Síðasta helgi í máli og myndum.

Það var kveikt á jólatrénu á Silfurtorgi á laugardaginn, í fallegu vetrarveðri.  

IMG_4085

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar lék nokkur skemmtileg jólalög sem setti mikla stemningu á atburðin.

IMG_4081

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér eru starfsmenn bæjarins að undirbúa jólatréð.  

IMG_4082
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sömuleiðis var verið að undirbúa pallinn fyrir lúðrasveitina, það gleymist nefnilega svo oft að það þarf undirbúning að hverjum atburði, og þeir sem þar vinna eru ekki mikið í sviðsljósinu, samt er það svo að ef ekki væri fyrir þeirra tilstilli væru engar uppákomur. 
IMG_4083
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á meðan ég beið eftir skemmtuninni, skrapp ég inn í Eymundsson, þar var Þröstur Jóhannesson að lesa upp söguna um hann Jóa, bráðskemmtileg bók eftir þeim kafla að dæma sem hann las svo skemmtilega upp.
IMG_4084
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já og svo var allt komið á fullan sving á torginu.  
IMG_4086
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og bæjarbúar létu sig ekki vanta á torgið, ef til vill hefur ilmurinn af kókói frá velunnurum tónlistarskólans dregið suma að, en þarna var selt kókó og kökur.  
IMG_4080
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þau hjá Aurea Boriales létu sitt heldur ekki eftir liggja og buðu upp á jólaglögg, hér er verið að undirbúa glöggið.  Þar var líka hægt að fá ristaðar hnetur, afskaplega gott. 
IMG_4092
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var virkilega skemmtilegt.  

IMG_4091

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sóttu margir í heita kókóið hjá tónlistarskólanum.

IMG_4070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fékk líka skemmtilega uppákomu um daginn, þegar ég skoðaði undir kartöflugrasi sem hefði verið að koma sér fyrir í gróðurhúsinu mínu, engar smá kartöflur þar á ferð, sú stærsta og sú minnsta.  

IMG_4073

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún Lotta mín er líka að skoða sig um og leika sér, hún kemur gjarnan með mýs inn til að leika sér að, stundum týnir hún þeim hér inni, ekki alveg skemmtilegt, en ég held að hún finni þær alltaf aftur.

IMG_4075

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bau svo elskulegu El Salvador fjölskyldunni minni í mat á föstudeginum, þau eru svo oft búin að bjóða okkur heim, nú síðast um daginn í papusas, sem er algjörlega frábær El Salvadorskur réttur.

IMG_4076

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég býð þeim bara í venjulegt íslenskt lambalæri með sósu og kartöflum og þau elska það.

Smile

IMG_4077

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega manneskjur og orðin meiri ísfirðingar en margir aðrir.   Enda kunna þau að meta frjálsræðið og friðin hér á okkar ísakalda landi.

IMG_4079

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og þið sjáið er komin dálítill snjór hjá okkur, svona jólasnjór, sem vonandi fer ekki strax.

IMG_4094

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við systurnar fórum svo á jólahlaðborð í Edinborg, afskaplega skemmtilegt og góður matur.

IMG_4095

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar skemmti háðfugl nokkur frá Vestmannaeyjum, man ekki hvað hann heitir nema hann er Waage, og afi hans var ágætis kunningi og samstarfsmaður Ella míns, Sveinn Tómasson.

IMG_4097

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við gerðum okkur gott af matnum og skemmtum okkur vel.

IMG_4103

 

Hér er hún Heiða vinkona mín, eiginlega er hún allra vinur þessi elska, og hér er hún að taka mynd af myndarlega háðfuglinum.  

IMG_4104

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hljómsveitin Playmo lék svo fyrir dansi, við sátum alveg upp við hátalarana, svo á endanum gáfumst við upp á hávaðanum, þeir voru annars frábærir með skemmtilega dagskrá. Og fórum á rólegri stað á barnum.

IMG_4105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar er hægt að ræða saman í rólegheitum.  

IMG_4107

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hitta gamla starfsfélaga og svona.  Tvær eldhressar.

IMG_4108

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og bara spjalla.

IMG_4109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona eins og gengur.

IMG_4110

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Elli í góðum félagsskap með skólasystur sinni og vinkonu okkar beggja, Sædísi Ingvarsdóttur. 

IMG_4111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hann undir sér vel í návist flottra kvenna hann Elli minn Heart

Þetta var því alveg ágætis helgi hjá mér og mínum. 

IMG_4093

 

IMG_4110
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Veit ekki hvort það er talvan mín eða ömurleg ritvinnsla hér að það er ekki hægt að taka út myndina, fyrirgefðu Sædís mín, ég er búin að marg reyna að taka myndina út, en ekkert gengur, annað hvort þarf ég að henda færslunni og byrja upp á nýtt eða láta þetta standa svona.  En þar sem þú ert nú sætust, þá gerir það eflaust ekkerti til Heart

Af gefnu tilefni.

Edda Sif min, það hefur í raun og veru afskaplega lítið með þína persónu að gera, þó margir hafi farið ónærgætnum orðum um þá stöðu sem þú varst í.  Málið er umræðan í samfélaginu og sú spilling sem viðgengst allof víða, allskonar ráðningar út af klíkuskap. 

Þetta grasserar í samfélaginu, fólk hefur svo sem ekkert um það að segja þegar ættingjar eru ráðnir í einkafyrirtækjum, en það kallar á viðbrögð þegar slíkt er gert hjá opinberum aðilum. 

Mér þykir leitt ef umræðan hefur sært þig.  En margir voru aldrei sáttir við ráðningu þína í upphafi. 

Í þessu smáa samfélagi sem við búum í, viðgengst, og er allof algengt að ráðamenn ráði ættingja eða vini og jafnvel án auglýsinga.  Það er því skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt á að upplifa slíkt endalaust, þar sem jafnvel hæfara fólki er haldið frá störfum.  Þú hefur staðið  þig vel sem íþróttafréttamaður.  En svo hefur komið í ljós að einn af elstu fréttamönnunum var látinn fara, og meira að segja rætt um að hann hafi orðið fyrir einelti á vinnustað og verið þröngvað til að fara.   Ef það reynist rétt, þá er það hreinn viðbjóður. 

Sem sagt þetta hefur sáralítið með þína persónu að gera, heldur umræðuna í þjóðfélaginu, sem aftur á móti virðist vera að skila sér, eftir orðum yfirmanns þíns að dæma. 

Vil bara óska þér alls góðs og vona að þú finnir starf við það sem þér líkar best, þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þú ert greinilega klár og dugleg stúlka og átt allt lífið framundan. 


mbl.is Rekin fyrir að vera dóttir föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mandela far þú í friði.

Nelson Mandela átti ótrúlega ævi. Fangi númer 46664 og fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku.   Frá lægstu niðurlægingu til æðstu metorða, má segja að hann hafi smakkað á lífinu frá A til Ö.  Og aldrei fylltist þessi maður ofmetnaði, kærleikur, umburðarlyndi og friður voru hans aðalsmerki.  Engar heimsins orður geta toppað það. 

Ég hef verið að hugleiða svona með sjálfri mér að mestu andans menn voru af öðrum kynþáttum en þeim sem hvað helst leggur sig niður við fordóma og jafnvel rasisma gagnvart þeim sem eru öðru vísi á litinn en þeir sjálfir.

 Mahatma Gandi eða Mohandas Karamchand Gandhi er í hugum flestra manna einn helsti friðarhöfðingi okkar samtíma.  Svo er mér líka minnisstæður Martin Luther King og draumurinn hans, og svo núna Mandela.  Allir þessir menn settu stór spor inn í samfélag manna, rétt eins og sagt er að Kristur hafi gert á sínum tíma.  Allir hafa þeir vakið heimsbyggðina til umhugsunar um frið og kærleika og hvað það skiptir miklu máli fyrir okkur öll að geta fundið til með öðrum, og látið okkur þykja vænt um þá sem eru í kring um okkur. 

Meðan ég var að leita að bloggi um Mandela, rakst ég á þetta blogg eftir  Guðjón E. Hreinberg, hann skrifar svo fallega og fer inn á það sem ég hef svo oft reynt að segja um fangelsismálin hér.  Ég vil hvetja fólk til að lesa hugvekju hans um þessa friðarhöfðingja og hans eigin reynslu af fangelsisvist og hvað það gerir við fólk sem þarf að sitja í fangelsi, eða verður fyrir ofsóknum á einhvern hátt. 

 http://gudjonelias.blog.is/blog/gudjonelias/entry/1334968/

Móðir Theresa var líklega einstök og eins Florence Nightingale.  En þær mörkuðu samt ekki þau spor á heimsmælikvarða eins og þessir þrír menn. 

Blessuð sé minning þeirra og takk fyrir að hafa miðlað okkur af reynslu ykkar, draumum og kærleika sem hafa örugglega bætt heiminn heilmikið, þó við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stór þau sporin hafa verið.   

 


mbl.is Frelsishetja fallin frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt eða bara vitlaust gefið?

Ég vil nú bara segja það, að nú nýverið fyrir nokkrum dögum fengu tveir drengir hæstu einkunn í sínum bekk fyrir íslenskuverkefni.  Annar þeirra er barnabarnið mitt sem ég er að ala upp.  Hann las mikið, enda bókum haldið að honum og lesið fyrir hann alla tíð meðan hann var lítill.  Hann hefur afar góðan málskilning og var núna í dag að taka stöðupróf í ensku, sem að hans sögn gekk bara vel.

Svo það er ekki eins og strákar séu verri en stelpur endilega. 

Þetta eru bara tölur á blaði og segja afskaplega lítið um raunveruleikan að mínu mati.  Og svo má líka benda að að stelpur eru ef til vill og örugglega samviskusamari við að læra heima og koma betur út úr prófum, meðan drengir koma miklu betur út úr öllu  í sambandi við tölvur og netheima yfirleitt. 

 

Þegar eitt er tekið út úr, þá skekkist myndin.  Þannig er það bara.  

Svo má í framhjáhlaupi benda Pétri á að framtíðin liggur í tölvum og netvinnslu og þar standa strákar betur en stelpur, og mætti miklu betur hlú að því að börnin fái meiri vigt í umgengni við netið og tölvurnar.  Þar liggur framtíðin að miklu leyti.   Til dæmis að framhaldsskólar leggðu meiri áherslu á tölvuúrvinnslu og líkt fyrir ungt fólk.


mbl.is „Þetta eru hræðilegar niðurstöður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf eitthvað meira til, ef við viljum vera velferðarþjóðfélag.

Það er gott út af fyrir sig að það fer fram rannsókn á því hrikalega atviki þegar maður var skotin af lögreglunni.  Nauðsynlegt, en hvort sú rannsókn skilar einhverju, er svo annað mál.

En eftir að hafa lesið frásagnir frá ýmsum, m.a. systur mannsins og nágrönnum, þá er alveg ljóst að það er ekki  nóg að rannsaka lögregluna, heldur þarf aðfara algjörlega ofan í saumana á því velferðarkerfi og 0ryggisneti sem við eigum að búa við.

Til dæmis að maðurinn hefur verið í ójafnvægi, og hatur hans út í kerfið og lögregluna virðist hafa verið á margra vitorði.  

Það verður aldrei þannig, nema að einhverjar ástæður séu fyrir hendi.  Það þarf því að fara ofan í saumana á okkar götótta velferðarkerfi og spá í hvort og hvenær þar til bær yfirvöld þurfa að grípa inn í.  Hann hafði ítrekað sýnt að hann þurfti á hjálp að halda.  Þetta á ekki bara við um þennan mann, heldur er hér viðvarandi vandamál, m.a. fíkla sem hafa fallið út úr kerfinu og þarf að skoða þeirra málefni.

Við viljum telja okkur velferðarríki, og segjum gjarnan á hátíðarstundum að við búum hvað best að slíku, en er það svo?

Því miður hefur komið fram að meira að segja börn allt niður í átta ára hafa framið sjálfsmorð, vegna eineltis, allof margir einstaklingar sem hafa átt við önnur vandamál að stríða hafa tekið sitt eigið líf, sérstaklega má segja að mikið hafi verið um það í hruninu. 

Ef við viljum kalla okkur velferðarþjóð, þarf að vera teymi sem grípur inn í þegar svona "augljósar" kringumstæður eru að skapast.  Að það sé stofnun innan kerfisins, sem fólk getur leitað til, annað hvort fólkið sjálft eða þeir sem eru í kring um um það.  Fólk sem hefur áhyggjur af nágranna, eða einhverjum sem það sér að er í vanda, eða fjölskylda sem veit ekki hvernig á að höndla mál aðstandenda.

Þetta hreinlega vantar alveg.  Þeir sem detta niður um öryggisnetið, mega bara fara alveg niður, án þess að þar sé nokkur sem getur tekið við og komið til aðstoðar. 

Þessi "sérdeild" gæti verið innan félagsmálakerfis hvers sveitarfélags, en greidd af ríkinu.  Þannig að ef fólk hefur áhyggjur eða vitneskju um einstaklinga sem ekki eru að funkera í bæjarfélaginu, að þá geti það komið þeim áhyggjum til þessarar sérdeildar, án þess að vera að hlutast beint til um líf og limi annara.

Sannleikurinn er sá, að það er alltof oft sem svona atvik koma upp, þó þau séu ekki jafnalvarleg og hjá þessum blessaða manni.  Það er greinilegt að hann hefur þjáðst lengi án þess að nokkur hafi getað komið þar að. 

 


mbl.is Farið verður yfir aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín sýn á aðgerðir ríkisstjórnarinnar til aðstoðar heimilum landsins.

Mikið er rætt og ritað um síðustu aðgerðir ríkisstjórnarninnar til bjargar heimilum landsins.  Þar sýnist sitt hverjum.  Sumir hafa fundið aðgerðunum allt til foráttu og láta reiði sína í ljós.  Þar fer fremstur í flokki Árni Páll Árnason, sem ekki getur leynt vonbrigðum sínum með útspil ríkisstjórnarinnar.

Ég hef svo sem ekki mikið álit á Framsóknarflokknum og því síður Sjálfstæðisflokknum í mörgum málum, eins og til dæmis sjávarútvegs- og umhverfismálum, þar sem þeir eru á kolröngu róli að mínu mati. 

En ég er þannig að mér er sama hvaðan gott kemur, og vil vinna því framgang.  Þess vegna finnst mér fólk sem fer með svona neikvæða og hatursfulla umræðu gjaldfella sig algjörlega í umræðunni.  Það er bara ekki hægt að taka mark á svona umræðu því miður. 

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið vit á þessum tillögum, og veit ekki hvort það kemur mér á einhvern hátt til góða, en ef það gagnast mörgum landsmönnum þá er ég alveg sátt við það.  Þessir menn eru þó að reyna að gera eitthvað sem síðustu ríkisstjórn mistókst hrapalega með, þ.e. að reisa skjaldborgina frægu.  Ef til vill er hluti ergelsisins einmitt sú að fólki eins og Árna Páli bar ekki gæfa til þess.   

En ég hef verið að lesa viðbrögð fólks sem hugsar einmitt þannig að það sé sama hvaðan gott kemur.

Jón Steinsson segir:

"1. Pakkinn er helmingi minni en stundum hefur verið talað um (og lofað), þ.e., 150 ma.kr en ekki 300 ma.kr.

2. Það er hámark á skuldaniðurfellingu hvers aðila upp á 4 m.kr sem setur þak á fjáraustur til stóreignafólks (sem líka skuldar mikið)

3. Nokkuð verulegur hluti er fjármagnaður í gegnum bankaskatt svo áhrifin á ríkissjóð eru líklega innan við 100 ma.kr. (Mikilvægt að hafa það hugfast að skallaívilnunin varðandi séreignasparnað kemur náttúrulega niður á afkomu ríkissjóðs.)

Auðvitað verður þetta baggi á ríkissjóði sem ekki má við slíku. En miðað við eindreginn vilja landsmanna til þess að leggja slíkan bagga á ríkissjóð (og skattgreiðendur) þá held ég að við megum vel við una ef þessi pakki setur endahnútinn á þetta mál allt saman".

 

Skynsamlega að orði komist að mínu mati, og málin krufin út frá skynsemissjónarmiði.

 

Afstaða Lilju Mósesdóttir kemur líka fram.

 „Það voru mikil svik við alla þá sem trúðu á mikilvægi norrænu velferðarstjórnarinnar að Steingrímur J. skyldi hafna tillögu minni um almenna leiðréttingu með 4 milljón króna þaki árið 2009. Þess í stað reyndu Streingrímur og Jóhanna að snúa öllu á haus með því að kalla sértækar aðgerðir almennar aðgerðir í anda norræna velferðarkerfisins.“

Þetta segir Lilja Mósesdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en hún er ánægð með aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær til bjargar skuldsettum heimilum, en undrast um leið að fyrri ríkisstjórn skuli ekki hafa farið þessa leið á sínum tíma, þegar talað var hvað mest um skjaldborg fyrir heimilin.

„Nú eru það svokallaðir hægriflokkar sem fara í almenna aðgerð í anda norræna velferðarkerfisins fjórum árum seinna. Ekki nóg með það heldur ætla hinir svokölluðu hægriflokkar að láta hrægammasjóðina greiða fyrir leiðréttinguna (beinu leiðréttinguna og skattafsláttinn) en það fannst Steingrími og Jóhönnu ófært,“ bætir Lilja við.

Hún segir að jafnvel þótt aðgerðirnar í gær dugi skammt til að bjarga þeim sem verst eru staddir, þá séu þær í anda norræna velferðarkerfisins.

 

 

Og Andrea Ólafs:

 "Andrea segir ekki fá betur séð, en þetta sé „bara nokkuð mikið í anda þess sem við í Hagsmunasamtökum heimilanna höfum barist fyrir í mörg ár núna og er loks að koma til framkvæmdar með þeim almenna hætti sem við höfum lagt áherslu á.“

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lengi kallað eftir því að loforð um skjaldborg heimilanna yrði efnt og Andrea telur greinilega að vatnaskil hafi orðið í umræðunni um skuldamál heimilanna.

„Mín fyrstu viðbrögð eru því jákvæð, mér líst ákaflega vel á að farið verði í þessar aðgerðir strax á næsta ári , en hefði þó lagt til að hafist yrði handa núna strax með bankaskatti um áramótin,“ bætir hún við".

 

Fleiri hafa tekið í svipaða strengi.  Þessu fólki tek ég mark á í þessu sambandi. 

Mér finnst einhvernveginn að okkur beri að grípa þann bolta á lofti sem ríkisstjórnin hefur kastað upp.  Mér fannst líka gott hjá þeim að ráða hóp sérfræðinga til að vinna að þessum málum, og sýnist að þeir hafi fengið frjálsar hendur með það. 

Það gerir ekkert annað en að svekkja og ergja fólk þegar menn eru endalaust að fá útrás fyrir eigin vandamál með því að djöflast í öllu sem reynt er að gera vel.  Það er þó verið að reyna.  Og eigum við ekki að bíða og sjá hvernig tekst til, og leyfa því að koma í ljós áður en drullað er yfir allt og alla?

Bara spyr. 

Mín tilfinning þegar ég hlustaði á þann mann sem kynnti tillögurnar að þarna væri eitthvað alveg nýtt og notalegt og að menn hefðu virkilega lagt sig fram um að gera það besta úr öllu.  Auðvitað er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.  Það er einfaldlega ekki hægt, en þegar það er sýnilegt að verið er að vinna af heilindum að því að lagfæra það sem brást í hruninu, þá ber okkur einfaldlega að gefa því tækifæri á að þróast.  Við eigum að standa saman sem þjóð um að vernda okkar fólk sérstaklega gegn hrægammasjóðunum og ofurríkum bönkum sem hafa makað krókinn illilega allan tímann þegar hinn venjulegi maður er að missa allt sitt. 

Illgirni, hatur og öfund eiga afskaplega lítið upp á pallborð hjá fólki svona yfirleitt.   

 

 


Ýmislegt til að hafa gaman af.

Það gerist margt skemmtilegt í kúlunni.  Hér skiptast á skin og skúrir eins og gengur. 

IMG_3992
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér komu stelpurnar vinkonur Alejöndru þær voru að æfa sig fyrir söngvakeppnina í framhaldsskólanum, þær sungu eins og englar þessa elskur.
IMG_3993
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo kom Rosemary elskuleg mín til að selja fallegu munina sína til að fjármagna skóla í Kenýa, hún gisti hér í tvo daga, hún er bara svo yndæl og öll hennar fjölskylda.
IMG_3995
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er veðrið til að koma manni í gott skap.
IMG_3996
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Veturinn hefur líka sinn sjarma.
IMG_3997
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hið eina og sanna jólatré með fallegu snjóskrauti.
IMG_3998
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Kúlan mín.
IMG_3999
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er hryllingurinn hér fyrir ofan mig, og ég komst að því í dag, að þar sem mér var lofað að ekki færi meira undir verkvinnslu þeirra en 10 metrar eru nú orðnir ekki undir 20 metrum, með tilheyrandi skemmdum á trjám, og það án þess að fá leyfi fyrir því.
IMG_4041
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hingar komu líka flottir strákar með Úlfinum, til að gera uppákomu fyrir 1. des.
IMG_4042
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta er ungt og leikur sér eins og sagt er.

IMG_4043

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ímynd esú... eða þannig.

IMG_4046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er strákurinn hennar Möttu og Gumma, leikstjóri held ég og upptökumeistari flottur og kippir í kynið.

IMG_4049

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm og auðvitað heillaði tjörnin hehehe.

IMG_4050

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Jesú gengur auðvitað á vatninu... eða þannig.

IMG_4051

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gæti örugglega blekkt vitrari manneskju en migGrin

IMG_4052

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er að fá einhverja til að bíta á agnið.

IMG_4053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brrr kalt....

IMG_4053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þurfum við í alvörunni???

IMG_4055

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm, nú er það alvaran bláKÖLD hehehe.

IMG_4056

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já drengir mínir, svona er þetta bara.

IMG_4058

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þið haldið auðvita að þetta sé bara grín...

IMG_4059

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða haldið þið það?

IMG_4061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nei maður leggur nú ýmislegt á sig fyrir listina...

IMG_4062

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða þannig....

IMG_4063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar þurftu fiskarnir áfallahjálp eftir þetta heheh. En þessir krakkar eru að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt og saklaust og bara gaman.

IMG_4069

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er gott að eiga slíkt athvarf þegar veðrið er ekki upp á marga fiska úti.  

En ég segi bara góða nótt Smile 


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2013
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband