skemmtilegt. Eitt að lokum þegar ég finn að sorgin er að yfirtaka mig, eða áhyggjur og reiði, þá hef ég komið mér upp möntru sem ég fer með, þangað til mér líður betur. Hún er svona, ljós, friður, kærleikur og það er ótrúlegt hvað þessi þrjú fallegu orð lyfta öllu erfiðu frá mér, og ég hef þurft á því að halda.

Á Aldrei fór ég suður. í fyrra það var afar skemmtilegt.

Börnin hans Skafta míns.

Inga Þórsbörn.

Börn Rolando.

Alejandra mín.

Úlfur á Aldrei fór ég suður.

Stelpurnar hennar Báru minnar.

Og stubburinn.

Við Davíð Elías að gera kjötbollur.

Og stóri bróðir Arnar Milos að greiða Lottu.

Að matast í kúlunni.

Sigurjón.
Það vantar tvö börn í myndirnar, Ólöfu Dagmar og Lilju Aletu. Báðar flottar stelpur, en ég er ekki heima og myndefni því takmarkað
En svona er þetta bara eigið góðan dag elskurnar, ég ætla að njóta mín, og svo ætla ég að hafa opið hús á laugardaginn fyrir þá sem vilja heilsa upp á okkur Ella Frá kl. 16 - 19. <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.9.2014 | 16:47
Ég held að DV sé búið að vera, bara eftir að auglýsa jarðarförina.
Þetta er merkilegt mál, allir eru ánægðir með Reynir og "virða" hans störf, og svo framvegis. Hvers vegna þá allur þessi stormur?
Ég er viss um og hef reyndar frétt að Reynir hafi gert vonda hluti, sem ekki eru til eftirbreytni. En það eru til allt aðrar leiðir til að leysa svona mál en að koma svona fram.
Sérstaklega var klaufalegt að koma fram með offorsi eins og Leifur World Class gerði með yfirlýsingum um að þetta væri allt gert til að koma Reyni frá.
Bréfið sem hann fékk sent var líka afskaplega andstyggilegt og mannskemmandi. Og síðast en ekki síst að loka hann úti, en klára ekki málið og segja honum upp.
Þetta lýtur allt að því að einhver hefndaraðgerð sé í gang gegn honum.
Svo þýðir afskaplega lítið fyrir nýráðin ritstjóra að vera með eitthvað mærðarhjal um ritstjórann fyrrverandi það lítur út eins og eitthvað til að smyrja súkkulaði á hnífsblaðið fyrir kaupendur en ekki að hann "virði" hann svo mikið.
Það byrjar ekki vel, ef menn geta ekki komið hreint fram í upphafi.
Það er ekki sama orð og gjörðir, og reyndi núverandi ritstjóri til dæmis að gefa Reyni tækifæri til að hætta með reisn? Held ekki, hef ekki séð það, eða er hatrið svona mikið hjá ritstjórninni að þeim nægir ekki sigurinn, heldur þurfi líka að snúa hnífnum í sárinu. Ja miklir menn eruð þið. Og svo sannarlega ekki gott inn í framtíðina.
Málið er að hver og einn almennilegur maður sættir sig ekki við svona aðfarir, ég geri það allavega ekki, með fullri virðingu. Ég mun því ekki kaupa þetta blað framvegis. Þessi ritstjórn og ritstjóri hafa sýnt að þeir eru illa innrættir og hafa ekki í sér þá virðingu fyrir öðru fólki sem ætti að vera frumskilyrði þess að geta rifið blaðið upp úr þessari vitleysu. Það sýna fyrstu viðbrögð.
Í upphafi skal endinn skoða, þannig verður allt affarasælast, að mínu mati hefur þess ekki verið gætt í þessu ferli, og aðalmálið að niðurlægja fyrrverandi ritstjóra sem allra allra mest.
![]() |
Hallgrímur virðir störf Reynis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.9.2014 | 20:57
Svona alþjóðleg brúðkaup, þau þjappa þjóðum saman.
Ég hef verið í fjórum alþjóðlegum giftingarveislum, sem er afar skemmtilegt og eykur viðkynningu fólks frá hinum ólíku svæðum, í gleði og kærleika.
Fyrsta brúðkaupið af þessu tagi sem ég var boðin í var í EL Salvador, Þegar sonur Ella míns kvæntist þarlendri eiginkonu, viðkynning sú við fólkið þar hefur sannarlega vafið upp á sig, því foreldrar og aðrir ættingjar brúðarinnar fluttu hingað heim og eru í dag íslenskir ríkisborgarar yndislegt fólk.

Við háborðið á Mariott hótelinu. ég veit að þið þekkið mig ekki, en ég er hjá þjóninum heheh.

Ég og mágkona mín frá Mexico, við fórum í allsherjar dekur fyrir giftinguna þarna úti.
Næsta brúðkaup var í Belgrad, sami brúðgumi en brúðurin var frá Króatíu og Serbíu, það hefur líka undið upp á sig, því fólkið hennar er í dag góðir vinir okkar og fleiri íslendinga.

Falleg og flott.

Og hér blaktir íslenski fáninn í Belgrad.

Það eru ýmsar serimoníur eftir þjóðlöndum.

Eða þannig.

Brúðardansinn.

Og það er hægt að finna íslandsvini allstaðar líka í Serbíu.
Síðan var brúðkaup í Kaupmannahöfn þar sem systursonur minn gekk að eiga danska unnustu sína, þar voru líka íslendingar, danir og norðmenn, því þarna eru fjölskyldan þannig samansett.

Og þar sem þau eru bæði háttsett í danska hernum var auðvitað heiðursvörður í brúðkaupinu.

Kira og Hjalti svo falleg.

Og hér er svo Sigga systir mín, þið sjáið að þær Siggurnar eru dálítið líkar.
Í fyrrada fór ég svo í giftingu á Ísafirði, þar sem frændi minn Tómas Pajdak kvæntist þýskri unnustu sinni, en þar sem Tómas er hálfur íslendingur og hálfur pólverji, þá voru þarna margir samankomnir frá öllum þessum löndum og fleiri.

Athöfnin fór fram að katólskum sið.

Hamingjan leynir sér ekki.

Falleg hjón

Og úti biðu ættingjarnir eftir að brúðparið kæmi út úr kirkjunni, veðrið var dásamlegt.

Og hér koma þau svo út.

Seinna um daginn var svo öllum boðið í veislu í félagsheimilinu í Bolungarvík, hér eru foreldrar brúðgumans, Sigga frænka mín og maðurinn hennar.

Þetta var skemmtileg veisla og töluð minnst þrjú tungumál fyrir utan ensku sem flestir bjarga sér á, þegar allt um þrýtur En ensku kunnátta er svona frekar með minna móti, því þjóðverjarnir okkar eru frá austur Þýskalandi og bæði þar og í Póllandi var ekki kennd enska heldur rússneska.

Háborðið, foreldrar Nóru, Tómas, Nóra og foreldrar Tómasar.

Frændurnir Atli, Kalli og Baldur sem voru aðalmennirnir í BG, og Karítas kona Balda.

Pólsku gestirnir.

Og þýsku gestirnir. Og ég vil segja að þeir voru rosalega ánægðir með land og þjóð. Og ekki síst veðrið.

Allt í góðum sving.

Elli, Kalli og Baldi á góðri stund.

Og svo var að skera brúðartertuna.

Og ekki stóð á gestunum að njóta matarins. Það var reyndar súpur í aðalrétt, kartöflusúpa, fiskisúpa og kjötsúpa allt saman frábært.

Ég held að það skapi svona meiri skilning milli þjóða þegar svona alþjóðleg brúðkaup eru haldinn. Þar mætir almenningur frá hinum ýmsu löndum í bræðralagi og bara sem manneskjur eins og hver annar. Ekkert diplómasí eða forréttindi, bara fólk sem hugsar eins og er að gleðjast saman hvaðan sem það kemur.

Og það var farið í skemmtilega leiki með brúðhjónin og foreldra þeirra, um hve vel þau þekktu maka sína, og það var alveg augljóst að vissir hlutir voru alveg á hreinu.

Synir hennar Siggu frænku minnar.

Svo var ball á eftir og Jóhanna Guðrún tryllti gesti með hljómsveit sinni, gjörsamlega frábær.

Svo er til siðs að kasta brúðarvendinum, og ungu stúlkurnar söfnuðust saman til að grípa.

Mæli með þessu bandi til að dansa eftir, frábær.

Einhver var að brosa að mussunni hennar, hún var eins og beint úr klæðaskápnum hjá mér.

Rauðhausinn systir mín og Sævar mágur.

Uppáhaldsfrændinn minn

Hann er auðvitað ekki innrammaður, hvað þá innmúraður prakkarinn sá arna.

Og Elli vildi líka hehehe..

Svo lá leiðin bara heim eftir dásamlegt kvöld. Innilega takk fyrir mig elsku Tómas og Nóra, nú bíð ég bara eftir að þið flytjið hingað til Ísafjarðar því þar er ykkar staður.
Sem sagt það er gott fyrir fólkið í heiminum að hittast auglitis til auglitis, svona þjóðarbrotin sjálf án íhlutunar ráðamanna, herráða og spillingarveröld.
Við getum þetta alveg sjálf, ef við bara tökum okkur þann rétt að hætta að láta afglapa ráða fyrir okkur, segi og skrifa.
En eigið annars góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2014 | 14:30
Skammarleg framkoma gagnvart okkar minnstu bræðrum.
Ég er ekki hissa á því að almenningur bæði hér og í færeyjum sé reiður vegna þessarar ákvörðunar. Það er aumleg afsökun að halda í einhverskonar loforð og reglur frá ESB þegar vinir okkar þurfa á okkur að halda. Ég skammast mín niður í tær yfir þessari framkomu. Ég er viss um að með góðum vilja er auðvelt að aðstoða færeyinga.
En Sigmundur Davíð og hans menn hlusta svo sem ekki á grasrótina almenning í landinu, því "skoðanakannanir segja jú ekkert". Það er að segja ef ráðamönnum líkar ekki niðurstaða þeirra, þó hún geti verið heilög ef það er á hinn veginn.
Ég verð að segja að ég hafði töluverða samúð með bæði Bjarna Ben og Sigmundi í upphafi, og var mikið skömmuð fyrir að verja þá í upphafi. En þeir hafa sjálfir komið sér þannig fyrir að ég get það ekki lengur. Þar skiptir mestu máli hvernig þeir meðhöndla málefni innanríkismála þvert á allar umræður fagmanna. Og svo núna þetta, það safnast þegar saman kemur.
Ráðamenn ættu að fara að hætta að treysta á gullfiskaminni þjóðarinnar. Málið er að í dag liggja upplýsingar endalaust fyrir á bloggi, umræðuþáttum og netspjalli.
Gjörið svo vel að aðstoða vini okkar færeyja nú þegar, eða hafið eilífa skömm fyrir. Segi og skrifa.
![]() |
Vandar Íslendingum ekki kveðjurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2014 | 12:43
Enn og aftur ástkæra Fljótavíkin okkar.
Ég hef ekki skrifað um Fljótavíkina nú dálítin tíma, ég skrapp suður að skila af mér börnunum, við fórum í pallhýsi sem við eigum og gistum á leiðinni, því það er frekar erfitt fyrir litla kroppa að sitja lengi kyrrir.

Það er gaman að vera úti þó rigning sé, ef maður er vel gallaður.

En það er líka notalegt að vera inni og jafnvel fá að setja við í eldinn eða grilla sykurpúða í umsjá afa.

Nú eða bara leika sér inni.

Það er nefnilega hægt að gera sér ýmislegt til dundurs í óbyggðum.

Samt er nú alltaf skemmtilegast þegar sólin skín og veðrið er gott.

Þá má jafnvel skríða út í sólbað

Krakkarnir fundu vængbrotin fugl, og litli ræfillinn dó í höndunum á þeim, sennilega af skelfingu, honum var samt ekki ætluð veturseta því miður. En það var grafin hola og gerður kross og svo var að finna tilhlýðilega kistu.

Og kista fannst, smjörvadolla var alveg gráupplögð sem kista.


En þau voru afskaplega einlæg í þessu ferli öllu saman.
Hér má sjá karlana leggja af stað til að aðstoða Edda í Tungu með að taka timbur upp á land, sem hann var að fá.

En börnin nutu líka góðs af, því þau komust yfir til Julluborgar, fengu lánaðan bát hjá Boggu og Ingólfi. Julluborgir er sandgryfja sem gaman er að hoppa í.

Gaman að hoppa.

Þau höfðu með sér nesti.


Ylfingur skoðar heiminn.

Kvöldsólin alltaf jafn tignarleg.

En svo er komin tími til að fara. Flugvélin bíður okkar.
Ætla að setja inn nokkrar skemmtilegar fjallamyndir næst.
Eigið góðan dag.

Gamla settið slakaði líka vel á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2014 | 22:57
Þjóðarsálina ber að hlusta á.
Þarna stangast ýmislegt á að mínu mati. Það sem kemur fram í hljóðritaðri viðræðu við lögreglustjóra fyrrverandi, segir ákveðna sögu um vítaverða framkomu innanríkisráðherra í þessu máli.
Í Kastljósi margítrekaði innanríkisráðherra að hún hefði ekki gert neitt rangt, en þegar hún var spurð um lykilatriði í tilsvörum fyrrverandi lögreglustjóra þá var alveg ljóst að hún taldi sig ekki hafa gert neitt rangt. Hún virðist ekki skilja hvernig þessi mál virka, hún virðist telja að þarna sé hún sem bara Jóna Jóns út í bæ að verja sjálfa sig og sitt fólk en gerir sér ekki grein fyrir því í hvaða stöðu hún er, sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka málefni innanríkisráðuneytisins. Ég verð að segja að í viðtalinu við hana í Kastljósi kom fram algjör rörsýn hennar á mikilvægi málsins, og það er sorglegt að segja að hún virðist ekki skilja alvöru afskipta hennar af málinu.
Ég var í stríði í mörg ár út af afskipum lögreglu og dómsyfirvalda af syni mínum, sem móðir, en ef ég hefði verið dómsmálaráðherra, hefði ég einfaldlega ekki getað það, því þá hefði ég verið vanhæf.
Hanna Birna telur sig hafa verið að gegna skyldum sínum gagnvart sínum undirmönnum í ráðuneytinu, en áttar sig ekki á því að hún ber einnig ábyrgð á öðrum undirmönnum. Svo sem eins og lögreglunni og lögreglustjóra.
Ég verð að segja að ég tel málefni ríkisstjórnar komin í algjört öngþveiti þegar ráðamenn eins og forsætisráðherra og fjármálaráðherra fara í vörn fyrir þennan tiltekna ráðherra, með fullri virðingu, þá Þeir þeir virðast ekki skynja ástandið í þjóðfélaginu, eða telja að það skipti engu máli, meðan þeir eru við völd. En þannig er það bara að misbjóða almenningi á þennan hátt gengur ekki til lengdar.
Ég verð að segja að í upphafi var ég svo sem ekki ánægð með þessa ríkisstjórn, en í samanburði við þá síðustu þá taldi ég að ekki gæti vont versnað. En Guð minn góður þessi viðbrögð Sigmundar og Bjarna eru þess eðlis að ég bara get ekki annað en vantreyst þeim í áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
Ég hlýt því að vonast eftir því að sem fyrst verði nýjar kosningar og við náum að setja saman ríkisstjórn sem vinnur fyrir almenning í þessu landi.
Því miður virðist afar langt í svoleiðis, því kjósendur hafa þvílíka rörsýn á stjórnmál að þeir velja fjórflokkinn að megin hluta til, en hafna þeim flokkum sem eru að reyna að hasla sér völd með réttlætið og sannleikan að vopni.
Hvað er að þessari þjóðarsál, sem kýs yfir sig aftur og aftur spillinguna sem þrífst í fjórflokknum, og af hverju í fjandanum fer það fólk ekki út úr fjórflokknum sem veit og hefur upplifað samstöðuna og spillinguna í gömlu pólitíkinni?
Það er talað um að meðan almenningur segir ekki neitt geti Hanna Birna verið áfram í kraft embættis síns, en hafa menn spáð í kommentakerfin og viðbrögð almennings þar? Hin eiginlega þjóðarsál birtist einmitt þar og hún er öll á sama veg, fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum, svikum, bulli og spillingu. Þess vegna ættu ráðamenn að taka í taumana og gera eitthvað í málunum, í stað þess að stama og hiksta og reyna að þvæla málin svo sundur og saman að pínlegt er á að horfa.
Please hætti þessu og farið að hlusta á þjóðarsálina.
![]() |
Umræða um lekamálið ósönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2023147
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar