1.11.2015 | 22:13
Svolítið um RUV, frá mínu brjósti.
Ríkisútvarpið, "okkar allra" hefur verið talsvert í umræðunni nýlega. Bæði vegna fjárhagsörðugleika og úttekar sérstakrar nefndar á starfsemi RUV, athygli vekur hatur Vigdísar á stofnunninni, en líka er gott að upplifa svo hringferð stjórans og fleiri kring um landið.
Ég vil hafa RÚV, og ég er bara nokkuð ánægð með það sem þar er að gerast.
Þess vegna ætla ég að fara í smá úttekt frá mínu hjarta.
Ég er svona sérlunduð manneskja, af því að ég er komin á eftirlaun, og þarf bara að sinna sjálfri mér og plöntunum mínum, get ég haft hlutina eins og ég vil.
Ég byrja daginn á því að gera smá æfingar í rúminu, til að liðka mig og styrkja, svo fer ég framúr, fer niður í eldhús, byrja á því að taka lýsi og kveiki á útvarpinu. Fer síðan í tölvuna, og legg nokkra kapla og fer yfir netheima meðan ég hlusta.
Af því að ég er morgunsvæf missi ég alltaf af morgunútvarpinu með Sigmari og crew. En þegar ég er komin framúr er í loftinu Virkir morgnar. Þau Gunna Dís og Andri eru sem sagt orðin mínir daglegu gestir, og yfirleitt hef ég afskaplega gaman að þeim, frekar minna ef Gunna Dís er ekki, því það verður að segjast eins og er að Andri og Sóli þegar þeir eru bara tveir, þá vantar alla jarðtengingu, því þá vantar Gunnu Dís sem er ein af nokkrum perlum í mínum RÚV hópi. En þá má alltaf skipta yfir á rás1, sem er líka afar skemmtileg, með mannlega þáttinn og svo margt. K.K. með sína skemmtilegu þætti og ekki má gleyma Svanhildi Jakobsdóttur með Óskalagaþáttinn sinn, hún er líka perla.
Svo tekur við Poppland eða einhver slíkur lagaþáttur og síðdegisútvarpið sem ég vil ekki missa af, fer eftir dögum.
Það er yndælt að hlusta á þessa heimilisvini þegar ég er upp í gróðurhúsi að hlú að plöntum, þá er ég aldei ein. Þarna er fólk sem er með þætti eins og að geta upp á frétt dagsins, og allskonar slíku sem er lífgandi og skemmtilegt.
Sigga og Lolla eru stundum alveg óborganlegar, og stundum elska ég að hata þær. En þannig er það bara.
Hanastélið hefur aðeins dalað við að missa Sölku. En þetta er samt skemmtilegur þáttur, þó ég hafi ekki haft gaman að Gnarrinum hjá þeim, enda hef ég sjaldan gaman að þeim ágæta manni.
Þátturinn eftir Kvöldfréttir hvort sem um er að ræða Heiðu eða Eldhúsverkin er afskaplega yndælir þættir, Doddi litli er þarna sérlega skemmtilegur með sín eldhúsverk.
Þar sem ég er forfallinn í pólitíkinni hlusta ég á Hallgrím Torst á sunnudagsmorgnum, hann er afskaplega fróður þessi maður og fjölhæfur útvarpsmaður. Þó stundum finnist mér örla á ESB ást hjá honum, og finnist hann of velja þannig í pólitíska hlutann að fá tækifæri til að hnykkja á því að leiða þangað fólk sem hefur mikinn áhuga á að fara inn í ESB.
Þegar elsulegur maðurinn minn er heima, sem hann er reyndar ekki núna, þá elskum við að sitja með kertaljós og rauðvín eða bjór við eldhúsborðið rabba saman og hlusta á kvöldútvarpið um helgar. Og þá er komið að því sem mér finnst yndælast af þessu öllu, en það er kvöldútvarpið með Guðna Má. Í gær var Guðni Már upptekinn var í einhverri matarveislu hjá vini sínum, og annar maður kom í hans stað, Jón Þór minnir mig að hann heiti.
Og ég get svo svarið það, að bara að hlusta í gær var hrein unun. Oft höfum við hlustað á þáttinn og fastagesti, en Þessi ágæti maður, var svo frábær og skemmti bæði sjálfum sér og öðrum. Þessi þáttur er þjóðarsálin okkar algjörlega í dag. Hann er eitthvað algjörlega einstakt fyrir bæri sem finnst hvergi annarstaðar í heiminum. Og þarna hefur skapast ákveðin vinátta og yndislegheit sem erfitt er að lýsa. Fólk þarf að upplifa það sjálft. Þarna eru bæði stjórnendur og innhringjendur svo einlæg og vinsamleg að maður verður ósjálfrátt bara glaður í hjartanu.
Ég man vel að það átti að leggja þennan þátt niður, en okkar fastagestir mómæltu og höfðu sitt fram að hann fékk að halda áfram sem betur fer.
Guðni Már á heiður skilinn fyrir að koma honum á koppinn og laða þetta elskulega fólk til sín. Það hefur ekki verið gerður svona þáttur síðan Stefán Jón var með Þjóðarsálina sína.
Þessi þáttur er hrein perla í þjóðarútvarpi og á að fá að lifa og dafna, því hann er algjörlega sérstakur og allir þeir sem þar hringja inn og taka þátt.
Sen sagt Vigdís mín, ég vil ekki breyta neinu þarna. Þó þú hafir fundið þarna blótaböggul og finnist þú á einhvern hátt ekki njót sannmælis, þá finnst mér þú einfaldleg bara séð algjörlega um það sjálf að koma hlutunum þannig fyrir að þú verðir fyrir einhverskonar .... "aðkasti" sem er í raun ekki. Fyrir utan að kona í þínu ábyrgðarhlutverki getur ekki leyft þér að ráðast svona opinberlega og ljóst og leynt að stofnun sem heyrir undir þig og ríkisstjórnina. Þú verður bara minni manneskja með þessu. Segi og skrifa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2015 | 18:32
Nornaleikur saga barnanna í kúlu.
Jæja ég var að skila inn sögunni minni um börnin í Kúlunni. Búin að vera að vinna í henni síðan í september, reyndar var ég byrjuð að hugsa um hana strax eftir áramót. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, og hugsunin um þessar elskur þar með mjög miklar. Reyndar spurði ég þau í sumar þau sem ég komst í samband við, hvað þau vildu að gerðist í sögunni gagnvart þeim, og svo var að prjóna það saman í ævintýri. Reyndar nýt ég nú reynslu minnar af sögunum á Málverjabæ, meðan við vorum ennþá félagar og góðir vinir og höfðum (mis)gaman af sögunum.
En allavega það var ákveðið í vor að sagan myndi heita Nornaleikur, og raunar hefur það verið einstaklega gaman að vinna að henni á lokametrunum með alla þessa ævintýramennsku kring um Halloween.
Úlfur teiknaði forsíðuna, annar hefur Sóley Ebba mín oftast teiknað forsíðuna. Þetta er bók númer átta.
Það er nefnilega svo að þegar maður á svona mörg barnabörn þau eru 23, með öllu, þá er ekki forsendur til að kaupa gjafir handa öllum, svo ég tók á það ráð fyrir átta árum síðan að fara að semja ævintýri þar sem þau sjálf leka aðalhlutverkið. Og hingað til hafa þau notið þessara ævintýra og ég er svo ánægð með að skrifa um þau. Það bæði tengir þau saman og svo líka mig við þau.
Já elskurnar amma er búin að skrifa söguna og svo er bara að bíða til jólanna og sjá hvernig ykkur líkar hún. Elska ykkur öll svo mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2015 | 18:22
Fréttamennska er stundum svolítið grátbrosleg.
Já það er auðvitað tími til að vera orðlaus yfir velgengni forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn fékk "bestu kosningu" hingað til til formanns eða heil 96% atkvæða.
Það er líka ótrúlegt að Ólöf Nordal fékk kosningu sem varaformaður. Þetta er náttúrulega stór sigur fyrir þau bæði. Óska þeim auðvitað til hamingju að vinna þessa titla eftir mikla baráttu og sterka andstæðinga. Þau eru auðvitað vel að þessum sigri komin.
Sérstaklega ber svo að óska hinni ungu konu til hamingju fyrir að hafa unnið sigur sem ritari, gegn Guðlaugi Þór, þeim sterka manni..... ónei afsakið hann steig til hliðar og hætti við framboð.
Það er von að stúlkan segi að sigur hennar sýni að ungt fólk eigi möguleika í hinum stóra og sterka Sjálfstæðisflokki. Eða hvað? Hvernig ætli kosningin hefði farið ef Guðlaugur Þór hefði haldið sínu striki?
En þetta er nú allt saman gott og blessað. Það er von að forystan sé ánægð með hinn mikla sigur sem þau unnu á aðalfundinum. Og megi þau njóta vel.
Hitt er svo annað mál að fjölmilar spila með í þessari uppákomu. Hvað héldu fjölmiðlmenn að myndi gerast? Það kæmi mótframboð á síðustu stundu? Eða að formaður, varaformaður og ritari fengju ekki meirihluta atkvæða? Eina spennan hvarf þegar Guðlaugur Þór vék til hliðar, verð reyndar að hrósa honum fyrir þá gjörð. Hvort sem það var plott eða ekki.
Stundum getur maður orðið alveg orðlaus yfir fréttamennskunni, þar sem málin eru étin upp eftir hlutaðeigandi eins og hér sé eitthvert afrek sem hafi gerst.
Og svona í blálokin hvað kusu þessir 45 aðilar sem ekki kusu Bjarna?
![]() |
Bjarni endurkjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.10.2015 | 22:09
væntanleg 5% mín og allra hinna í bankanum, erum við að dansa?
Ég er nú ekki peningafróð manneskja, enda kann ég ekki á peninga né að græða. En ég staldra aðeins við þetta með 5% sem formaður Sjálfstæðisflokksins vill gefa mér og öllum hinum. Svo ætlar ríkið að eiga 40% og einhverjir... fá að hafa eignarhald á hinum 55%
Ef hann hefði talað um að gefa landsmönnum 40% og ríkið ætti 10 % þá værum við að dansa eins og pósturinn auglýsir. En hvernig dettur mönnum í hug að þó við þessir rúmlega 300.000 íslendingar ættum einhverja smáaura í bankanum að við myndum gera eitthvað til að stöðva spillinguna?
Ég held að þetta sé svona plott til að ganga í augum á væntanlegum kjósendum. En ég er alveg viss um að fólk sér í gegnum þetta eins og fólk er reyndar farið að hugsa aðeins sjálfstætt og spyrja spurninga.
Eitthvað segir mér að flokkurinn eigi eftir að dala meira, hvað svo tekur við er ekki ljóst. En augljóslega hafa bæði Hanna Birna og Illugi skaðað flokkinn mjög mikið, og ekki síður þegar formaðurinn ver þau í bak og fyrir og þakkar vel unnin störf. Hann vill örugglega vera góður og sanngjarn, en um leið sekkur hann sjálfur í fenið.
Þegar plöntur byrja að rotna og fúna, er eina sáðið að klippa þær niður og skera burtu fúann. Það gengur ekki að reyna að lífga við eitthvað sem er þegar byrjað að rotna og fölna. Slíkar plöntur eiga ekkert annað eftir en að veslast upp og deyja.
Þetta mættu reyndar fleiri formenn taka til sín, það virðist alltaf vera einhver samtrygging innan fjórflokksins að viðhalda sjálfum sér og sínum, sem er besta leiðin til glötunar og sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar að vakna upp við vondan draum og skilja að svona geta málin ekki haldið áfram, þetta bara einfaldlega gengur ekki upp.
Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, og þá þarf að velja og hafna, vilja menn hlú að fólkinu í landinu sem heild, eða vilja menn halda jáfólkinu í kring um sig og verja það á öllum sviðum, þó fólki ofbjóði stjórnsýslan? Ég bara spyr?
![]() |
Gefi landsmönnum 5% í bönkum ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 21:29
Vel raunhæft að vinna minna, en það krefst ögunar.
Jú það er raunhæft að minnka vinnustundir, en það ætti þá að vera meiri ögun á framleiðni og vinnutíma.
Ég hef verið verkstjóri í yfir 30 ár, bæði með fullorðið fólk og ungmenni. Og ég veit alveg hvernig kaupin gerast á eyrinni.
Það fer nefnilega mikill tími hjá fólki að koma sér að starfi, til dæmis er fólk stundum að mæta fimm til tíu mínútur yfir áætlaðan byrjunartíma, svo er kaffitími og menn fara fimm mínútum fyrir í kaffi og mæta fimmmínútum yfir áætlaðan tíma, það sama gerist í matartíma, og svo er gjarnan rabbað meira þegar mætt er, svo er síðdegiskaffi með sömu formerkjum og jafnvel hætt svolítið fyrr.
Með mannfjölda til dæmis 20 manna hóp eða fleiri, þá er enginn smátími sem fer í þessar fimmmínútur hér og þar.
Þess vegna var ég til dæmis löngu farin að láta mitt fólk mæta kl. 7 að morgni, og mætti sjálf ekki seinna en 10 mín. fyrr, til að þau vissu að ég væri á staðnum, það skiptir miklu máli. Svo var unnið og pása kl. 9. í ca tíu mínútur, þannig að fólki hafði með sér nesti. Kl. ellefu var svo hálftími í mat, og síðan var unnið til fjögur í tvo daga í viku, til kl. þrjú þrjá daga og svo var vinnan búinn kl 2 á föstudögum. Þetta mæltist vel fyrir hjá mínu fólki, og þau voru ánægð með að vera búin svona snemma. Ég sparaði bæjarfélaginu þessar endalausu fimm til tíumínútum í hvert mál.
Einnig getur verkstjóri áætlað hve langan tíma verk tekur, það er þegar hann er orðin vanur vinnubrögðum og getur sett fólkinu fyrir að þegar það sé búið með ákveðið verk megi það fara heim. Ég varð vör við það hjá vinnuskólanum að þó þau fengu ekki nema tíu mínútur í bónus, voru þau ánægð með velkárað verk.
Ég hef bæði unnið erlendis, og fylgst með vinnu, og ég verð að segja að það er miklu meira slugs hér en þar sem ég hef verið, til dæmis í Danmörku.
Ef meira væri lagt upp úr því að fólk skilaði af sér góðu dagsverki, væri hægt að greiða hærra kaup fyrir sömu vinnu, eða stytta vinnudaginn.
Þetta gengur út á það að fólk haldi sér að vinnu, meðan vinnutíminn er, og skili því sem þarf að skila á ákveðnum tíma, og þá getum við rætt um bæði styttingu vinnutíma og hærri laun.
Ef þessu einfalda máli er kippt í lag, er hægt að fækka vinnustundum og greiða hærri laun. Það er algjörlega á hreinu.
![]() |
Vel raunhæft að vinna minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2015 | 13:03
Þurfum við að endurskoða heilbrigðiskerfið okkar ekki bara út frá launum heldur líka í hvaða farvegi þjónustan er?
Legg til að fólk lesi þessa grein úr læknablaðinu. Hér talar læknir sem lært hefur erlendis og vildi koma heim aftur, en hefur nú gefist upp og ætlar að fara aftur af landi brott.
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/05/nr/5505
"Reynslan hefur sýnt að íslenskir læknar sem fara utan standast vel kröfur þeirra landa. En því miður er ekki samskonar eftirlit með gæðum og fagmennsku hérlendis. Engar kröfur eru gerðar um símenntun til að viðhalda lækningaleyfi. Ekkert reglulegt eftirlit virðist vera með því hvernig læknar vinna og skrá samskipti. Og þekkist annað land (sem við viljum bera okkur saman við) þar sem lausar læknastöður eru mannaðar með því að láta læknanema þykjast vera útskrifaðir læknar?
Skortur á eftirliti og aðhaldi leiðir til þess að sumir læknar komast upp með ófagleg vinnubrögð. Þetta hefur auðvitað slæmar afleiðingar fyrir sjúklinga þeirra. En þessir fáu smita líka frá sér, og fæla aðra frá því að vilja vinna hér. Læknanemar og unglæknar læra þá slæmu siði sem fyrir þeim eru hafðir. Útlærðir læknar gefa afslátt á almennum stöðlum um vinnubrögð, ekki síst þegar mönnun er léleg og álag mikið. Ófagleg vinnubrögð á einum stað leiða til aukins álags á öðrum stað. Léleg vinnubrögð eru ekki leiðrétt og standardinn drabbast niður."
Þetta eru hörð orð og þung, en það versta er að það virðist ekki vera neinn áhugi stéttarinnar að laga þetta, þvísíður virðist landlæknir hafa nokkurn áhuga á málinu. Þar á bæ virðist meira vera að reyna að þagga niður mistök sem heilbrigðisstarfsmenn gera. Og læknirinn heldur áfram:
"Árið 2009, stuttu eftir að hafa flutt hingað eftir sérnám, hafði ég það miklar áhyggjur af gæðum heilbrigðisþjónustunnar að ég sendi landlækni bréf, þar sem ég náði ekki eyrum viðkomandi stjórnenda. Ég tíundaði tilfelli þar sem sjúklingar höfðu fengið þjónustu sem var afar ábótavant.
Ég lýsti einnig víðtækari vandamálum sem báru vott um skort á aga og eftirliti: læknar sem höfðu árum saman ekki skráð samskipti sín við sjúklinga og voru þar með að brjóta lög; læknar sem svöruðu ekki skilaboðum frá kollegum, hvað þá frá sjúklingum; algjör skortur á eftirliti hjá sjúklingum með langvinna sjúkdóma".
Nærtækt dæmi um þetta er mál Matthildar Kristmannsdóttur og meðferð kerfisins á hennar mál og hana sjálfa. Og læknirinn klykkir út með:
"Þáverandi landlæknir hitti mig vegna þessa bréfs, og svaraði að hann þekkti vel viðkomandi forstöðulækna þar sem þeir voru saman í læknadeild. Þetta væru góðir menn sem hann treysti til úrbóta. Ekkert breyttist. Ég sendi afrit af bréfinu til næsta landlæknis árið 2011. Því var ekki svarað. Þessi reynsla mín sýnir glöggt óvirkt eftirlit og skort á afleiðingum vegna lélegra vinnubragða.
Þessi tvö fyrirbæri þrífast á fleiri sviðum í opinbera geiranum, þar sem illa gengur að losna við óhæft starfsfólk vegna ótta yfirmanna við að takast á við vandamálin. Smæð og skyldleiki er engin afsökun fyrir að reglum og gæðastöðlum sé ekki fylgt.
Og lokaorðin. "Þetta er því ákall til stjórnenda og eftirlitsstofnana að láta reglur um gæði og fagmennsku ekki vera eintóm orð á pappír. Þetta er ekki síður ákall til allra heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga að láta í sér heyra þegar þeir verða vitni að lélegri þjónustu. Íslendingar eiga nefnilega skilið það heilbrigðiskerfi sem þeir sætta sig við".
Held nefnilega að það sé málið fólk er hrætt við að tjá sig um læknamistök og eru ennþá að treysta algjörlega á lækninn sinn án þess að huga að aðkomu annara fagmanna. Er þetta það sem við viljum sætta okkur við? Það er nefnilega ekki bara nóg að hafa há laun, ef vinnubrögðin eru þannig að þar ríki eitthvert sjúskeri, allavega hjá sumum læknum. Það er óþolandi þegar um líf og heilsu fólks er að ræða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2015 | 18:16
Veður og veðurfréttir, er ekki bara kominn tími til að hætta að láta þáttastjórnendur Ruv tjá sig um veðrið.
Haustið hefur verið fallegt á Ísafirði. Það hefur rignt frekar mikið, en það hafa var verið örfáar forstnætur. Ég er alvarlega að spá í hvort "útvarp okkar allra" ætti ekki að hætta við þessar eilífu verðurspár hjá þáttastjórnendum, sér í lagi þeirra sem hafa sterkari tilhneygingu til sinna heimaslóða og skekkja allverulega sannleikann um veðurfarið á landinu. Já ég er að tala um til dæmis virka morgna. Ég hef oft gaman af þessum þætti og galsaskapnum í þeim, en þegar kemur að veðurlýsingum þá passar bara ekkert.
Það hefur til dæmis verð spáð undanfarið roki og jafnvel snjókomu, og ég sem á allt mitt undir veðrinu er að búa mig undir allt, og svo er bara blíðan dag eftir dag.
Þessar myndir eru teknar núna seinnipartinn í dag, og sýna svo ekki verður um villst að veðrið hér hefur bara verið ágætt og ekkert minna en það.
Þetta er nú þetta hræðilega veður sem alltaf er verið að spá hér.
Það eru örfáir dagar síðan kartöflugrasið lagðist, dó ekki reyndar, en lagðist út af.
Goldteppis flottan mín enn falleg.
Það eru bara tvö ár síðan þessi vinkona mín var gróðursett, og hún er að blómstra voða fallega.
Þessi líka, en hún er á sama aldri og því ekkert að marka blómgunina.
Rodgersian mín, skartar sínu fegursta.
Því miður var vorið frekar kallt svo rósirnar eru í seinna lagi.
Þessi eðalrós er Hudalsrós.
Þetta kirsuberja tré er alveg með ólíkindum, við settum það út í fyrra haust og það er þakið kirsuberjum, en nær því miður ekki að þroska þau, ég verð því mður að klippa þessar greinar af svo snjótinn rífi þær ekki niður. En ég vænti mér góðs af þessu eðal trá.
Og sólberin mín, sem ég hafði ekki tíma til að týna, þau eru samt ennþá óskemmt, nema orðin svolítið meir.
Þetta bjúti, sem er hvítþinur, sem ég fékk sem ágrædda grein frá Núpum. Og er þvílík gleði og aðdáun frá mér.
Haustgarður par exelance.
Það er dásamlegt að geta verið úti og dundað sér í garðinum svona lengi í október.
Loksins tókst mér að ná í hvíta Hurdalsrós, ég var lengi búin að leita og loksins fékk ég hana og vænti mér góðs af hanni.
Þetta tré fékk ég með fræi frá BNA, þetta er picea orintalis, það er að komast fyrir vind loksins, og fer vonandi að mynda topp og halda áfram að vaxa.
Hér er svona fjöruþema, og listaverk frá syni mínum þarna.
Hosturnar mínar eru að blómstra.
Hér er risafuran mín, lika frá fræi frá USU, dafnar vel og er flott.
Þessi alaskavíðir er raunar sjálfsáinn og vex afar hægt, ég er búin að kvista hann upp og hef gróðursett bergsóley við rætur hans, sem fær að klifra upp eftir honum.
Þessi túja og sypris dafna mikið vel og erum margra ára.
Stjúpurnar standa sig vel, enda eru þær gróðursettar til dæmis Í Austurríki á haustin.
Þær geta verið afar fjölbreytilegar og fallegar svona í haustveðri.
Haustlitirnir eru fallegir og jafnvel hlýlegir, og í svona góðri tíð, er dásamlegt að ganga um garðinn, og vinna úti í stuttermabol og undrast endalausar óveðurspár hjá ríkisútvarpinu.
Ef til vill skiptir það ekki svo miklu máli, en það er samt frekar óþolandi að fólk sé farið að halda að veðurfarið hér sé eins og á Svalbarða.
Enn eitt listaverk sonar míns í "fjörunni" sem hann átti frumkvæði að. <3
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2015 | 18:11
Úbbs sorrý........
Eru þetta ásættanleg vinnubrögð alþingis, er bara hægt að segja UBBS!!! sorrý?
Þarf ekki að vanda betur til samninga laga og reglna og láta fara yfir afleiðingar sesm verða af lögum og reglum? +
Á hvaða leið er eiginlega löggjafinn þegar svona kemur upp á og þetta er örugglega ekki eina dæmið um klúður.
![]() |
Löggjafinn gekk of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2015 | 17:27
Svona mín hugleiðing um málefni nýja sjúkrahússins.
Heilbrigðisráðherrann okkar var hvefsinn í viðtali á rúv í dag, þegar hann var spurður hvort hann myndi taka tillit til óska margra um að byggja frekar nýjan spítala heldur en að klastra við gamal Hringbrautarspítalann.
Mig langar svolítið til að ræða um þennan ágæta mann. Tek fram að mér er svo sem ekkert illa við hann sem manneskju, hann er vænsti maður og góður fjölskyldumaður. Það sem mér mislíkar er að í pólitíkinni er hann algjör tækifærissinni að mínu mati.
Ég vann undir hans stjórn meðan hann var hér bæjarstjóri, eða þangað til honum tókst ætlunarverk vina sinna að ná undir sig Guggunni og kvótanum og færa hann til Akureyrar. Það er mitt mat að hann hafi beinlínis verið sendur af frændum sínum og vinum til þessa ákveðna verkefnis.
Það er bara mitt mat á aðstæðum.
Kristján Þór getur verið skemmtilegur maður, og hann brá oft á glettni við okkur starfsfólkið ef það hentaði honum. En hann sýndi oftar en ekki þessa sömu takta og kom fram í viðtalinu við hann í útvarpinu einmitt í dag.
Ég minnist vel þegar ég fór í ársfrí, orðin dauðþreytt á samskiptum við þann meirihluta sem þá sat allskonar ofríki og leiðindum, og ákvað að taka mér ársleyfi. Í minn stað sem garðyrkjustjóri var valinn maður sem hafði unnið í garðyrkjunni í Reykjavík. Þessi maður er nú látinn en það var á sveimi orðrómur að hann væri ansi laginn við keðjusögina. Enda kom í ljós að hann sagaði niður tré, bæði nýflutt og söguleg tré frá upphafi Jónsgarðs, sem fór ekki vel í mig. Ég hafði samband við bæjarstjóran og sagði að mér líkaði ekki þessar aðfarir manns sem var þarna staðgengill minn, meðan ég tók mér árs leyfi. Svörin voru með einmitt þessum keim sem ég kannaðist svo vel við frá samtalinu í dag; að ég gæti sjálfri mér um kennt, ég hefið farið í frí, og skilið þessi mál eftir í sjálfsheldu, mér væri því nær að þegja bara og skipta mér ekki af þessu.
Ég get líka tekið nærtækt dæmi um vinsældir bæjarstjóra, þegar Haraldu Líndal hrökklaðist burt vegna þess að hann ákvað að taka þátt í nýstofnaðri hreyfingu sem var klofningu frá Sjálfstæðisflokknum Í listanum, þá varð hann að hætta sem bæjarstjóri, því sjálfstæðisflokkurinn vann þær kosningar og réði Kristján Þór bæjarstjóra. Haraldur var kvaddur af vel flestu starfsfólki bæjarskrifstofunnar, það var haldið partý honum til heiðurs í Kúlunni minni, og við færðum honum málverk til að kveðja hann. Þegar Kristján fór, voru eftir því sem ég best man, aðeins tveir af starfsfólki hans sem mættu í kveðjuhófið.
Þetta segir reyndar sína sögu.
Ég er eiginlega sannfærð um að vinir hans og frændur væntu þess að hann yrði sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Það varð ekki því sjávarútvegsmálin voru framsóknarflokksins. Þess í stað fékk þessi ágæti maður eitt það erfiðast ráðherraembætti sem hægt er að fá, Heilbrigðismálin, þetta hefur alltaf verið óvinsælasta og vanþákklasta embætti í sögu þjóðarinnar frá því að það var stofnað. Honum er því nokkur vorkunn að taka þennan svarta Pétur inn á sitt borð. Ekki síst vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafði skorið svo mikið niður í heilbrigðiskerfinu að ekki var hægt að ganga lengra. Þessi svokallaða velferðarstjórn skar og skar niður tálgaði og klippti þannig að alltof langt var gengið.
En það sem mér liggur á hjarta í þessu máli er einmitt þetta:
Er það sem mér þykir verst í öllu þessu er að ráðherrann skuli ekki einu sinni reyna að endurskoða málin, þegar góð rök og öflug hreyfing er farin af stað til að breyta þessum samþykktum.
Það er ekkert rangt við að hlusta og endurskoða málin þegar mikilvæg rök koma fram um að breyta. Ég heyrði að hann var reiður og sár, vegna þess að hann veit að hann er að breyta gegn betri vitund. Það er sorglegt þegar ráðamenn fara með offorsi gegn skynsamlegum ráðleggingum og hlusta á allar raddir, en skýla sér á bak við það að þetta hafi verið samþykkt af þinginu og þar með sé málið útrætt. Það er alltof mikið í húfi til að ekki sé hlustað á sérfræðinga sem segja annað.
En þetta er nú svona mín sýn á málin. Og ég skora á Heilbrigðisráðherrann að opna hugann sinn og endurskoða þessi mál en ekki berja hausnum við steininn, því ég heyrði alveg að hann er ekki alveg sáttur við þessi málalok.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2015 | 18:51
Detti mér nú allar lýs úr höfði.
Það er náttúrulega ekki í lagi með stjórnvöld í þessu máli. Mér sýnist þetta vera neyðarúrræði starfsfólks sem hefur verið hunsað af því það hefur ekki verkfallsrétt. En í ofanálag að hóta þeim lögsókn er eitthvað svo brjálæðislegt að annað eins hefur ekki heyrst. Og hvað svo, hvað ef allir lögregluþjónar segja upp og hætta?
Hvað ætla stjórnvöld að gera þá? Kalla inn sérsveitina? Eða eru þeir á sama horfæði og lögreglan almennt? Ekki erum við með her, Birni Bjarna tókst ekki að koma á her hér. En ef til vill er eitthvað eftir af hulduher Alberts Guðmundssonar.
Ef eitthvað sýnis vera málefnaþrot þá er þetta slíkt. Hvað með að SEMJA VIÐ LÖGREGLUNA, í stað þess að bera salt í sárin? Ég er svo sem ekkert sérlega hrifin af sumum lögreglumönnum, en hér er um heilt stéttarfélag að ræða sem hefur lengi þurft að berjast fyrir því að fá samninga.
Og svona í lokið: Hvað eru viðeigandid réttarúrræði? Lögbann á verkfall sem er ekki verkfall? Lögbann á veikindi sem ekki eru veikindi? Kalla inn Natoher? Eða hvað?
![]() |
Ráðuneytið hótar lögreglu lögsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2023104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar