Ömmuhelgi í kúlunni.

Já það var yndislegt veður í gær, og tilvalið að koma í heimsókn í kúluna.  Reyndar sváfu þau nokkur hérna, þ.e.a.s. fimm í tjaldi og þrjú inni. 

IMG_7522

Mary Poppins, nei Ásthildur Cesil.

IMG_7525

Maður er nú flott pæja sko !

IMG_7528

Þetta er Júlíana stóra frænka mín.

IMG_7542

Afastubbur.

IMG_7554

Kveikt upp í grillinu.  Það á að grilla í svona góðu veðri.

IMG_7573

Tveir bræður.

IMG_7576

Þetta eru líka tveir bræður.

IMG_7585

Nýjasta módelið... nei þetta er hún Sóley Ebba.

IMG_7593

Já þau eru flott kúlubörnin sko !  Þetta er hún Natalía. 

IMG_7595

Kunna sig fyrir framan myndavélina, á hvaða aldrei sem þau eru heheheh....

IMG_7601

Vinarkoss.  Eða frænku/frændakoss.

IMG_7604

Þrjár flottar.

IMG_7617

Það er samt betra að vera oní pottinum en ofan á honum.

IMG_7624

Og hvað komast svo margir í pottinn hennar ömmu ?

IMG_7628

Eða fyrir framan sjónvarpið ?Heart

 

 


Það eru tvær hliðar á öllum málum.

Líka með hraðbrautina sem á að gera í Hnífsdal vegna ganganna.  Sá vegur á að fara meðfram fjörunni.

Málið er að þýsku vinir mínir, keyptu sér lítið hús alveg við fjöruborðið, þau una sér vel hér á landi, og hafa notað sumarfríið sitt til að dvelja hér.  Þau giftu sig á Íslandi og höfðu hugsað sér að setjast hér að, þegar þau væru komin á aldur.  Þess vegna ætla þau að fara á íslenskunámskeið núna í tvær vikur í háskólasetrinu, öll fjölskyldan, til að vera betur í stakk búinn til að takast á við íslenskan raunveruleika. 

En stundum kemur sá veruleiki aftan að fólki.

Vinir mínir eru hámenntað fólk, hún er arkitekt og hann sólarorkusérfræðingur, saman hafa þau unnið að því að teikna vistvæn hús, sem eru sparneytin á orku.  Þau byggðu sitt hús þannig að það framleiðir meiri orku en það nýtir mestan hluta ársins, og þau selja því rafmagn inn á kerfi þorpsins síns.

Þau hafa til og með fengið a.m.k. tvenn verðlaun frá Evrópusambandinu vegna baráttu sinnar sem náttúruverndarfólk og vegna vistvænu húsanna sem þau hafa teiknað. 

Þau búa í Dietlingen, sem er lítið þorp niður við Svartaskóg, beint fyrir framan húsið þeirra liggur hraðbrautin gegnum þorpið. 

Þess vegna heillaði þetta litla hús í Hnífsdal þau, friður kyrrð og nálægð við sjóinn og ána.  Hann veiðir bleikju í sjónum eða ánni, og þeim finnst yndislegt að hlusta á sjávarniðin.  Þetta var draumahúsið þeirra, þau lögðu mikið í að gera það upp, svo fallega.  Þar var mikið lagt í.  Þau misstu son fyrir nokkrum árum, sem er mikið tengdur þessu húsi, þar sem hann þá bara sex ára hjálpaði til við að mála og handverkinn hans eru þarna ennþá.

Þess vegna er svo sorglegt að vita að nú er allt í uppnámi hjá þessum vinum mínum.  Vegurinn á nefnilega að fara sjávarmeginn við húsið.  Hraðbrautinn sem þau voru að flýja í Dietlingen, verður flutt að bæjardyrunum hjá þeim. 
Þau hafa líka leigt húsið út.  Erlendu fólki sem vill frið og kyrrð.  Fólki sem hingað kemur fer í túristaferðir og auðgar mannlífið í litla þorpinu, ég veit að leigendur hafa verið mjög ánægðir þarna.

Þeim finnst að þau geti ekki verið þarna lengur, því grunnurinn sem þau byggðu á er brostinn.  Litla húsið verður við aðalumferðargötuna milli Ísafirðarðar og Bolungarvíkur, og þó það sé ekki mikil umferð, þá er þetta ekki friðsæla fjaran sem hún var.

Þau verða líka að kanselera öllum þeim bókunum sem þau voru búin að gera við ferðamenn sem voru búin að tryggja sér bústaðin næsta sumar. 

Þau eru alveg miður sín og það er ég líka.  Ég vil ekki missa þetta fólk héðan, ég var farin að hlakka til að hafa þau hér í nálægð, spjalla og eiga góðar stundir.  Bjóða þeim á þorrablótið og allt sem vinir gera saman. 

Eins og þau segja, við vitum ekki hvað verður, en nú hefur verið skorið á þær rætur sem við höfðum hér.  Svo hvað getum við þá gert. 

Ég vona svo innilega að það fáist einhver lausn á þessu, annað hvort að vegurinn verði ekki lagður, sem er líklega ekki möguleiki, eða að þau finni annan stað sem þau geta sætt sig við.  Ég hlýt að ætla að ríkið verði að kaupa af þeim húsið.  En það er líka skrýtið að þeim hefur ekki verið tilkynnt þessar breytingar, eða gefinn kostur á andsvari.  En ef til vill er það ekki tímabært, það þýðir þá að planið er ekki komið á það stig.  En þó er búð að teikna veginn skilst mér. 

IMG_2118


Kominn tími á göng.

Hugsið ykkur þrátt fyrir alla vegskálana yfir verstu kaflana, grjóthleðslur og víranet, kemur ennþá grjót niður á þá örfáu óvörðu bletti sem ennþá eru. 

Maðurinn minn var mjög hætt kominn í fyrra, þegar skriða kom niður rétt fyrir framan bílinn hans, hann gat stöðvað og bakkað frá, en var ansi sleginn. 

 Þess vegna er orðið tímabært að gera gönginn.   En það ætti að gera göng líka til Súðavíkur.  Þá yrði þetta svæði ein heild, það væri hægt að sameina alla kjarnana í eitt sveitafélag. 

Það er hræðilegt að sjá hvernig búið er að fara með Kirkjubólshlíðina, súðavíkur meginn, hún er öll skröpuð í snjóflóðaskápa.  Skemmdarverk að mínu mati, en svo sam hvað er hægt að gera, þegar öll líðin iðar af snjóflóðum.

Óshlíð.

ruv.is | 08.08.2007 | 16:27Fimm tóku þátt í forvali vegna Óshlíðarganga

5 verktakar og verktakahópar skiluðu inn gögnum vegna forvals um gerð Óshliðarganga en frestur til að skila inn gögnum rann út í gær. Um er að ræða jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu forskála og vega. Göngin eiga að vera 8,7 metra breið, og 5,1 kílómetri að lengd. Einnig á að byggja um 310 metra langa steinsteypta vegskála, og 3 kílómetra langa vegi og tvær 15 metra langar steinsteyptar brýr.

Verið er að meta gögnin og þeir sem þykja hæfir til verksins fá send útboðsgögn. Vonast er til að ljóst verði í haust hver hreppir verkefnið.


mbl.is Stórir grjóthnullungar féllu á Óshlíðarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið börnunum að koma til mín.....................

.... og bannið þeim það ekki, því þeirra er himnaríki.  Einhvernveginn svona hljómaði einn fyrsti jafnréttisboðskapurinn í heiminum.  

Þó það sé rigningarúði, á er hlýtt.  Stubburinn og frænka hans Sóley Ebba vildu sofa úti í tjaldi, það var auðvitað auðsótt mál.  Litla skottan hún Hanna Sól, vildi þá sofa líka út í tjaldi.   Og fékk leyfi til þess.  Nú sofa þessi þrjú þarna úti og láta fara vel um sig.  En þau komu hlaupandi inn í gærkveldi og sögðu; amma amma, komdu út og sjáðu, það er regnbogi á himninum, og eins og himininn sé logandi, þú verður að taka mynd.

IMG_7498

IMG_7499

IMG_7501

Reyndar var þetta alveg stórkostleg sjón.  Og varði bara stutta stund. 

Stundum þurfum við litla fólkið til að benda okkur á dásemdir lífsins.  Og við mættum stundum hlusta betur á þau.  Það færi oft betur.  Börn skynja sannleikan oft öðruvísi en fullorðnir.  Þau eru ekki eins blinduð af klækjum og feluleikjum fullorðinna.  Og tjá sig um hlutina eins og þeir eru. 

Við skulum opna eyru og augu fyrir einfaldleikanum.  Þegar allt kemur til alls, þá er það nefnilega hann sem skiptir máli.  Ekki flækjur og felubúningar eins og okkur er svo tamt að sveipa hann í, vegna eigin hégómaskapar, eða til að sýnast eitthvað meira en við erum.  Sagði ekki jésú einhverntíman að til að komast inn í himnaríki þyrfti maður að vera eins og barn. 

Eigiði góðan dag elskurnar.  Heart


Allt gott að frétta héðan.

Þýsku vinir mínir frá Svartaskógi eru komnir, þau koma hér a.m.k. einu sinni á ári, í sumarhúsið sitt í Hnífsdal. Í vor um páskana komu þau líka.  Þau segja að þau get ekki verið án þess að koma hingað, safna orku og slaka á.  Þó eiga þau heima í smáþorpi Dietlingen. 

Það er alltaf jafn gaman að fá þau hingað.  Við vorum boðin í holusteik í gær, lambalæri er á óskalistanum hjá þeim.  Þau giftu sig hér á landi, og voru búin að koma nokkur ár, hingað á hverju ári til að fara á Hornstrandir, þegar ég kynntist þeim. 

IMG_2118

Þessi mynd er tekin í fyrrasumar. 

Ollasak leit líka við í gær, það var virkilega gaman að sjá hana bloggvinkonu okkar. 

Annars er frekar blautt.  En það er afskaplega gott fyrir gróðurinn.  Enda hefur hann vaxið vel í sumar, og það þýðir líka að það verður góð spretta næsta sumar, og sennilega mikil frætekja.  Postulínsblómið er að blómstra núna, og ég ætla að senda henni Steinunni okkar fræ, þegar þau eru tilbúin.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr kúlusúk.... Ásthildur Cesil nafna mín, svaf inni hjá okkur í nótt, hún vaknaði kl. 6 í morgun, og við brösuðum svolítið saman til kl. 9. þá setti ég hana út í vagninn þar sem hún sefur á sínu fallega litla eyra. Heart Ég veit að mamma hennar hefur gott af hvíldinni.  Og þær hún og risastóra Hanna Sólin geta verið svolítið meira saman.   Og svo er það nefnilega líka Harrý Potter.  Smile


Systur......

Ég fékk mjög skemmtilega upphringingu áðan.  Er eiginlega rosalega montin.

Í símanum var stúlka, sem spurði hvort ég hefði ekki samið texta við lagið Systur.  Ég hvað það vera.  Hún sagði að þær væru nokkrar saman að æfa upp kvennaband fyrir giftingu vinkonu sinnar, og spurði hvort hún mætti nota þetta lag, það væri uppáhaldslag brúðarinnar tilvonandi.  Ég hélt nú það.  Já sagði hún, þessi plata er líka ein af uppáhaldsplötunum mínum.  Smile

Mér þótti alveg óskaplega gaman að heyra þetta.  Hún vildi fá textan uppskrifaðan, og þar sem ég skrifaði hann upp ákvað ég að setja hann hér inn líka.

 Gjörið svo vel:

Systur.

Systur, systur!

Við stöndum allar saman.

Systur, systur!

Við tökum höndum saman.

Hjálpumst að svo lífið verði þolanlegt á jörð,

lífið þolanlegt á jörð.

 

Systur, systur!

Við höfum verk að vinna.

Systur, systur!

Ungviði okkar að sinna.

Hjálpumst að og eyðum allri tortryggni,

ósamlyndi, vantrausti.

 

Bælum niður græðgi, öfund, valdafíkn.

Löðum fram drengskap, sáttfýsi.

Látum engan lítinn svelta af ástleysi,

eða fyllast mannhatri.

 

Systur, systur!

Við lyftum merki friðar.

Systur, systur!

Þá okkur áfram miðar.

Hjálpumst að svo lífið verði þolanlegt á jörð,

lífið þolanlegt á jörð.   


Tvær skírnir, fjölskylda og ættarbönd

Það var mikið um að vera hjá mér þessa helgi.  Fyrst var það giftingin hjá Sunnevu frænku minni, og síðan skírn litlu barnabarnanna minna. 

Fyrir sunnudaginn var bara til ein Ásthildur Cesil í heiminum, en nú eru þær orðnar tvær.  Já, nefnilega, hún litla Hildur Cesil var nefnilega skírð í hausinn á henni ömmu sinni, og nafnið er Ásthildur Cesil.  Það átti að að vera leyndó og koma mér á óvart.  Svo kom bakarinn með tertuna og á henni stóð Ásthildur Cesil.  Ég er náttúrulega rígmontinn.  Ég veit ekki með Evítu Cesil, hvort það finnst önnur slík, efast samt um það.

IMG_7301

Hér eru þær þessar fallegu mæðgur, tilbúnar í veisluna.

IMG_7303

Og gestirnir streyma að, hér má sjá Alejöndru litlu og fjölskyldu.

IMG_7316´

Ég hélt nöfnu minni undir skírn, yndisleg stund.

IMG_7348

Hún fékk svo hjálp við að taka upp pakkana.  Þeir voru opnaðir með sinni aðferð hehehe...

IMG_7369

En það voru fleiri sem hlutu skírn þennan dag, því Zorró var líka baðaður upp úr vigðu vatni. LoL

Sunnudagurinn var bjartur og fagur, og gestirnir gátu setið úti.

IMG_7324

En um kvöldið lögðum við svo af stað inn í Ísafjarðardjúp, þar sem litla Evíta Cesil átti að fá sinn dag, daginn eftir.

IMG_7417

Hér er hún, þetta var líka yndisleg athöfn í einni fegurstu kirkju hér, Unaðsdalskirkju.

IMG_7408

Stóra systir spilaði á orgelið, og hún spilaði líka frumsamið lag, sem hún samti til litlu systur sinnar.  Hún spilaði líka yesterday og fleiri falleg lög.  Sannarlega efnileg tónlistarkona þar á ferð.

Mamma þeirra hafði bakað margar sortir af kökum og heitum réttum, svo sannarlega dugleg og myndarleg húsmóðir hún Matthildur. 

IMG_7444

 

IMG_7443

Hér sjáum við inn að Kaldalóni, Drangajökull blasir þarna við.  Afskaplega falleg sjón.

IMG_7440

Við fórum inn að lóninu, þar er mikið af fallegum steinum.  Þessi er nú samt of stór í hringinn.

 Eftir frábæra veislu var komin tími til að halda heim á leið. 

 

IMG_7460

Við komum við í Reykjanesinu og fórum þar í laugina

IMG_7463

Þar sáum við þessa elsku, hún er með síli í goggnum, og á hreiður þarna rétt hjá.  Hún er víst að nota heita vatnið til að steikja fiskinn hehehehe....

IMG_7474

Hér áðum við og steiktum okkur silung og krakkarnir fengu aðeins að rétta úr fótunum.

IMG_7496 

Svona leit svo Ísafjörður út í morgun, Ísafjarðarlognið eins og það gerist best.

Ég er afskaplega stolt kona eftir þessa frábæru helgi.  Tvær litlar nöfnur og yndisleg fjölskylda sem ég á. 

Svo ég segi bara, hlúðu að kærleikanum í brjósti þínu, og þú færð það tíu sinnum til baka Heart

Ræktaðu böndin við fjölskylduna þína, og þú ert aldrei einmana.Heart

Gefðu vinum þínum tíma og hann kemur margfalt til þín aftur. Heart

Við sköpum okkar eigin stað í tilverunni, látum hann liggja í faðmi þeirra sem við elskum mest. Heart

Eigið góðan dag. Heart

IMG_7371


Gifting og gott veður.

Það er komin sama blíðan aftur, það er ágætt því að þá getum við haft borðin úti í skírninni í dag.

IMG_7295

IMG_7251

Fallega góða frænka mín, sem snéri slæmri lífsreynslu upp í eitthvað svo gott, það kom fram í gær að ung kona fullyrti að hún hefði bjargað lífi sínu, og jafnvel fleiri. 

IMG_7247

En stubburinn dundaði sér vel í veislunni.

IMG_7255

Viltu galdrrrrra fyrrrir mig frrrændi, sagði Hanna Sólin við ömmubróður sinn.

IMG_7257

Nú ét ég læmið, sagði frændi.

IMG_7258

Og svo kemur það út um magan.

IMG_7259

Vúbbs og svo er það hér .......

IMG_7260

Þetta er svo meistarakokkurinn Magnús Hauksson, hann framreiðir dýrindis fisk í tjöruhúsinu á sumrin ásamt konu sinni henni Rönku.  Ef þið eigið leið um, þá er það must að fara og borða sjávarréttina hans.  Algjör snillingur.

IMG_7268

Hvað erum við stelpurnar án vinkvennanna.  Það er svo gott að eiga margar slíkar.

Þessar elskur hafa fylgst að heillengi, eða sennilega alla skólagöngu og varir ennþá.

Þessi myndarlegi ungi maður sem stendur hérna næst á myndinni er ekki vinkona, heldur veislustjórinn og frændi okkar brúðarinnar. Hann er á lausu hehehe..

IMG_7285

Svo fengu þær brúðguman upp í dans, svo sem auðvitað hehehe....

IMG_7289

Enginn smá tilþrif í gangi þar.

IMG_7293

Og brúðurin lét ekki sitt eftir liggja.

IMG_7276

Þau eru ekki bara falleg, þau eru líka bæði hjartahrein og góð í gegn Heart

IMG_7277

Ég söng fyrir þau lagið mitt Óður til eiginmanns.

Er ég horfi inn í augun þín,

undurblíð þau eru ástin mín.

Þú þolinmóður þrauka mömmu hjá,

þekkir alla galla til og frá.

 

Við lifað höfum saman langa tíð.

Í ljúfri sælu stundum var þó stríð.

Þú vissir að börn og bú var ekki allt,

og leyfðir mér að lifa þúsundfalt.

 

Ég elska þig og einnig börnin mín,

og innst inni þá er ég bara þín.

Svo geysimargt sem glepur huga minn,

og Guð einn veit hvað verður næsta sinn.

 

Því ég vil lifa, lifa, lifa, lífinu lifandi.

Ég verð að lifa, lifa, lifa, ekki sofa sitjandi. Heart

Megi gæfan fylgja þér litla frænka mín alla þína ævidaga. 


Mýrarbolti.

En fyrst smá ljúflingssaga.

Litla frænka mín hringdi áðan og spurði hvort stubburinn væri ekki að koma í afmælið sitt.  Það væri sko byrjað.  Hann hafði gleymt að segja mér frá því að hann væri boðin, og ég gleymt henni í öllu umstanginu.  Svo nú voru góð ráð dýr, klukkan orðin eitt og sennilega allt lokað.  Jú það passaði, en þar sem ég er stödd í bænum að vandræðast, og fyrir framan Gullauga, sem er gull og gjafavöruverslun, sé ég útundan mér að kemur maður labbandi, ég horfi á fætur mannsins, og sé ekki betur en hann sé í brúnum sokkabuxum og stuttbuxum, örugglega útlendingur hugsa ég, en um leið heyri ég sagt hressilega, góðan daginn Ásthildur, þú ert auðvitað að fara að brullaupast í dag, er þetta þá ekki Örn Torfason eigandi Gullauga, já sagði ég, en í augnablikinu þá er ég að vandræðast með afmælisgjöf handa 12 ára frænku minni.  Bíddu aðeins, sagði hann, ég ætla að á í lykilinn, þú finnur örugglega eitthvað hjá mér.  Svo opnar hann búðina og ég kaupi þessa fínu eyrnalokka með ágúststeinum, ein besta gjöf sem ég hugsanlega gat gefið henni.  Þar sem ég er að kaupa lokkana, kemur ástfangið par inn um dyrnar, þau fara að skoða hringa.  Svo sennilega hef ég þarna stuðlað að einhverju fallegu ofan á gjöfina.  En Örn var þá með fótleggina brúna af drullu komandi beint úr mýrarboltanum.

Og þá að Mýrarboltanum.  Hann er haldinn ár hvert hér á Ísafirði, að því mér skilst er það eini staðurinn á landinu. 

 IMG_7217

Mætti þessum ungu galvösku drengjum í "pásu" í miðbænum í morgun.

IMG_7219

Taktu frekar mynd fyrir framan Langa Manga sögðu þeir hehehe

IMG_7224

Þetta er kjörið veður í Mýrarbolta.  Hér er lögreglan komin til að fylgjast með, þarna var líka bæði RUV og Stöð2.  Mikið fjör og mikið grín.

IMG_7225

Magt fólk að fylgjast með líka.

IMG_7226

Ísfirskar blómarósir eru líka meðal keppenda.

IMG_7227

Þetta er einhverskonar teygjutog drulluteyja, það á að fara með þennan svarta fána eins langt og hægt er, hér keppa saman strákar og stelpur.  Þetta er hún Eygló óbeisluð, kempan sú.

IMG_7228

Búms, fánin komin niður og maður hlunkast á botninn.

IMG_7230

Getur ekki fótað sig, og ekki staðið upp hehehe.

IMG_7234

Ef þetta er ekki sönn íslensk valkyrja þá veit ég ekki hvað.  Þegar ég fór hafði hún komist lengst af keppendum.

IMG_7235

Hálfdán Bjari (Dáni slimm) einn af aðalsprautunum, þurfti að draga hana að landi.  En það voru gífurleg fagnaðarlæti yfir Eygló.

IMG_7233

Þessi ætluðu ekki heldur að láta sitt eftir liggja, þau voru næst í röðinni.

IMG_7232

Allir tilbúnir, þetta er sko fjör.

IMG_7237

Einn litli stubburinn minn var á leiðinni í Mýrarbolta með mömmu og besta vini.

IMG_7240

Hér er svo yfirlitsmynd yfir svæðið.  Það á eftir að fjölga verulega þegar á daginn líður.

Þannig er nú það.  Þetta var í morgun, það var byrjað kl. 10 og þaða verður haldið áfram í allan dag, og sennilega á morgun líka. 

Þetta er alveg örugglega heilmikil útrás, og heilbrigð skemmtun. 

myrarboltamynd

Bæti þessari mynd inn, hún er úr BB, bæjarins besta. 

 


Fullt að gera á stóru heimili.

Það er mikið að gera á stóru heimili.  Það var von á gestum og við Hanna Sól bökuðum pizzu.

IMG_7208

Gott að hafa svona hjálparkokk við pizzubaksturinn. Við gerðum þrjár svona stórar pizzur, tvær með hakki, skinku, pepperoni ólífum, sveppum öðru grænmeti og osti.  Og eina með túnfiski. 

Og það voru amma og afi frá hinni hliðinni sem komu í heimsókn.

IMG_7212

Auðvitað vegna skírnarinnar.

Svo er að undirbúa að fara í giftingarveisluna á morgun.

IMG_7213

Búin að pakka inn gjöfinni, og svoleiðis.

Og svo koma tvær skírnir á sunnudag og mánudag.  Það er líka komið vel á veg með undirbúning.

IMG_7216

Jamm hehehe... skírnarskórnir hennar Hildar Cesil. Og svo flottur skírnarkjóll, sem þið fáið örugglega að sjá seinna. 

En ég vil taka fram að ég er þakklát þeim á hagstofunni fyrir að breyta nafninu mínu þannig að það er skrifað rétt sem sagt Cesil, en ekki Secil. (sem minnir mig alltaf á stencil, eitthvað ofan á brauð, eða þannig, gamalt pappírsdót og prentsverta) Því það þýðir að litlu stúlkurnar mínar geta fengið að heita í hausinn á ömmu sinni. 

IMG_7215

Spurningin er bara, hvenær hef ég tíma til að lesa Harrý Potter.  Er rétt að byrja W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2023457

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband