12.12.2011 | 12:47
Má bjóða ykkur í bílferð vestur á firði?
Það er bara ágætt að vera komin heim, þó veðrið sé meira á ferðinni en í Austurríki.
En sennilega er ég bara íslendingur í gegn.
Þessar flottu konur voru á leið til Íslandsf á einhverja listauppákomu, man ekki hvað. En ég féll alveg fyrir hárinu á þessari hér framar, hún fléttar garn inn í hárið, flott hugmynd.
Sumt fólk vekur einfaldlega athygli. Þær stöllur voru þessi dönsk og hin sænsk. Óska þeim góðrar dvalar á Íslandi.
Við gistum eina nótt á B&B í Keflavík, fórum á Panda restaurant og fengum okkur önd, hún er rosalega góð hjá þeim. Svo var lagt af stað heim morguninn eftir í virkilega fallegu íslensku vetrarveðri.
Þemað hér eru íslensku fjöllinn, þau eru einstaklega falleg.
Tók þessar myndir út um bílgluggann.
Þetta er tekið í Borgarnesi, þessir skemmtilegu karlar að koma til byggða.
Já svona aðeins nær.
Baulan rís hér upp til skýjanna.
SKemmtileg mynd af þremur ólíkum fjöllum, sem þó eru nágrannar.
Með sól í baksýnisspetlinum.
Úr Svínadalnum.
Það var virkilega gaman að ferðast í þessu fallega veðri.
Það eru ekki mörg lönd sem geta státað af svona fegurð.
Komin á Vestfjarðarkjálkann.
Ég kalla þetta eiginlega tússfjöll, þau eru eins og grafísk listaverk.
Minnir að þetta sé Baula.
Hér erum við kominn norður í Steingrímsfjörð.
Upp á Steingrímsfjarðarheiði.
Gamli gangnakofinn og máninn fullur.
Og hinumeginn.
Árgil á Lágheiði.
Í Djúpinu.
Arngerðareyri.
En svo var að verða of dimmt til að taka myndir.
Enda stutt eftir heim.
Og hér kemur svo nýjasti heimilismeðlimurinn, Lotta. Sigga kom til Ella færandi hendi.
Hún er voðalega sæt og yndislega góð. Litla Lotta litla Lotta,
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
10.12.2011 | 13:56
Komin heim, síðustu dagarnir í Austurríki.
Já þá er ég komin heim í heiðardalinn. Það var erfitt að vakna hálf fjögur að morgni, ég sem er búin að kúra frameftir eins og sætt er Tengdasonurinn var svo elskulegur að skutla mér á flugvöllinn, ég dáist alltaf að olíuhreinsunarstöðinni þegar ég ek þangað og þakka mínum sæla fyrir að við vestfirðingar sluppum við þá mengun, bæði sjónmengun og lykt sem þessu fylgir.
En ég svaf af mér alla leiðina til Kaupmannahafnar. Þar var stopp, um hríð, ég vildi ekki trufla systur mína í þessa skipti, og ákvað að eyða þessum degi í mínum eigin félagsskap. Fyrst fór ég inn á glopetrotter og fékk mér pizzusneið og stóran bjór. Svo þvældist ég dálítið um það er búið að breyta miklu þarna, ég var nefnilega búin að ákveða að koma við á Heresford og fá mér góða nautasteik. Það tók mig smátíma að finna staðinn aftur. En steikinn brást ekki.
Skál bræður og systur.
En þetta var nú svona útúrdúr.
Það eru nefnilega fleiri myndir frá Austurríki.
Ömmusósa er góð líka hjá Trölla. Púma langar líka að smakka.
Á hvað ertu eiginlega að glápa???
Við vorum að fara á litlu jólin í skólanum. Við áttum að mæta kl. hálf fjögur, fyrir hádegi var ungfrú Ásthildur bún að klæða sig og mála og gera alveg klára að fara í veislu.
Svo vildi hún láta taka myndir.
Hún er svo flott.
Og yndisleg.
En loks var svo tímin komin að fara í veisluna.
Veislan var haldin utandyra á skólalóðinni. Það var ágætis veður en svo fór að rigna.
Börnin skemmtu með söng og hljóðfæraslætti og upplestri, foreldrar stoltir að fylgjast með.
Hér er kórinn.
Hljóðfæraleikarar.
Hanna Sól er í kórnum.
Þetta var afar hátíðlegt.
Jólalög leikin og sunginn.
Búið að skreyta stóra tréð sem stendur á skólalóðinni.
Svolítill galsi í börnunum eftir skemmtunina.
Ásthildi var orðið dálitið kalt og langaði í heitt kakó. En slíkt var ekki á boðstólum en hægt var að kaupa barnaglögg, og svo fullorðins glögg Hún fékk svo barnaglögg en amma fullorðins, og sumir voru orðnir bara nokkuð "glaðir" þarna á skólalóðinni, enda kostaði glöggið bara 2.5 evru. Og ég er ekki að meina mig, ég fékk mér bara eitt glas.
Inni í skólanum var hægt að skoða og kaupa muni sem börnin hafa föndrað á aðventunni.
Margt ansi fallegt og vel gert hjá krökkunum.
Og auðvitað keyptu flestir foreldrar eitthvað fallegt.
Þessi fallegu kertastandar kostuðu 3 evrur, þau eru sennilega gerð úr hengibjörk, börkurinn er svo hvítur og fallegur. og svo þetta fína kunstverk.
Hér má sjá jólakort og mýs með sælgæti í.
Ætli svona skylti sjáist hér í skólum? Hér er mikið reykt úti á götum og allstaðar. Sá nokkrar konur á síðasta mánuði reykjandi með jólaglögg á markaðnum á Ráðhústorginu. Ég verð að viðurkenna að ég varð rosalega hneyksluð, mig langaði að hrista svona manneskju til og hundskamma.
Elgir gerðir úr sleifum.
Mamma og pabbi skoða.
Ásthildur búin að velja sér hlut.
Og borgar sjálf.
Komin tími til að fara heim.
Amma og litli maðurinn.
Mamma og litli maðurinn.
Við pottana að gera sósu.
Sósusmakkari númer eitt.
Já í lagi er úrskurðurinn
Hér er svo búið að skreyta höllina.
En næsta morgun er ég komin á leiðina heim, það er söknuður í hjartanu yfir að kveðja þessa litlu yndisleg fjölskyldu.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.12.2011 | 11:33
Gönguferð, Vínarferð og heimilislíf.
Tíminn líður hratt, og brátt er tími til að koma sér heim í veturinn, héðan.
Við Bára mín skruppum niður í Vínarborg í gærkveldi til að komast í smájólastemningu. Hér eru svona jólaþorp út um allt, eitt var á ráðhústorginu, en þangað fórum við einmitt fyrir nokkrum árum, og þangað lá leiðin líka í gær. Annað jólaþorp var svo í garðinum við náttúrgripasafnið, og við kíktum þanað líka.
En á mánudaginn fór litli maðurinn í fyrsta skipti út í vagni, við fórum í skógarferð.
Hér eru fyrst tveir grallarar, Ásthildur Cesil júnior og pabbi hennar.
Sá litli tilbúinn í vagninum sínum og Trölli til staðar til að gæta hans.
Það er stutt í skógin en hann er hér allt í kring, og gatann hér liggur einmitt upp í skóginn og lengra, upp í kapelluna hennar Rosalíu, en hún var vond drottning sem bjó í höllinni hér á móti, og drap þegna sína miskunnarlaust, fékk svo sjálf sömu meðferð, og hefur gengið ljósum logum síðan, þó var reynt að róa hana með að byggja handa henni kapellu á hæstu hæðínni hér. Rosaliekapell.
Trölli fékk ekki að ganga laus, því hér er mikið um dádýr, villisvín og Lúxar, En það eru stórir skógarkettir. Bára var hrædd um að Trölli gleymdi sér og færi að elta dýrin.
Það var farið að bregða birtu, svo rétt var að snúa við og halda heim á leið.
Er ekki allt í lagi Jón Elli? spyr mamma, og það er sko allt í lagi með hann, alsæll að vera í göngutúr.
Trölli skemmti sér líka hið besta, honum finnst gaman í göngutúr.
Það er orðið rökkvað og búið að kveikja ljósin í höllinni.
Hún sést lagnt að og gnæfir yfir litlu byggðina fyrir neðan.
Húsin standa þétt, og upp allar hlíðar, á þessum tíma dags er reykjarlykt um allt, þar sem íbúarnir hafa kveikt upp í kamínunum sínum.
Vígaleg með höllina í baksýn.
Og næturhimininn er rauður og flottur.
Tvíburar?? nei haha dúkkan hennar Hönnu Sólar.
Lenný villiköttur vill stundum koma inn, hann kemur alltaf inn í vetrargarðinn, því þar eru kattarlúgur, þar getur hann fengið að borða, en stundum langar hann að koma inn í eldhúsið, og fær það en er allur á verði, vegna þess að Trolli þolir hann ekki, og rekur hann út í hvert skipti ef hann er heima.
En hér erum við komnar niður í Vín. Turnarnir í baksýn eru frá Dómkirkjunni í Stefans Platz.
Linsan á myndavélinni var eitthvað að stríða mér en Bára mín var duglegri við að taka myndir.
Skreyting frá skrítnu sjónarhorni.
Þessir rauðu deplar eru ekki flugeldar, heldur skreytt tré og rauðu deplarnir eru risastór hjörtu.
Stemning og jól.
Að ylja sér á heitu púnsi.
VIrkilega gaman þetta kvöld.
Ég held að þessi karl hafi verið sveinki sjálfur í dulargerfi.
Ráðhúsið gnæfir yfir torgið.
Nammi namm.
Ljósadýrð.
Nýt mín í botn.
Jólatréð á Ráðhústorginu.
Hér ríkir sannkölluð jólastemning.
Turnarnir á ráðhúsinu.
ÉG fékk mér nokkra púnsa.
Við vorum búnar að mæla okkur mót við Christina vinkonu mína að hittast þarna. Það var yndislegt að hitta hana, my dear Christina it was so lovely to meet with you that evening.
Bjartar og brosandi.
Með Langos, einskonar austurrísk laufabrauð. traditional.
Svo heldur hið daglega líf áfram. Hanna Sól tilbúin í skólann morguninn eftir, hún þarf að vakna kl. 6 á morgnana sem er ansi snemma fyrir 7 ára stelpu.
Vinkona fékk að koma með henni heim, hún borðaði hérna, ég var með smásteik og karföflumús, og hún át hvort tveggja með góðri lyst.
Hér eru þær að vinna heimavinnuna, sem er ekkert smáræði hér í Austurríki þó maður sé bara 7 ára.
Það þurfti líka að brosa fyrir ömmu.
Og fíflast smá
Og nafna mín er duglegur aðstoðarkokkur hjá ömmu.
Á ég eiginlega ekkert að fá af ömmusósunni???
Og Ásthildur getur líka hjálpað mömmu með litla bróður.
Og hún getur líka haldið á honum.
Þau eru svo falleg og saklaus. Og við bjóðum ykkur góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.12.2011 | 00:52
Undir svefninn.
Já það er auðséð að það er komin jólamánuðurinn, skreytingar koma upp ein af annari rétt eins og heima.
Hér er auðvitqað verið að æfa jólalögin á gítarinn hennar Ásthildar.
Og hér er bara svona notaleg kvöldstund áður en maður burstar tennur þvær sér og fer að sofa. Börnin vakna kl. 6 því það þarf að borða, klæða og koma sér af stað áður en skóli og leikskóli byrja.
Köttunum líður líka best fyrir framan ofninn.
Nú ætlum við að skreppa til Mattersburgh. Sem er í um 5 km fjarlægð frá V_Fortschenstein, stærri byggðakjarni með allskonar verslun og þjónustu.
Ég sé að hér skreyta þeir mikið með borðum og slaufum.
Og hringtorgin eru líka skreytt en þetta er samt ekki jólaskraut.
Vínakrarnir standa tilbúnir fyrir næsta vor.
Og nú er verið að setja upp snjógildrur svo snjórinn haldi sig inn á akrinum, en ekki úti á vegum.
Verslunarkeðjan Billa er hér nokkurskonar Bónus.
Stærsti aðventukrans sem ég hef séð.
Við erum í miðbæ Mattersburg og þar er allt skreytt í bak og fyrir.
Eins og ég sagði þeir skreyta mikið með borðum og slaufum.
Nú eða bara eins og við með kúlum.
En ekki hérna þetta er næturklúbbur. Ég hef reyndar aldrei komið þar og langar ekki, en skreytingarna eru skemmtilegar og eru allt árið.
Jamm það sem skiptir mestu máli heheh
Tilbúin í Smashing Pumpkins.
Og ef hellist niður vatn á gólfið, þá er það ekki vandamálið, það eru til þess gerðar vatnssugur sem koma og gera sitt.
Svo þarf að tæma laugina undir veturinn.
Það er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt.
Pabbi og stelpurnar sjá um það og auðvitað Trölli.
'Eg hef verið að vinna dálítið að jólasögunni minni og þá er gott að hafa Báru mína og Bjarka til aðstoðar þegar í nauðirnar rekur.
Ef þið haldið að hann sofi alltaf þá er það misskilningur, hann vakir heilmikið og þroskast og drekkur eins og hann fái borgað fyrir þaðHann ætlar sér að flýta sér að verða stór og sterkur.
Púma finnst gott að troða sér allstaðar ofan í eitthvað.
Vá!!! full Skál af gúmmelaði.
Unaðslegur ilmur alveg..
Æ nei þetta er víst ekki fyrir mig....
Tvær kisulórur, Púma og Lara kisa.
Knúsírófur
Ömmur geta líka hjálpað heilmikið til.
MMMM unaðslegt hugsar Carlos.
Hæ Hæ það má alveg gera tvennt í einu
Ha ein loppa þar?
Já ég var nefnilega nærri sprunginn, því ég þurfti aðeins að snyrta á mér... rófuna
Með þessum fíflaskap býð ég ykkur góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.12.2011 | 21:18
Aðventa og börn.
Ég sit hér í rólegheitum, er að gæta barnanna, foreldrarnir fóru út að skemmta sér. Það er orðið langt síðan þau hafa notið þess að vera bara tvö, svo það var alveg upplagt að bregða sér af bæ, út að borða og svo á tónleika, já þau eru nefnilega á tónleikur niður í Vín í Gasometer og hljómsveitin er ekki af verri endanum, Smashing pumpkin er að spila. Uppáhaldshljómsveit húsbóndans, svo frúin ákvað að gefa honum þessa tónleika í jólagjöf vel til fundið.
En kvöldið er búið að vera frábært hjá mér, við að dúlla við þau þrjú, stelpurnar mínar og prinsinn. Nýt þess í botn.
Í dag fórum við inn í Mattersburgh í verslanir, þar er búið að skreyta allan bæinn, líka hér í Forschteinsein, og hér í götunni koma upp á hverjum degi nýjar skreytingar, í dag bættist við dádýr með sleða hér neðar í götunni. Við Hanna Sól vorum að skoða þegar ég sótti hana í skólann í dag.
En nú eru allir komnir á sinn stað, hundurinn, kettirnir, börnin og ég sit hér og nýt mín í botn.
Hér er ég í hárgeiðslu hjá fröken Ásthildi Cesil.
Það er nú ekki slæmt að lenda hjá henni í hárgreiðslu.
Svo ákáðum við að baka pizzu, og þá er nú ekki amalegt að hafa tvo hjálparkokka sem eru þvílíkt duglegar.
Meðan degið var að hefa sig, var tekið við að passa litla bróður.
Hanna Sól er dugleg við að hjálpa mömmu sinni með hann.
Á meðan setur Ásthildur ofan á pizzurna.
Þetta svakalega fallega teppi fékk pilturinn frá ömmu og afa á Hellu, hann er svo ánægður með það.
Og sefur vært undir værðarvoðinni hennar ömmu sín.
Hann er svo fallegur drengur, og duglegur, hann er farin að drekka aðeins úr pela, þegar mamma þarf að bregða sér frá, þá mjólkar hún sig, og hann drekkur mjólkina úr pela.
Púma og Lilly liggja fyrir framan ofninn og njóta sín í botn.
Og svo þurfti auðvitað að gera aðventukrans, það þurfti ekki langt að fara til að sækja syprisinn, hann er bara úti í garði og nóg af honum.
Þær skemmtu sér allar jafnvel stelpurnar mínar við að gera kransinn.
Og smátt og smátt kom falleg mynd á hann.
Hann er voða fallegur.
Og allir ánægðir.
Kisunum fannst þær líka eiga í honum, af því að það var notaður kattasandur undir kertinn
Hér er Carlos og vill komast inn úr vetrargarðinum.
Litli bróður er samt það besta sem til er í fljölskyldunni.
Og þær eru báðar jafn hrifnar af honum.
Enda flott fyrir hann að eiga tvær svona flottar og duglegar stórusystur.
Hann er farin að fylgjast vel með og finnst gott að láta syngja fyrir sig.
Hér er verið að dúlla sér hver með sitt.
Búið að kveikja á fyrsta kertinu.
Já jólin færast sífellt nær okkur.
Og jólin eru jú allra, fyrstu jólin voru haldinn að heiðnum sið, og svo smámsaman tekin með inn í kristnina, vegna þess að hefðin var rík. Eitthvað hefur þetta líka breyst, en Leppalúði, Grýla og jólasveinarnir íslensku, svo ekki sé talað um jólaköttin bjarga því sem bjargað verður
Og nú er búið að opna fyrsta dag í jóladagatalinu.
En við heilsum héðan úr góða veðrinu í Forschenstein.
Lífið er yndislegt. Og það gefur manni svo mikið að vera innan um þessa litlu fjörkálfa, sem elska mann takmarkalaust.
Segi svo bara eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar