25.9.2013 | 22:47
Ævintýri í ökuferð um Ísafjarðardjúp.
Ég skrapp suður í gær og kom heim í dag. Það var yndisleg upplifun að aka Djúpið, þvílík náttúrufegurð, það var yndislegt veður í gær, sól og logn, en í dag var rigning á leiðinni, en annars besta veður, oglitirnir ólýsanlega fagrir. Þegar nær kom Ísafirði var hætt að rigna, en ég naut ferðarinnar í botn.
Fyrsta frostnóttinn var í fyrradag. En dagurinn í gær var samt fallegur.
Algjört logn en sólin er lágt á lofti á þessum tíma.
En litirnir í djúpinu voru ólýsanlega fallegir bæði í gær og í dag.
Við eigum svo fallegt land.
Hvalskurðaráin á fullu.
Litli bær, hér getur maður fengið sé kaffi og vöfflur, það var allavega í sumar. Hér bjuggu að minnsta kost tvær fjölskyldur í þessu litla húsi, menn bjuggu þröng hér í gamla daga.
Þessi gamla hlaðna "kví" stendur enn er mörg hundruð ára gömul, finnst líklegast að hér hafi ærnar verið mjólkaðar.
Það er greinilegt að álftin er farin að undirbúa sig undir langferð.
Þó eru sumar þeirra pollrólegar, ég sá fjölskyldu upp á lágheiði, hjón með fjóra unga, ungarnir voru sennilega ekki ferðafærir, svo mamma og pabbi bíða róleg, eða hafa jafnvel vetursetur ef ekki vill betur til.
Grjót og gróður heillar mig alltaf jafn mikið.
Já ég er að njóta mín.
Vestfirsku fjöllinn hulin skýjahjúpi, þessi var tekinn í dag á leiðinni heim.
Hvalskurðaráinn aftur. Dásamlegt vatnsfall.
Selirnir voru sestir upp við Hvítanes. Þeir voru örugglega saddir og sælir og lágu makindalega á steinum og létu líða úr sér.
Hér er ró og hér er friður.
Yndislegir litir.
Af öllum fjörðum hér er Hestfjörðurinn sá fegursti, hér má sjá hestinn í allri sinni fegurð.
Vegurinn er eins og mjótt strik mitt í ævintýrinu.
Hann er reyndar það eins sem sker myndina, fjall frá spegilmynd.
Stundum er maður eins og staddur í ævintýraveröld.
Einungis fuglarnir rufu tærleika sjávarins.
Stundum vantar orð.
Rjúkandi í Hestfirði.
Alla þessa fegurð eigum við sameiginlega, þangað til misvitrum mönnum dettur í hug að eyðileggja þetta allt, með gröfum og stórvirkum vinnutækjum.
Þið haldið að það geti ekki gerst?
Það er nú málið. Meðan peningahyggja er sett ofar náttúru og manngildi, þá er allt undir.
Það er nú það sem er málið.
Það er von að fólki sárni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.9.2013 | 19:05
Dúsur?
Ég sé þetta svona:
Stjórn og ráðamenn flokksins kallaðir til skrafs og ráðagerða.
Hvað eigum við að gera við Gísla Marteinn, segir einn þeirra áhyggjufullur.
Nú hvað?
Jú ég meina hann hefur aldeilis klúðrað sínum málum í flugvallarmálinu, sem meirihluti bæði landsmanna og Reykvíkina eru á öndverðum meiði við hann.
Ó já þú meinar.
Já svo er hann líka tæpur í skipulagsmálunum, vill bara reiðhjólastíga og slíkt, sem ekki fellur beint í kramið.
Já og það eru kosningar í vor og við getum ekki látið menn með slíkar áherslur vera oddviti okkar í þeim kosningum.
Nei auðvitað ekki, en hvað er til ráða?
Ég er með tromp upp í erminni.
Já þú ert nú alltaf svo sniðugur.
En hvað ertu með í huga.
Sko ég hef hugsað málin, og nú hef ég boðað Gísla á okkar fund.
Það er bankað á dyrnar.
Þetta mun vera Gísli, hleypið honum inn.
Gísli kemur inn, og er á báðum áttum.
Heyrðu Gísli minn, hvernig lýst þér á að draga þig í hlé í kosningunum í vor.
Af hverju, spyr hann undrandi. Ég á ekki gott með það, því ég var sá fyrsti sem tilkynnti baráttu mína um leiðtogasætið.
Já ég veit, en það gæti ef til vill hjálpað þér að taka ákvörðun ef þér byðist annað og meira spennandi starf.
Hvað áttu við?
Jú ég hef verið að ræða við Pál Magnússon, við ræddum um að þú fengið að hafa nýjan þátt í sjónvarpinu í vetur.
Ha!
Já, þú ert afar frambærilegur sjónvarpsmaður, og þessi þáttur mun taka á öllum þjóðlífsmálum, pólitík, dægurmál og slíkt. Þú varst nú afar vinsæll þegar þú varst með þættina þína.
Já, já ég skal hugsa þetta mál, svaraði Gísli.
Gott, láttu mig vita sem fyrst.
Þetta er nú bara samtal sem varð til inn í hausnum á mér, akandi heim frá Reykjavík í dag, hlustandi á útvarpið.
En útkoman er sú sama, og nú fær almenningur að njóta Gísla Marteins enn á ný á skjánum, og þar með verður hann ekki með í hlaupinu um oddamann sjálfstæðísmanna í næstu kosningum.
![]() |
Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 02:54
Stundum er lífið erfitt.
Ég er að reyna að vera bjartsýn og vongóð. En það gengur frekar illa. Ég er búin að bjóða bæjarstjóranum, yfirmanni tæknideildar og eftirlitsmanni ríkisins til mín í kaffi, við erum búin að fara um skóginn minn og ræða hvernig best er að fara sem varlegast gegnum hann. Ég er búin að fá mann til að gæta minna hagsmuna líka. Það eru allmörg tré sem þarf að færa og þeir eru búnir að merkja þau, en enginn veit hvernig það tekst, þó þetta sé eiginlega besti tíminn til að flytja tré. Samt sem áður eru heilu lundirnir sem verða malaðir niður undir rythma stórvirkra vinnutækja. Þar sem sjálfur snjóflóðagarðurinn á að koma og þær skeringar sem verða.
Ég hlusta á þessi hryllilegu vinnutæki koma nær og nær og veit að trén mín eru í hættu. Og mér finnst eins og ég hafi svikið þau í hendur hryðjuverkafólks, sem engu eirir. "Tímabundin vinna verktaka" að verki þökk sé þér Jóhanna og Steingrímur og yfirvöld bæjarins, af því það þurfti að finna verkefni til að "bjarga bænum". Þvílík öfugmæli.
Tré rétt eins og aðrar lifandi verur hafa sál og finna til. Og nú bíður margra trjánna minna þau örlög að verða mulin undir þessum fjandans hryllilegu tólum og tækjum sem engu eira.
Ég er að reyna að vera glöð og áhyggjulaus, en ég er hætt að geta sofið á nóttunni, ég reyni að mantra. Dóttir mín tók Buddhatrú og ég lærði möntru frá þeim góða félagsskap, fer líka með orð sem ég hef sett saman sjálf, ljós, friður kærleikur....
Ef þetta fólk bara gerði sér grein fyrir hvað það er að gera mér. Allt í nafni peninga... er þetta hægt?
Fólkið hér á Ísafirði og annarsstaðar hefur áhyggjur af mér og reynir að gera mér lífið bærilegra, ég er þakklát fyrir það, það er gjarnan sagt við mig; Ásthildur hvernig gengur, og máttu vera áfram í húsinu þínu. Og ég segi sú barátta er ennþá ekki hafin, nú er bara að reyna að verja eins mikið af gróðrinum mínum og hægt er.
Ég vil ekki verða veik að reiði eða sorg út af þessu. Það er bara svo fjandi erfitt að horfa upp á þetta allt saman gerast og ég get bara unnið smá varnarsigra. Það virðist enginn ráða lengur við þessa tröllavæðingu. Enginn Ómar Ragnarsson að verja mín tré, því miður.
Til dæmis er voða erfitt að flytja 6m. háar furur svo vel sé.
Það sést ekki mikill gróður hér, en öll þessi tré verða skafinn burt og notuð í undirstöðu fyrir þennan fjandans snjóflóðavarnarvegg, það er bara ömurlegt.
Og ekki líður mér betur að vita að ég hef boðið mörgum verum að koma til mín, vegna sprenginga sem gerðar hafa verið til að nota grjótið í uppbyggingu, verur sem þarf að hlú að og eru hjálparlausar við slíkar aðstæður.
En sem sagt, maðurinn er algjörlega fastur í því að hann sé herra jarðarinnar og geti gert hvað sem hann vill. Það er bara ekki þannig. Það eru aðrir heimar og aðrar verur sem eiga sinn tilverurétt. Einhverntímann vonandi þroskast mannskepnan upp í það að virða það sem er við hliðina á þeim. Það verður dagurinn sem menn hætta að dansa kring um gullkálfinn og fara að hlú að nærumhverfi sínu.
En stundum bara getur maður ekki meir. Og mig langar helst til að flytja langt burt meðan þessar vélar rústa 30 ára starfi. En ég bara kemst ekki burtu, því ég þarf að hlú að öðrum plöntum og ganga frá undir veturinn.
Sumt er bara svo ótrúlega óþolandi. Ef til vill er ég of viðkvæm fyrir þennan harða heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.9.2013 | 13:01
Skyggni, draumfarir og vissa um lífið eftir "dauðann".
Þú ert kjarkmaður Kári, að opna á það að það sé ekki bara líf eftir dauðann, heldur fylgist ættingjar með bæði okkur og því sem er að gerast.
Ég veit að þetta er svona, því ég hef fyrir því margvíslegar sannanir fyrir mig, einnig alin upp hjá afa mínum sem var bæði rammskyggn, fann hluti sem voru týndir, fjarskyggn og hrærðist í veröld milli heimanna. Átti einnig ævilanga vináttu við álfkonu sem hann sat löngum og spjallaði við. En það er nú einhvernveginn svo að menn setur hljóða þegar einhver vekur máls á þessu. Margir eru enn þann dag í dag hræddir við að viðurkenna skyggni eða slíkar "tilfinninga" af ótta við hæðni, niðurlægingu og afneitun. Það er í sjálfu sér allt í lagi að trúa ekki á framhaldslíf, en annað mál er að gera lítið úr þeim sem upplifa slíkt.
Þess vegna var ég ánægð að lesa þessa tilvitnun í þig.
![]() |
Væri ég lifandi hefði ég sent þessa vísu inn í Moggann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
14.9.2013 | 10:30
Venjuhelgaðir titlar og sannfæring þingmanna.
Hvað er venjuhelgað þarna á Alþingi? Ég hélt að þingmenn sverðu eið með eða án biblíunnar um að vera sjálfum sér samkvæmir og fara eftir eigin sannfæringu. Ef einhver þingmaður lítur svo á að vinnufélagar hans séu ekki virðingarverðir, hvort er þá rétthærra sannfæring hans eða venjuhelgað ávarp?
Bara spyr, ég tek að öðru leiti ekki afstöðu til þessa máls, en segi fyrir mig að margir sem þarna sitja og hafa setið eiga ekki skilið að kallast hæstvirtir eða háttvirtir.
Það er nefnilega rétt sem Jón Þór segir, menn afla sér virðingar, hún kemur hvorki með upphefð eða titlum.
Og að gera svona mikið mál út úr þessu finnst mér frekar kjánalegt. Því satt að segja hljómar þetta niðurlægjandi fyrir þá einstaklinga á þingi, sem fólk ber litla sem enga virðingu fyrir.
![]() |
Þessi ávarpsorð eru venjuhelguð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.9.2013 | 16:49
Góður afmælisdagur hjá mér.
Bæjarstjórinn kom í heimsókn, ásamt yfirmanni tæknideildar og umsjónarmanni verkefnisins. Ég bauð þeim kaffi og við ræddum málin. Fórum svo upp í ræktunina og þar voru málin rædd enn frekar.
Þeir lýstu því yfir að þeir vildu gera sem minnst rask í trjálundinum mínum, og ætla að færa veginn þannig að stærstu trjánum verði hlíft. Reynt verði að færa öll trén með stórvirkum tækjum. Og að ég fái að halda lækjunum mínum báðum.
Hér má sjá þær skemmdir sem unnar voru þegar vatnslögnin var lögð, ekki beint upplífgandi.
Bæjarstjórinn og eftirlitsmaðurinn að skoða hvar best er að leggja veginn.
Hér má sjá reisulegar furur og staurinn sem sýnir að hér átti að fara í gegn, en nú hefur vegurinn verið færður.
Yfirmaður tæknideildar og Elli skoða hvar best er að taka veginn í gegn.
Hér endar veggurinn, en trén verða færð inn á eyðimörkina sem varð vegna vagnslagnarinnar.
Já þetta svíður, en ég verð að vera ásátt með að vegurinn fari í gegn, og satt að segja þótti mér vænt um hvað þeir voru allir sammála um að gera þetta eins varlega og hægt væri, og bjarga eins mörgum trjám og mögulegt væri.
Bara svo að hnykkja á því að þessi tvö mál eru aðskilin, þ.e. vegurinn gegnum trjáreitinn minn, og svo húsið mitt. Þar verður stál í stál, svo það sé á hreinu.
En allavega ég átti góðan afmælisdag, og er boðin í mat til minnar elskulegu fjölskyldu frá El Salvador, Pablo og Isobel Díaz. Vona að við fáum babusas sem er einn af mínum uppáhaldsréttum.
Takk svo öll fyrir góðar óskir í dag og fallegar hugsanir til mín, ég met það mikils og það gerir mig líka sterkari að finna slíkan meðbyr á þessum erfiðu tímum. Innilega takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.9.2013 | 21:05
Hver er réttur einstaklinga á Íslandi árið 2013?
Ég frétti það á skotspónum alveg óvart að það ætti að ráðast í vegagerð gegnum ræktunarlandið mitt í þessari viku. Það var af tilviljun sem maðurinn minn fór í göngutúr til að skoða eyðileggingu sem gerð var á svæðinu eftir vatnslögn, sem þó var reynt að forða eins mikið og hægt var á skemmdum. Maðurinn sagði mér að undir þennan highway færi svona 70 - 90 % af ræktuninni. tæplega 30 ára starf til einskis.
Það var þess vegna sem ég fór og ræddi við sýslumanninn, hann sagði mér að fara og tala við bæjarstjórann um málið, var reyndar afar vinsamlegur og vildi ráða mér heilt.
Svo ég fór og ræddi málið við bæjarstjórann okkar, sem er hinn vænsti maður og einn af okkar íþróttahetjum. Ég sagði honum hreint út að ég væri ekki ánægð með þessar framkvæmdir, sérstaklega af því að það hafði nefnilega gleymst að segja mér frá þeim, rétt eins og öðru sem þeir ætla sér að framkvæma.
Hann tók mér ljúfmannlega og eftir að hafa hlustað á mig tala um hve illa þeir hefðu staðið að þessum málum, og þar sem það væri bókfest að hann hefði sagt að hann hefði verið að hugsa um að hlífa gróðurreitnum mínum með því að stytta varnarvegginn og að ég væri afar óhress, bauð hann mér að við skyldum hittast í dag mánudag og ræða málin með verktaka, verkstjóra og yfirmanni tæknideildar.
Ég féllst á það og nú hef ég setið við símann í allan dag, og ekki vikið út úr húsi, ef hann skyldi hringja í mig og boða komu sína.
Ég hef það eftir yfirmanni tæknideildar að leyfið sem ég fékk til útplöntunar hafi gilt til 20 ára. Og þar sem ég fékk það 1986, þá rann það út árið 2006. Þess vegna telur yfirmaður tæknideildar að hann þurfi ekkert að hafa neitt samráð við mig, og geti gert hvað sem hann vill við svæðið.
En ég vil benda þessari elsku á að trén eru mín persónulega eign, og ég bendi enn og aftur á stjórnarskrána þ.e. 72 greinina, þar sem stendur að eign manna sé heilög og hana megi ekki þvinga menn til að láta af hendi, nema að fullar bætur komi fyrir og að undangengnum dómi. Stjórnarskráin er eins og við vitum lögin sem eru ofar öllum lögum, og þó hafi verið vísað í allskonar reglugerðir til staðfestingar þeim gjörðum bæjaryfirgvalda, þá gildir stjórnarskráin. Enda hef ég vitni að því að yfirmaður tæknideildarinnar sagði mér að ég fengi öll tré bætt sem yrðu eyðilögð. Og við erum að ræða um tæplega 30 ára ræktunarstarf eins og ég sagði áðan.
Ég veit líka að það er ekki hægt að gera úttekt á trjám sem búið er að fara yfir með stórtækum vinnuvélum, eftir á. Þess vegna geri ég þá kröfu að ef þetta verður framkvæmt, og þið getið sýnt fram á að það þjóni almannahagsmunum, þá verður ekki hróflað við neinu fyrr en fengnir hafa verið til þar til kvaddir matsmenn, skógrækarmenn sem meta trén.
Það var líka haft eftir verktakanum, þegar maðurinn minn sagði að hann vissi að eigandi trjánna yrði ekki ánægður, að þá sagði hann: Það skiptir engu máli, það er búið að gefa út verkleyfi.
En málið er þetta, þegar ég ræddi við bæjarstjórann, þá sagðist hann ekkert vita um málið.... svo hver gaf þá út leyfið, og á hvaða forsendum, áður en nokkuð hefur verið rætt við mig, og ég gat ekki einu sinni lesið það í Bæjarins besta, því fréttinn barst ekki heldur þangað.
Mér þykir vænt um þennan bæ, mér þykir ennþá vænna um fólkið sem hér býr, og ég er þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá svo mörgum íbúum bæjarins og alla þá velvild sem þeir sýna mér. Þess vegna skil ég ekki af hverju er ekki hægt að koma fram við mig eins og fólk, kalla mig á fund eða þó ekki væri nema senda mér bréf, og a.m.k. leyfa mér að vera með í ferlinu.
Og nú bíð ég hér eftir þessum fundi. Vona að þú hafir ekki gleymt mér Daníel minn. Ég ætla því að bíða á morgun líka, en best væri að þið kæmuð ekki fyrr en á miðvikudaginn, þá skal ég hafa heitt á konnunni og jafnvel kaupa meðlæti. kl. tvö eða 14. á miðvikudaginn væri bara fínt fyrir mig, en ef það hentar ykkur ekki, þá væri betra að þið létuð mig vita. Með bestu kveðjum Ásthldur Cesil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar