18.3.2007 | 21:57
Listi Frjálslynda flokksins í Norðvestukjördæmi.
Við höfum loksins raðað niður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi. Það þarf að hyggja að mörgu í svona víðfeðmu kjördæmi. Kyni, aldri, staðsetningu fólks. Ég er ánægð með niðurstöðurna. Margir gáfu kost á sér, en það eru bara 18 sæti og því þurfti að velja og hafna. Ég er mjög ánægð með þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið.
Ég mun birta listan hér á morgun.
Ég hugsa að áhersla verði lögð á atvinnumál, málefni aldraðra og öryrkja og útlendingamálin á jákvæðan hátt. Og svo auðvitað fiskveiðistjórnunarkerfið.
Við þurfum að hlú að því fólki sem vill flytjast hingað og vernda þá sem hér eru fyrir.
Ég á hér stóra fjölskyldu frá El Salvador og mér finnst það óþolandi að landið skuli nú vera lokað fyrir fólki úr þeim heimshluta. Og einnig að fólk frá Asíu og öðrum heimshlutum en Evrópu skulu vera útilokaðir. Fjölskyldur geti ekki komið í heimsókn, nema sýna fram á að það eigi svo og svo mikla peninga í banka áður en það fær leyfi til að koma í heimsókn, til dæmis afar og ömmur til að kíkja á barnabörnin. Það er bara óþolandi og íslenskum stjórnvöldum til skammar. En ég mun ræða þessi atriði síðar hér. Það er virkilega sláandi að vita að fólki skuli vera meinað að koma í heimsókn, ef það getur ekki sýnt fram á að það eigi fé í banka. Hvern fjandann kemur það íslenskum stjórnvöldum við. 'Eg segi nu ekki margt. En sem sagt meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.3.2007 | 16:11
Framtíðarlandið, Framtíðin og Landið okkar.
Ég er stoltur meðlimur í þessu félagi. Sem betur fer hættu þeir við að bjóða fram í kosningum, og héldu áfram að vera þverpólitísk samtök. Ég hefði orðið að ganga úr samtökunum ef þau hefðu orðið að pólitískum flokki.
En sem sagt þetta er gott og þarft, og ég segi bara áfram Andri Snær og félagar. Það þarf að hreyfa við okkur öllum, og bókin þín hefur haft bein áhrif á fólk sem ég þekki, og gjörbreytt lífsviðhorfum þeirra. Þó það væru bara þessir tveir sem ég þekki, þá er það afrek út af fyrir sig.
Hér færð þú rós í hnappagatið frá mér.
![]() |
Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2007 | 13:06
Langimangi og Soffía Karls.
Viltu koma með mér á tónleika í kvöld, spurði tengdadóttir mín. Soffía Karls er að syngja.
Ha sagði ég Soffía "Það er draumur að dansa við dáta" Karlsdóttir ? Nei sagði tengdadóttir mín og hló, þessi er ung og rosalega góð söngkona. Jú auðvitað kem ég með, sagði ég, ekki neita ég góðu gamni.
Og mikið rétt þarna var þessi gullfallega stúlka, með þvílílka rödd, tók Aretu Franklín eins og að drekka vatn, Tinu Turner var líka gerð góð skil, og svo lög af hennar eigin diski. Þetta var alveg yndislegt.
Í pásunni spurði hún mig; ertu systir hennar Margrétar Áka ? Nei sagði ég, en skrýtið að þú skyldir spyrja. Ég hitti hana nefnilega í haust, mér var boðið smáhlutverk í mynd sem var tekinn upp hérna, og í því atriði lék Margrét Ákadóttir miðil. Við fórum síðan út að skemmta okkur saman á Langamanga einmitt, ásamt Margréti Vilhjálms og fleira góðu gólki. Þær komu síðan daginn eftir og við áttum huggulega stund í eldhúsinu hjá mér, og komumst að því að við værum örugglega andlegar systur. Svo systur erum við líklega.
Svo keypti ég auðvitað diskinn hennar, og fékk hann áritaðan.
En þetta var alveg frábær skemmtun á Langamanga.
Gummi Hjalta, Halli og Haukur spiluðu og þeir eru frábærir hljómlistamenn, spila hvað sem er, og Soffía söng með þeim allt kvöldið. Sem sagt frábær skemmtun.
Ég segi nú bara takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2007 | 14:25
Fallegt veður og svanir á polli.
Veðrið var yndislegt hér í morgun. Við elskulegur eiginmaður fórum í göngutúr. Sólin skein og það var hlýtt, nýfallinn mjöll merlaði undir fótum okkar, og útsýnið upp á það besta. SKemmtileg birta. Og svo voru svanir á Pollinum, já ég get svarið það. Sex tignarlegir svanir, fyrst hélt ég að ég væri inn í miðri sögu um Dimmalimm. En þarna voru þeir og syntu tignarlega innan um æðafuglana. Það er komið vorhljóð í fuglana á Pollinum.
Ég tók nokkrar myndir. Vona að þið hafið gaman af þeim.
Skemmtileg birta, þegar sólin lék við skýin og reyndi að stjaka þeim burt.
Takið eftir birtunni á sjónum.
Þeir eru svo flottir.
Vorið er ekki langt undan. Bráðum fara kirsuberin að blómstra í garðinum hjá mér. Og skálinn klæðist vorskrúðanum.
Ó hve þetta er fallegur dagur á Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.3.2007 | 21:01
Minnig um hetju.
Elskuleg vinkona mín Bergþóra Árnadóttir er látinn. Hún bjó síðustu æviárin í Dúkkuhúsinu sínu í Danmörku, með sambýlismanni sínum dönskum og kettinum sínum.
Ég vil minnast þessarar kjarnakonu í nokkrum orðum. Ég kynntist henni fyrst þegar ég var að vinna að plötunni minni. Það var einmitt hún sem kom því öllu af stað, þekkti alla sem til þurfti og kom mér í samband.
Hún bjó þá á Bergþórugötunni upp í hanabjálka sem henni þótti svo vænt um með þáverandi maka sínum Þorvaldi Inga Jónssyni. Það var oft glaumur og gaman í eldhúsinu hjá henni og mannmargt. Oft var það líka í heimsókn Anna Pálína Árnadóttir sem nú er látinn einnig.
Bergþóra var hjartahlý og góð manneskja, sem stundum virtist hrjúf, en svo sannarlega var hún vinur vina sinna.
Lögin hennar munu lifa áfram því hún var besti kventrúbator sem við áttum. Og sennilega verður langt þangað til henni verður skákað.
Ég man fyrst eftir henni í Vísnavinum. Hún var oft í sviðsljósinu og vakti mikla athygli fyrir lögin sem hún samdi við ljóð listaskálda. Hún samdi þó sjálf marga góða söngtexta.
Þegar fyrrverandi eiginmaður hennar og faðir barnanna Jón minn sem hún kallaði oftast fór skyndilega úr þessum heimi, varð það henni mikið áfall. Henni þótti alltaf vænt um þann mann þó þau ættu ef til vill ekki samleið.
Bergþóra var einstök manneskja, og þegar hún greindist með krabbamein, þá vildi hún ekki fara í geislameðferð, heldur kaus að taka hákarlalýsi. Hún var sannfærð um að það gerði henni gott.
Það má segja að þannig hafi allt líf hennar verið, áföllin í lífi hennar voru mörg. Hún slasaðist illa í bílslysi, náði aldrei fullri heilsu á ný eftir það, en hún lét það ekki aftra sér frá að spila og syngja, það var hennar líf. Meðan ég get haldið á gítarnum, syng ég og spila sagði hún og hló.
Bergþóra stóð líka fyrir ýmsum uppákomum, greiddi götu erlendra trúbatora hingað til lands, og túraði með þeim um landið og vann mikið í Skandinavíu.
Einnig ferðaðist hún líka með félögum sínum í Vísnavinum.
Einu sinni kom hún akandi vestur á trabant sem hún hafði málað með allskonar blómamyndum. Þannig var Berþóra uppfull af lífi og allskonar uppátækjum.
Ég vil minnast hennar sem frábærrar konu, sem af þvílíku æðruleysi tókst alltaf á við það sem varð á vegi hennar. Hún mátti þola allskonar mótlæti og sorgir. En öllu tók hún af þeirri reisn sem alltaf fylgdi henni.
Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Bergþóra er farin, Guð tók hana til sín, því hann þurfti að fá hana yfir til að gleðja englana.
Mín kæra vinkona, þú verður alltaf í huga mér. Og ég veit að þú ert ánægð þar sem þú ert. Þú varst alltaf tilbúin til að taka breytingum og því sem lífið gaf þér. Það er einstakur eiginleiki og ég hef alltaf dáðst að þér sem manneskju, og sérstaklega hvernig þú tókst alltaf á við erfiðleikana eins og þeir væru bara smámál.
Þú varst ákveðin í að vinna þennan óvin. En stundum tekst manni ekki það sem lagt er upp með. Óvinurinn verður sterkari. En ég er viss um að þú fórst sátt við allt og alla. Þannig var þín lífsins saga. Þú lést aldrei bilbug á þér finna. Hnarreist hefur þú lagt á hið hinsta haf. En þú hefur örugglega tekið gítarin með.
Það verða aðrir sem rifja upp söngferil hennar. En ég er hér með diskinn hennar lífsbókin Og læt hér fylgja með það sem þar stendur á baksíðu.
Bergþóra Árnadóttir ólst upp við söng og hljóðfæraslátt frá blautu barnsbeini. Hún byrjaði ung að semja lög við ljóð íslenskra skálda, en fystu hljóðritanir með henni komu út á safnplötuna Eintak og á níunda áratugnum kom síðan hver platan á eftir annari. Samtímis var Berþóra jafnan á ferð og flugi, starfaði með ýmsum tónlistarmönnumog hélt fjölda tónleika innan lands og utan. Árið 1987 kom úr platan í seinna lagi en skömmu síðar fluttist Bergþóra búferlum til Danmerkur og hefur starfað það síðan. Eftir alvarlegt umferðaslys varð hún að snúa sér að öðrum viðfangsefnum, en lög og ljóð hefur hún engu að síður haldið áfram að semja þótt ekki hafi orðið af úrgáfu þeirra enn sem komið er.
Helstu hljóðritanir Bergþóru eru:
Eintak(1977) Almannarómur, með hljómsveitinni Hálft í hvoru (1982) Bergmál (1982) Afturhvarf (1983) Ævintýri úr Nykurtjörn, ásamt Aðalsteini Ásberg (1984) Það vorar, ásamt Grahan Smith (1985), Skólaljóð 1 (1986) og í
Í seinna lagi (1987).
Einnig eru einstök lög eftir Bergþóru á allmörgum hljómplötum, bæði í flutningi hennar og annara listamanna. Samtals er hér umað ræða hátt í 100 hl´joðritanir.
Lífsbókin geymir úrvalslög Bergþóru frá árunum 1977 1987. Útgáfan er tileinkuð 50 ára afmæli hennar 15. febrúar 1998. Gamlir vinir og velunnarar hrintu verkinu í framkvæmd.
Inn í umslaginu um plötuna eru árituð orð frá henni;
Elsku Íja mín. Ég kom kl. 13.20 og hitti fuglana, gerði mig heimakomna og tók myndir, sem ég sendi þér við tækifæri. Húsið er æðislegt eins og fólkið sem í því býr. Við sjáumst síðar, þín vinkona Bergþóra.
Nú set ég Lífsbókina á fóninn og ætla mér að hlusta á þig ljósið mitt. Megi allir góðir vættir vaka með þér og vernda. Þú varst hetja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.3.2007 | 12:56
Árshátíð G.Í. 2007.
Var að koma af árshátíð Grunnskólans á Ísafirði og skemmti mér konunglega. Ætla ekki að hafa um það mörg orð, en hér koma nokkrar myndir. Þetta var aldeilis frábær skemmtun. það var lögð áhersla á fjölmenningarsamfélagið, nokkur lönd heimsótt, Pólland og Bretland, Thailand og svo var tunglið ekki skilið útundan. Auk þess var farið um öll norðurlöndin. En sjón er sögu ríkari.
Thailenskur dans með tilþrifum.
Ísland fær að sjálfsögðu að fljóta með.
Flottir geimfarar.
Bítlatónleikar og svo auðvitað breska knattspyrnan.
Strákar spila á glös, seinna nota þeir glösin í eitthvað annað hugsa ég.
Astrid Lindgren keppti fyrir hönd Svíþjóðar.
Það er bjart yfir Ísafirði með alla þessa yndælu og hæfileikaríku krakka, þeirra er framtíðin.
Ég skemmti mér allavega alveg rosalega vel. Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2007 | 01:43
Tónleikar lyfta sálinni í hæstu hæðir.
Fór á tónleika í kvöld hjá Stórsveit Vestfjarða og jasskvartett Bolungarvíkur. Í sal menntaskólans á Ísafirði. Ég er alveg í skýjunum yfir þessum konsert. Þarna fengum við rokk, jass og blues beint í æð frá frábærum listamönnum. Sérstaklega þýskri konu Íris Kramer sem býr í Bolungarvík og hennar ektamaka Hrólfi Vagnssyni, sem ég hef alltaf haldið mikið uppá ásamt öðrum Vagns systkinum. Þvílíkur hvalreki allt þetta góða fólk er sem kemur hér og auðgar músik líf okkar hér með sinni þekkingu og frábærum hæfileikum.
Eftir kvöldið í kvöld er ég alveg komin á það að við eigum að einblína á listina sem okkar aðal. Leiklist, og tónlist. Við eigum svo margt frábært fólk, sem við getum státað af nú þegar á heimsmælikvarða. Og við getum gert ennþá betur við að draga hingað hæfileikaríkt fólk. Listin á sér engin landamæri.
Takk fyrir mig Íris Kramer og þið öll hin sem gáfu mér frábært kvöld. Og svona von um eitthvað dásamlegt í framtíðinni, hún er okkar ef við bara viljum.
Villi vali og Íris í góðum fíling.
Stórsveitin
Allt í fárbærri stemningu
Lífið er músik.... eða þannig. Takk kærlega fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 16:53
Nýr dagur.....
Nýr dagur er runninn upp, dagur vonar ? nei ef til vill ekki, en hann var fallegur í morgun austurhimininn. Hann lofaði góðu, en samt var komin mugga er leið á daginn. Hann er einhvernveginn kyrrlátur. Eins og hann segi; við skulum vera hljóð og leyfa sorginni að vera kyrri enn um stund. Öll sár gróa um síðir. En það tekur sinn tíma.
Í gær hringdi í mig þýsk blaðakona, hún vildi hitta mig og ræða um álfa og huldufólk. Ég var auðvitað alveg til í það. Bauð hana velkomna í kúluhúsið. Það hafa margir slíkir komið á undanförnum árum frá nokkrum löndum, Bandaríkjunum, Hollandi, Austurríki og núna Þýskalandi. Áhugi fólks er að vakna fyrir hulduheimum. Það er ágætt. Eykur sjóndeildarhringinn.
Það var gaman að rabba við hana um allt mögulegt, hún var mjög ánægð með veru sína hér, sagði að ísfirðingar væru afskaplega vinalegt og yndislegt fólk. Hún var ákveðin í að koma aftur í sumar.
Reyndar heillaði stubburinn minn hana upp úr skónum. Hún eyddi jafnmiklum tíma í að taka við hann viðtal og taka myndir. "Ég er einmitt líka í að taka myndir af barnaberbergjum" sagði hún, tók myndir af honum við trommurnar og svo upp í sínu herbergi. Hann var hinn ánægðasti, og hún var alveg stein hissa hve hann talaði góða ensku. "Hvar lærðir þú að tala svona góða ensku?" spurði hún. "Í sjónvarpinu" svaraði hann af bragði. "Ó cool "sagði hún.
Já sagði ég hann er bara 10 ára og ekki byrjaður á tungumálum ennþá. Það er gaman að segja frá því að við fórum til Þýskalands og Austurríkis yfir jól og áramót og þar vakti einmitt góð enskumælska hans mikla athygli.
Hún ætlar að senda mér myndir og viðtölin þegar þau koma. Bíð spennt eftir að sjá það.
En dagurinn í dag líður sem sagt hljóður og mjúkur áfram áfram, í kvöld fer ég á tónleika með stórsveit sem maðurinn minn er að æfa með. Þau voru á námskeiði hjá þýskri konu sem er í Bolungarvík, yndislegri konu segir maðurinn minn. Íris Kramer. Ég hlakka auðvitað til að hlusta á þessa hljómsveit, sem mun leika mörg skemmtileg lög sem þau hafa verið að æfa undanfarið.
Hér má sjá hann máta lúðrasveitabúning, sem hann klæddist þegar þeir spiluðu með Sigurrós í fyrra. Flottur ekki satt ?
En núna er dagurinn í dag, og á morgun verður dagurinn á morgun, einhvers staðar þarna inn á milli er ég í núinu.
Eigiði góðan dag.
Hérna er álfakortið.
Bloggar | Breytt 16.3.2007 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
14.3.2007 | 10:24
Við skulum biðja.
Ég er slegin, föl og fá nóttin dimm með drunga. Feður ekki landi ná. djúp er sorgin þunga.
Drengir góðir fallnir frá. Feigðin þeirra saga. Endurlifnar angist þá, okkar fyrri daga.
Ég bið vaka almátt hjá, elskuríkri móður. Makar, börn og bestu fá bænir hjartans góðu.
Biturð yfir bæinn ber bundinn þungum trega. Hart er nú í heimi hér, hörmung ógurlega.
Ofurgóðan æðri mátt einbeitt ég vil biðja kærleik sendí í okkar átt. Okkur leiða og styðja. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
13.3.2007 | 16:58
Hér talar Einar Hreinsson.
Rangfærsla 1
Af frásögnum af fundinum að dæma var stjórnvöldum að flestu leyti kennt um og flestar þær hugmyndir og kröfur, sem viðraðar voru á fundinum, gengu út á aukin ríkisútgjöld eða ríkisafskipti af einu eða öðru tagi til að rétta hlut Vestfjarða.
Rangt er að stjórnvöldum sem eru alþingi, ríkisstjón og einstakir ráðherrar, var ekki að mestu leyti kennt um núverandi stöðu byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum, heldur alfarið. Til fundarins var boðað til að ræða aðkomu, orð og efndir einmitt þessara aðila að tilveru Vestfirðinga. Hið þróttmikla atvinnulíf sem einstaklingsframtakið vissulega stendur undir víða í landshlutanum var ekki til umræðu sérstaklega, enda efni í annan fund og sérstakrar skoðunar út af fyrir sig, þar sem lansdmönnum væri gerð grein fyrir því að Vestfirðingar eru engir sveitarómagar og sjá mikla framtíð í því að lifa hér og starfa og takast á við margvíslega verkefni, þar með talið að græða fé. Hér býr kraftmikið fólk og svo hefur verið alla tíð.
Fundurinn var að ræða þau skilyrði sem þessum einstaklingum eru sköpuð til að byggja upp og reka þróttmikið atvinnulíf á Vestfjörðum. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að einstaklingarnir og einstaklingsframtakið fái notið sín. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að ... meginstefið í innanlandsstefnunni verði bundið við hlut einstaklingsins. Og svo hægt sé að tryggja ... sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, svo þeir geti verið ... kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi eins og skrifað stendur í Sjálfstæðisstefnunni eins og hún er nú birt á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins.
Rangfærsla 2
Rangt er að flestar þær hugmyndir og kröfur sem viðraðar voru á fundinum gangi út á aukin ríkisútgjöld og aukin ríkisafskipti til að rétta hlut Vestfjarða. Engin slík hugmynd né krafa var þar sett fram. Einungis var farið fram á að við þegar yfirlýstar aðgerðir byggðastefnunannar verði staðið. Afgreiðsla á þeim kröfum eru sannarlega ríkisafskipti af þeirri einföldu ástæðu að ríkisútgjöld þarf að ræða við ríkið. Það mál getum við ekki rætt við annan aðila. Enginn á fundinum hvorki nefndi né ýjaði að auknum ríkisafskiptum af frelsi einstaklinganna til að njóta sín í því að byggja upp öflugt atvinnulíf eða aðhafast hvaðeina sem það frelsi annars gefur tilefni til. Hafi greinarhöfundur lesið það af frásögnum þá er farið rangt með, eða hann les mál manna með gleraugum frasatrúarmann frjálshyggjunnar.
Rökleysan
Í umræddri forystugrein stendur ennfremur: Það er út af fyrir sig ekkert, sem segir að ekki megi færa einhverja starfsemi hins opinbera út á land, sérstaklega ef um nýja starfsemi er að ræða. Fjarskiptatæknin hefur gert fólki kleift að vinna ýmis störf hvar á landinu sem er og það á vafalaust ekki sízt við í opinberri þjónustu. Hitt er svo annað mál, að opinber störf munu aldrei verða undirstaða byggðar eða atvinnulífs í neinu landi eða landshluta. Lífvænleg byggðarlög byggjast á þróttmiklu atvinnulífi, sem einkaframtakið stendur undir.
Hér er okkur boðið upp á þá röksemdarfærslu að opinber störf standi ekki undir byggð í neinu landi eða landshluta. Í fyrsta lagi hefur því ekki verið haldið fram af hálfu Vestfirðinga að opinber störf ættu að standa undir byggð, hvorki hér né annars staðar. Við gerum einugnis kröfu um að opinberum störfum, sem eru ekkert annað en þau störf sem þegnarnir hafa sammælst um að greiða fyrir sameiginlega sé réttlátlega skipt niður á byggðirnar í landinu.
Hvaða störf standa undir byggð á höfuðborgarsvæðinu? Eru þau opinber störf sem þar eru unnin ekki undirstaða neinnar annararar starfsemi? Eiga þau engann hlut í þróttmiklu atvinnulífi einstaklingsframtaksins? Eru þeir einstaklingar sem þau vinna ekki hluti af byggð? Þurfa þeir ekki húsnæði, fæði og klæði? Hefur starfsemi stofnana eins og Háskóla Íslands og Fiskistofu svo dæmi séu tekin engin margfeldisáhrif ?
Við höfnum þessum málflutningi og förum fram á að sami greinarhöfundur freisti þess að útskýra hvers vegna ekki má færa hluta þessara starfa út á land. Hvaða náttúrulögmál segir til um það að nánast öll sameginlega rekin starfsemi þjóðarinnar þurfi og geti hvergi annarsstaðar verið en í Reykjavík? Slíkt náttúrulögmál er ekki þekkt hér fyrir vestan. En við þekkjum annað náttúrulögmál sem segir að allir gæti sinna hagsmuna. Ef greinarhöfundur hefði til þess kjark og heillindi ætti hann að viðurkenna það að flutningur opinberra starfa út á landbyggðina sé andstæður hagsmunum Reykvíkinga og nærsveitunga þeirra. Hann ætti að standa sitt stríð eins og maður, í stað þess að bera á borð þær rökleysur að opinber störf standi ekki undir neinu og nánast að halda því fram að í þeim störfum sé ekki lifandi fólk!
Rangfærsla 3
Framtíð byggðar á Vestfjörðum er ekki undir miðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, þótt það geti hjálpað til að skapa skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf.
Framtíð byggðar á Vestfjörðum er einmitt undir misðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, vegna þess að það hjálpar ekki til. Þvert á móti berst það gegn öflugu atvinnulífi á Vestfjörðum og öllu lífi utan höfuðborgarsvæðisins yfirleitt og hefur lengi gert. Miðstjórnarvaldið í Reykjavík er margþætt og illt viðureignar eins og allt miðstjórnarvald. Það birtist í margvísilegu formi, þar með talið í forystugreinum Morgunblaðsins. Það birtist í allri opinberri stjórnsýslu, á þingi og í borgarstjórn, og það smýgur um allar opinberar stofnanir þjóðarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins stendur m.a. eftirfarandi:
Lýðræðið var í öndverðu stefna, sem takmarka átti ríkisvaldið. Ná skyldi valdinu frá valdhöfum, hvort sem það voru kóngar eða keisarar, höldar eða hertogar, og koma því til fólksins. Það skýtur því skökku við, þegar svo er komið, að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa jafnvel enn frekar ráð þegnanna í hendi sér, en einvaldarnir forðum. Þess vegna leggur sjálfstæðisstefnan áherslu á, að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórn, gleyma hvaðan vald þeirra er runnið og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, þá þarf nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll.
Við Vestfirðingar erum einmitt þessa dagana að lesa þennan texta, ásamt boðskap annara stjórnmálaflokka. Og heyrist mér á máli manna að þeim kunni að fjölga ört sem verði á þeirri skoðun að nú þurfi ...nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni. Sjálfstæðisbarátta Vestfirðinga er ekki ný af nálinni, og hluti hennar er samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þessari baráttu lýkur aldrei. Ef óvarlega er á málum haldið geta hér orðið átök sem valdið geta meiri skaða en þegar er orðinn.
Einar Hreinsson.
Kt. 041154-2259
Urðarvegi 28,
400 Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2023478
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar