Busavígslur.

Minn drengur er að byrja í menntaskóla.  Hann hefur verið busaður í 3 daga, komið blautur, málaður og moldugur heim.  Eyðilagði meðal annars peysu sem hann fór í. 

Hann hafði gaman af þessu, en það eru ekki allir þannig.  Margir kvíða þessum atburði, og í einstaka tilfellum veldur þetta því að fólk einfaldlega vill ekki fara í framhaldsskóla, þó það sé fátítt.

Ég fór á foreldafund núna fyrir nokkrum dögum, þar sem Busavígslur voru ræddar.  Ein móðir hafði miklar áhyggjur af þessu, dóttir hennar fékk flest verðlaun fyrir góða framgöngu og dugnað og námsárangur upp úr Grunnskólanum   Það er því nokkuð ljóst af áhyggjum móðurinnar að dóttir hennar hefur verið þungt hugsi yfir busunum.

Skólameistarinn og kennararnir sögðu hreint út að marga daga fyrir þennan atburð væru þau miður sín af áhyggjum um hvort allt færi úr böndum.

Einn forráðamaðurinn kom fram með það, að venjulega þegar nýtt fólk mætti til vinnu, þá væri reynt að koma vel fram við það og láta það finnast það velkomið.  Þarna væri alveg þveröfugt farið, og allt gert til að ýta fólki burt.

 

Ég held að það ætti hreinlega að banna þessar busavígslur.  Þetta er hvort sem er angi af gamla yfirráðatímabilinu, þar sem voru þrælar og kóngar.  Það er reynt á allan hátt að niðurlægja nýnemana og alltof margir eldri nemendur gangast svo upp í því að vera kóngar einn dag eða fleiri, að það þarf ekki mikið til að þeir gangi of langt.  Það kom auðvitað fram að kennarar væru viðstaddir og reyndu að hafa hemili á atburðum, en samt...

Væri ekki nær að nýnemar væru boðnir velkomnir í félagsskapinn, þar væri boðið í grillaðar pylsur og þeir sem eldri væru þjónuðu hinum nýkomnu og byðu þá þannig velkomna í hópinn?

 

Bara spyr, ég sé ekkert nema villimennsku í þessum sið, sem ég veit ekki hvernig hefur þróast og af hverju var byrjað á. 


mbl.is Busar brenndir með straujárni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með Donald R. MacLeod, líttu þér nær frú María Damanaki.

Mikið er ég ánægð með hann Donald R. MacLeod, það er flestum ljóst sem eitthvað vita um sjávarútveg að makríldeilan er skrípaleikur ESB.  Var einmitt að lesa að makríllinni er að fjölga sér mikið og er að verða plága þar sem hann fer um.  Þetta er ránfiskur sem étur allt sem að kjafti kemur. 

En svona fyrir utan það, þá er það skrýtið í mínum huga að ESB skuli einungis einbeita sér að færeyingum og íslendingum smáþjóðum sem þeir telja sig eiga í fulli tré við.  Rétt eins og búlliinn á skólalóðinni sem ræðst á þá sem eru minnimáttar að hans mati, en þorir ekki í hákarlana.

Tek undir orð Donalds, líttu þér nær frú María, það gæti nefnilega vel verið að smáseiðin sem þú telur þig ráða við séu ekki eins mikil smákóð og þú heldur. 


mbl.is Vill að ESB horfi í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópumeistaramót í Mýrarbolta á Ísafirði þessa helgi og mikið fjör.

Mýrarboltin er í fullum gangi hér í Tungudal, þar er mikið fjör og veðrið alveg ágætt.

IMG_2181

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er Bára mín, en hún tekur þátt í þessum frábæra leik.

IMG_2186

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Glöð og ánægð.

IMG_2190

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mágur hennar og svilkona og Jóhanna frá Austurríki og svo litli Jón Elli.

IMG_2197

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Er að hugsa um að láta myndirnar tala.

IMG_2208

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2234

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2240

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér skilst að þessi víggreifu naut séu lögreglumenn frá Spáni, sem skráðu sig í keppnina

 

IMG_2247

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2251

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér voru bæði forynjur og Drekar og allskonar skrýtnar skepnur.

IMG_2258

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og litli maðurinn fylgdist vel með, öruggur hjá frænda.

IMG_2261

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamman svo glöð og skemmti sér greinilega vel.

IMG_2262

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ekki svo auðvelt, get ég sagt ykkur.

IMG_2269

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir voru með flotta hatta.

IMG_2273

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Búnir í bili og þá þarf að slaka á.

IMG_2275

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Forynjurnar eru sko ekki árennilegar, enda leiðtoginn gamalreyndur keppnismaður hún Eygló.

IMG_2280

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já enginn er öfundsverður að mæta þeim í keppni.

IMG_2292

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sem sagt, enginn hefur sagt að þetta væri auðvelt.

IMG_2296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hehehehehe...

IMG_2301

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og menn geta næstum staðið beint á ská...

IMG_2307

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpurnar stóðu sig ekkert síður en strákarnir.

IMG_2309

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppniskonur, frænkur og vinkonur.

IMG_2311

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Það er einmitt Drullugaman í Tungudal einmitt núna.

IMG_2315

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og keppnisskapið leynir sér ekki.

IMG_2316

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég skal ná boltanum.

IMG_2318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nei ég náði honum og ætla með hann í markið. 

IMG_2327

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er að duga eða drepast...

IMG_2328

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er erfitt að standa...

IMG_2331

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta venst.

IMG_2334

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt, ég ætla að ná boltanum.

IMG_2336

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sum liðin voru blönduð konur og karlar léku saman.

IMG_2339

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Best að hanga bara í gaurnum, hann er hvort sem er stöðugri en ég.

IMG_2161

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er Elías Nói Skaftason, hann verður skírður á morgun þessi litla elska.

IMG_2126

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólveig Hulda, Jón Elli og Zorró hjá ömmu í kúlu. 

En það kemur allt saman seinna. 

Gleðilegan drulludag. 

 

 

 

 

 

 

 


Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Ágúst 2013
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband