Saman í 45 ár. Ég og hann Elli minn.

Ég ætla að deila með ykkur yndislegri sögu sem gerðist fyrir 45 árum síðan.  

þannig var að ég var það sem kallað var "opin" það er að ég fékk skilaboð frá öðrum heimi, bæði fyrir sjálfa mig og aðra.  Á þessum tímapunkti gat ég ekki dílað við þetta og ákvað að fara suður til miðils og láta "loka" mér.  Loka þessu þriðja auga eða skynjun sem sum okkar hafa en aðrir ekki. Á þessum tíma var ég tveggja barna móðir og bjó meira og minna inn á heimili foreldra minna.  Sem reyndar var notalegt, en ekki mikið spennandi fyrir unga konu sem átti lífið framundan.

Áður en ég fór sendi ég bæn upp í ljósið sem ég trúí á og bað: gefðu mér mann sem ég get elskað, virt og hjálpað.  Ég vissi ekkert af hverju ég setti þetta fram svona, en það gerði ég nú samt.

Vinkona mín ein ók mér út á flugvöll, hún sagði við mig; Ásthildur ég finn á mér að þessi ferð verður þér til gæfu og þú verður bænheyrð.  Ég hafði ekki sagt henni frá minni eigingjörnu bón, en svo var nú það.

Ég gisti svo hjá annari góðri vinkonu minni, og fór til miðilsins, sem gerði það sem hún gat til að losa mig við þetta áreiti frá öðrum heimi. 

Um kvöldið langaði mig svo á ball, ég og vinkona mín ákváðum að fara saman út, en vildum bjóða annari vinkonu með okkur.  

Sú sagði strax að hún færi ekki með nema við færum í Klúbbinn.  Hin vinkona mín vildi ekki fara þangað, Klúbburinn hafði svo sem ekkert gott orð á sér þá, það var talað um flugfreyjubekkinn og svo framvegis. 

Nema að við vinkonurnar förum þá bara tvær, hún var ekki lengur en hálftíma og vildi svo fara heim.  Ég var ekki alveg á því og varð eftir.

Þarna var ungur maður sem virtist hafa áhuga á mér, var að bjóða mér upp í dans og svoleiðis. 

Svo vildi hann að ég kæmi með honum í partý eftir ballið, ég var nú ekki alveg á því, því ég hafði svo sem ekki áhuga á honum þannig.

Þegar við komum að borðinu mínu eftir lokadansinn kom í ljós að veskinu mínu hafði verið stolið, dreyfbýlistúttan sem ég var, hafði skilið veski eftir á borðinu.

Málið var að ég hafði keypt tvo miða í leikhús, sem ég ætlaði að bjóða enn einni vinkonu minni í.  Og nú voru bæði miðarnir og peningarnir mínir horfnir.  

Veskið fannst svo í ruslatunnu við Klúbbinn daginn eftir, en hvorki peningarnir né leikhúsmiðarnir.

En þessi ágæti drengur bauð mér að ef ég kæmi með honum í partý, skyldi hann kaupa handa mér tvo leikhúsmiða, svo ég lét tilleiðast.

Þetta var rosalegt partý fullt hús af fólki og hávarð og læti, vertinn var vinur þessa stráks, og hann bjó í kjallaranum hjá mútter, konan hans lá á sjúkrahúsi og var að ala þeirra fyrsta barn.  Nema hvað að undir morgunn kom mútta niður og rak allt hyskið út.

Kavalerinn minn hafði ekki drukkið, því hann var á bíl, og við fórum að rúnta, tveir gæjar komu með okkur, annar sem mér leist eiginlega betur á, við fórum í sund í Sundhöll Reykjavíkur, nema annar gaurinn var of drukkin til að vera hleypt inn, við hin héldum svo áfram að rúnta, komum við í konuríkinu sem mig minnir að hafi verið á Laugarásveginum.  Eftir því sem við ræddum meira saman leist mér alltaf betur og betur á stráksa.  Og svo vorum við bara eftir tvö, hann fór og heimsótti vinafólk sitt og þá var komið um hádegi.    

Að lokum fór hann með mig heim til systur sinnar og mágs og það sofnuðum við.

Daginn eftir fórum við aftur á rúntinn og fórum í heimsókn til vinarins sem hafði haldið partýið kvöldið áður.  Þar bað hann mín. 

Ég varð hálf klumsa og sagði að við gætum svo sem skrifast á og kynnst betur.  Við eyddum svo þessum degi saman, og um kvöldið fórum við heim til vinkonu minnar þar sem ég gisti.  

Eins og ég sit hér og skrifa, þá vaknaði ég um miðja nóttina við að það var eins og birti upp í herberginu og ég heyrði rödd sem sagði; Hvað varstu að biðja um.

Og þá skildi ég að þetta var náunginn sem ég ætti að eyða ævinni með.

Ég vakti hann, og sagði, varstu að meina það þegar þú baðst mín í gær?

Já sagði hann.

Svarið er já sagði ég.  Og þannig byrjaði samband sem hefur nú enst í 45 ár.  Í giftingarhringjunum okkar stendur í mínum Elli minn október 1970, og hans Íja mín október 1970

Síðan höfum við dúllað okkur saman, hann er besti vinur minn og félagi í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.  

Strákarnir mínir sem voru þriggja og eins árs, áttu hann frá fyrstu mínútu, ég mátti ekki einu sinni reima skóna þeirra, pabbi átti að gera það.

Saman í 45 ár 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við giftum okkur ekki fyrr en árið 1973.

Saman8 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við höfum notið hvors annars og barnanna.

Saman2 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfum verið samhent og kærleiksrík fjölskylda.

Saman3 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ferðast um heiminn hér á Kúpu, en fyrsta ferðin var farin á kostnað hurðanna í húsinu sem við vorum að byggja, til Benidorm.

Saman9 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danmörk var líka inn í myndinni.

Saman7 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

New York og margir fleiri staðir.

Saman6 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ítalía. 

Saman5 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tívolíið í Köben er afar rómantískt. 

 Saman4 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guadalajarabar í Masatlan Mexico. 

saman1 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gifting í El Salvador.

img_1987

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gifting í Belgrad.

Saman11 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smá brot af fjölskyldunni. 

Saman10 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislegast er samt bara heima í kúlunni í eldhúsinu með kertaljós, bjór og rauðvín, og spjalla um alla heima og geima.

Fólk hefur verið að spekulera í því hvernig á að halda lífi í hjónabandi.  Það er einfaldlega ekki erfitt.  Þegar hjón eru bestu vinir og leyfa hvort öðru að vera til, geta glaðst með hvort öðru, þar sem tryggð er algjör og væntumþykja, að taka sameiginlega á málum, en fyrst og fremst gefa hvort öðru það svigrúm sem manneskja þarf til að líða vel.  Og svo kom í ljós að hann átti við ákveðin vandamál að stríða sem ég gat hjálpað honum með.  Þannig að bænin var svo sannarlega heyrð og mér leiðbeint algjörlega á réttan veg. Við þurfum nefnilega ekki að trúa á einhvern Guð hverju nafni sem hann nefnist, við þurfum að trúa því að það sé til ljós og kærleikur sem getur allt eins verið innra með okkur sjálfum.  

Elli minn elskar að róa á kajak, hann er í kór og lúðrasveit, allt þetta skiptir hann miklu máli og svo að hlaupa af sér hornin í útlöndum.

Ég elska að vera heima og grufla í moldinni, ég gat líka alltaf tekið þátt í listalífinu, verið í hljómsveitum, Litla leikklúbbnum og bara það sem hugurinn stóð til. 

Við verðum að virða hvort annað sem einstaklinga þó við deilum heimili og börnum.  

Þessi litla saga mín er sönn, og það skipti mig engu hvort fólk trúir henni eða ekki, en mig langaði bara til að deila henni nú þegar við höfum verið saman í 45 ár og þykir jafnvel meira vænt um hvort annað en þegar við byrjuðum saman, samband þroskast með því að við þroskumst sjálf og þroskinn er hluti af góðu sambandi.  Það er líka ómetanlegt að eiga börnin sín sem vini, og ekki síður barnabörnin. 

Ég hef nú lokið við áttundu söguna fyrir börnin í kúlunni, þau hafa nú fengið sögu í jólagjöf frá ömmu í átta ár.  Þetta árið heitir sagan Nornaleikur.

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið svo góða nótt elskurnar.  

 

 


Erum við ekki komin út í fen, sem taka verður á um laun landsmanna?

Get alveg tekið undir að þetta eru óásættanleg laun fyrir alla þessa vinnu.  Og satt að segja ótrúlegt að stjórnvöld skuli skálka í því skjólinu að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. 

Þessi ungi lögreglumaður og fleiri slíkir eiga alla mína samúð.  

Málið er hins vegar að innan um lögregluna eru svartir sauðir sem setja blett á lögregluna í heild.  Menn sem haga sér þannig að fólk fyllist reiði og vonbrigðum með mennina sem eiga að vernda okkur og verja. 

Til að lögreglan geti unnið traust, verður að sigta þessa menn út og láta þá fara.  Sumir virðast vera þarna inni vegna valdsins sem þeir hafa í búning.  Þetta eru örugglega örfáir sauðir, en þeir setja svartan blett á alla góða menn þarna inni.

Sérstaklega þegar yfirmenn hilma yfir með þessum mönnum.  Þó þetta eigi ekki beint við um laun lögreglunnar, þá er hluti af vandanum einmitt þessir menn og að ekki skuli tekið strax á þeim þegar þeir verða uppvísir að of mikilli hörku.  Það þurfi annað hvort myndbönd og viðbrögð almennings til að taka á þeim málum. 

 

Svo vil ég bara óska lögreglunni að hún fái betri laun, þessi launaseðill sýnir að þetta einfaldlega gengur ekki upp.  Verður ef til vill til þess að einhverjir fara í lögregluna af öðrum ástæðum en að halda uppi lögum og reglum. 


mbl.is Eigandi launaseðilsins bugaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt svo mikið umburðarlyndi á þeim bænum.

Umburðarlyndið alveg á fullu hjá þessu fólki, sem predikar kærleika, umburðarlyndi og ég veit ekki hvað.  Svei því bara, mikið er ég ánægð með að þurfa ekki að burðast með trúarkenningar kristinna manna, sem að mínu mati er ekkert nema hræsni dauðans.  

Þetta fólk þykist vera svo heilagt og kærleiksríkt, er eru í raun hörðustu rasistar allra tíma.

Vonandi líður þessi ævintýraveröld útaf sem fyrst, svo réttlæti og raunverulegt umburðarlyndi fái fram að ganga.  Segi og skrifa.Get bara ekki annað en sagt þessi ljótu orð, því ég fyrirlít af mínum innstu hjartans rótum alla öfgatrú, hvort sem það er Lúterstrú, kaþólikkar, múslimar og allar útgáfur af þessum dæmum.  Allt sama tóbakið og þetta fólk virkilega heldur að það sé yfir alla aðra hafinn, það er nú grínið í þessu.  

Að gefnu tilefni vil ég segja að flestar mannskjur kristnar, og annarar trúar gott fólk og heiðarlegt, en það eru þessir fordómafullu sem setja blett á alla hina.  


mbl.is Samkynhneigður kennimaður rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart... allt orðið hvítt.

Í gær var ég á stuttermabol við að klippa og laga til runna.  Þegar ég leit út í morgun þá var heldur betur annað að sjá.

IMG_2013 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ótrúlegt hreinlega smile

IMG_2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer var ég búin að taka upp og ganga frá þeim blómum sem ég ætlaði að vinna að í haust. 

 

IMG_2015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sem betur fer á að hlýna aftur.  Og ég verð að segja sem garðyrkjukona að svona snjór er mörgum sinnum betri en þurra næðingur á nakinni jörð. 

IMG_2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona var þetta í gær.  

En á síðasta föstudag, fyrir viku fór ég í mjög skemmtilegt afmæli. 

IMG_1989

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin upp úr moldinni og búin að klæða mig upp.  

12072672_957947614244573_2535627995707519741_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisbarnið Björn Helgason varð áttræður þann 24 sept.  Það er ekki að sjá að hann sé orðin þetta gamall, hann er eins og unglamb.  Enda hefur hann stundað íþróttir alla tíð og var á sínum tíma íþróttafulltrúi bæjarins, við erums em sagt gamlir vinnufélagar.  

12088447_957947594244575_2659962296786723129_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin hans, sungu fyrir hann afmælisbrag, sem var virkilega skemmtilegur.  Sonur Helga Björns spilar undir, og síðan fengum við nokkur frábær lög frá meistaranum sjálfum.  Myndarlegur hópur börnin þeirra Björns og Maríu.  

ég skemmti mér alveg konunglega enda var komin tími til að líta aðeins upp úr moldinni eina kvöldstund.

12088561_957947597577908_4757640971830336733_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekinn fyrir dóttur mína, hana Báru, Auður er besta vinkona hennar.  

IMG_8158

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er karlinn sjötugur, svo þið sjáið að hann hefur ekki elst neitt þennan tíma. 

1378438_10200876167889789_301597663_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kát systkin, Auður, Harpa, Helgi og Ólöf.  

Fjör og aftur fjör.  En ég vil þakka innilega fyrir mig elskurnar, fyrir yndislega stund í góðra manna hópi.  Þarna voru mörg skemmtiatriði, bæði frá ungum barnabörnum og fleirum.  

Helgi átti samt salinn eins og alltaf.  

En nú ætla ég að fara að hreiðra um mig og kveikja á kerti, ekkert annað að gera í snjókomunni. Eigið góðan dag. kiss

 

Fór út í dag aftur og tók fleiri myndir. 

IMG_2022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hætt er að fenna og veðrið er bara fínt.

IMG_2020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjúpurnar brosa upp úr snjónum. 

IMG_2017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur þetta út. 

IMG_2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smile

 

...


Garðvinna að hausti.

Það er búið að vera mjög milt veður hér í september og október heilsar líka með tiltölulega hlýju en blautu veðri.  Það er svo sem ágætt að hafa regnið, þá þá er nokkuð öruggt að ekki er frost.  Kartöflugrösin hjá mér eru ekki fallin ennþá, ég er með svona sjálfbæran garð, ég set ekki niður, en tek bara upp.  Kartöflurnar sem ég næ ekki að taka upp á haustin, koma svo upp næsta sumar og vaxa og dafna og gefa af sér nýjar fallegar kartöflur. Þetta henta mér alveg ágætlega því mér finnst svo gott að fá nýjar kartöflur.  smile

En í dag er fyrsti október og í dag lauk ég við að gróðursetja síðustu stjúpurnar og fjólurnar sem ég ætlaði að selja bænum.  Ég einsetti mér að þau skyldu öll komast í mold fyrir veturinn.  Það var ansi notalegt að vinna úti í dag.  Ég er líka búin að tæma eitt beð sem á að fara í betri ræktun næsta vor.  Þar voru komnar alltof stórar plöntur á stað sem ekki hentaði.  

Ég færði líka lambarunna sem var að drepast af því að hann var kominn alveg á kaf, vona að hann lifið af á nýjum og betri stað.  

En hér eru nokkrar myndir af afsakstrin haustsins, þó margt hafi ég gert svona þar fyrir utan.  

IMG_2004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

svolítið annað að sjá en í sumar, ég hlóð sjálf þessum steinum.  

IMG_2003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kúskeljarnar eru úr Fljótavík.  En ég er afskaplega sæl með þetta allt.

IMG_2007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjávarsteinarnir sem Júlli minn kom með, og þemað er fjaran.  Og það er svo skrýtið að þegar ég hugsa mikið til hans þá finn ég alltaf eitthvað frá honum, í gær fann ég lítinn fisk og í dag líka.  Og það veldur mér svo mikilli gleði. smile

 

IMG_2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kom til mín fyrir nokkrum dögum. 

IMG_2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þennan fann ég í gæri í moldinni. 

 

IMG_2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi litli kom til mín í dag, hann er pínulítill.  En engu að síður frábært listaverk sonar míns. 

IMG_2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók þessar myndir í dag.  

 

IMG_2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svo sem hægt að brosa yfir því að setja niður stjúpur í október, en í suður Evrópu til dæmis í Austurríki setja menn niður stjúpurnar á haustinn.  

 

IMG_2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við komin inn í garðskálann minn, hann er svona aðeins að koma til. 

 

IMG_2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjörnina þurfum við að byggja upp á nýtt og kaupa fiska, en það  bíður næsta vors.

 

IMG_2001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað vantar margar plöntur sem eyðilögðust í "hruninu"

En það verða keyptar nýjar.

IMG_1999

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta kemur smám saman.  

IMG_2000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að vísu erum við bæði krúkk eftir bygginguna, og skuldum, en ég er að bíða eftir að bærinn borgi mér fyrir eyðileggingu á gróðri fyrir ofan mig þar sem öll stærstu trén mín voru eyðilögð.  Svo þá ætti að vera til peningur til að greiða skuldir.  Við vorum nefnilega svo óheppin að Elli minn sagði upp tryggingunum á húsinu í nóvember og þetta gerist í desember, hversu óheppin getur maður verið.  

Málið er að geta dundað sér í friði í moldinni og ráðskast með gróðurinn, er eitthvað sem gefur manni rosaleag mikið.  Og loksins er ég að átta mig á því að ég hef nógan tíma, ekki eins og þegar ég var garðyrkjustjóri og var eins og útspýtt hundsskinn um allar trissur, það tekur tíma að finna rétta rythman aftur og læra að njóta hvers augnabliks.  Það er ekki sjálfgefið, það þarf að læra og meta.  

Jæja elskurnar þetta er nú svona smá grobb svona í blálok sumars, því vissulega finnst mér haustið hafa verið dýrðlegt og ég er viss um að það er ekki búið enn.  Þó það rigni þá er það bara gott fyrir gróðurinn og varnar því að frostið komi.  

Eigið gott kvöld. smile

 

 


Á leið til Oslóar en nauðlendir á Gardemoen ?

Skrýtið, þegar ég flýg til Oslóar þá lendi ég á Gardemoen.  Þetta getur því tæpast verið nauðlending.... eða hvað?


mbl.is Nauðlenti á Gardermoen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei því bara.

Já já rífist endielega um keisarans skegg meðan Sýrland brennur. Það er sorglegra en tárum takið að heimskir eiginhagsmunaseggir hafi völd til að deila og drottna meða fólk er myrt og þeim nauðgr og allt þaðan af verra.  Ef þetta væri nær þeim sjálfum þessum andskotum og það væru þeirra eigin konur og dætur sem væru í húfi, getið tvísvar hvort þeir sætu endalaust á einhverjum þrætufundum.  Fjandinn hirði þetta pakk og það sem mestu skiptir morðhundana sem skapa þessi vandamál. Fyrirgefið orðbragðið.  En ég get ekki meir. 


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugvekja.

Í gær var viðburður sem margir urðu vitni að það var fullur máni sem varð rauður og óvenulega nálæt jörðu.   Ég sá fram á að ég myndi ekki getað fylgst með þar sem húðrigndi eldi og brennisteini, en einhverra hluta vegna vaknaði ég upp við skært ljós og vissi að þar var máninn á ferð, ég klæddi mig og fór út í dyr á garðskálanum mínum.  Læðan Lotta var alveg jafn áhugasöm og ég að fylgjast með, hún var að vísu ekki alveg með á hreinu hvað vakti áhuga minn, en hún fylgdist samt með, gæti verið eitthvað gómsætt þar á ferð, eins og fugl eða mús.

 

IMG_1995

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það verður að segjast alveg eins og er  að myndavélin mín er svona frekar biluð, en ég reyndi að taka myndir af þessum viðburði, tunglið var bjart en það voru ský allstaðar í kring.

 

Spennan var hvort það næðist að horfa á allt sjóvið til enda, ég var búin að klæða mig upp í peysu og morgunslopp, Lotta var í pelsinum sínum, og þarna sátum við og góndum upp í himininn, og svo fór að færast fjör í leikinn það fór að sjást skuggi á gamla góða mánanum, og ég var að ímynda mér að þetta væri jörðin sem skyggði á hann frá sólinni, þetta var mögnuð tilfinning.  En það sem var aðallega spennan hjá mér var hvort karlinn í tunglinu myndi ná að sýna þessa frumsýningu áður en skýjabakkinn sem þarna var myndi vaða yfir hann. 

IMG_1991

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

en málið er að auðvitað unnu skýin, og þegar hér var komið sögu tóku þau yfir og huldu karlangann, svo það sást ekki meir.  Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég var svo sem ekkert ósátt, vegna þess að þá gat ég með góðir samvisku lagst á koddann og farið að sofa, ég var samt allaf að kíkja út um gluggan hvort ég sæi hann koma fram.  En svona er lífð.  Það má kalla þetta vonbrigði, en það er bara ef við viljum fara í þann farveginn. 

12065643_754977461314930_3347522688666796987_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka hægt að fara í fantasíuna og láta sig dreyma. 

En málið er hvernig við tæklum málin elskurnar.  Við getum lagst í sorg og sút yfir málum, og tekið allt það neikvæða og kvartað og kveinað, eða við getum tekið það jákvæða og þakkað okkar sæla fyrir að geta það.  Því þegar við erum jákvæð og í jafnvægi andlega þá er líkaminn það líka, og ég tala ekki um ef við förum yfir hann með ljósi og kærleika og látum okkur þykja vænt um sjálf okkur.

Nú er minn elskulegi maður enn og aftur í Noregi og við Lotta erum einar heima, því Úlfurinn er á heimavist MÍ.  Okkur líður afskaplega vel erum á feisbókinni og netinu og svona, hún malar en ég urra, því hún vill helst vera fyrir framan skjáinn svo ég sé ekki neitt.  Og stundum klóar hún aðeins í mig ef henni finnst hún ekki fá næga athygli. Í þessu sambandi er ég innilega þakklát fyrir að minn elskulegi eiginmaður hringir í mig á hverjum degi, hann saknar mín eins og ég sakna hans og það er ást og kærleikur sem hefur staðið í 45 ár og enginn lát á því.  

Hvert er þetta eiginlega að leiða mig? Jú málið er að við verðum að vera jákvæð og láta okkur þykja vænt um þá sem kring  um okkur eru, jafnvel þó það séu kettir, hundar eða aðrir.  Kærleikurinn á sér enginn takmörk.

Ég er búin að vera að vinna mikið í lóðinni minni undanfarið og er alveg að verða sátt við hann eftir allt sem á undan hefur gengið.

En það kemur seinna. 

Ég er eiginlega hætt að horfa á fréttir, það hefur gerst gegnum tíðina að athurðir verða svo sorglegir að ég get hreinlega ekki horfst í augu við það sem er að gerast, og þess vegna er betra að fara frekar út í garð og ræða við blómin.   

Mikið vildi ég óska að manneskjan svona í heild sinni væri manneskjulegri en nú virðist rauninn.  Allir þeir eiginleikar sem voru í hávegum hafðir þegar ég var barn eru eiginlega orðnir undir í baráttunni.  Allt það góða er eiginlega gleymt, að því sem mér finnst og alltof margir reyna að telja okkur trú um að einkaframtakið sé framtíðin og þeir sem vilja græða sem mest sé einmitt fólkið sem við eigum að hlusta á.  Þetta er fólkið sem á og rekur fjölmiðlana og á peningana til áróðurs.  Einmitt þess vegna verðum við sem þjóð að vera á verði.  Hugsa um gömul gildi og manneskjulegheit. Hvað er það sem gefur lífinu gildi?  Er það ekki einmitt samstaða, samhyggð og náungakærleikur?  'Eg bara spyr. 

IMG_1217

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo innilega til hamingju með daginn þinn Þorskur. smile

 

 

......


Auðvitað á að halda áfram með málið og klára það.

Ég vona sannarlega að borgarstjórnarmeirihlutinn haldi áfram með þetta mál, undirbúi það betur og kom fram með nýja og ýtarlegri tillögu.  Ef þeir gera það ekki erum þeir mýs en ekki menn.  Skríða ofan í holu við minnsta mótbyr.  Bara þetta upphlaup Ísraela sýnir að kvikan í þeim er stutt og þeir vita upp á sig skömmina.  


mbl.is „Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael versus Palestína.

Vegna harðra viðbragða bloggheima, stjórnmálamanna þá aðallega Sjálfstæðismanna og Framsóknar, langar mig að setja hér inn skrif frá vísindavefnum.  Og mig langar til að fólk lesi þetta fordómalaust og skilji hvað er hér á seiði Þetta er langt en þess virði að lesa vel. Þeir hatursfullu fordómar sem hafa komið hér fram, bæði hjá biblíuelskandi fólki og síðan fólki sem af einhverjum ástæðum fer hér með rakalausar staðhæfingar um hina vondu Palestínumenn og hina "góðu" Ísraelsmenn er ágætt að lesa þetta.  Auðvitað eru alltaf til innanum vont fólk, en líka gott fólk, bæði í Ísrael og meðal araba, það er bara svo sorglegt þegar fólk er dregið í dilka eins og rollur eftir merkingum.  Það er bara sorglegt að fólk skuli virkilega geta dregið svona ályktanir og það er ekki svoleiðis oftast að það hafi nokkuð fyrir sér í því, nema í einhverri ævintýrabók, afsakið mig þið biblíuunnendur, en ég get ekki annað en litið á þá bók sem ævintýri. 

Fyrir utan að ég hef tekið eftir því af myndum af flóttafólkinu sem nú steymir til vesturlanda að það eru sárafáir sem eru með slæður og því færri með búrkur, svo þetta er bara fólk sem sættir sig ekki við ástandið eins og það er í heimalandinu, fólk eins og ég og þú, sem eiga fjölskyldu börn, móður og föður sem það elskar meira en þær aðstæður sem það hefur búið við.  

Og hver erum við að setja okkur á háan hest, af því að við erum svo frábær og svo góð og svo menningarleg að við verðum að halda þessu fólki frá.  Segi og skrifa, ég fyrirverð mig fyrir sumt að því fólki sem hefur tjáð sig um málin, og allt í krafti ævintýrarits, sem þau telja sig geta notað til að hefja sjálfa sig upp til skýjanna.  En sagði ekki Kristur, Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður það gerið þið mér?  Ég bara spyr?

 

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu?

 

hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu.

Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann.

 Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínum árið 1967. Þótt Ísraelsmenn hafi verið árásaraðilar í því stríði er rétt að hafa í huga að nágrannaríki Ísraels höfðu haft í alvarlegum hótunum gegn ríkinu um langt skeið.

svipmyndir_israel_palestina_1_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herseta Ísraelsmanna á herteknu svæðunum brýtur hins vegar greinilega í bága við alþjóðalög. Hersetan er einnig í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Fyrst er hins vegar rétt að líta enn lengra aftur í tímann.

Ísraelsríki varð til eftir að Sameinuðu þjóðirnar undir forustu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Breta skiptu Palestínu, sem áður var undir stjórn Breta, milli Gyðinga og Palestínumanna árið 1947.

Hvor aðilinn um sig fékk um helming landsins. Palestínumenn sættu sig ekki við þessa niðurstöðu enda voru þeir í miklum meirihluta í landinu og voru afkomendur fólks sem hafði búið þar um aldir og árþúsundir.

Fáum áratugum áður höfðu Gyðingar líka verið aðeins örlítill minnihluti í landinu en með ofsóknum og fjöldamorðum nasista á Gyðingum í Evrópu fluttu stórir hópar þeirra frá Evrópu, einkum til Bandaríkjanna og Ísraels.

Land í eigu Gyðinga í Palestínu var á þessum tíma um það bil 7% alls lands.

Ríki Palestínumanna var ekki stofnað á sama tíma og Ísraelsríki þar sem Palestínumen sættu sig ekki við þau málalok að halda aðeins helmingi lands síns.

 

Í stríði sem braust út náðu Gyðingar hins vegar undir sig helmingi þess lands sem Palestínumönnum hafði verið úthlutað og réðu eftir það 78% af Palestínu.

Það sem á vantaði var Vesturbakki Jórdanárinnar og Gazaströndin. Þau svæði lögðu Ísraelsmenn síðan undir sig árið 1967 og réðu þá allri Palestínu.

Það eru einungis þessi síðast herteknu 22% af Palestínu sem nú eru nefnd herteknu svæðin, þótt stór hluti Ísraelsríkis standi í reynd á herteknum svæðum frá 1948.

Vandi flóttamanna sem er einn erfiðasti hluti þessarar deilu snýr hins vegar beint að þessari fyrri stækkun Ísraels.

Nær ein milljón manna flúði af heimilum sínum við fæðingu og stækkun Ísraelsríkis 1947-1948.

Fólkið var ýmist flutt burt með nauðungarflutningum á vegum ísraelskra hersveita, eða þá hrakið af heimilum sínum með ógnunum.

Þar áttu ekki síst í hlut hryðjuverkasamtök Gyðinga undir stjórn Begins, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, sem frömdu fjöldamorð í byggðum Palestínumanna og hótuðu fólki í þorpum og bæjum landsins áframhaldandi fjöldamorðum ef fólkið kæmi sér ekki á brott.

Þetta fólk og afkomendur þess búa nú í flóttamannabúðum.

Annars vegar er þar um að ræða flóttamannabúðir á herteknu svæðunum, sem komust mjög í fréttir á vordögum 2002, og hins vegar búðir flóttamanna í löndunum í kring.

svipmyndir_israel_palestina_3_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alls eru um það bil 5 milljónir Palestínumanna flóttamenn en Palestínumenn eru alls tæplega 8 milljónir talsins.

Samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum hafa flóttamenn fullan rétt til þess að snúa aftur til heimkynna sinna.

Ákvæði þessa efnis er meðal annars að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og pólitísk réttindi, í Genfarsáttmálanum og í ítrekuðum ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Einnig halda sumir því fram að sú stefna Ísraelsmanna að banna arabískum flóttamönnum að snúa til heimila sinna á sama tíma og Gyðingar frá öðrum heimsálfum eru hvattir til að flytja til landsins og setjast að á herteknum svæðum sé brot á alþjóðasáttmála um bann við kynþáttamisrétti.

Fyrsta ályktun öryggisráðsins um að Ísraelsmenn skuli hverfa af öllum herteknu svæðunum frá 1967, ályktun 242, var gerð árið 1967, en ályktanir öryggisráðsins eiga að vera bindandi fyrir ríki heims.

Að auki brýtur stefna og framferði Ísraelsmanna á herteknum svæðunum í bága við fjölda alþjóðalaga og alþjóðlegra samþykkta.

Þar má nefna Genfarsáttmálann en í 49. grein hans er bannað með skýrum hætti að þegnar hernámsveldis setjist að á herteknum svæðum. Um það bil 400 þúsund Ísraelsmenn hafa sest að í svokölluðum landnemabyggðum á herteknu svæðunum, um helmingur þeirra í kringum Jerúsalem en þá borg hafa Ísraelsmenn þanið út yfir hertekin landsvæði í trássi við ákvæði Genfarsáttmálans.

svipmyndir_israel_palestina_4_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flestar þessara ólöglegu byggða eru á Vesturbakkanum en þær eru þó einnig á Gazaströndinni þar sem 360 ferkílómetrum lands er skipt þannig að á einum þriðja búa fimm þúsund Ísraelsmenn en á tveimur þriðju ein milljón Palestínumanna.

Í 46. grein Haag-sáttmálans er eignaupptaka hernámsveldis á landi og öðru í einkaeign á hernumdum svæðum með öllu bönnuð.

Landnemabyggðirnar, eða byggðir landtökumanna eins og þær eru líka stundum kallaðar, eru þó margar reistar á landi sem Ísraelsmenn hafa beitt valdi til að gera upptækt.

Á hernámssvæðunum á Vesturbakkanum hafa Ísraelsmenn einnig lagt vegi á milli landnemabyggða á landi sem Ísraelsmenn hafa gert upptækt úr einkaeign Palestínumanna.

Vegirnir kljúfa byggðir Palestínumanna í sundur en Palestínumönnum er bannað að nota þá. Vegirnir eru beinlínis lagðir með það í huga að skipta landi Palestínumanna niður í tugi eða jafnvel hundruð einangraða skika eins og augljóst verður af athugunum á kortum að þessum svæðum, en bæði byggðirnar og framkvæmdir við vegina eru augljós brot á alþjóðasamþykktum.

Í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 465 segir líka að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámssvæðanna sé “alvarleg hindrun” í vegi friðar og í ályktuninni er þess krafist að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á herteknu svæðunum.

Vatn er af skornum skammti í Palestínu og notkun Ísraelsmanna á vatni af svæðum Palestínumanna brýtur einnig í bága við alþjóðasamþykktir, enda er þarna um að ræða eignaupptöku á langmikilvægustu auðlind landsins.

Landtökumönnum mun vera úthlutaðar 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann til sinna umráða á ári hverju.

Allt athafnalíf og daglegt líf á svæðum Palestínumanna líður mjög fyrir vatnsskort.

Alþjóðasamfélagið hefur tjáð sig um þessi mál með ýmsum hætti. Það er annars auðvitað ekki eitt samstætt fyrirbæri og skoðanir innan þess eru skiptar á þessum málum sem og öllum öðrum.

Allar þær ályktanir sem nefndar eru hér á undan og þau alþjóðalög og alþjóðasamþykktir sem vitnað er til má þó líta á sem skýlausar yfirlýsingar umheimsins enda eru nær öll ríki heims aðilar að þeim.

Í tilviki öryggisráðsins hefur ekkert stórveldanna beitt neitunarvaldi gegn samþykktunum.

Mikilvægasti klofningurinn í afstöðu alþjóðasamfélagsins felst í sérstöðu Bandaríkjanna sem hafa oft verið nánast eina ríkið sem stendur við hlið Ísraels.

Meðal annars af þeirri ástæðu hafa Bandaríkin verið nánast ein um að hafa nokkur umtalsverð áhrif á stefnu Ísraelsríkis.

Bandaríkin hafa á síðustu áratugum veitt Ísraelsríki meiri efnhags- og hernaðaraðstoð en þau hafa samanlagt veitt til ríkja Afríku sunnan Sahara og til Suður-Ameríku, en þær heimsálfur eru byggðar milljarði fátækra manna.

Með þessum gífurlega stuðningi hafa Bandaríkin styrkt stórlega efnahags- og hernaðarstöðu Ísraelsríkis.

Ríki Evrópusambandsins hafa til þessa nánast engin áhrif haft á stefnu Ísraelsríkis sem hefur meðal annars falist í því að koma í veg fyrir að alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar og öll önnur ríki en Bandaríkin hafi veruleg afskipti af málinu.

Ríki Evrópusambandsins gætu hins vegar sennilega haft veruleg áhrif stefnu Ísraels, en þó líklega einungis með þeim hætti að beita eða hóta viðskiptaþvingunum, en um helmingur alls útflutnings Ísraels fer til Evrópusambandsins. Hugmyndir um slíkar viðskiptaþvinganir hafa nýlega komið fram innan ESB en mjög óljóst hvað úr þeim verður.

Mikill hluti ríkja heims hefur einnig með einum eða öðrum hætti mótmælt stefnu Ísraelsmanna og brotum þeirra á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.

IMG_0578-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig er nú það. Þess vegna er að í raun aumkvunarvert þegar fólk sem telur sig kristið og trúa á biblíuna og allt sem henni fylgir er dómharðasta fólkið fyrir utan pólitíkusuna sem sjá tækifæri til að koma höggi á andstæðinga sína.  Fólkið sem ætti að vera umburðalyndasta fólkið saman ber miskunsama samverjan. En er í raun þeir sem fordæma og eru alveg tilbúnir til að kasta fyrsta steininum.  Skömm er að því. 

En svona erum við, frekar ófullkomin og ég er svo sem ekkert betri, en ég á samvisku og réttlætiskennd, sem oft hafa komið mér illa, en ég er samt stolt af því að vera þannig. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2023104

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband