11.11.2011 | 12:45
11.11.11.11.11.
Vissuð þið að á hverju ári þennan dag er karnivalstemning í Köln í Þýskalandi. Þetta sagði mér vinkona mín sem þar býr. Í ár er þetta alveg sérstakt því nú er 11.11.11. kl. 11.11. Sem sagt nýbyrjað. Þá skreyta íbúar fyrir utan húsin sín með allskonar skemmtilegum fígúrum, og allir skemmta sér hið besta, þegar líður á fara konur saman í hópum út að skemmta sér og þær verða að hafa með sér skæri, því leikurinn hjá þeim er að klippa af bindum herramanna sem þær rekast á, og sú vinnur sem hefur safnað flestum bindisendum.
Þetta er saklaus en skemmtileg upplifun. Ef til vill fer ég einhverntíma og stíla upp á þennan tíma að dvelja hjá henni vinkonu minni. Þá verður sko klippt!!! og ef menn eru ekki með bindi??? þá tja klippir maður eitthvað annað
En þennan dag 11.11.11, er hér næstum sumarveður, og búið að vera í nokkra daga.
Ótrúlegt en satt. Allur snjórinn farin úr byggð.
Ár og lækir skoppa niður fjallshlíðar með galsa vorsins. Smæstu lækir verða að ófærum ám á augabragði.
Grasið er meira að segja grænt.
Og lauf ennþá á trjám og runnum. Eikin mín er reyndar alveg græn ennþá þessi kjáni, ég vona að hún fari að vetra sig upp á kal og frost.
Og geimskipið tilbúið til flugs
Rauðblaðarósin mín lítið farin að láta á sjá blessunin. Enda kúrir hún í skjóli við stóra furu.
Sjálfsmynd af stubbnum mínum. Hann er venjulega ekki svona ábúðarfullur, en nú er hann að taka mynd
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.11.2011 | 11:20
Grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samhengi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.
Það er eitthvað gott að gerast, og við skulum hlú að því og vernda svo það vaxi og dafni.
Það er grasrótarstarfið sem ég bind svo miklar vonir við. Ég set hér inn blogg Rakelar Sigurgeirsdóttur, hún er ein af mörgum sem hefur unnið ötullega að því að vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur til dáða. http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1203833/
Þarna er um að ræða kynningarfund í grasrótarsamtökunum sem hafa fundið sér samastað í Brautarholti 4. En það eru eftirtaldir aðilar: Alda: Félag um lýðræði og sjálfbærni, Borgarahreyfingin, Bót: Aðgerðarhópur um bætt samfélag, Frjálslyndi flokkurinn, Húmanistaflokkurinn, Hreyfingin, IFRI-hópurinn, Samtök fullveldissinna og Þjóðarflokkurinn.
Einnig komu þarna fram nokkrir fleiri aðilar eins og: Zeitgeist-hópinn, Occupy Reykjavík, Íbúahreyfinguna, Stjórnarskrárfélagið og Gagnauga.
Forsetanum og frú var boðið og þágðu þau boðið og sátu þennan fund með fólkinu. Hann hélt góða ræðu sem er í bloggfærslu Rakelar, þar sagði hann: grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.
Þetta er sá vettvangur sem ég vil hlú að og vinna með. Þarna er eitthvað gott að gerast þvert á pólitíska flokka, þarna er unnið af heiðarleika og óþreytandi dugnaði við að safna saman því fólki sem hefur lagt sig við að vinna að betra samfélagi fyrir okkur öll. Ég vildi óska að ég gæti verið meira með. En vegna fjarlægðar vil ég þó gera mitt til að vekja athygli á þessari grósku lýðræðisins.
Það kom fram að Grikkir áttu sinn fulltrúa þarna.
Vilt þú leggja þitt af mörkum til að breyta þjóðfélaginu til batnaðar?
Áfram íslenska þjóð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.11.2011 | 14:34
Ólafur H. Þórðarson.
Ég er búin að finna það sem þú varst að spyrja mig um. Og þá er ég auðvitað búin að týna miðanum sem ég skrifaði niður símanúmer og email En þú getur hringt í mig. Ég legg nefnilega ekki í að hringja í að minnsta kosti 3 Ólafi Þórðarsyni með bjánalega spurningu. En þá er ég búin að beita útilokunaraðferðinni á hina 20... eða svo.
En ég hef verið að grúska í pappírunum hans tengdaföður míns, og er með flest lögin hans á nótum og í upptalningu. Nokkur samt sem hafa ekki verið opinberuð og skrifuð með hans eigin hendi.
Eitt þessara ljóða eða texta samdi hann í Vestmannaeyjum. En Elli minn bjó þar um tíma fyrir gos. Hann hafði nýlega keypt sér hús á Brekkugötunni og faðir hans kom til að hjálpa honum að setja húsið í stand. Þá var bræðsla á fullu og sennilega hefur gamla manninum ekki fundist lyktin góð. Því hann kvað svo:
Í Vestmannaeyjum eru hús
orpin aur og sandi.
Þar er bæði lundi og lús
og lyktin óþolandi.
Hér eru nokkrar stökur handskrifaðar eftir hann:
Vondur finnst mér veturinn
með veðurofsa sínum.
Í fyrrinótt í fyrsta sinn,
fraus í koppnum mínum.
Til að þekkja þingeying
þarf ei mikil kynni.
Hann gumar allann ársins hring
af ættartölu sinni.
Skafti eða Náttfari eins og hann kallaði sig var þingeyingur.
Komin er í varpa vor
vermir sólin bjarta.
Örvar mátt og eykur þor
enginn þarf að kvarta.
Eftir langan ævidag
er mér ljúft að segja.
Ég vil senn um sólarlag
sæll og glaður deyja.
Alltaf stökur ein og tvær
upp úr manni renna.
Ef að ríma ekki þær,
er það mér að kenna.
Vissulega veit að ég
vonda hef ég galla.
Einna lakast er nú það
að ég hafi skalla.
Þessi er örugglega ort um einhvern vin sem var farin.
Mig, þig vantar vinur minn.
vandi er nú að lifa.
Því þú hafðir alltaf af
svo undurmörgu að gefa.
Við Skafti vorum miklir vinir, ég hafði líka gaman af að dunda mér við að semja svona eitt og eitt. Þó ég komist ekki í hálfkvisti við hann. En hann var ótrúlega skemmtilegur og lifandi maður. Blessuð sé minning hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.11.2011 | 15:49
Kúlulíf.
Hér gengur lífið sinn vanagang. Allt á fullu Hér eru nokkrir unglingsstrákar að "Lana" ætla að vera hér yfir helgina, það er stór helgi því það er vetrarfrí í skólanum.
Það er leikið sér fram á kvöld og svo er sofið í hrúgu á gólfinu, og allir ánægðir. Ekki síst ég, það er bara gott að vita af stubbnum heima hjá sér og ekki sakar að hafa vinina líka.
Að vísu eru svona vanhöld á að ég komist á netið, en það eru líka til góðar bækur að lesa, svo þetta gengur upp.
Mestar áhyggjurnar af Alejöndru, en hún tekur þessu með stóískri ró, og fer í heimsókn til vinstúlkna sinna, þær eru að sinna lærdómi og undirbúa sig. Stelpur eru miklu samviskusamari en strákar. Það er nokkuð ljóst.
En svo má segja líka að einmitt svona tölvuleikir og slíkt þjálfi unglinga upp á framtíð sem fer að miklu leyti fram í tölvum og tækni. Enda eru flestir 15 ára guttar löngu orðnir sérfræðingar í tölvu og tækni málum.
Það er allavega gaman að fylgjast með þeim.
Í dag komu svo blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gehrmann með ljósmyndara með sér. Þau komust loksins vestur með flugi.
Stillt upp fyrir myndatöku.
Svo ég er búin að vera að sitja, standa fyrir framan myndavélar núna í einn tvo tíma eða svo, mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera bak við myndavélina. En svona er þetta nú. Tímaritið heitir GEO article og er þýskt, en þeir skrifa mikið um aðrar þjóðir, síðasta blaði var um Scotland. Þessi grein kemur samt ekki fyrr en næsta sumar. En þetta viðtal er vegna bókarinnar sem hún gaf út í fyrra, þá vildi þetta stóra forlag fá meiri pistla og myndir af íslenskum arkitektúr og íbúum öðruvísi húsa.
Bauð þeim auðvitað upp á kaffi og brauð, og svo skoðuðum við myndirnar, þær voru flestar mjög fínar.
Alva áritar bókina sína fyrir vini sem ég ætla að gefa hana, bæði dóttur minni og austurrískum vinum.
Síðustu sólargeislarnir þetta árið eru þessa dagana, bráðum kemst sólin ekki upp fyrir fjöllin, og þá verður enginn gleðigeisli næstu vikurnar. En við lifum það af. Tökum bara lýsi og Dvítamín.
Ég hugsaði oft um það þegar ég var yngri hvort ekki væri hægt að saga aðeins ofan af fjöllunum, til að sólin næði uppfyrir.
En svo fór ég í garðyrkjuskólann í Hveragerði og uppgötvaði dálítið sem ég vissi ekki af.
Af því að það er ekki vandamál hér, en í skammdeginu er sólin alltaf beint í augunum á manni við akstur.
svo nú er ég bara ánægð með að hún hvíli sig svona yfir bláveturinn. Og þegar hún fer að læðast niður hlíðina mína hér fyrir ofan á vorin, þá er það ákveðin tilhlökkun að sjá hana færast neðar og neðar með hverjum deginum sem líður.
Uns hún loksins kemst alla leið niður í Sólgötu,og þá drekkum við sólarkaffið með rjómapönnukökum. Það er hátíðleg stund get ég sagt ykkur sem ekki þekkið til.
En það er svona aðeins farið að bætast í ruslið hjá strákunum Veit ekki hvernig þetta verður á mánudaginn. En svona til foreldranna, þeim líður vel og eru í góðum höndum.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
2.11.2011 | 15:33
Er það nokkur spurning?
Flott fyrir grikkja að fá þetta svona á hreint. En í alvöru þetta sýnir í hnotskurn örvæntingu forystumanna ESB elítunnar. Þau eru farin að verða virkilega hrædd. Þetta eru skýr skila boð um það að þau eru komin á varðberg og farin að sýna klærnar.
Málið er nefnilega að ef Grikkland stendur í lappirnar og fer út úr sambandinu, þá er ómögulegt að segja til um hverjir muni fylgja í kjölfarið? Bretar eru á ystu nöf með að fara, þó þeir séu ekki með evruna, og allskonar hótanir hafa falli í þeirra garð.
Málið er að það er að renna upp fyrir samfélögum fyrir utan okkar Samfylkingu að það er að fjara undan bæði Evru og ESB.
Ein spurning; hvernig getur ESB krafið aðildarríki sín um meira aðhald í fjármálum, þegar þeir hafa ekki skilað ársreikningum í 17 ár? Er það ekki tvískinnungur af verstu sort?
Hvernig væri að þeir byrjuðu heima hjá sér og gerðu skil á þeim fjármunum sem runnið hafa í gegnum greipar foringja í Brussel, svona til að varða veginn fyrir hina skussana?
En ég segi þegar gröftur byrjar í sári, þá er um að gera að hreinsa sárið strax, jafnvel skera í kýlið ef annað dugir ekki. Að setja plástur eða setja bindi á slíkt gerir bara að verkum að sárið verður meira og alvarlegra og getur að lokum dregið sjúklinginn til dauða. Graftrarkýli á að hreinsa út þó það sé sársaukafullt. Þannig er það líka með þetta vandræðaástand ESB, í raun og veru ætti elítan að þakka grikkjum fyrir að taka svona á sínum málum, í stað hótana.
![]() |
Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.11.2011 | 22:25
Inninotalegheit.
Í dag var svona inni kúra veður. Kalt og snjókoma. Allstaðar ófært og ekki flogið. Í gær ætlaði Alva Garett rithöfundur og blaðamaður að koma hingað með ljósmyndara og ræða við mig og tak myndir af húsinu fyrir forlag sem hefur áhuga á að gefa út bók um íslensk hús og arkitektur. Þau biðu út á flugvelli allan morguninn, og hættu svo við að koma í gær, en ætla að koma á laugardaginn, þá er spáð betra veðri sagði hún. Ég hugsaði með mér, enn eitt ævintýrið fyrir útlendinga, að lenda í íslensku vetrarveðri og færð
En ég er búin að vera inni og hugge mig í allan dag, nema rétt skrapp í bæinn til að kaupa í kjötsúpu, því hvað á betur við en einmitt íslensk kjötsúpa á svona degi.
Já í svona veðri er best að hafa það notalegt inni með kerti og hanga í tölvunni, ganga frá þvotti og leggja svo kapal, eða lesa góða bók.
Það er eins og vetur konungur sé bara komin til að vera.
Fuglarnir hafa ekki einu sinni getað klárað að borða reyniberin, og í dag gaf ég snjótittlingunum kurlaðan maís, þeir urðu voða kátir.
Músin er alveg í essinu sínu, hún skemmti mér í dag með að hlaupa utan við eldhúsgluggann, hengipotti sem þar er með blómum, og var að borða fræin, það er gaman að sjá hvernig þær borða, setjast og taka matinn í framfæturnar og borða.
Jörð kallar, steinar frá Austurríki.
Rakst svo á þessa gaura í bókahillunni, þeir eru reyndar búnir að standa þarna rólegir síðan um síðustu jól Ég tók bara ekki eftir þeim fyrr en í dag, svei mér þá.
En ég er orðin hálf þreytt, ég þarf alltaf meira að sofa svona í skammdeginu, svo ég segi bara góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar