30.11.2013 | 18:20
Myndir bannaðar... eða hvað?
Mér virðist vera meinað að setja inn myndir hér, veit ekki hvað það þýðir, en er buin að senda fyrirspurn. Fæ upp meldingu: Afsakið gluggavörn varfans hefur verið meinað glugga, sem umsjónarkerfið notar leyfi til þess aqð opnast. Þú verður að leyfa þessum vef að opna sprettiglugga(popp up) tgil að geta nýtt þennan möguleika.
Er þetta eitthvað nýtt, eða hvað er í gangi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2013 | 13:36
Herra Páll Magnússon, útvarpsstjóri "allra landsmanna"
Eitt er að komast ekki hjá uppsögnum annað er að reka fólk út og leyfa því ekki að vinna uppsagnarfrestinn og loka á öll netsambönd þeirra.
Samanber þetta hér: "Kæru vinir. Fólki sem ég hef unnið með í meir en tvo áratugi var sagt upp í dag. Þessum starfsmönnum var bannað að vinna út uppsagnarfrest sinn og ljúka við þá þætti sem þeir voru með í vinnslu. Þeim var gefið ótvírætt til kynna að nærveru þeirra væri ekki óskað framar. Tölvupósti þeirra var lokað. Eftir margra ára ósérhlífið starf við Ríkisútvarpið var komið fram við þetta fólk eins og glæpamenn. Ég hugsa: Hvar er ég stödd? Er þetta útvarpið sem ég hef unnið fyrir í 23 ár? Víkingur Heiðar talar um það á dv.is í dag að hann óttist að Rás 1 verði eins og rjúkandi rúst. Það er einmitt það sem er að gerast. Ég er stödd í rjúkandi rúst. Boðað er til mótmælafundar fyrir utan Útvarpshúsið, Efstaleiti, á morgun kl. 12.30. Ykkar Una Margrét."
Eru þetta vinnubrögð sem eru sæmandi? Nei Páll Magnússon, og við þessar aðgerðir vakna ýmsar spurningar.
Til dæmis vissir þú um þennan niðurskurð þegar þú ákvaðst að falast eftir Gísla Marteini til að stjórna þætti á sunnudagsmorgnum?
Hvað kostar bruðlið kring um afmælishátíð Rásar2? Til dæmis að fá gamla þáttastjórendur til að vera með þætti í anda þess sem var? Ég slökkti á útvarpinu þegar Hvítir mávar byrjuðu, Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti okkar manni að norðan heldur vegna þess að ég fékk óbragð í munninn að hugsa um allt fólkið sem verið er að reka út, rétt fyrir jólin, fólk sem fær ekki einu sinni að klára það sem það var að vinna að, fær ekki að vinna uppsagnarfrestin. Felst einhver sparnaður í því? þarf ekki að greiða þeim laun hvort sem er?
Það læðis að manni sá grunur að þarna hafi verið makkað eitthvað til að losna við óþægilega ljái í þúfu.
Sá að einum elsta íþróttafréttamanninum var sagt upp. Og þá kemur upp í hugann dóttir þín, það getur vel verið að henni hafi verið sagt upp líka, en ég hef ekki séð það. Og þá kemur sú spurning:
Hver ákveður hverjir eru reknir og hverjir fá að halda starfinu, ef ekki er farið eftir starfsaldri? Og ef þú kemur að þeirri ákvörðun, ertu þá ekki vanhæfur vegna innbyrðisskyldleika?
Nýr þáttur leit líka dagsins ljós fyrir skömmu, minnir að hann heitir "Veistu svarið". Var á þínu vitorði niðurskurður þegar þú ákvaðst að taka þennan þátt til sýningar og hvað kostar hann?
Útsvar er orðið frekar úreltur þáttur og hefur misst sinn sjarma, verður hætt með þann þátt til sparnaðar?
Nýlega var ráðist í allsherjar uppstokkun á stundinni okkar, þar sem kostað er meira til að því er virðist, hefði ekki verið upplagt að minnka glimmerið þar? Sýnist börn í kring um mig ekkert horfa frekar á nýju útgáfuna en það gerði áður.
Kastljós hefur verið einn af þeim þáttum sem hvað mest hefur verið sem skrautfjöður sjónvarpsins, þar hafa menn staðið sig einkar vel, ekki síst Jóhannes Kristjánsson sem hefur komi á framfæri svo eftir hefur verið tekið umræðum um fíkniefnavandann og það böl sem því fylgir. Hefði ekki verið nær að skera eitthvað annað niður en að reka þann mann? Til dæmis mega Hraðfréttir algjörlega missa sig, en það er mitt mat.
Svo vil ég lýsa samúð minni til þess starfsfólks sem hefur fengið reisupassann sinn svona rétt fyrir jólin, og að því virðist með offorsi. Ef það er rétt sem hér kemur fram að ofan, um að starfsfólki hafi hreinlegal verið fleygt út í bókstaflegri merkingu og ekki óskað eftir vinnuframlegi þeirra frá þessari stundu, þá er það ekkert annað en glæpsamleg aðför að virðingu fólks og öryggi. Nóg var nú samt að missa vinnuna þó ekki væri bætt um betur með slíkri framkomu.
Fram yfir þessa helgi ætla ég ekki að hlusta né horfa á Rúv, ekki fylgjast með ´"hátíðarhöldunum" sem þið kallið svo ósmekklega eftir þessa aðför að starfsfólki ykkar.
Svo væri fróðlegt að fylgjast með andrúmslofti á vinnustað þar sem slíkt ofbeldi hefur farið fram. Ætli þetta sé eitt af tilraunum til að þagga niður óþægilega umfjöllun eða þagga niður í fólki sem ekki eru stjórnvöldum sammála? Og er þá einhver "kaupmáli" innifalin í því fyrir þig? Spyr sú sem ekki veit.
Ég var slegin fyrir þessum uppsögnum, en ég er ofsalega reið að heyra hvernig farið hefur verið með fólkið.
Þú skuldar ekki bara starfsfólki þínu útskýringum, heldur landsmönnum öllum því það hefur jú verið staglast á því að rúv væri útvarp allrar þjóðarinnar.
Ég vonast til að fá svör, ég er nefnilega frekar skynsöm manneskja og praktísk, og ef ég fæ útskýringar sem ég get sætt mig við þá er það ágætt, þangað til segi ég bara skammist þið ykkar.
![]() |
Ekki komist hjá uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.11.2013 | 13:25
Að toppa vitleysuna.
Þessi frétt er rothögg að mínu mati. Jóhannes er einn af þeim örfáu sem hafa virkilega unnið að málefnum fíkla og þeirra sem verða útundan í lífinu.
Nú ætla ég að fylgjast vel með hverjir fá aðrir reisupassann, ætla til dæmis að skoða hvort Hraðfréttir verði enn á sínum stað, og hvort skorið verði niður íþróttafréttir, þ.e. heilir þættir með dóttur Páls, vikulega eða oftar. Og nýji þátturinn hans Gísla Marteins.
Ég er sammála þeim sem segja að þarna hafi hann toppað vilteysuna með ráðningu Gísla Marteins. Væri ekki nær að leggja þann þátt af? Eða eigum við bara að digga ligga lá og skemmta okkur meðan mál sem brenna á ná ekki til útvarpsstjórans, skammastu þín bara Páll Magnússon.
![]() |
Ég var rekinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.11.2013 | 14:35
Ég ætla að bjóða ykkur í ævintýraferð um Ísafjarðardjúp.
Eins og sumir vita fór ég til Reykjavíkur núna í síðustu viku til að vera við jarðarför elskulegrar vinkonu minnar, skólasystur og sálufélaga.
Ferðin gekk vel þó það væri brunhált allt djúpið og alveg niður í Borgarfjörð, en við fórum dalina. Ég tók nokkrar skemmtilegar vetrarmyndir í Djúpinu, líka svona til heiðurs minni vinkonu, hún bjó um tíma þar, uns þau hjón urðu að fara suður vegna slyss sem eiginmaður hennar varð fyrir, og sýndu þau bæði mikið þrekvirki þar. Hann varð undir jeppa sem han ók, og gat kraflað sig undan honum, með brotinn fót, hann skreið svo þannig á sig komin langan veg en konan hans hún Dísa mín sótti hann svo á sleða það sem eftir var leiðarinnar. Hann missti fótinn og því var búskapurinn fyrir bí.
Það var gaman að sjá að töluverður fjöldi skólasystkina okkar kom og sýndi henni hinstu virðingu. Ég reyndi að finna þau og fá þau til að sitja öll saman. Við erum ótrúlega náinn hópur, eins og við vorum nú alltaf þvers og kruss þegar við vorum í skóla. En svo er sagt að oft verði gæðingur út göldnum fola og við þessir villingar og dúxar hver á sinn hátt höfum náð að þroskast til góðrar vináttu og virðingar.
Elskurnar það var virkilega gaman að hitta ykkur svona mörg, ég veit að Dísu hefði þótt vænt um það, því það var henni mikils virði að hitta sem flest fermingarsystkinin.
Athöfnin var afskaplega falleg, presturinn þekkti Dísu úr safnaðarstarfi kirkjunnar og fór hlýlegum persónulegum orðum um hana, enda var Dísa einhver sú yndælasta manneskja sem ég þekki.
Rúnar Þór spilaði svo fallega lagið sitt fyrir hana, hann sagðist hafa samið það inn í Svansvík, þar sem hann var í sveit hjá þeim hjónum. Það vöknaði mörgum um augun að hlusta á þennan töffara fara svo fallega með, og sýna Dísu svo mikin kærleika. það sýnir bara hve góður drengur hann er.
Ég fékk að vera við kistulagninguna, því ég mér var bara ómögulegt að trúa því að hún væri farin. Og ég er þakklát fyrir að fá að kveðja hana á þann hátt.
Og nú hef ég setið við með handrit sem hún hafði farið yfir fyrir mig, og leiðrétt mínar villur, það er frekar ótrúleg upplifun að vera með í höndunum útskýringar og leiðréttingar og hlýleg orð frá konu sem ég veit að er farin annað.
En ég sem alltaf ævintýri fyrir barnabörnin mín, það er af því að ég á svo mörg og það er ódýrara að semja sögu og láta prenta hana en að kaupa misskemmtilegar gjafir fyrir 23 börn.
Þau hafa líka gaman af þessum ævintýrum og bíða eftir að fá að lesa um ævintýri sem þau lenda sjálf í.
Nema undanfarin ár hefur Dísa mín leiðrétt handritin. Það vildi hún gera líka núna. Og var ég búin að senda henni söguna mína.
Dísa hafði veikst í haust, en var á góðum batavegi, og sagði mér sjálf að nú væri þetta allt að koma, hún ætlaði ekki að gefast upp. Svo kom reiðarslagið bróðir hennar hringdi í mig og sagði mér að hún væri dáinn. Ég ætlaði ekki að trúa þessu.
Svo þegar ég hitti fólkið hennar fyrir sunnan, sögðu þau mér að hún væri búin að leiðrétta bókina. Miðað við tímann sem hún hafði, taldi ég að það væri útilokað að hún hefði getað gert það.
En nei, búnkann fékk ég í hendur leiðréttan og með hlýlegum orðum eins og hún var vön.
Takk enn og aftu elsku Dísa mín. Og bestu óskir og þakkir til ykkar allra skólasystkina minna sem ég hitti þarna. Þar voru, Erla, Iðunn, Margrét, Kristín, Anna, Ebba, Rósa, Auður, Nanna, Hildur, Þyrí, Addi, Gísli og Þórir. Vona að ég hafi engum gleymt. Þá er bara að minna á sig.
En ég sagði að ég hefði tekið myndir á leiðinni suður.
Séð út á Snæfjallaströndina, það er orðið sólarlítið hér fyrir vestan þessa dagana.
Vestfirsku fjöllin eru alltaf glæsileg, sérstaklega í skammdegisbirtu.
Svarthamar, örugglega inngangur trölla eða annara stórra vætta.
Það er eins og rjúki úr fjallinu, en það er snjór en ekki reykur. Nema tröllin séu að grilla.
Svo sannarlega hefur þessi árstíð sinn sjarma og fegurð. Hér má sjá stökkvandi tigrisdýr.
Ég elska þetta fjall, það bíður upp á ævintýri og dulúð, hvernig sem viðrar.
Kallast hér á við Hestinn.
Elli minn varð þyrstur og þurfti að príla niður að næsta læk, en það var hægara sagt en gert, því allt djúpið var hálagler.
En upp komst hann samt alla leið aftur.
Þetta er eins og að ferðast um ævintýraheim. Við sjáum hér í ytraskarð á Snæfjallaströnd. En það er varla hægt að sjá hvar fjallið er og hvenær skýin taka við.
Hestfjörðurinn.
Hér sjáum við fjallið ennþá betur.
Sjáið ljósblettinn hér fyrir ofan, ég var að býsnast yfir því að sólin glampaði svona og skemmdi myndina...
Þegar ég áttaði mig á því að hér var enginn sól og engir geislar. Þetta er því bara einhver vatnavera að passa upp á fossinn sinn í klakaböndum.
Sólin glampar nefnilega ekki lengur á þessum tíma, heldur roðar skýin svo fallega.
En verurnar eru þarna og passa upp á sitt.
Svona getur himnagalleríið verið fagurt.
Og svona, þetta eru ský.
Ævintýri á Steingrími.
Það er ekki hægt annað en að elska þetta land og ævitýralegan ljóma þess. Hér liggur vegurinn eins og dökkt band á hvítum Steingrími.
Og það má láta sig dreyma um aðra veröld handan hins áþreyfanlega.
Leyfa sér að detta inn í ævintýrið og njóta augnabliksins, því þessi sýn kemur aldrei aftur bara önnur öðruvísi.
Það má spyrja hvar endar raunveruleikinn og draumurinn hefst?
Kæru skólasystkin og bloggvinir, vona að þið hafi ánægju af þessum myndum og því sem þær innibera, því það er svakalega ódýr ánægja svona mitt í ölllu auglýsingaflóðinu og peningastreyminu sem er í gangi þessa dagana.
Leyfið frekar því sem er næst ykkur að njóta sín, svona upplifun er algjör sálarhreinsun.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2013 | 23:28
Ágæti frændi
Já frændi sæll, þú ert sem sagt jafnréttissinni, það kemur mér á óvart. Ég sem hélt alltaf að þú værir að aðstoða mig og hjálpa með minn son, en komst svo að því að þú varst það ekki. Fíklar eru sem sagt ekki menn sem eiga að sitja við sama borð og aðrir, er það jafnrétti?
Mér hefur sjaldan verið meira brugðið, eftir að hafa leitað til þín um að hjálpa syni mínum, og fengið góð orð og hlýju, þegar sonur minn sagði mér að þú hefði sagt við hann: Ég skal sjá til þess að þú komist aldrei upp úr þessu.
Sonur minn laug aldrei að mér um svona. Ég sem treysti þér algjörlega og kom oft og baðst hjálpar, og allan tíman varstu að brosa framan í mig og plotta á bak við mig.
Ekki tala um jafnrétti, meðan þú viðurkennir ekki að fólk sem á við fíkn að stríða er ekki í þínum augum mannlegar verur heldur óþjóðalýður sem á ekki að arða upp á.
Ólafur Helgi, svo sannarlega hefur þú gjörsamlega brugðist móðurinni í mér, og ég mun alla tíð sjá eftir að hafa treyst þér betur en syni mínum. Hafðu skömm fyrir.
Enda náði hann sér ekki upp á strik, fyrr en þú varst farin héðan og fluttur burt og annar sýslumaður tekin við sem gerði það sem þurfti til að bjarga honum. Blessuð sé hún.
Þannig að nú hef ég áhyggjur af öllum Júllum sem eru í þínu umdæmi, því þitt jafnrétti er svona álíka og þegar sagt er, með svona vini, þurfum við ekki óvini.
Já kæri frændi minn ég er reið, alveg ofsalega reið yfir að hafa treyst þér, það þarft þú að lifa við en ekki ég. Ég nefnilega missti drenginn minn, honum hefði getað verið bjargað ef ekki hefði verið fyrir menn eins og þig sem núna tala um jafnrétti.
![]() |
Ástandið vonandi tímabundið |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2013 | 10:52
Magndís Grímsdóttir vinkona mín.
Á morgun verður elskuleg æskuvinkona mín Magndís Grímsdóttir jarðsett, frá Árbæjarkirkju, kl. 13.00.
Hennar er sárt saknað af fjölskyldunni og vinum sínum. Því Dísa hvar hvers manns hugljúfi, alltaf svo kát og æðrulaus þó eitthvað bjátaði á. Hún var ein af þessum hvunndagshetjum sem lagaði einhvernveginn allt í kring um sig, með brosi sínu og blíðu.
Ég veit að ekkert myndi gleðja hana meira en að fá sem flest af skólasystkinum og fermingarsystkinum til sín í hinstu kveðju.
Ég vonast til að sjá ykkur sem flest elskurnar.
Bless elsku Dísa mín og takk fyrir öll rúmlega 60 árin sem við vorum nánar vinkonur.
Nótt.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í breiðum fuglar hvíla rótt,
þeir haf aboðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
og aftanskinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Árni Thorsteinsson/ Magnús Gíslason.
Góða nótt elskulega vinkona mín.
Dreymi þig fallega drauma elskan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2013 | 16:22
Að flokka sorp.
![]() |
Hvatti þingmenn til að flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2013 | 15:54
Rosemary frá Kenya í Samkaupum á Ísafirði bara í dag.
Rosemary er komin í bæinn. Hún er eins og áður að selja fallega muni frá Kenya, með því er hún að safna fyrir barnaskóla í Kenya. Þau eru búin að opna leikskólann, og nú er byrjað á að byggja barnaskóla. Það er margt fallegt hjá henni Rosemary, og einmitt gaman að kaupa jólagjafirnar hjá henni, og styrkja um leið gott málefni.
Hér er hún þessi elska, með sitt bjarta bros, og allur ágóði af sölunni rennur beint til að byggja skólann í Kenýa.
Margar skemmtilegar gjafir sem hægt er að velja um.
Hvet alla til að skreppa og kíkja í Samkaup, hún verður þarna allavega til kkl. 6. Fyrir sunnan er hún svo stundum í Mjóddinni og eins í Kolaportinu. Þau hjón eru virkilega að vinna gott starf fyrir börnin í Kenýa, þau voru sjálf bláfátæk og þekkja vel skort og fátækt, þess vegna leggja þau sig öll fram við að skapa betra líf fyrir börn og einstæðar mæður í heimalandi sínu.
Úlfur tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna í gær, Alejandra reyndar líka. Flottur strákurinn minn. https://www.youtube.com/watch?v=uJBb6hvBWqU
Hér er hann á Aldrei fór ég suður.
Eigið gott kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2013 | 21:57
Hvers á Tómas Halldór Pajdak að gjalda?
Ég algjörlega mótmæli þessari aðför að Tómasi Halldóri Paidak. Mér er alveg sama af hvaða hvötum hann er látinn fara á þennan hátt, það er komið nóg af þessum skrípaleik, og þeir sem ábyrgðina bera eru Þröstur forstjóri Heilbrigðisstofununarinnar og landlæknir.
Ég sem sjúklingur þessa manns krefst þess að hann fái að vinna út sinn tíma til áramóta. Málið er að það hefur fjórum læknum verið úthýst af þessari heilbrigðisstofnun sem ég hef verið hjá. Fyrst var það Fjölnir, síðan Finnbogi, svo Sólveig og núna Tómas. Allir þessir læknar eiga það sameiginlegt að hafa verið vinsælir og mikið sóttir af fólki hér í bænum og nágrenni, hef líka í huga Lýð Árnason, þó ég viti ekki endilega um hann sem slíkan, en vinsæll var hann. Þessir menn hafa allir verið látnir fara. Oftar en ekki án útskýringa.
Ég krefst þess að Þröstur útskýri hversvegna Tómasi er fyrirvaralaust vikið út starfi, og fái ekki að vinna út tímann sinn, og enginn skýring gefinn.
þetta er bara ólíðandi og ég krefst þess að farið verði ofan í saumana á þessu ástandi. Viðkvæmt ástand segir Landlæknir, gerðu þá eitthvað af viti herra landlæknir, en ekki draga þessi mál, af því að þau eru svo óþægileg, það er búið að draga þetta mál von úr viti, og við sem hér erum vitum ekki hver verða næstu skref.
Og ég geri mér alveg grein fyrir því með að segja þetta mun ég ekki geta reitt mig á að fara á Fjórðungssjúkrahús Ísafjarðar, því mér yrði sennilega bara hent út, ef miðað er við ástandið.
Ég geri mér líka grein fyrir því að um leið og einver læknir eða kandidat kemur hingað til vinnu og verður vinsæll meðal sjúklinga, mun honum verða bolað burt, miðað við það sem átt hefur sér stað.
Ég er ekki að ásaka lækna og hjúkrunarfólk. Ég krefst þess að forstjórinn Þröstur og landlæknir stoppi þessa vitleysu og hafi manndóm í sér til að hugsa um hag okkar fólksins í bænum, en ekki einhvern vinskap, klíku eða vorkunnarsjónarmið. Hér er miklu stærri vandamál um að ræða en svo að þau leysist með að henda einum enn lækninum út með offorsi.
Það er einfaldlega komið nóg.
En stundum getur maður ekki gert annað en að rísa upp og mótmæla,fjandinn hafi það.
![]() |
Tómasi lækni sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.11.2013 | 00:19
Vetur í bæ og sólskin í kúlu.
Eitt barnabarnið gisti hjá okkur í fyrrinótt.
Hún þessi elska hringdi í okkur og spurði hvort við vildum verða afi og amma, og auðvitað sögðum við já, hvað er annað hægt en að taka svona kríli inn á fjölskylduna, og svo fékk hún að gista.
Amma kanntu að gera svona sjóræningja hatt? HAHAH.
Já auðvitað sagði amma, og svo fékk hún sjóræningja hatt.
Svo þurfti að fara að sofa, og þá var að þvo ennibein og auga nebba flipa, hökuskekk og hálsakot, eins og afi hefur gert alla tíð við börn og barnabörn.
Hátta og fara í náttaföt. bursta tennur og svo framvegis.
Að því loknu þá var að fara að lesa, rétt eins og hefur verið gert á þessu heimili bæði fyrir börn og barnabörn, fyrir valinu var Elsa María og pabbarnir sjö.
Það var afar spennandi með alla litlu pabbana.
Og svo auðvitað eins og með þau öll hin, undi hún sér afar vel að gista hjá ömmu og afa í kúlu <3
Hér eru svo nokkrar vetrarmyndir frá því í gær, svona til að sýna hve allt getur verið flott líka í snjónum.
Allt svo fallegt og næstum jólalegt.
Snjórinn þekur og hlýfir jörð og gróðri.
Allt verður einhvernveginn svo tært og friðsamt.
Gróðurinn öðlast nýja dýpt.
Eins og fegurstu skúlptúrar.
Vetur, sumar, vor og haust,hvert um sig hefur sinn sjarma.
Stundum hanga eitt eða tvö lauf ennþá og neita að fara
En þannig er líka lífið, og þó við viljum ekki fara, þá förum við þegar okkar tími er liðin. Því þá er það bara þannig.
Góða nótt mín kæru hvar sem þið eruð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar