Mig vantar nafn á plöntu, er hér að gera myndaskrá yfir plönturnar mínar, en hef týnt nafnið á þessari elsku. Held helst að þetta sé einhver allium. Helst ef einhver veit latneska nafnið.
Blöðin eru oddmjó og frekar stinn dálítið hærð.
Með fyrirfram þökk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
22.5.2007 | 10:40
Vorverkinn og snjór í byggð.
Já hér eru nokkrar myndir frá Ísafirði núna. Þær virka kuldalegar, en það er ekki frost, og alls ekki kalt. Set þær inn fyrir hann Bjarna Dýrfjörð.
Þetta sjónarhorn er ekki eins algengt á kúlunni.
Snjórinn hlífir gróðrinum, svo þetta er ekki svo slæmt eftir allt. Betra en þurra næðingur.
Þessar elskur láta snjóinn ekkert á sig fá. Þeir halda bara áfram og þegar hlýnar springa þeir út.
En sólin er þarna uppi, það er enginn spurning um það sko !
En við þurfum að fara að gera vorverkinn. Eitt af þeim helstu er að skipta um vatn og hreinsa tjörnina. Börnin eru ólm í að fá að vera með.
Áhuginn leynir sér ekki.
Hana grípa !!
Æ litlu greyin. Það verður gott að komast aftur í tjörnina þegar hún er orðin hrein og fín.
Svo að lokum tveir ömmusnúllar í grasi bara til að minna okkur á sumarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2007 | 20:32
Skýjadans.
Já ég er að slaka á eftir vinnusaman dag. Fór í heitt bað með slökunarsalti, kertum og smárauðvínstári. Ég er eins og ný kona.
Ég tók þessar myndir í dag. Himininn var eins og fagurt listaverk. Ótrúlega fallegt að horfa á.
Er það ekki undursamlegt að við skulum hafa svona listaverk hjá okkur, sem við getum notið daglega og aldrei nein mynd eins. Sífellt ný og yndislegri listaverk sem sveima fram hjá. Og eftir smá stund er komið nýtt listaverk til að dást að.
Hve við megum vera glöð að vita að almættið sér okkur fyrir þessari líka flottu sýningu, og hún kostar ekki neitt. Eins og aðrar góðar gjafir þá er þessi sýning ókeypis. Bara til að njóta og gleðjast yfir.
Vildi bara gefa ykkur smá sýnishorn af þessari dýrð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.5.2007 | 12:36
Sól og blíða.
Hér er sól og gott vinnuveður. Ég er að hamast við að gera allt klárt fyrir söluna. Færa tré og setja í sölureitina. Ég er með tvo duglega stráka með mér.
Þessar voru teknar fyrir nokkrum mínútum. En þið verðið að afsaka mig að ég skrifa ekki mikið og bloggrúnturinn bíður til seinnipartsins. Hafið það gott elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.5.2007 | 14:55
Spáð í spilin.
Hér fer fram sjónvarpsviðtal í garðskálanum mínum. Í þetta sinn er það kempan sjálf Guðjón Arnar sem er í vitali við sjónvarpsmann Stöðvar2. Guðjón hefur verið á Flateyri til að ræða við menn þar, en þar eru flestir í sjokki eftir síðustu atburði.
Hann var hér í kaffi og spjalli.
Munið eftir að það verður nýr þáttur í Kompás í kvöld, að því er ég held um Kvótasvindlið. Það gæti orðið áhugavert. Ef hann verður sýndur. Ég vissi til að það var unnið að honum í vikunni.
Annars er hér kalsaveður og rigning. En ég er bara inn í garðskálanum mínum og hef það notalegt. Lærið farið inn í ofninn og pabbi kemur í mat í kvöld.
Hér eru svo nokkrar skemmtilega myndir af stubbnum á ferðalagi í Þýskalandi og Austurríki um jólin.
Við höllina í Vín þetta eru rómverskar rústir.
Mikið um svona í Vín, þetta eru námsmenn að þéna sér inn aur.
Og svo var Sígaunahestaleiga með írska pónýa.
Hér er hann í dýragarði í Þýskalandi, þar sem eru dýr úr nágrenninu. Hér er hann að gefa geitunum. Þær voru ansi aðgangsharðar.
Er annars að sötra bjór með mínum elskulega út í garðskála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.5.2007 | 19:17
Snillingar framtíðarinnar.
Ég fór á tónleika í dag. Stubburinn var að spila. Það er mjög skemmtilegt að fara á tónleikana hjá Tónlistarskólanum. Það er greinilega mikið í lagt, og allir að gera sitt besta. En þetta er líka þroskandi fyrir krakkana að læra að meta góða tónlist. Hér var spilað á ýmis hljóðfæri ýmiskonar tónlist.
Hér er stubburinn þetta var opnunaratriði. Frumsamið Hamradjamm hét verkið. Spilarar með honum voru Sveinn J. Pálmason á bongó, Heiðar Máni Laxdal á trommur, Emma Rúnarsdóttir á Páku, og þetta heitir víst Djembey sem minn maður spilar á.
Þau voru í öllum aldurshópum þessar elskur. Þessi var að spila Kengúrubanann eftir J. Schaum.
Ömmuprinsessa. L.v. Beethoven; óðurinn til gleðinnar. Ólöf Dagmar.
Hér lék ein snaggaraleg stúlka þjóðlag; Arkansas Traveler.
Stubburinn aftur með vini sínum og kennara. Frumsamið; strákar fíla þungarokk.
Þetta er hún Perla hún spilar hér; Hvers vegna ? höfundur ókunnur.
Hér er blues ílagi. Blús að vori. Flottur fílingur. Og kennarinn er dáltið frægur, hefur gefið út plötu.
Þessi á eftir að ná langt, það þori ég að bóka. Hér tekur hún J. Offenbach; Can Can, en spilaði síðar Sónatínu í F dúr allegro assai.
Þessi ungi maður er bróðir hennar, og þau eru börn Beötu sem er kennari og kórstjóri með meiru. Hér spilar hann R. Schumann; Traumerei. Reyndar var einn bróðir í viðbót sem lék á fiðlu og píanó. Snillingarnir hennar Beötu.
Þetta er hann Hlöðver. Hann spilar hér F. Chopin; Prelúdíu op. 28 nr. 4.
Svo var endað á þrusu trommusólói. Ég vildi að ég hefði getað sýnt fleiri myndir, þau voru öll frábær. Og Ísafjörður er ríkari með þessa frábæru krakka að læra músik og þjálfa tóneyrað og umgengni við tónlistina. Og svo auðvitað kennarana þeirra.
Þeir tóku reyndar Down on the corner, með CCR.
Ég segi bara takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.5.2007 | 15:00
Myndir dagsins í dag.
Þrútið er loft og þungur sjór... Nei annars loftið er lævi blandið en sjórinn er bara svona allt í lagi.
En her koma nokkrar myndir frá því núna áðan.
Dálítið hrikalegt, en kraftur inn sýnilegur.
Og hún er þarna uppi sólin, falin í drunga skýjanna.
Páskaliljurnar mínar upp á sitt besta, í seinna fallinu samt fyrir páskana.
Þær njóta sín líka vel út í grasflötinni.
Hafiði séð nokkuð svona dásamlegt. Hún opnaði sig í morgun þessi elska. Manchuríu bóndarósin mín.
Svo ein saga, sem hefur aldrei verið sögð opinberlega áður.
Maðurinn minn týndi vísakortunum sínum fyrir nokkrum árum. Honum fannst náttúrulega mjög óþægilegt að vita ekkert hvað varð af þeim. Einnig voru peningar í leðurbuddunni sem vísakortið var í. um 18.000.- krónur.
En dag nokkurn hringir maður í hann. Þessi ágæti maður er kynlegur kvistur, en átti til að detta í það. Veit ekki hvort svo er ennþá. En hann sem sagt hringir og segir;
Heyrðu Elías, ég fann visakortið þitt.
Gott er að heyra það sagði maðurinn minn feginn. Þú færð auðvitað góð fundarlaun.
Já sko, ég er með svo mikið samviskubit, að ég hef eiginlega ekkert geta sofið.
Nú leitt er að heyra, sagði minn mann. Af hverju ?
Jú ég henti nefnilega vísakortunum í sjóinn.
Leitt er að heyra það.
Já og svo keypi ég mér brennivín fyrir hluta af peningunum.
Nú sagði maðurinn, en þú skilar þá bara afgangnum.
Já auðvitað.
Hann kom svo með 5000.- krónur og var mjög feginn að hafa gert vel. Ég er sko búin að draga fundarlaunin frá, sagði hann hróðugur.
Einn ágætur maður hér fór líka til Thailands og ákvað að fá sér konu, því hann var hálf einmana, bjó einn með hundinum sínum.
Hann sagði síðar að þegar hann hafði valið sér konu, hefðu ættingjarnir dubbað þau upp, og einhverskonar víxla farið fram. Hann kom svo með konuna sína heim. Hann talar enga thailensku og hún auðvitað ekki íslensku. Og margt skrýtið getur sprottið af svoleiðis sambandi.
Dag einn kom hann til kunningja síns með hundinn, og sagðist hafa verið rekinn að heiman. Hann var síðan hjá vininum í viku, og þegar farið var að kanna málið kom í ljós að konan skyldi ekkert í hvað hafði orðið af honum. Hún hafði sent hann út í göngutúr með hundinn, meðan hún tæki húsið í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.5.2007 | 21:28
Nokkrar góðar.
Svona af því að fólk er að segja brandara. Systir mín elskuleg kom í gær og við skemmtum okkur við svona brandara. Hér er einn ágætis maður smiður, sem er dálítið sérstakur. Hann gengur með hárkollu og það hafa verið sagðar margar sögur af honum. Til dæmis var hann að vinna eitt sinn við höfnina í Súðavík. Það vildi ekki betur til en svo að hann hrasaði og féll í sjóinn. Þarna streymdi að menn úr öllum áttum. Þeir sáu hárlubbann fljóta þarna um höfnina, það var búið að reyna að henda út björgunardekkjum og gera allt til að bjarga manninum. Loks kom þar að einhverjir (mestu hetjurnar) ætluðu að fara að rífa sig úr og stökkva eftir honum, þegar einhver bankaði í öxlina á þeim, þar var smiðurinn kominn kaldur og blautur en vel lifandi. Þetta er allt í lagi strákar, sagði hann ég á aðra heima.
Hann vann hjá verktakafyrirtæki hér í bænum. Hann var að skrúfa bolta í vegg, ekki vildi betur til en svo að hann boraði og boltaði hendina á sér fasta í vegginn, og við það missti hann borinn. Hann varð svo að bíða þangað til að einhver kom sem gat rétt honum borvélina, svo hann gat skrúfað sig lausan. Honum fannst þetta víst ekki mjög mikið mál. Talandi um krossfestingu.
Vinnufélagi minn sagði mér eitt sinn að þessi ágæti maður var að vinna í garðinum hjá sér, eitthvað við grunninn á húsinu. Hann hafði fengið lánaðan höggbor og hamaðist mikið, eins og hans var von og vísa. Eitthvað gerðist með borinn því hann byrjaði að hoppa og hristast, og vinurinn sem stóð á honum hristist með. Hárkollan fræga hoppaði líka og skoppaði niður fyrir ennið og fyrir augun. Loks tókst honum þó að stökkva af baki og varð ekki meint af.
Vinnufélagi minn sagði að hann hefði skammast sín svolítið fyrir að fylgjast með þessu með verk í maganum af hlátri. Því sjónin var þvílík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.5.2007 | 12:44
Aftur til fortíðar og svo inn í framtíðina.
Hef ekki fundið tíma fyrir blogghringinn minn ennþá, en ég fer hann seinna í dag.
í morgunn hitti ég óvænt æskufélaga sem ólst upp í nágrenni við mig. Hann kallaði til mín og spurði hvort þetta væri ekki Íja. Jú og ég horfði á manninn með athygli. Ég er Júlíus Arnarson sagði hann. Ó Júlli sagði ég. Já sagði hann og brosti, eins og ég hefði sagt eitthvað gamalkunnugt, en ef til vill ekki notað lengi. Júlli var alltaf rosalegur gæji flottur og sjarmerandi. Ég var skotin í honum þegar ég var svona 9 ára. Hann er íþróttakennari og hefur verið alla tíð. En er hér núna að halda upp á 50 ára fermingarafmæli. Það var virkilega gaman að hitta hann. Við ólumst upp saman hér á Stakkanesinu ásamt Guðjóni Arnari og fleira góðufólki.
Svo var hringt í mig fyrir hádegið. Það var forstöðmaður ferðamála hér á Ísafirði. Hér eru staddir nokkrir blaðamenn frá Þýskalandi sagði hann. Og einn þeirra hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta þig. Ég veit ekki hvað hún vill ræða um, það hlýtur að vera annað hvort garðar og gróður, eða álfar og tröll.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir að fá að vita hvað þessi ágæti blaðamaður vill, og hvernig hún vissi af mér.
Og svo í lokin veðrið í dag.
Sólin er að brjótast fram og brosir við ísfirðingum. Eigiði góðan dag. Ég þarf að hlaupa upp á lóð, og svo að hitta þýskan blaðamann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.5.2007 | 18:54
Grill tónleikar og fjölskyldan.
Hér kom saman hluti af fjölskyldunni í gær og grillaði. Þessi ungi maður er töffari algjör. Þetta er hann Óðinn Freyr.
Börnin hafa gaman af að hittast og skemmta sér hjá ömmu í kúlu.
Byssó til dæmis stick 'em up!
fjórfætlingarnir umgangast hver annan af ákveðinni virðingu og reyndar fálæti.
Nú er tími gullregnsins. Tími kirsuberjanna liðinn.
Nammi namm gott að komast í skápana hennar ömmu og fá sér smá snakk. maður veit nú hvar þetta er geymt allt saman sko !
Ég átti að fara á tónleika með barnabörnum í dag, en komst ekki vegna þess að systir mín kom í heimsókn, en húsbóndinn fór og tók þessar myndir, ég á tvær af þessum elskum.
Þetta hefur ögugglega verið mjög gaman. Menningin er alltaf söm við sig. Flottar stelpur. Og flottir krakkar að gera eitthvað alveg frábært.
Og litla Lady Cesil auðvitað mætt á tónleika. Ég held að hún njóti þeirra betur með lokuð augun
Það má ekki slíta upp blómin hennar ömmu. Og kasta þeim í tjörnina. En það er bara svo spennandi.
Svo skýjamyndir þessar tvær frá því í gær.
Jamm sonur minn kom og vildi bjóða okkur í mat. Hann er að elda hér hjá okkur. Allir synir mínir eru frábærir kokkar. Og nú er nefið á mér fullt af yndælli matarlykt. Nammi namm þetta verður frábært.
Eigiði gleðilega rest af þessum degi og nóttina líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar