Áfram frjálst Ísland.

Lilja mín við megum ekki gefast upp.  Auðvitað eru vonbrigði að fólk fari ekki að mótmæla.  En við vitum að fólk er óánægt með ástandið og vill breytingar.  Nú er bara að taka sig saman og grasrót fólksins taki sig saman um að mynda góðan hóp venjulegs fólks sem vinnur að nýju afli til framtíðar.  Það þarf að virkja Frjálslyndaflokkinn, Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna og óháða aðila til góðra verka, samstarf þessara afla geta skipt sköpum.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Núna er rétti tíminn til góðra verka og þjóðhyggju. 


mbl.is Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit einhver hvort hægt er að kaupa hljóðbók um Einar Áskel?

Litla gulið mitt Sólveig Hulda auglýsir hér með eftir hljóðbók um Einar Áskel.  Sólveig sem býr í Noregsi, þarf að viðhalda sinni íslensku, það er auðvitað lesið fyrir hana af foreldrum og afa sínum.  En betur má ef duga skal.  Ef einhver veit um hvort og hvar er hægt að kaupa hljóðbækur um þennan uppáhalds vin hennar, þá væri vel þegið að fá þær upplýsingar.  IMG_4375

Að öðru leiti er allt gott að frétta af mér. Ég er á fullu að vinna að yfirvetrum í garðplöntustöðinni, er líka búin að vera rosalega dugleg bæði í gær og í dag.  'Eg tók slátur á fimmtudaginn gerði 20 keppi af slátri og lifrarpylsu, er búin að frysta þetta og ganga frá.  Tók upp kartöflurnar mínar og grænmetið, á eftir að ganga frá grænmetinu með að hálfsjóða það og frysta.  Er að fjölga plöntum fyrir vorið. 

Svo gerði ég eitt af mínum uppáhalds sláturmat vélundu, vinnufélagi minn sem er bóndi hafði tekið frá fyrir mig slatta, og frysti af því að ég var erlendis þegar slátrað var.  Og þá var bara að fylla þau með kjöti og frysta.  Þau eru svo góð, og ekki hægt að fá þau í sláturhúsum, já það ERU enginn sláturhús á Vestfjörðum, heldur eru skepnurnar fluttar landshorna á milli við illan að aðbúnað.  En svo mega bændur slátra heima til heimabrúks, en þar sem margir nota sér ekki vélundun þá má ég eiga þau.  Takk fyrir migHeart

En í gær hélt svo Alejandra upp á afmælið sitt með vinkonum sínum.

IMG_4565

Hún á góðan hóp af vinkonum, og þær hittust í gærdag til að undirbúa veisluna.

IMG_4567

Þetta eru þrælklárar og flottar stelpur.

IMG_4569

Bökuð þessi fína terta og svo þetta sælgæti.

IMG_4573

15 ára hve tíminn er fljótur að líða, 4 ára kríli sem kom hingað og er núna orðin 15 ára.Heart

IMG_4574

Krakkarnir mínir hafa bæði gaman af að elda, hann skemmtilega rétti aðallega asíska eða ítalska, en hún hnallþórur og sælgæti.

IMG_4584

Svo var boðið upp á Pizzur.

IMG_4585

Og þær virtust skemmta sér konunglega nokkrar þeirra gistu svo í nótt.  Ungdómurinn er alltaf jafn einlægur og yndislegur ef við gefum okkur tíma til að vinna með þeim og taka þátt í lífi þeirra.

Og nú er ég að sjóða í kæfu.  Jamm ég er bara ánægð með sjálfa mig þessa dagana.  Vona samt að við fáum nokkra daga í viðbót þar sem hægt er að vinna úti svo mér auðnist að ganga frá því sem þarf að ganga frá undir veturinn. 

Í gær kom svo í ljós að allar hænurnar mínar höfðu stungið af.  Það var hvasst um nóttina og hurðin á gerðinu þeirra hafði opnast.  En sem betur fer voru þær bara niður á lóð, og fóru inn þegar kvöldaði til að fá sér að borða, svo hægt var að loka þær inni.  Ekki vil ég að minkur nái þeim þessum elskum.   Fiskarnir eru líka að undirbúa veturinn, þeir hætta að borða á haustinn, en þurfa þá að hafa borðað fituríkan mat sem verður þeim eldsneyti yfir veturinn.  Elsku Pípí minn er farinn en gröfin hans er hér á lóðinni þökk sé elskulegum systrum mínum Ingu Báru og Dóru, sem leituðu hann uppi og báru heim og grófu og skreyttu gröfina. 

Svona getur lífið verið einfalt og gott, ef kröfurnar eru ekki meiri en þetta.  Það mættu bankamenn og pólitíkusar taka sér til eftirbreytni.  Lífshamingjan liggur ekki í meiri yfirráðum eða peningum.  Hún liggur þverst á móti í því að hlú að því sem er manni kært, hvort sem það er fjölskyldan, gæludýrin eða gróðurinn í kring um mann.  Maður fær mikla ánægju af að vita að öllum þessum líður vel. Það nærir sálina og gefum manni þvílíkt skot inn í sálarfrið.

En sumir eru því miður svo veruleikafirrtir að halda að hamingjan felist í allof hárri bankainnistæðu, eða að ráða yfir öðrum með frekju, eða hafa þau völd að ota sínum tota.  Meðan allt þetta nagar samviskuna sem ég held að allir hafi, þó afar djúpt sé á henni sumstaðar.  En svo er líka að þegar maður eldist og sér árangurinn af lífsstarfinu, þá má hugsa sér hverjum líði best, þeim sem hefur hugsað vel um þá sem manni er trúað fyrir, eða þeim sem hefur fengið allt sitt fram í skjóli valds eða peninga, og ef til vill ekkert stendur eftir, þegar samviskan fer á stjá.  Það er ömurlegt hlutskifti og verður ekki tekið til baka.

Lifið í lukku en ekki í krukku elskurnar. Heart

Fyrst ég er á annað borð að auglýsa eftir bókum, þá er ein bók sem ég elskaði sem krakki og gleymi aldrei og vildi gjarnan vita hvort sé einhversstaðar til, en það er risastór bók sem heitir Pönnukökukóngurinn.  Skrat skratskratarat og skratskrataskúmaskrat...... Ég vildi gjarnan eignast þá bók aftur. 


Þegar maður fer landavillt svona óvart í boði flugfélags.

Já það var komin tími til að halda heim.  Þó það sé yndælt að heimsækja fólkið sitt, þá er líka gott að komast heim.  Við fórum því ánægð út á flugvöll, en með söknuði þó.

IMG_4509

Já við vorum komin út á veg í tæka tíð.  Og svo var beðið.  Það var þoka á flugvellinum, en þotur komu og fóru... en ekki okkar.  Svo kom upp á skilti að flugvélin hafi tafist og upplýsingar yrðu gefnar eftir korter.... og svo annað korter, og þriðja korterið, svo var komið upp í hálftíma.  Ég var farið að hafa áhyggjur af flugvélinni sveimandi yfir Osló, svona eins og þegar flugvélin sveimar yfir Ísafirði á "góðum degi".  Loks var gefið út að flugvélin hefði lent í Gautaborg, það var þó allavega léttir að þau væru ekki að eyða orku í að sveima yfir Osló.  Þá hringdi sonur minn þau áttu von á farþegar með IE, og Tinna beið út á flugvelli lengi, uns ljóst var að vélin hafði ekki lent þar.  Hann sagði mér að það ætti að senda rútu með farþegana frá Gautaborg.  Ég hafði tekið eftir konu með tvo drengi sem biðu þarna ásamt okkur.  Þeir voru á svipuðum aldrei og mínir unglingar.

IMG_4510

Minn farin að leika sér á ýmsan hátt.

Ekki sást nokkur starfsmaður frá IE, nema stúlkan sem hafði átt að afgeriða okkur út í vélina, var hún þarna einhversstaðar, og ég var að senda Úlf til að spyrjast fyrir á þessum korters og hálftímafresti sem gefin var, og hún var víst orðin ansi pirruð.  Þegar við vorum búin að bíða þarna á flugvellinum í um 6 tíma, horfandi á aðra farþegar allavega tvær mömmur með þrjú ung börn, og fleiri börn og farþegar sem voru jafnilla upplýst og við, var loks tilkynnt að við færum með rútu til Gautaborgar, við yrðum sjálf að sækja farangurinn okkar niður á töskubeltið, en við myndum fá mat í rútunni.

IMG_4512

Orðin ansi óþolinmóður, og líka Alejandra.

IMG_4519

Þá var haldið niður á beltabandið.  Þessir gaurar eru reyndar allir ofvirkir, en voru samt ótrúlega flottir .... svona eða þannig.  Flottir samt.

IMG_4521

Ég vorkenndi nú eiginlega mest mömmunum með ungabörnin og hinum foreldrunum með minni krakka en við.

Þetta er svo maturinn sem við fengum í rútunni.  Það var auðvitað löng biðröð í rúturnar sem voru tvær, og var komin svefngalsi í flesta krakkana enda höfðu sum þeirra komið langt að til að fara í flug, ein hafði verið í 9 kl. tíma rútuferð frá Volda á flugvöllinn og bíða þar allan þenna tíma, og svo var um fleiri.

Aldrei sáum við neinn frá EX, en þarna var kona sem var með nafnalistann og raðaði í rúturnar, sem betur fer var barnafólkið látið ganga fyrir.   Eins og sést var drykkurinn ekki veigamikill í fimm tíma ferðalag.  Og þess vegna var stoppað á sjoppu svo fólk gæti fengið sér að drekka og jafnvel eitthvað í gogginn á eigin kostnað auðvitað. 

IMG_4523

Einhversstaðar á leiðinni tilkynnti svo bílstjórinn að við færum ekki út á flugvöll, heldur yrði okkur ekið á hótel og myndum við gista þar um nóttina, eða nokkra klukkutíma, þar sem við vorum ekki komin á staðinn fyrr en kl. um 12. þar var sagt að okkar biði matur.

Í enn einni biðröðinni þennan daginn.  Nú eftir hótelherbergi.

IMG_4524

Ég og vinkona mín sem ég eignaðist í þessari ferð Margrét vorum komnar með fimm unglinga, þessa sem við áttum sjálf og svo tvö auka.  Það var nefnilega vetrarfrí í skólanum í Noregi, og einhverjir unglingar voru á leið til ættingja á Íslandi, og forráðamenn voru orðnir áhyggjufullir um börnin þegar kom í ljós að það var ekki flogið frá Osló.  Annar drengurinn sem var með Margréti var jú með okkur, og svo fékk hún hringingu frá dóttur sinni sem átti vinkonu sem var orðin ansi hugsjúk út af sinni unglingsdóttur á svona ferðalagi, því varð það svo að við tókum þau að okkur og gættum þeirra.

IMG_4529

Komin inn á hóteli og aðeins að slaka á, hér er hópurinn að bíða eftir matnum, sem var ágætis rækjusalat.

IMG_4532

Við þessi nýja fjölskylda deildum okkur svo niður á herbergi sem betur fer, því þó ég til dæmis bæði um að vera vakinn, þá brást það, og nýja vinkona mín sem hafði heyrt að ég bað um vakningu hringdi í mig um morguninn svo ég gat vakið restina af mínu liði.  Við áttum sem sé að leggja af staða út á flugvöll kl. hálf sjö, en svo var því flýtt til tuttugumínútur yfir sex, og sem betur fer ræddu farþegar saman, því hvorki starfsfólkið á hótelinu eða neinn annar vissi neitt.  Enda enginn þarna frá flugfélaginu.

Hér erum við aftur í biðröðu á flugvellinum í Gautaborg, innskráning enn á ný.

IMG_4534

Og loks um borð í flugvélina.  Þar var virkilega vel tekið á móti okkur, og starfsfólkið allt að vilja gert til að þjónusta okkur.  Og allt frítt um borð, matur og vín.  Því miður gat ég ekki þáð neina drykki, því ég ætlaði að aka beint heim.

IMG_4538

Börnin okkar voru í rosa stuði, og þurfti aðeins að sjatla til eldra fólk sem var ekki eins fjörugt og þau. Cool En sem betur fer var nóg pláss í flugvélinni.

IMG_4539

Við Margrét voru bara nokkuð ánægðar með að hafa allan hópinn, því þau voru þá félagsskapur fyrir hvort annað.

IMG_4540

Við gátum því slakað á í flugvélinni.  En það var ekki sama sagan með foreldra og ættmenni unglilnganna sem við vorum að gæta.  Þau biðu í angist eftir  því hvernig þeim reiddi af.

IMG_4543

Og það voru felld tár við móttökuna á Keflavíkurflugvelli. Ég get alveg ímyndað mér áhyggjur fólks af unglingum í hálfgerðu reiðileysi svona milli landa.  En við Margrét sáum samt um þau með sóma. 

Og takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og vonandi hittumst við aftur.  Þetta var þrátt fyrir allt .... allavega öðruvísi.

Ég segi nú bara að það hefði verið heppilegra fyrir flugfélagið að hafa manneskju á staðnum í Osló sem fylgdi fólkinu og hefði haldið því saman og upplýst um hvert spor. Þessi óvissa um hvað gerðist næst var erfið.  Til dæmis að segja strax að flugvélin hefði lent í Gautaborg og við yrðum flutt þangað.  Það var ekkert annað í stöðunni tel ég vera þá strax.  Þegar svona kemur upp á sem auðvitað er ekkert við að gera, þá skiptir máli að halda fólkinu upplýstu um hvert skref.  Jafnvel bjóða því upp á hressingu á Oslóarflugvelli, þar sem fólk hefði getað rætt saman og verið í meira samabandi, en ekki þessi smáskammtaupplýsingar sem við fengum frá hinum og þessum og þetta væri mögulega svona eða kannski hinsegin.

IMG_4551

En þá erum við komin í Hesteyrarfjörðin og haustlitirnir upp á sitt besta.

IMG_4553

Ég hafði ætlað mér að koma við hjá frænda mínum honum Atla Smára Ingvarssyni í Mosó, en vegna þessara hrakninga var ákveðið að fara beinustu leið heim.

IMG_4554

Ég kem við hjá þér seinna elsku frændi.

IMG_4555

Nú er ég bara að reyna að ná mér upp úr leti og ómennsku. 

IMG_4556

Ég var líka heppinn að fara beint heim, því daginn eftir var byrjað að fenna og komin hálka á heiðar.

IMG_4557

Að vísu var hlýtt í dag, og snjórinn horfinn.  En veturinn læðist upp að manni hægt og hljótt.

IMG_4560

Því verður ekki mótmælt.

IMG_4561

Vona samt að fá nokkra sæmilega daga ennþá, því ég á eftir heilan helling að ganga frá fyrir veturinn.

IMG_4562

En svo verður bara að hafa það ef það næst ekki.

Takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og þið krakkar og ég er himinlifandi yfir að vera komin heim.  Þó ég sakni fjölskyldunnar minnar bæði í Noregsi og Austurríki.  Heart


Skondin frétt um frændur vora skota.

Svona til gamans af því að það er oft gantast með að ameríkanar séu rugluð þjóð og hugsi mest um naflann á sér.  Sem reyndar er ekki rétt af þeim kynnum af fólki sem ég hef umgengist, bæði ættingja, vini og ókunnugt fólk sem maður hittir á förnum vegi.

Þá er þessi frétt alveg drepfyndin, en þarna eru í aðalhlutverki frændur okkar Skotar.

 

 

Halda að slátur sé lifandi skepna

Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com

Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com

Einn af hverjum fimm Bretum telur að skoska slátrið haggis sé dýr sem ráfi um hálönd Skotlands. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir breska matsölufyrirtækið just-eat og voru birtar í dag. Ríflega 1600 Bretar tóku þátt í könnuninni. 15 % telja haggis vera skoskt hljóðfæri og fjögur prósent telja það persónu úr Harry Potter bókunum. Jafnvel 14% þeirra nærri 800 Skota sem tóku þátt vissu ekki hvað haggis er.

 

http://www.ruv.is/frett/halda-ad-slatur-se-lifandi-skepna


Vissulega lítur sláturkeppur út eins og eitthvað furðudýr úr Harrý Potter sögu LoL  en að fólk skuli virkilega halda að sláturkeppur sé dýr er fyndið.  Og að skotar skuli ekki vita hvað haggis er, sýnir bara að þeir eru ekki að viðhalda gömlum og góðum siðum eins og að borða slátur.

 


Osló.

Osló er skemmtileg á sína vísu.  Á góðum degi er gaman að rölta um miðbæinn og skoða Akersbryggjuna og það skemmtilega umhverfi, skoða konungshöllina og bara rölta um miðbæinn.  Núna voru útsölur í fullum gangi.  Slysaðist til að kaupa mér þessi flottu leðurstígvél á 50% afslætti kostuðu innan við 700 nkr. Nenni annars ekki að vera í búðarrápi, þau bara blöstu við þegar ég labbaði fram hjá og kölluðu á mig, og pössuðu svona ljómandi fínt.

IMG_4287

En við erum sem sagt komin aftur í Nittedal til fjölskyldunnar minnar þar.

IMG_4294

Hér erum við á torginu þar sem Breivik sprengdi sprengjuna stóru.  Hér má ennþá sjá neglt fyrir glugga og opin sár.

IMG_4295

En nú var hér friðsamt og sölutjöld og gossölur og veitingastaðir.

IMG_4300

Upp við hvíta húsið þarna varð sprengingin.  Tjaldað er yfir veggi hússins, þar sem viðgerð fer ennþá fram.

IMG_4305

Götumynd.

IMG_4306

Sumar byggingar minna svolítið á húsin í Vín.

IMG_4307

Við ætlum að fá okkur að borða. 

IMG_4308

Hér vorum við bara að þvælast fjögur og rötuðum ekki mikið.  Elli var að leita að ákveðnum veitingastað en við settumst hér niður og fengum ágætismat.

IMG_4310

Beint fyrir framan kratahöllina.

IMG_4320

Hún er svo sem flott þessi kratarós.  Heppni að Breivik sprengdi ekki einmitti hér.

IMG_4318

Alejandra fékk þennan flotta ís.

IMG_4322

Við fengum okkur brauð.

IMG_4323

Rætt við Skafta í símann.

IMG_4324

Ungar stúlkur elska H&M, það gerir Alejandra líka, og loks eftir marga H&M fann hún það sem hún var að leita að.

IMG_4327

Og ég að máta stígvélin. 

IMG_4329

Já það er gaman að rölta um á góðum degi.

IMG_4341

Bakhliðin á kerlu LoL

IMG_4358

Um kvöldið var okkur boðið til Habba Hagbarðar Valssonar, það vildi svo vel til að mamma hans Úlla Úlfhildur var stödd þar og urðu fagnaðarfundir hjá okkur.Heart Hagbarður er nýkomin heim frá Tyrklandi þar sem hann var aðalmaðurinn í norskri þáttaröð um freistingar, sem er vinsæll í Noregi núna.

IMG_4359

Á föstudögum bakar þessi elska pizzur og bíður fjölskyldunni með. Skafti er þá með honum í eldhúsinu og við konurnar huggum okkur bara við eldhúsborðið meðan þessir tveir framleiða allskonar dúndur pizzur innilega takk fyrir okkur Habbi minn.Heart

IMG_4360

Skafti sveittur í eldhúsinu hans Hagbarðar. Pizzurnar á færibandi og ekki stendur á að borða þær.

IMG_4362

Nammi namm.

IMG_4366

Guðrún, Habbi og Úlla mín.

IMG_4369

Skaftus.

 

IMG_4370

Tinnfríður Fjóla.

IMG_4371

Guðrún

IMG_4372

Habbi hér má vel sjá stríðnissvipinn á dýrinu.

IMG_4375

Sólveig Hulda vildi heldur bara fara í kókið.

IMG_4377

Ingi Þór og Skafti í eldhúsinu þeirra Skafta og Tinnu.

IMG_4378

Og hér eru Úlfur og Alejandra að brjóta saman þvott, það er hér með dokumenterað.

IMG_4379

Rosa dugleg.

IMG_4381

Útsýnið af öðrum svölunum sem snúa fram í Nittedal.

IMG_4382

Hér er virkilega fallegt.

IMG_4388

Úlfurinn.

IMG_4390

Litla skottan okkar. Við ætlum aftur í bæinn og skoða grasagarðinn.

IMG_4397

Gott að taka strætó, losna við að leita að bílastæði, og svo stoppar vagninn bæði rétt hjá Skafta og niður í miðbæ. þ.e. vagn númer 301 Hagavagninn.

IMG_4398

Skemmtileg uppstilling LoL

IMG_4399

Það er eitt sem er ólíkt með Vín og Osló, margt reyndar en svona slæðukonur sjást varla í Vín, en rosalega mikið hér.  Hér er reyndar mikið af fólki af erlendum uppruna.  Og sum svæði í Osló eru bara innflytjendasvæði.

IMG_4400

Á þeim svæðum sem slæðufólki býr er mikið um svona grænmetis á ávaxgamörkuðum og þar er allt ódýrara.

IMG_4401

Erum á leið í grasagarðinn.

IMG_4402

Jamm við borguðum samt ekki. InLove

IMG_4403

Virkilega gaman að rölta hér um og skoða gróðurinn, og ekki sakaði að nú er hann í haustham með fallegum haustlitum.

IMG_4404

Elskulegur eiginmaður minn, það var afskaplega notalegt að hitta hann.  vona bara að hann komi sem fyrst heim aftur.Heart

IMG_4417

Fallega skottið mittHeart

IMG_4418

Ótrúlegt en satt þetta tré var lifandi með fulla krónu og allt, en svona holt að innan.

IMG_4420

Hún þarf líka að prófa.

IMG_4421

Já ég skal hjálpa þér segir stóri bróðir.

IMG_4423

Já þú þarft að setjast....

IMG_4425

Svo þurfti að klifra í trjánum.

IMG_4427

Fara í návígi við gróðurinn.

IMG_4432

Og prófa allt.

IMG_4437

Í raun er gott fyrir börnin að fá að hafa afa sinn svona lengi.

IMG_4438

Þó við söknum hans líka.

IMG_4439

Óðinn Freyr.

IMG_4443

Fröken Alejandra í nýjum fötum svo flott og fín.

IMG_4474

Þetta er svona slæðuumhverfi.

IMG_4476

Það berjast í mér ýmsar tilfinningar gagnvart þessu.  En ég á sennilega ekki að vera með slíkar hugsanir.  Þetta er víst þeirra vilji.... vonandi.

IMG_4478

Grænland heitir þessi verslun.

IMG_4480

Nú ætlum við að fá okkur að borða á asiskum veitingastað þessum sem við vorum að leita að daginn áður.

IMG_4483

Og maturinn sveik ekki. 

IMG_4484

Enda vorum við orðin svöng af öllu labberíinu.

IMG_4492

Áin hér gegnir svipuðu hlutverki og á Manhattan,  öðru megin við hana er allt ódýrt og mikið um innflytjendur og glæpi, en hinu megin er allt dýrara og flottara.  Þegar ég tala um Manhattan á ég að sjálfsögðu við fifth avenue sem skiptir borginni þar í fátækari hluta og ríkari.

IMG_4493

Södd og sæl og á leiðinni heim.

IMG_4496

Þetta eru rosaflottir markaðir.

IMG_4501

Elli sómir sér vel þarna innanbúðar LoL

IMG_4503

Flott hárgreiðsla!!!Cool

IMG_4505

Það var komin galsi í þá stuttu. 

IMG_4506

Smá sýnishorn.

Svo langar mig að spyrja þá sem vita það; hvað heitir þessi á í Osló?

En nú erum við komin heim í Nittedag aftur, búin að pakka niður einu sinni enn, og tilbúin til að fara á flugvöllinn.  Tinna ætlar að skutla okkur á Gardemoen, við eigum að fara í loftið kl. 14.00.  Svo eins gott að vera á réttum tíma....

En það fór nú á annan veg, og ég ætla að segja frá því næst.  Maður veit aldrei hvar maður lendir.  Wink


Takk fyrir þetta Steingrímur.

Ég vil gefa Steingrími J. kredit fyrir þessi ummæli.  Þarna slær hann á þá réttu strengi sem menn hafa verið að reyna að segja að krónan íslenska er okkar tæki til að ná okkur út úr vandanum.

Hann segir einnig:

" ekkert annað benda til þess en að peningamálastefnan verði áfram sjálfstæð á næstu árum og lagði á það áherslu að gjaldmiðillinn sem slíkur getur aldrei verið orsök efnahagserfiðleika heldur er það efnahagsstefnan sem skiptir máli í þessu  samhengi. Minnti fjármálaráðherra Magnús Orra ennfremur á að það virðist vera jafn mögulegt að komast í efnahagsvanda með krónum og evrum"

Þetta er alveg hárrétt. Gjaldmiðill hers lands er besta hagstjórnartæki stjórnvalda.  Með sínum eigin gjaldmiðli er hægt að komast yfir erfiðleika með lægra gengi og góðæri með hærra gengi.  Með því að tengja sig eða taka upp aðra mynt er þetta ekki hægt og þá gerast hlutir eins og nú eru að gerast í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portugal og fleiri ríkjum. 

Mér finnt þetta afskaplega vel mælt hjá Steingrími og hafi hann þökk fyrir að stíga fram og mæla svo þvert á svartagallsraus Samfylkingarinnar um ónýti gjaldmiðils okkar. 


mbl.is Enginn vafi um að krónan hafi hjálpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir fólksins heyrast á ný.

Góð skilaboð frá Herði Torfasyni á Facebooksíðunni hans.   
Hörður Torfason
Næstkomandi laugardag 15 okt. safnast milljónir manna víðsvegar um heim á torgum til að mótmæla ofbeldi fjármálaheimsins og þekkingar og sinnuleysi stjórnmálamanna.

Raddir fólksins verða með útifund á Austurvelli 15 okt. 2011 klukkan 15.00
Fundarstjóri: Hörður Torfason
Á undan fundinum leikur Harmonikkukvartettinn Smárinn
Nánari upplýsingar koma bráðlega hér.
Vildi að ég kæmist.  En ég skora á alla sem vilja breytingar að mæta og styðja við bakið á þeim sem vilja rísa upp og mótmæla ástandinu. 
Þar sem það er nokkuð ljóst að þessi fundur verður ekki auglýstur mikið eða fjallað um hann í fjölmiðlum ef að líkum lætur, væri gott ef fleiri settu þetta á síðuna sína til að það færi ekki fram hjá fólki. 
Eigið góðan dag elskurnar. Heart

Family Park.

Ég get nú eiginlega ekki yfirgefið Austurríki án þess að fara í Family Park.  En það er skemmtigarður í smáþorpi ekki langt frá Fortenschtein. 

_Z1F4297

Komin á staðinn og þá er bara eftir að fara í þau tæki og tól sem áhuginn leiðir mann.

_Z1F4299

Ágætt að setjast aðeins niður og skoða hvað er skemmtilegast að byrja á.

_Z1F4305

Hér eru allskonar skemmtileg tæki sérstaklega fyrir unga fólkið og smáfólkið.

_Z1F4306

Þessi er rosalega spennandi fuglahræðan.

_Z1F4307

Viðurkenni að ég fór ekki í þetta tæki, þar sem ég er yfirþyrmandi lofthrædd, en hér eru krakkarnir búnir að koma sér vel fyrir.

_Z1F4309

Og svo fer maður upp....

_Z1F4311

Og niður, til hliðar og ég veit ekki hvað.

_Z1F4314

Svo eru lesin ævintýri með fígúrum á mörgum stöðum, hér má sjá margar ævintýrasögurnar leiknar af brúðum til mikillar ánægju fyrir minnsta fólkið.

_Z1F4315

Svo getur maður farið riðandi á grísum, og allskonar kvikindum.

_Z1F4316

Við fórum svo í Old Mc Donalds farm á traktor, nema hvað.

_Z1F4317

Svona grís á grís Cool

_Z1F4318 

Af því að það var helgi og veðrið var svo gott voru margir í garðinum með börnin sín að skemmta sér.

_Z1F4319

En svo kom röðin að okkur að fara í traktorinn.

_Z1F4320

Undir dillandi spili Old Mc Donald had a farm, þar sem öll dýrin sungu með.

_Z1F4322

Hæ þið þarna!!!

_Z1F4323

Jamm það var sungið og leikið.

_Z1F4325

Þessi gaur vakti mikla athygli með sinni hljómsveit, þetta er samt ekki Roskildehátíð eða þannig....

_Z1F4327

Fjölskyldan mín í AusturríkiHeart Eru stelpurnar okkar ekki orðnar stórar?

_Z1F4329

Sannarlega Family Park.

_Z1F4330

Og hér er hægt að fara yfir á smáferju.

_Z1F4336

Fengum okkur að borða og hér eru tvær sætar saman. Heart

_Z1F4341

Og önnur ekki síðri.

_Z1F4344

Ferjan var vinsæl.

_Z1F4345

Þetta var líka rosalega vinsælt hjá krökkunum.

_Z1F4351

Aftur og aftur.....

_Z1F4356

Ekkert smáfjör. Þurfti samt að ná í pabban því sú litla mátti ekki fara með unglingunum, það varð að vera einhver fullorðin.

_Z1F4357

Næst ætla ég að drífa mig í þessa rennibraut.

_Z1F4359

Fór í rússíbanan í fyrra og ætla aldrei aftur í svoleiðis. InLove

_Z1F4364

Þetta er svo sem voða flott, en rússíbanar eiga bara ekki við mig.

_Z1F4368

Þau fóru samt aftur og aftur og aftur ....

_Z1F4369

Þá er nú betra að standa bara bak við myndavélina.

_Z1F4375

Risaruggubátur.

_Z1F4382

Og krókódílar á hvolfi.

_Z1F4383

Mikið um vatnatæki hér vegna hitans, þá er gott að hafa smá kælingu.

_Z1F4386

VÍÍÍ!!!

_Z1F4388

Það er óhætt að segja að öll börnin hafi skemmt sér vel í tækjunum.

_Z1F4391

Það er svo notalegt þegar unglingarnir leyfa sér að vera bara börn og skemmta sér sem slík.

_Z1F4391

Upplifa galsa og barnslega gleði.

_Z1F4392

Öll þurfum við að fá að vera börn.

_Z1F4394

Það er gott fyrir sálina.

_Z1F4403

Þetta er alt dálítið romarlegt, en hér er mikið um rómverskar minjar.  Stórt svæði hér rétt hjá með risaminjum sem hefur verið nýtt sem hljómleikasalur út undir beru lofti. Og mikið um rómveskar minjar til dæmis í miðri Vínarborg.  Hér mættust leiðir þeirra um Evrópu.

_Z1F4405

Já hér er margt um skemmtileg tæki sem gaman er að fara í.

_Z1F4412

ég er hins vegar hæstánægð með að taka bara myndir af því sem fyrir augu bar.

_Z1F4422

Svo eru allskonar klifurgrindur fyrir börnin.  Mæli með þessum skemmtigarði ef fólk fer þarna með fjölskylduna.

_Z1F4426

Mæðgur Heart

_Z1F4428

Hanna Sól.

_Z1F4430

Bumbumynd af fallegu stelpunni minni. Heart

_Z1F4431

Kríli í búri.

_Z1F4432

Og fjölskyldan saman. Heart

_Z1F4433

Smá sull svona í lokin.

_Z1F4434

Já einmitt allir að sulla.

_Z1F4435

Allt í gamni.

IMG_4142

Já og næst verður það ferðin okkar til Osló aftur.  Og svo ferðin heim.  En ég segi bara góða nótt.Heart


Ofbeldi - Einelti.

Undanfarin sólarhring hafa þessi orð bergmálað í huga mér.  Eftir að ég tók upp hanskann fyrir þingkonu í Framsóknarflokknum, þegar mér fannst eiginlega verið  komið nóg af því sem ég vil kalla einelti.  Margir brugðust ókvæða við og sögðu að; hún ætti þetta skilið, að ég og fleiri værum að gjaldfella orðið Einelti og svo framvegis.

Einelti og Ofbeldi eru orð sem ekki er hægt að gjaldfella.  Þau bera í sjálfu sér svo mikla andstyggð  að við vitum alveg og gerum greinarmun á alvarleika þeirra.  Þó þau séu notuð í mismunandi alvarlegum málum.

Fólk notar líka tækifærið og talar um að við sem höfum gagnrýnt ríkisstjórnina, höfum ekki efni á að tala um Einelti, því þau Steingrímur og Jóhanna hafi orðið fyrir miklu meira einelti.

Þarna finnst mér menn ekki gera greinarmun á því að setja saman ambögur og mismæli konu til að gera grín að henni, eða að gagnrýna stjórnsýsluna og reyna að benda á mistök sem ráðamenn þjóðarinnar gera.  Auðvitað mætti fólk orða hlutina betur og sleppa uppnefnum og skætingi það er mikið rétt. 

En málið er að langflestir landsmenn eru orðnir þreyttir á embættisfærslum þeirra Jóhönnu og Steingríms og láta það í ljós bæði með skrifum og mótmælum.  Sem núna nótabene eru allt í einu orðin skrílslæti og uppgerð í boði Sjálfstæðisflokksins að mati þeirra sem vegsömuðu búsáhaldabyltinguna.  :

 

http://smugan.is/2011/10/eggin-a-sverdinu/

Málið er hins vegar að ég og flestir sem þarna eru að mótmæla er sama fólkið sem var að mótmæla í búsáhaldabyltingunni fyrir utan Vinstri Græna og Samfylkingarfólk, þ.e.a.s. þá rétttrúuðu sem verja sitt fólk út í eitt. 

Einelti er ekki orð sem hægt er að gjaldfella eins og ég sagði áðan.  Og nú hefur sérfræðingur í einelti kveðið upp úr með það að einelti sé algengt á alþingi.  

http://www.dv.is/frettir/2011/10/10/sterkur-grunur-um-einelti/ Get því miður ekki sett inn alla greinina því ég er ekki með aðgang að DV. 

En þarna kemur fram að einelti sé nánst daglegt brauð á alþingi, sér í lagi innan flokka.  Tekið er dæmi um Atla Gíslason sem hafi verið markvisst brotinn niður og í tilfelli Lilju Mósesdóttur hafi verið um að ræða gróft einelti.  Þessu fylgdumst við með nánst í beinni útsendingu, uns þetta fólk gafst upp og yfirgaf Vinstri græna ásamt Ámundi Daða.  Og þar dönsuðu margir með og hvöttu eineltismennina áfram í illvirkjum sínum.

Hér er svo annað dæmi: 

http://eyjan.is/2011/10/04/tveimur-thingkonum-refsad-fyrir-ohlydni-vid-sigmund-david-mjog-osattar/

Þetta sáum við líka í beinni útsendingu þegar Eygló Harðardóttir fékk "ámininningar miða" frá einum af sínum flokksmanni, og það var auðséð að henni dauðbrá. 

Það er örugglega hægt að telja upp fleiri dæmi um slík eineltistilbrigði.  Á hinu HÁA alþingi. sic.

Einelti og Ofbeldi eru misalvarleg.  En það er miklu frekar hægt að segja að verið sé að gjaldfella orðin með því að banna notkun á þeim við þeim brotum sem ekki eru jafnalvarleg og einelti sem enda með skelfingu eða ofbeldi sem endar með morði eða álíka.  Þessi orð eiga líka við um það þegar fólk þarf að sitja undir stöðugum háðsglósum og illkvittni hvar sem það ber niður á vefnum.  Það er ágætt að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir slíku.  Bendi á að viðkvæði kvalara eineltis nota einmitt þá afsökun gjarnan að fórnarlambið eigi þetta skilið af því að það sé svo heimskt eða vitlaust. 

En að bera það saman við mótmæli og leiðindi við ríkjandi stjórn og stjórnarandstöðu um málefni á ekki við rök að styðjast að mínu mati.

Hér áður og fyrr var sagt að áróðurinn frá Sjálfstæðisflokknum væri hannaður úr Valhöll, meðan sá flokkur var og hét.  Núna sé ég ekki betur en áróðursmeistararnir komi frá stjórnarliðum, hvar sem þeir annars eru hannaðir. 

Mótmælin á Austurvelli eiga að vera að undirlagi L.Í.Ú. Og Sjálfstæðisflokksins.  Það gæti verið að mótmælin séu þeim þóknanleg, en alls ekki á þeirra vegum.  Rétt eins og búsáhaldabyltingin var með vitund og vilja þáverandi stjórnarandstöðu en ekki á þeirra vegum, þó sumir þingmenn styddu með ráð og dáð.  Fólki er einfaldlega ofboðið bæði þá og nú.

Og nú er nýjasta mýtan; Sjálfstæðismenn eru að fara á límingunum vegna þess að ríkisstjórnin er að ná tökum ástandinu, og þá missa þeir vonina um að fá aftur inni við kjötkatlana. 

Ég hef ekki séð þess nein merki að ríkisstjórnin sé að ná tökum á ástandinu því miður, daglega eru uppboð og eignarmissir, fólk borið út úr húsum sínum, missir vinnuna og fyrirtæki fara á hausinn.  Engum er bjargað nema vogunarsjóðum og bankafyrirtækjum og ríkisbubbum.

En Steingrímur og Jóhanna tala endalaust um að nú sé þetta allt í góðu lagi nú liggi leiðin bara upp á við(vildi að svo væri)  En það sjást ekki nein merki þess.  Tala um að þau séu að redda ja hef heyrt töluna 30.000 störfum sem séu í farvatninu, séu á leiðinni næstu vikur eða nú sé þetta alveg að koma, en svo bólar ekki á neinu.

Svona er nú mín sýn á þessi mál. einelti er einelti hvar sem það birtist, þegar einn verður fyrir atgangi margfalt fleiri aðila.  Ofbeldi er líka ofbeldi þó það sé bara að kvelja samþingmenn sína til að framkvæma eitthvað sem er þeim á móti skapi, eða skikki þá til að dansa á flokkslínunni til að rugga ekki bátnum. 

Gjaldfelling þessara orða getur bara orðið með einum hætti, og það er að fjargviðrast út af því að glæpurinn verði að vera svo og svo stór til að leyft sé að nota þessi ógnvænlegu orð. 

Að lokum ég er innilega sammála Styrmi Gunnarssyni um að ef flokkarnir fari ekki að taka til í sínum ranni, með hreinsun á öllum flokknum frá innviðum til þingmanna, þá verður þeim öllum einfaldlega ýtt út. 

Fólk vill breytingar, vill sjá nýja stjórnsýslu, nýjar áherslur og fyrst og fremst að það geti treyst stjórnvöldum til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar, og að ráðamenn tali ekki niður gjaldmiðil né sjálfstæði þjóðarinnar.  Við erum frjáls fullvalda þjóð, með allt sem þarf til að vera það áfram, og meirihluti þjóðarinnar vill halda því til streitu.  Þess vegna megum við ekki vera hrædd við nýjar kosningar og verðum að bera skynsemi til að verja atkvæði okkar þannig að spillingaröflin hverfi úr stjórnsýslunni. 

Til þess er bara ein leið og hún er alveg augljós.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


Austurríki.

Ég er feginn að við komum heim áður en vegirnir urðu leiðinlegir, með hálku og krapi. Við komum heim daginn áður en veðrið versnaði.  Ókum í sumarblíðu heim. 

Vaknaði í morgun og allt er hvítt úti, ég hugsa að ég verði bara inni í dag og hygge mig og hangi í tölvunni eins og krakkarnir. LoL 'Eg er viss um að það koma góðir dagar í október sem hægt er með góðu móti að vinna úti og ljúka haustverkunum sem urðu eftir þegar ég fór. Þarf samt að fara út og gefa hænunum og kaupa rjóma í réttin sem ég ætla að búa til í kvöld.

En í Austurríki var tími uppskerunnar þegar ég var þar. Eplin, perurnar og plómurnar fullþroska og fólkið að tína uppskeruna sína annað hvort til að búa til eitthvað sjálf eða selja hana í nærstu verksmiðju.

Einyrkjarnir með litlu skikana voru á fjölskyldubílnum á akrinum með fjölskylduna og tíndu vínberin, þar sem annarsstaðar eru þeir annað hvort að búa til sín eigin vín til heimabrúks eða selja til stærri bænda eða verksmiðja. 

Vinalegt að sjá gamla konu labba niður götuna við húsið hennar Báru með tvær fullar emileraðar fötur af eplum af akrinum sínum, sem hún ætlaði áreiðanlega að gera eitthvað úr, eplamauk eða slíkt.

Þeir sem áttu stærri akra og eru stórtækari voru með traktor með kerru aftan í og nokkra ungverja eða rúmena með hjólbörur að tína berin og safna þeim saman í kerruna.  Upp í landinu eru berin ræktuð í rauðvín.  En neðar við vötn og ár eru ræktuð berin sem fara í hvítvínin.  Þau þurfa meiri jafnan hita og vindkælingu.  Jafnvel eina frostnótt, en þá verða efnaskipti í berjunum og menn fá það sem er kallað sped vín, kann ekki að stafa þetta, en það er seinni uppskera eða eitthvað slíkt.  Þau vín þykja afar góð, en eru þó sætari en önnur hvítvín.  En það var gaman að sjá allt svona á fullu í uppskeru erfiðis sumarsins.  Og sjá að hér eru ekki notaðar allar fullkomnustu græjur heldur hjólbörur, mannskapur og traktor.  Reyndar eru sumir ræktendur byrjaðir að fara aftur til fortíðar, til dæmis bóndinn kunningi okkar frá því í fyrra haust, Fuck í Blau Frankis, þaðan sem bestu austurrísku vínin koma.  Hann er farin út í að handklippa sínar plöntur og notast við traktorinn og mannaflið.  Með sinn risa akur.

Hér eru smávandamál á ferðinni á þessum tíma, því dádýr og önnur slík pota sér inn á akrana og borða berin ef ekki eru enhverjar varnir, svo sem eins og viðvörunarbjöllur og slíkt. Vonlaust er að girða akrana af vegna stærðarinnar.

Reyndar er mikið um að ungverjar og rúmenar sér ráðnir til vinnu hér á ökrum og slíku, sem austurríkismenn vilja ekki vinna við, líka þar sem margir þeirra eiga sinn eigin skika sem þeir vinna við.

Ungverjar sækja líka hingað í skemmtanir eins og Family Park og Oberla og fleiri sundstaði sem hér eru, en austurríkismenn eiga nokkrar heitar laugar sem eru mikið sóttar.

Hér má líka sjá ungverja og rúmena bíðandi í röðum eftir að ruslahaugarnir opni á morgnana, til að tína upp það sem austurríkismenn henda. Þeir kaup líka gömlu aflóga bílana þeirra og gera þá upp.

Það er nefnilega mikill munur á efnahag í Austurríki eða Ungverjalandi hvað þá Rúmeníu. 

Á móti kemur svo að austurríkismenn fara yfir til Ungverjalands til að versla ódýrt, bæði matvöru og fatnað.  Þeir fara ti Sópron til læknis eða tannlæknis og kaupa meðulin sín.  Sópron er gömul höfuðborg í Ungverjalandi rétt við landamærin og var aðalflutningamiðstöð á tímum Rómverja, enda mikið um gamlar rómverskar minjar þar og gaman að skoða þessa fallegu borg.

Heyrði í fréttum frá Þýskalandi þar sem einhver óprúttinn þjófur stal 3 tonnum af vínberjum af einum bóndanum.  Mér er sagt að sumir stundi þetta ef eitthvað brestur í uppskerunni hjá þeim, þá reyni þeir að klóa í ber frá öðrum bændum.  Ljótt ef satt er.

En við ætlum að bregða okkur í hesthúsið.

_Z1F4436

Hér er Birta.  Góð reiðmeri, sem nú hefur verið leidd undir graðhest og mun því eiga von á folaldi næsta sumar ef allt gengur vel.

_Z1F4440

Strútur kallinn.

_Z1F4441

Ég er alveg viss um að þau þekktu mig frá því í vetur.  þeim finnst gott að fá epli og ekki er það erfiðleikum bundið, því þeim er alveg sama þó maður tíni upp eplin sem hafa dottið af trjánum, þau eru bara góð.

_Z1F4444

Alejandra mín dálítið varfærin enda ekki vön hestum hér klappar hún Björt.

_Z1F4447

Þetta er hún Björt glæsimeri.

_Z1F4451

Stelpurnar eru aldar upp með dýrum, hestum, hundi Trölla, og kisunum svo þær eru alvanar að fást við all sem lítur að dýrahaldi.

_Z1F4457

Strútur, Björt amma og Ásthildur á góðri stund.

_Z1F4463

Man aldrei hvað hann heitir þessi minnir að hann heiti Sleipnir, en hann kom seint í janúar í fyrra, og þurfti að venja sig við fóðrið hérna, því grasið hér er miklu grófara en það íslenska, sé samt ekki betur en hann þrífist bara vel. 

_Z1F4468

Í Austurríki er mikið um íslenska hesta.  Hér eru mörg svona Hof sem kölluð eru, þar sem eingöngu eru íslenskir hestar.  hér eru nokkur hundruð hesta í hverju svona Hofi og annað hvort er einn eigandi sem leigir út bása, eða margir sem hafa tekið sig saman.  Í þessu Hofi er ein fjölskylda sem á og rekur Hofið.  Hér er svo fólk mest ungar stúlkur og eldri konur, sumar sem ekki hafa mikið umleikis aukalega geta fengið að vinna upp í leiguna með þrifum og umhirðu.  Hér er þrifið allt út úr dyrum á hverjum morgni, og hestunum gefið og þeir settir út í gerði, þ.e. á veturna, á sumrin eru þeir í hagagöngu í girðingu rétt hjá. Allir hestarnir bera íslensk nöfn.  Og hestamennirnir eiga íslenskar peysur og þykir vænt um landið okkar og menningu. 

Hestar hér eru járnaðir á 28 daga fresti, og hafa sum Hofin járningamenn á sínum snærum sem sjá um þá hlið.  Tengdasonur minn er með nokkur svona Hof á sinni könnu og mikið að gera.  Núna til dæmis eiga öll hross að vera komin á vetrardekkinn, svo það er mikið að gera við járningar.

_Z1F4473

Eftir daginn var komin galsi í þá stuttu.

_Z1F4475

Og þá er nú gott að eiga stóran bróður/frænda.

_Z1F4482

Hér erum við komin til Maria Ellend.  En þar segir sagan að María Mey hafi stigið á land upp frá Dóná og gert kraftaverk.  Þetta er lítið fallegt þorp á bökkum Dónár.

_Z1F4486

Hér búa Heidi og Samúel ásamt börnum sínum Kay og Miriam. Yndislegt fólk, þau eru búddatrúar, og hafa stundað sínar möntrur í vinsemd og virðingu við allt í kring um sig.  Enda eru flestir nágrannar þeirra komnir með þeim.  Sér til heilsubótar og ánægju. 

_Z1F4501

Því miður var Heidi ekki heima, hún er kennari inn í Vín og þurfti að vinna frameftir.  En Samúel eldaði fyrir okkur góðan hádegismat.  Sem við nutum vel.

_Z1F4502

Hér er einn af nágrönnunum, sem var illa farin andlega, en hefur nú öðast trú á sjálfan sig og það sem hann er að gera.  Hann sýnir okkur stoltur handverk sem hann er að vinna að.

_Z1F4503

Ekkert smáflott sem hann hefur gert.

_Z1F4504

Krakkarnir léku sér í garðinum, enda veðrið upp á það besta, rétt eins og allan tíman í Austurríki, og reyndar allri ferðinni.

_Z1F4505

Og þau dunda sér vel.

_Z1F4507

Hér er Miriam með föður sínum.  Hún fékk arf eftir gamla frænku minnir mig einhvern smáhlut í regnskógi, og nú hefur hún vakið athygli á honum með því að setja af stað verndaráætlun, hún er að gera allskonar hluti og safna til verndar regnskóginum og nú er kommúnan komin í lið með henni, sannarlega flott af 9 ára gömlu barni.  En sýnir vel hve ljúft og yndislegt þetta fólk er og fallega þenkjandi um veröldina. Heart Sagði ég ykkur nokkuð að Samúel er borin og barnfæddur í Ísrael?

_Z1F4511

Við ætlum í göngutúr niður að Dóná.

_Z1F4514

Þar eru göngustígar niður að ánni, og fólk gengur hér mikið, sérstaklega með hundana sína.

_Z1F4517

Hér er gríðarlega fallegt landslagið og gróðurinn. 

_Z1F4519

Friðsældin algjör, hér er brú, en hún gæti lika verið froskagöng, því hér er mikið um froska.

_Z1F4526

Ykkar einlæg að njóta sín.

_Z1F4532

Það þarf mikið að skoða og jafnvel reyna að ná í frosk.

_Z1F4536

Gólda undir sér vel, samt held ég að hún hafi ekki skilið af hverju vinur hennar Trölli kom ekki með fólkinu sínu.  En hann var auðvitað að vinna með pabba sínum við járningarnar.

_Z1F4541

Og hér er svo Dóná svo blá.  Netin hanga hér ennþá, en það er enginn fiskur lengur.  Hann er horfinn.  Hvað? spyr einhver er Austurríki ekki í Evrópusambandinu? Og er ekki svo mikil verndunarstefna þar að passa upp á mengun og ofveiði?Smile

Nei því miður fiskurinn er horfinn og netin hanga bara svona af gamalli venju til að minna á aðra tíma.  En eftir Dóná sigla flutningaskip og ferjur frá Slóvakíu niður til Vínar og lengra. 

_Z1F4543

En Dóná er ekki alltaf svona friðsæl og ljúf.

_Z1F4544

Þar getur ýmislegt gerst.

_Z1F4546

Til dæmis á vorin í leysingum og mikilli rigningu.

_Z1F4547

Þá getur hún flætt yfir bakka sína allt upp í þessa hæð, og það væri ekki gott að vera hér þá.

_Z1F4549

Hér koma litlu stúkurnar mínar hlaupandi eins og litlir blómálfar. Heart

_Z1F4562

Og hér hefur Úlfur veitt frosk.

_Z1F4565

Sá var nú samt ekki alveg á því að láta handsama sig svo auðveldlega.

_Z1F4568

Hér mætti spyrja hvað sjáið þið marga krakka?.... Þeir eru reyndar þrír.

_Z1F4556

Hér Hér er sú þriðja. LoL

_Z1F4573 

Já mikið rétt núna sést hún vel.  En það fer að bregða birtu og best að koma sér heim á leið.

_Z1F4590

Maríe Ellend kirkjan rís hér við kvöldsólareld.

_Z1F4593

Við erum búin að pakka öllu okkar dóti niður, því á morgun þurfum við að yfirgefa þetta fallega land og fjölskylduna okkar og fara aftur til Oslóar.  En það er líka gaman að hitta þau aftur fólki mitt þar.

_Z1F4598

ég get ekki að því gert en í hvert sinn sem ég ek fram hjá þessari hörmungar olíuhreinsunarstöð, þá þakka ég mínum sæla fyrir að við losnuðum við slíkt skrímsli við Dýrafjörð eða Arnarfjörð.  Þetta er bæði sjónmengun og ekki síður lyktarmengun. 

_Z1F4603

Þá er nú nær að nota vistvænni orku eins og vindmyllur, gas eða það nýjasta sjómyllur sem settar eru niður í sjóinn og mynda rafmagn úr sjávarföllum.  Þess er ekki langt að bíða.

En við höldum til Noregs, og ég get lofaði ykkur krassandi sögu um heimferðina með Iceland Express. Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2011
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband