12.4.2015 | 22:35
Söngvakeppni framskóla.
Ég fylgdist með þessari keppni bæði forkeppninni og svo lokakeppninni. Ég verð að segja að það er góð tilfinning að sjá hve frábær ungmenni við eigum í söngbransanum, þessir krakkar stóðu sig öll frábærlega vel. Samt sem áður verð ég að segja að úrslitin komu mér á óvart. Ég hélt að það væri verið að velja besta söngvarann. Lagið sem vann var ágætt og söngvararnir frábærir, og þessi unga kona sem vann og hennar meðsöngvarar voru flottar, og ég skynjaði frábæran einstakling í þessari ungu stelpu sem skemmtilegan einstakling. En samt sem áður varð ég fyrir vonbrigðum með sigurlagið, ég var alveg ákveðin í að Stúlkan úr Garðabænum myndi sigra, lagi sem hún söng var frábært og túlkunin hjá henni einstök. Einnig var ég afskaplega hrifin af söng stúlkunnar úr MH og gítarleikaranum og táknmálsdæminu. Hún var svo falleg og með þessar frábæru tæru rödd, sem fáir myndu hafa eftir.
Ég hélt að það væri verið að leita eftir "gæsahúð" eins og ein úr dómnefndinni sagði. En sigurlagið var engin gæsahúð, langt í frá, bara svona smekklegt og enginn áreynsla. Gæsahúðin var með stúlkunni úr Garðabænum og svo úr menntaskólanum í Hamrahlíð.
Ef verið var að dæma um söng eins og þessi keppni bendir til, þá segi ég nú bara ágætu dómarar hvar er ykkar gæsahúð? Enda sá ég að þið voru ekki endilega neitt rosalega stolt af því sem þið buðuð fram.
Þessar stelpur sem unnu, eiga vonandi eftir að gera góða hluti, en það sem upp úr stendur í mínum huga eru Garðabær og MH. Sem algjörlega standa upp úr að mínu mati. Og þannig er það bara.
![]() |
Syngur mest í sturtu og eldhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2015 | 16:37
Óboðin gestur.
Verð að segja að ég er hálf skekin,
Hvað er það sem ekki kemur fyrir í Kúlunni? Ég var upp í gróðurhúsi þegar Úlfur hringdi í mig og sagði mér að það væri minkur í garðskálanum. Hann væri særður og hættulegur. Ég þorði ekki annað en að hringja í meindýraeyðinn hann Val Rigther, sem kom og aflífaði dýrið. Hann sagði að þetta væri læða og það væri óvenjulega mikið um mink á svæðinu. Og ég sem var með fullt hús af ungu fólki í gær og auk þess búin að hafa hænsnakofann minn opinn hluta af dögum svo þær fái sólina og góða veðrið inn. En sem sagt blessað dýrið er farið til Guðs. Eins gott að fara varlega.
Ekki falleg sjón. Þegar meindýraeyðirinn mætti með byssuna fór ég eins langt inn í húsið og ég gat. Dauðvorkenndi kvikindinu, en það er bara ekki hægt að hafa svona hættuleg dýr á ferli, sérstaklega ef þau eru særð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2015 | 14:10
Gleðilega Páska.
Já þær voru að leggja af stað heim stelpurnar mínar sem voru hér yfir helgina. Og þær kvöddu mig með páskaeggi. Svona hljómar málshátturinn: Ég ætlaði alltaf að verða doktorsritgerð- en endaði sem málsháttur. Dettur eiginlega tveir frammámenn í samfélaginu í hug.
Mestu myndarstelpur. Gaman að hafa þær.
Páskarósin mín er ennþá undir snjó en jólarósin skartar sínu fegursta.
En það var heilmikið fjör hjér hjá mér í gær, krakkarnir nutu þess að koma heim og ylja sér, þegar þau voru orðin köld. Þetta var líka frábær skemmtun, ég gat fylgst með henni í tölvunni. Frábært tónlistafólk sem við eigum.
Svona hljómuðum við fyrir þremur árum, eftir 30 ára hlé og bara nokkrar æfingar fyrir giggið.
https://www.youtube.com/watch?v=SuPb0QKmcpE
Frá æfingu í kúlunni.
Svona hljómuðum við á Músiktilraunum 1982.
https://www.youtube.com/watch?v=SMMn-s6OwFg
Eigið góðan dag elskurnar.
![]() |
Gestrisnin lokkar fólk á hátíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2015 | 23:02
Frábær stemning.
Jamm það er frábært að vera bara í næsta húsi og horfa á í streymi. Frábært.
![]() |
Aldrei fór ég suður nær hápunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 17:51
Ferðasagan Osló Kiel.
Osló er höfuðborg Noregs, það vita allir.
Ósló er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 640.313 íbúar árið 2014. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Við lentum á Gardemoen og sonur okkar sótti okkur þangað. Það var fagnaðarfundur með okkur og börnunum. Elías Nói elska afa sinn alveg rosalega mikið og reyndar ömmu líka.
Litla prinsessan okkar var dálítið feimin fyrstu sekúndurnar en svo ekki meir. Hún var búin að skipuleggja hvar við ættum að sofa, þ.e. hjá henni sem við gerðum.
Stubburinn var öruggari hjá mömmu svona til að byrja með, en það var ekki lengi, því hann mátti ekki sjá af afa neina stund. En hann er yndislegur eins og þau eru öll, og svo er hann nýorðin tveggja ára. <3
Óðinn Freyr er orðins svo stór strákur, hér eru þeir feðgar saman í tölvum. En þeir eru bestu vinir.
Ég er mjög stolt af börnunum mínum, því þau kenna börnunum sínum að bera virðingu fyrir öðru fólki rétt eins og við pabbi þeirra héldum að þeim. Hvað ungur nemur gamall temur. Og svo sannarlega er sorglegt að sjá til barna sem eru dónaleg.
En þegar við komum til Noregs var einmitt vetrarfrí. Norðmenn gera mikið úr slíkum fríum, fara með börnin í ferðalag stundum til heitari landa, eða í Hyttuna sem flestir eiga, nú eða fara í siglingu á skemmtiferðaskipi, og það var það sem við gerðum. Fórum í siglingu til Kiel í Þýskalandi. Þetta er tveggja daga sigling í allskonar lúxus.
Enginn smásmíði þetta skip.
HLuti hópsins, en Alejandro eiginmaður Vickýar frænku Ella kom með ásamt börnunum sínum þeim April og Axel. Hér eru vinirnir Róbert og Óðinn Freyr, Sólveig Hulda.
Hagbarður blessaður komst ekki með, því hann þurfti að sinna dóttur sinni henni Rósu Jónu, en hún var einmitt veik á þessum tíma elsku litla fallega hetjan.
Fólkið dreyf að út öllum áttum, og það voru mörg börn sem voru að fara með foreldrum sínum.
Mikil tilhlökkun var hjá unga fólkinu, verðinu er stillt í hóf svo sem flestir hafi ráð á að sigla.
Og auðvitað voru trúðar um borð.
Kiel er höfuðborg og fjölmennasta borgin í Schleswig/Holsten með rúmlega 240.000 íbúa.
Kiel er ein frægasta skipaborg í Þýskalandi og þar hafa verið haldnir ólympíuleikar í siglingum. Þar er haldinn árlega ein stærsta siglingaviðburður í heimi, svokölluð Kielweek.
Þar er stærsti herfloti Þýskalands og auk þess er Kiel Skurðurinn einn af stærstu manngerðu skurðum. Ég hef ekið yfir hann á brú sem er hrikalega há, þar undir fara lestar á leið sinni til Hamborgar. Ekki alveg fyrir lofthrædda?
Þau sem skemmtu sér allra best voru krakkarnir okkar, þau voru fjögur á sama aldri, Óðinn, Róbert, April og Minerva Hjörleifsdóttir, en þau Róbert eru bræðrabörn. Þau sáust mest lítið í ferðinni nema á matmálstímium
Það var ansi troðið þegar við vorum að koma okkur um borð.
Kátir og yndislegir krakkar.
Þessi skipstjóri tók á móti litlu krökkunum en mín var hálfsmeyk við þennan skrýtna karl.
En hana langaði svo mikið að tala við hann
Svo amma þurfti auðvitað að koma til aðstoðar og "kynna" þau.
Kominn inn í klefan okkar, þá er hægt að fara að slaka á.
Man ekki hvað voru margir farþegar, en minnir að þeir hafi verið rúmlega 2000, og allir að komast inn í einu, svona dálítið stapp.
Við "göngugötuna" í skipinu á hæð 7, voru tveir barir annar heitir Monkeybar og hinn Donkey bar. Við hertókum Donkeybarinn hahaha.
Það er alveg sama hvaða barn á í hlut, þau elska öll afa. Hér er Axel að leika við afa með svarthöfða og fleiri kempur
Hvernig sem það æxlaðist þá fundu börnin okkur alltaf um matarleytið
Svo voru þau horfin á braut. Þau fóru í sund sem er hin besta skemmtun.
Hér má sjá hluta af "göngugötunni" í þessum íbúðum býr ríka fólkið, veit ekki hvort það er neitt skemmtilegra en að vera bara einn af fjöldanum.
Næturlífið var líka glæsilegt, skemmtanir og live músikk.
Svo má bara fylgjast með hafinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar.
Eða fara á kvöldshow, og leyfa börnunum að njóta sín, því hér mega þau vera með.
Jamm og allt í boði hússins (skipsins)
Norskar dragdrottningar.
Og hér sjáum við Conchita Wurst eða staðgengil hennar/hans. Þetta var virkilega gaman.
Hversu mörg ykkar hafa farið í svona glæsisiglingar?
Og hér erum við stelpurnar komnar til Kiel, í moll, en málið er að norðmenn eru ekki bara að fara í skemmtisiglingu heldur líka verslunarferð, því hér er allt mikið ódýrara en í Noregi. Og nú er notaður tíminn.
Kiel.
Þýska stílbragðið.
Farið í mollið.
Ég hef reyndar ekkert gaman af að vera í búðum, en það er alltaf gaman að skoða nýja staði.
Við Mínerva sátum og spjölluðum meðan aðrir voru að versla og skoða. Þessi skóbúð er uppáhaldsskóbúðin hennar mömmu sagði Mínerva. Við ákváðum að fara inn og skoða, og þarna fundum við báðar flotta skó sem okkur langði í. Og keyptum þá, hér er Mínerva að máta sína
Svo þurfti að prófa hringekjuna.
En nú elskurnar er ég í miðju kafi að elda páskalærið, stelpurnar ætla að fara á morgun, svo ég flýtti matnum, við ætlum að eiga kósýstund áður en þær fara niður í skemmu að fylgjast með Aldrei fór ég suður. Úlfurinn minn kemur líka, svo það verður gaman. En framhaldið ætla ég að setja inn á morgun, en við erum ennþá stödd í Kiel. Eigið dásamlegan dag elskurnar.
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 21:52
Fjör í Kúlunni.
Já þetta er frábær skemmtun, og bæði ég og minn maður höfum spilað þarna og líka Úlfurinn okkar. Og núna er aftur hlátur og skemmtilegheit í kúlunni, því hingar eru komnar þrjár hressar stelpur til að upplifa Aldrei fór ég suður, og von á tveimur í viðbót á morgun. Ég elska þetta fallega unga fólk sem er í kring um mig, bæði barnabörnin og þau öll hin sem eru í kring um mig. Þau eru framtíðin og þau eru bara svo heilbrigð og frábær. Við eigum sko ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með allt þetta fallega og yndislega fólk.
Tilbúnar í djammið flottar stelpur, ein þeirra dóttir vinkonu minnar út Garðyrkjuskólanum. Og það er bara gleði og hlátur í kúlu þessa Páska eins og alltaf.
![]() |
Aðalfjörið fyrir vestan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2015 | 17:18
Píratar og stjórnmálamenn framtíðarinnar.
Ég tek alveg undir þessi orð Helga Hrafns. Það gerðist eitthvað í þjóðarsálinni loksins. Og það er afar ánægjulegt. Og vissulega er krafan um lýðræðisumbætur sterk, en það er ekki bara það, heldur er fólk farið að fá upp í háls atferli fólksins sem valið hefur verið valið til að stjórna landinu mörg mörg undanfarin ár. Lygarnar óheilindin og klíkuskapurinn er orðin yfirþyrmandi, en það er líka annað sem sennilega vegur þyngra og það er spillingin sem er farin að vera ansi grímulaus. Hér áður gátu menn falið hana og þaggað niður, það er ekki hægt lengur vegna netsins. Og ekki síður vegna blaðamanna sem standa undir nafni.
Hyglun stjórnvalda til nokkurra útvaldra vina og vandamanna, og ég er ekki bara að tala um núverandi stjórnvöld heldur nær þetta langt aftur.
Ég held meira að segja að ég viti hvenær vakningin byrjaði, það var þegar Ómar Ragnarsson labbaði með 12 þúsund manns niður Laugaveginn. Það vakti fólk til umhugsunar um hvað hægt er að gera í krafti fjöldans. Þó ekki tækist að koma í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun er ég viss um að fólk hugsaði sig tvisvar um áður en lagt var í álíka eyðileggingu á landinu okkar fagra.
Svo þegar farið var að koma saman á Austurvelli þá var það eiginlega beint framhald af þessari göngu. Það er mín sýn allavega. Bókin hennar Margrétar Tryggva og Hreyfingin sem opnaði glugga út úr Alþingishúsinu hvar líka sterkur leikur.
Ég vona að að þessi þróun haldi áfram og styrkist. Það sem vantar hjá okkur er að leyfa öllu fólki á landinu að njóta gæða landsins, en ekki bara fáeinum útvöldum sem komast áfram á á kostnað hinna. Þar má til dæmis nefna sjávarútveginn, þar sem blygðunarlaust örfáir aðilar sópa til sín þjóðarauðnum. Bankaforstjórar sem hafa meiri mánaðarlaun en verkamaður hefur á ári. Við erum of fá fyrir svona mikla spillingu endalaust. Enda er fólk að flýja umvörpum til annara landa vegna þess að það er búið að fá nóg.
Þess vegna verðum við að snúa þessari þróun við. Og við getum það í krafti fjöldans, bara ef við stöndum saman og sýnum að okkur er fyllsta alvara.
Við viljum börnin okkar heim aftur sem flúið hafa land eða telja sig ekki eiga framtíð hér lengur. Við verðum að gera þetta núna því nú er lag, ekki í gær ogekki á morgun.
Eigið góðan dag.
![]() |
Lýðræðisumbætur vega þungt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2015 | 03:45
Kalliði þetta leikrit?
Ég fór á sérstaklega skemmtilega leiksýningu í kvöld hjá félögum mínum í Litla Leikklúbbnum. Litli Leikklúbburinn verður 5o ára í vor og verður mikið um dýrðir þá. En sem sagt í kvöld var frumsýnt leikrit sem er það 86. verkefni LL.
Leikstjóri er Kári Halldór Þórsson sem okkur er að góðu kunnur, því hann setti upp leikritið Úr Aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson, eitt það erfiðasta leikrit sem ég hef tekið þátt í, því Kári Halldór tekur stjórnina alla leið og ekkert hálfkák. Við þurftum með fram því að æfa leikritið að taka júdótíma til að læra að detta "faglega".
En sem sagt ég skemmti mér afskaplega vel í kvöld, og það var eftirtektarvert hvað leikarar stóðu sig vel, þó flestir þeirra hafi ekki stigið á leiksvið áður.
Algjörlega ótrúlega góð frammistaða.
Leikritið er samið af Ágústi TOrfa Matnússyni frá Seyðisfirði og fjallar um að setja upp leikrit á landsbyggðinnni, það er fengin leikstjóri frá höfuðborginni og á hann auðvitað í mesta basli við að takast á við leikendur sem eru að gera þetta í hjáverkum og hafa ýmislegt annað að gera en að standa í leikæfingum. við þekkjum þetta svo sem öll.
Þetta er svona sakamálaleikrit með söngvum og dansi og leikritahöfundurinn er að semja eina og eina blaðsíðu af mikilli kostgæfni.
Leikstjórinn og höfundurinn áttu sín móment eins og gengur. Kostuleg samskipti þar.Stóðu sig báðir með soma. Hér er leikstjórinn leikinn af Stefáni Erni Stefánssyni og handritahöfundurinn Snjólfur hirðskáld leikinn af Gunnari Erni Rögnvaldssyni.
Ég held að æfingarsvæðið hafi verið hugsað sem Selið sem við eldri leikarar þekktum svo vel.
Raunar byrjaði sýningin freka einkennilega leikendur dönsuðu í langan tíma ýmist í ljósi eða myrkri og þetta var orðið svona frekar pínlegt, en svo kom skýring þegar leikstjórinn Kári Halldór tilkynnti að öryggi hefði brunnið yfir og það tæki smá tíma að laga það. Og því var bara tekið ljúfmannlega og þá skildi maður hvernig í málunum lá.
Allir leikararnir stóðu sig afar vel. Samt er alltaf eins og gefur að skilja nokkir sem standa uppúr, það er svo sem ekki vinsælt að taka einhverja út úr, en ég verð að segja að Stefán Steinar Jónsson hélt uppi sýningunni, hann var tónlistarstjóri og spilaði á píanó meirihluta sýningarinnar bæði í söngatriðum og svo til áhersluatriða. Allir leikendur fengu tækifæri til að syngja og það heyrðist mjög vil til þeirra allra, því undirleiknum var haldið þannig að þess gætt að allt heyrðist, þó sumir væru ef til vill ekki alveg tónvissir þá gerði það bara ekkert til, en sumir voru bara þrusugoðir söngvarar.
Þau áttu öll góða spretti og það var vel passað upp á að þau ættu öll sin móment, það skrifast örugglega á leikstjórann, þvi það var ekki alltaf texti sem fylgdi heldur dans og önnur áhersluatriði, sem skemmtu leikhúsgestum vel. Önnur sem var algjörlega frábær var Katrín Líney Jónsdóttir sem lék fullorðna leikkonu og átti að vera rík ekkja í "leikritinu".
Kata var hreint óborganleg sem þessi leikkona sem var ef til vill ekkert allof vel gefin eða þannig.
Einnig átti unga leikkonan sem lék þjónustustúlku Svava Traustadóttir yndisleg spretti svo salurinn lá í hlátri.
Bókstaflega yndisleg.
Skottið Lísa ofurglamúrgella. Átti sín móment.
Eva Lind Smáradóttir.
Bjarki brilleraði sem formaður leikfélagsins.
Í raun og veru er ekki hægt að gera upp á milli leikaranna, því þau stóðu sig öll frábærlega. Það er meira en að segja það að fá til liðs við sig hóp af algjörlega óvönu fólki og takast að koma því svona vel til skila eins og hér var gert. Sviðsmyndin var skemmtileg og innkomur og útgangar voru eins og vita var af leikstjóra sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Og unun að fylgjst með. Það eina sem ég fann að var að sumir leikaranna voru ekki alveg klárir á textanum sínum, sem var reyndar undirstrikað af því að þeir áttu að gleyma rullunni sinni á æfingum, og þess vegna kom það skemmtilega fram þegar þeir gleymdu í raun og veru. En vonandi laga þeir þetta smávandamál. Því það skiptir miklu máli að textinn renni ljúflega. Þetta varð til þess að stundum datt mómenti niður. En það truflaði samt ekki áhorfendur því salurinn var farið að orga af hlátri í restina.
Það var fjöldin allur af fólki sem lagði hönd á plóg, og gaman að sjá hvað margt nýtt fólk er komið til starfa með okkur, það var líka yndislegt að hitta öll gömlu brýnin sem hafa fylgst að gegnum tíðina, Sigrún og Guðni, Sveinbjörn og Hlíf, Halla og Hafsteinn, Anna Lóa og Gulli, Finni Magg, Obba og Jónas og örugglega fleiri.
Ef ykkur finnst ég vera væmin eða hlutdræg já þá er það bara örugglega þannig. En þetta var dásamleg stund og ég skemmti mér rosalega vel. Ég hvert ykkur ágætu ísfirðingar til að láta þessa skemmtun ekki fram hjá ykkur fara. Því það er sálarbætandi sérstaklega þegar við erum að skríða upp úr skammdeginu og óveðrinu að sitja í Edinborgarhúsinu og hlæja okkur máttlaus.
Svo vona ég innilega að þetta leikrit verði sýnt á 50 ára afmælinu okkar í vor, og þá verður nú gaman að fá alla hina Möggu Óskars, Siggu Boggu Laufeyju, Traust og miklu fleiri þá verður fjör, segi og skrifa. Þið verðið bara að gefa ykkur tíma til að koma og vera mem.
En nú er komin tími á mig að fara að halla mér. Góða nótt elskurnar og innilega takk fyrir mig og þið sem ekki voru nefnd voru frábær líka svo og tæknimenn sviðstjórar leikskrárstjórar leikmyndasmiðir tæknimenn og þið öll.
Gleymdi að geta þess að ég tók þessar myndir af facebooksíðu Litla leikklúbbsins og myndatökumaðurinn er Benedikt Hermannsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2015 | 22:40
Fiskarnir mínir.
Þegar ég kom heim úr ferðalaginu komst ég að því að elsku fiskarnir mínir voru allir dánir. Það var sorglegt, því þeir hafa gefið mér og barnabörnunum mikla gleði núna í mörg ár. Í dag ákvað ég að veita þeim hinstu hvílu í garðskálanum mínum.
Það var með eftirsjá og sorg í hjarta.
Því núna í mörg ár hafa þessar elskurveitt mér og barnabörnunum mínum mikla gleði, bæði að njóta þess að horfa á þokka þeirra og fegurð að synda í tjörninni og svo þegar við hjálpuðumst að við að veiða þá upp til að hreinsa tjörnina, þá varð að velja stund þegar sem flest þeirra voru viðstödd, svo þau gætu tekið þátt í því.
En því miður var ekkert annað að gera en að veita þeim hinstu kvílu.
Í gröf í garðskálanum mínum. Elsku bestu vinirnir mínir.
Þetta var erfitt verk og sorglegt.
En stundum koma tímar sem við missum, mismunandi hvað við söknum, en samt það er samt alltaf tilfinningalega erfitt þó það séu bara fiskar.
Og hvað er meira viðeigandi ofan á gröfina en að setja einn fallegan steinfisk frá syni mínum.
En mitt í þessu sorgarferli sá ég fallegu jólarósina mína í fullum blóma, þannig að hvernig sem okkur líður, þá er allaf eitthvað fallegt bara rétt handan við hornið.
Það er nefnilega það sem við verðum alltaf að muna. að lífið heldur áfram og þó það sýnist svart þá er alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt rétt handan við hornið. Við verðum bara að taka eftir því og láta okkur þykja vænt um það. Því vissulega heldur lífið áfram og við verðum að taka á móti því með gleði og opnum örmum.
Með þessum orðum býð ég ykkur góða nótt elskurnar og knúsa ykkur öll með þeim kærleika sem ég á til. <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2015 | 11:06
Sólmyrkvi.
Jæja þá er ég búin að gera eins og þorri þjóðarinnar starað upp í himininn með aðdáun og horft á tunglið færast fyrir sólina og myrkva hana 95%.
Ég tók nokkrar myndir, þær eru ekkert sérstakar og allar aðrar miklu betri, en það er svolítið skemmtilegt hvernig ljósbrotin speglast og kalla fram skrýtna hluti á myndnum.
Þessi líkist nú meira gyðingastjörnu en sólinni.
En landið okkar er fallegt svona með sín hvítu fjöll og glampandi sól.
Þessi ský sá maður nú ekki, en þau hljóta að hafa verið þarna.
Þarna er líka eins og lítill fljúgandi hlutur, sem er einhverskonar ljósbrot en lítur út eins og litrík lugt. Og það er eins og hún lýsi upp sólina.
Ég fór með rafsuðuhjálm með mér, en svo voru allir að lána hver öðrum bæði gleraugu og filmur, sumir notuðu geisladiska.
Þessi gleraugu eru alveg milljón.
Hér er þessi lugt aftur.
Já ég verð auðvitað að bíða fram á næsta sólmyrkva til að njóta þessa aftur.
og fólk lét sig ekki vanta.
En nú skín sólin og veðrið er dásamlegt hér. Svo það er að ýmsu að hyggja, eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar