31.10.2011 | 10:41
Fyrir landsdóm með svikara.
Ef Steingrímur ber þetta ekki til baka, og hreinsar mannorð sitt, þá er þessi frétt sönn. Ég hef reyndar þá trú eftir að hafa fylgst með leynimakki hans og stjórnarinnar síðan þau komust að, að þessu sé einmitt svona varið.
En þá kemur spurningin, hverjir aðrir vissu af þessu úr þingflokknum? Vissu allir þingmenn VG og þeir sem voru í fremstu línu að þessu var svona varið?
Á meðan hamrað var að aldrei myndum við ganga í Evrópusambandi ef VG kæmist að, og fenginn ótal atkvæði út á slíkt, voru menn að plotta svona.
Hvað á að segja við svona fólk? Þarf ekki að rannsaka svona mál ofan í kjölinn, eða getum við fólkið í landinu unað því að það sé plottað svona bak við hryggin á okkur?
Og hvar í andsk... er stjórnarandstaðan, er hún frosin einhversstaðar í valdalbrölti?
Landsdómur er starfandi, væri ekki þjóðráð að fara með þetta mál fyrir þann dóm, það væri meiri þörf á því en að hafa Geir Haarde dinglandi þar í snörunni. Þetta er nefnilega miklu alvarlegra mál en það sem Geir er sakaður um að mínu mati.
Þetta mál er stærra eitt stykki innrás í Írak sem tekin var af tveimur mönnum. Að ætla að færa ESB landið okkar á silfurfati með öllu sem þar er er svik við land og þjóð. Og að svikin skuli hafa verið tekin af örfáum valdagráðugum þingmönnum VG er ótrúlegt, eins og þeir eru búnir að þykjast og láta allan tímann. Skömm þeirra er stór.
![]() |
Sömdu fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
31.10.2011 | 00:38
Nýjustu fréttir af músinni.
Jamm henni virðist ekki hafa orðið meint af músafellunni, hverjum dettur í hug að hanna músafellu sem særir dýr en drepur það ekki.
Já hún tók umönnunni vel, ég sá að strákurinn var búin að taka ofan af henni sængina og hugsaði með mér já hún er dáin.
Tók samt mynd, og fór þá litla kvikindið á stjá og hljóp um kassan, svo nú er hún komin út í garðskála, með teppið, vatn og mat hehehe...
Já sum dýr eru okkur meira hugleikinn en önnur, en svo er líka um mannfólkið. Nýlega sá ég í fréttum sem ég gat reyndar ekki lesið að í Kína var ekið TVISVAR yfir barnl, á Indlandi kemur það fyrir að ekið er yfir börn þeirra sem ekki eru í náðinni,og þegar það gerist er oftar en ekki barnslíkinu kastað út fyrir vegkantinn. Við verðum að fara að hugsa hvað er það sem skiptir máli, eru það peningar, eða er það ef til vill afkoman, það skyldi þó aldrei vera að þroski okkar lægi í því að bera virðingu fyrir öllu sem lifir, sama hvort það er fíll eða mús. Ég skil ósköp vel að mýs eru skaðræði, en svo er líka hægt að segja um marga aðra, mink til dæmis, ref sem hefur verið með okkur frá örófi alda. Bankstera sem gera mýs að guðgómlegri veru.
Allavega er núna búið að fjarlægja gildrur og búið að setja upp skilti við dyrnar sem segir: VARÚÐ KÖTTUR Á SVÆÐINU. Samt er ég að spá í að kaupa mér lauk af keisarakrónu, hún er músafæla af bestu gerð. Lyktar svipað og minkur og fælir þessar elskur frá.
En nú er ég að fara að halla mér, hvíl í ekki endilega Guðsfriði heldur í friði góðrar samvisku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2011 | 21:34
Uppskera og smá hugleiðing í kjölfarið.
Jæja þá er búið að "harvesta" vínberin. Ég fékk krakkana mína til að aðstoða mig við að klippa klasana niður.
Ég á nefnilega frekar óhægt með að "klifra"svona.
Veit ekki hve mörg kíló voru þarna, en það var töluvert, allavega þannig að ég gat ekki lyft balanum.
En blessaðir unglingarnir mínir eru betri en enginn, þannig er það bara.
Ég fékk lánaðan stiga frá vinnufélögunum þeir eru auðvitað bestastir.
Ég ætla mér að prófa að gera úr berjunum rauðvín, hvort það tekst svo kemur í ljós, en það er bara svona tilraun til gamans.
ég er búin að pressa það og setja í bala til gerjunar. Svo er bara að sjá hvort þetta tekst hjá mér. Sá þetta í ferð til Þýskalands, þar sem bóndinn var búin að týna berin og fór með okkur Birgit vinkonu minni gegnum ferlið. Nú er að bíða í hálfan mánuð og þá á að pressa safann frá berjunum.
Já þetta kemur allt saman í ljós í fyllingu tímans.
Ég er annars búin að vera dugleg við að ganga frá garðplöntustöðinni, þó ég eigi ennþá eftir að koma í hús ýmsu sem þarf að hlú að.
En er ekki alltaf eitthvað sem þarf að hlú að? Ég þarf til dæmis að fara að skoða hvort músin er lifandi ennþá, og hvort hún borðar, ef hún til dæmis borðar eitthvað þá er von um að hún hafi slysið af. Mér líður eins og rasista, hef hampað Brandi, Snúð, Píppi og öðrum dýrum, en svo kemur lítil mús, og ég fer svona með hana. Sársaukahljóðið í henni er ennþá í eyrunum á mér. Sumum hlýtur að finnast þetta vera bölvar prump. En það verður þá að hafa það. Ég ét dýr sem hefur verið slátrað. Geri slátur og ýmislegt. Ég ét fisk og finnst hann góður, en þoli ekki að horfa upp á veiðimennsku. Samt veit ég að það er spurningin um að éta eða verða étin, og við þurfum að afla okkur matar.
Ef ég ætti þess kost að geta lifað án þess að borða dýr eða grænmeti, þá myndi ég einfaldlega gera það. Já það kemur meira hér. Ég hef samviskubit yfir að skera niður tómata, og setja kartöflur í pott til suðu. Þetta er reyndar hlægilegt fyrir flesta. En þetta er bara svona, samt lifi ég ágætis lífi tiltölulega hamingjusöm. En það er bara þetta með að lifa og deyja. Að fá allavega að fara með reisn.
Hér áður fyrr þá þökkuðu veiðimenn (indíjánar) fórnardýrum sínum fyrir að fá að eta þau. Þeir sýndu allavega það að þeir virtu fórnarlömb sín og þökkuðu þeim tilveru sína. Í dag sér maður veiðimenn hreykja sér af því að skjóta dýr eins og rjúpur, gæsir og hreindýr. Það er ekki til í dæminu að þeir hugsi fallega til fórnarlambanna, heldur er mest um vert að veiða sem mest og helst að fá myndir af sér og veiðinni í blöðum og sjónvarpi.
Annars er ég alger tvískinnungur í þessu öllu en geri mér grein fyrir því sjálf. En eitt er alveg víst að tilgangslaus dráp erum mér alls ekki að skapi. Þetta hef ég innprentað mínum börnum og barnabörnum alveg frá fyrstu tíð. Hvort sem það eru skordýr, dýr, plöntur eða fiskar, hvað sem er. Að drepa sér til ánægju er hermennska og ekki síður villimennska sem á ekki að líða. Segi og skrifa.
Ég er auðvitað stórskrýtin en þannig er ég bara, og það verður að hafa það. Eða eins og ég segi, ef fólk getur ekki tekið mér eins og ég er, þá verður bara að hafa það. Þá er hvorki ég né þau að missa af neinu. Og ég segi bara góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2011 | 18:12
Er kjaftur á fólki í suðurEvrópu?
"Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í viðtali á CNBC sjónvarpstöðinni að Evru-svæðið væri dæmt til þess að falla vegna mikils munns á norður og suður Evrópu."
Það er ekki ofsögum sagt af ambögum og fyrst ég er byrjuð. Er ekki munur á að skera menn á háls, eða stinga menn í hálsinn? Mér finnst það óhugnanlegt að skera einhvern á háls, endar yfirleitt með dauða viðkomandi, aftur á móti getur stunga verið tiltölulega saklaus.
Ef til vill kominn tími til að prófarkalesa netmiðla áður en fréttir eru sagðar.
Maður skorinn á háls í Mosfellsbæ.
![]() |
Evran dæmd til að falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.10.2011 | 12:36
Mýs og menn.
Já ég hef orðið vör við mús, eða mýs, vonandi bara mús í húsinu mínu. Hún hefur verið að skjótast hér og þar, nú eru hvorki Snúður eða Brandur til staðar, svo það eru góð ráð dýr.
Ég vildi fá lánaðan kött systur minnar, en þar sem tengdadóttir mín átti þessar fínu gildrur bauðst hún til að koma þeim fyrir á góðum stöðum í húsinu. Ég sagði henni að ég gæti ekki vitjað gildranna, því ég get bara ekki horft upp á svona dráp. Nú vantar tilvinnanlega eiginmanninn til að bjarga þessu, því það er eiginlega dálítið óþægilegt að hafa þessi blessuð dýr upp um allt og inn um allt.
Nema gildrurnar hafa verið hér um hríð, og ég bað Úlf að líta eftir þeim. Og svo í morgun kom hann inn til mín og sagði; amma það var mús í annari gildrunni, og hún er ekki dáin, hún er slösuð hvað á ég að vera við hana. Ég er búin að gefa henni ost. Ég heyrði hana veina og fór að gá, hún er örugglega brotinn eða eitthvað.
Ég hafði reyndar líka heyrt þessi vein, þegar ég skrapp niður í morgun og datt svo sem í hug að það væri mús, en hugsaði með mér, mýs veina ekki.
Nú var mér allri lokið. Settu hana í kassa, sagði ég, svo sjáum við til.
Og nú er músin komin í kassa með kodda og sæng og ost.
Ég veit að mér er ekki við bjargandi. En svona er þetta bara. Nú hef ég mestar áhyggjur af að hún þjáist, og hvort ekki ætti að fá dýralækninn tengdadóttur mína til að koma og líta á hana.
Það sem ég er ánægð með er hvernig drengurinn brást við. Með kærleika og umhyggju, þó það væri "bara" mús sem ætti í hlut. Eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinu.
Annars er ég að fara að klippa niður vínberin mín.
Þau eru girnileg, ég er að spá í að reyna að gera úr þeim rauðvín. Veit ekki hvort það tekst.
Ætla allavega að prófa. Ef einhver er með góða ábendingu verður hún vel þegin.
Fékk líka þessar fínu perur, rosalega safamiklar og góðar, en bara tvær, enda er tréð ekki gamalt.
Og squas svona líka flott.
Jæja við sjáum hvað setur með músarræfilinn. 'Eg veit ekki hvort ég vil heldur að hún lifi eða deyji. En ég ætla allavega að taka niður gildrurnar. Nógu slæmt er að drepa þessi dýr með einnu snöggu höggi, en að særa þær svo að þær þurfi að liggja og veina af sársauka, þagnað til einhver kemur og bjargar þeim er of mikið fyrir mig. Þannig er það bara.
Eigið annars góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.10.2011 | 02:25
Gott mál Lilja og Atli.
Mér sýnist einhvernveginn að Samfylkingarmenn séu að fara á límingunum yfir þessum fréttum. Ef til vill sjá þeir sína sæng útbreidda. Því ef Lilja og Atli standa fyrir nýju framboði, þá gæti svo farið að þeim myndu fylgja nokkrir fleiri, eins og Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja og Ögmundur, sem öll hafa á einn og annan hátt orðið fyrir barðinu á Elítunni innan VG. Bjóðist þeim að komast í samstarf við fleiri aðila sem bera hag landsmanna fyrir brjósti og standa við gefinn kosningaloforð, er aldrei að vita hvað gerist. Reyndar segir eitthvað mér að nú sé borin von að ríkisstjórnin geti losað sig við Jón Bjarnason, eins og þau langar svo mikið til. Ekki er að stóla á rithöfundinn eins og síðasta uppákoma hans sýndi, þegar hann gekk gegn flokksmönnum sínum og gekk í lið með andstæðingum.
Já ég segi eins og Þorgerður Katrín; það eru spennandi tímar framundan fram eftir helgi.
![]() |
Lilja og Atli segja sig úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
28.10.2011 | 21:32
Svona smáhugleiðing um hvað er að gerjast í þjóðfélaginu okkar í dag.
Frá 15. október mynd frá Rakel Sigurgeirsdóttur.
Fólk segir að það breytist ekkert, er vonlítið um að ná fram réttlæti og sanngirni í þjóðfélaginu. Ég hef verið að hugsa aðeins um þetta. Og verð að segja að það kemur upp í huga minn dropinn holar steininn.
Það hefur eitthvað gerst. Ég held helst að það hafi byrjað þegar kárahnjúkavirkjunin var á dagskrá, sérstaklega þegar Ómar Ragnarsson leiddi 12.000 manns niður Laugaveginn. Það var fyrsta sprungan. Síðan hefur smátt og smátt verið að opnast gátt, þrátt fyrir einlægan vilja forystumanna í pólitík til að halda flóðbylgjunni í skefjum.
Bara fyrir nokkrum árum gagnrýndi enginn opinberlega forystumenn stjórnmálanna, allavega ekki þá sem mest höfðu völdin. Það var hvíslað í hornum og eldhúskrókum, en enginn opnaði sig upphátt, nema einstaka fólk sem þorði að tala upphátt. Þá var hægt að koma fram sumstaðar undir dulnefni. Þannig byrjaði gagnrýnin fyrst. Þá opnaðist önnur flóðgátt.
En fólk talaði ennþá fyrir daufum eyrum og fílabeinsturninn hækkaði eins og nefið á Gosa við hverja atlögu almennings sem var gerð að ímynd þeirra háu herra og frúa sem þar voru innanborðs.
En það sat í fólki þessi 12.ooo sem gengu niður Laugaveginn. Og þegar Búsáhaldabyltinginn fór af stað, eða öllu heldur Hörður Torfason, og síðan búsáhaldabyltinginn þá var rofið skarð í vegginn. Meira að segja stjórnmálamenn létu sjá sig, að vísu andstæðingar stjórnarinnar, en takið eftir líka stjórnarsinnar sem komu gagngert til að egna til óeirða og skapa óróa svo lögreglan gæti skorist í leikinn. En þá voru líka fjölmiðlar með í leiknum, það voru beinar útsendingar af mótmælafundum og ræðurnar í beinni fyrir okkur hin sem heima sátum og áttum þess ekki kost að komast. Stemninginn skilaði sér beint í hús.
Mynd frá Guðna Karli Harðarsyni, frá mómælastöðu við Hörpuna.
Það sem gerðist var að ríkisstjórnin féll. Það var auðvitað ekki bara út af mótmælum, heldur hafði komið alvarlegt babb í bátinn, þar sem bankahrunið var skollið á.
Þeir stjórnmálamenn sem mest höfðu haft sig í frammi, þá er ég ekki að tala um Hreyfinguna, heldur Vinstri græna komust þá til valda með aðstoð Framsóknarflokksins.
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að berjast fyrir því að við gengjum í ESB. Þetta voru mestu pólitísk mistök nýju ríkisstjórnarinnar, því ekki bara að annar flokkurinn var yfirlýstur andstæðingur ESB og hafði í kosningabaráttu fullyrt að aldrei gengju þeir í ESB, og neituðu líka aðkomu AGS, heldur var þjóðin klofin í tvennt um það hvort hún ætti að afsala sér frelsi sínu til erlendra yfirvalda.
Þvínæst kom skollaleikurinn um að "kíkja í pakkann" sem var ekkert nema lygi, það var nefnilega ljóst frá upphafi þeim sem voru í forsvari fyrir ferlið að það væri ekki í boði að "kíkja" í neinn pakka, heldur um að ræða aðlögunarferli. Hvernig forystumenn þjóðarinna héldu að þeir gætu klórað sig út úr því veit ég ekki. Sennilega máltækið Den tid den sorg.
Svo fór smátt og smátt að renna upp fyrir fólki að stjórnvöld voru að vefa sér klæði úr engu. Þetta var einhvernveginn happa og glappa aðferðir sem slysast var til að gera stundum rétt og stundum rangt. Og nú mátti ekki senda út beint frá mótmælum, það var skrúfað fyrir allt svoleiðis og ekki einu sinni fréttir af útifundum.
Nú hafa stjórnvöld þurft að éta ofan í sig beiska köku í sambandi við Icesave og neyðarlögin. Nú mæra þau aðstöðuna eins og þau hefi hvergi nærri komið. Segjast allan tíman hafa vitað að þetta færi svona.
Það ætti eiginlega að spila aftur vælið og hrakspár þessa fólks, svo menn myndu hvernig þau töluðu allt niður, sniðgengu kosningar og reyndu að fá fólk til að annað hvort samþykkja eða sitja heima. Kúpa norðursins og o.s.f.v.
Nú er svo komið að hvað sem þetta fólk segir þá má það þakka þjóðinni og forsetanum fyrir að hafa haft vit fyrir þeim.
Neyðarblys, mynd frá Guðna Karli Harðarssyni. Mótmæli við Hörpuna.
En það eru sem sagt að verða þáttaskil. Raddir sem reyndu að telja okkur trú um að okkur bæri skylda til að borga Icesave, við værum svikarar og níðingar á gömlu fólki og hjálparstofnunum og ég veit ekki hvað, hafa þagnað smátt og smátt, nema einstaka sem reyna af veikum mætti að segja okkur hinum óupplýstu og vitleysingum að við verðum að ganga í ESB, það sé eina leiðin til bjargar. Meira að segja verkalýðsforkólfur hefur margmisnotað aðstöðu sína við að básúna þetta og níða niður íslensku krónuna.
Svo kom þessi ráðstefna, Þar sem ég held að forsvarsmenn þjóðarinnar hafi haldið að þeir myndu fá klapp á bakið, því þau eru sjálf svo sannfærð um að þau hafi unnið svo vel að allt sé á uppleið efti ræðum þeirra að dæma.
Þau urðu að hlýða á það af hendi útlendra sérfræðinga að þetta hefði mistekist að hluta til, og að draumurinn um evruna og ESB væri rugl. Eftir því sem mér skilst þá voru sumir þeirra sem töluðu digurbarkalega um góða aðkomu AGS en voru kveðnir í kútinn af gestum ráðstefnunnar sem komu vel undirbúnir til leiks. Og ekki bara það, heldur stendur einn ráðherrann upp og segir að hann viti betur en nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Man einhver eftir orðinu "endurmenntun" þegar verið var að gagnrýna of stjóra banka?
Mynd frá Guðna Karli, maðurinn er eyland.
Ef við skoðum hlutina nokkur ár aftur í tímann, þá sjáum við að það mátti til dæmis ekki ræða um kvótamálin, það mátti ekki minnast á að í þeim fælist lögbrot og landeyðingarstefna. Það mátti ekki tala um bankastjóra og ofurlaun. Morgunblaðið bar höfuð og herðar yfir öll dagblöð og þar fengust ekki birtar greinar sem ekki voru hagkvæmar stefnu flokksins. Svo var líka um mörg önnur þjóðþrifamál. Ritstjórar voru einvaldar og gátu sorterað úr hvað væru "fréttir" og hvað ekki.
Með tilkomu almennrar internetsnotkunnar, þá smám saman breyttist þetta, umræðan varð opnari og líka harðari. En samt var sterkur varnarmúr um stjórnmálamennina, allan fjórflokkinn.
Í dag skynja ég að þetta er að breytast, þeir eru komnir í bullandi vörn, og í stað þess að standa keikir og segja okkur það sem þeir vilja að við heyrum, er komin vælutónn í þá og vörn. Þeir eru farnir að átta sig á því að fólkið getur hvenær sem er tekið völdin. Og það sem meira er að það er að renna upp fyrir fólkinu líka. Það eigum við forsetanum fyrst og fremst að þakka, því eftir að hann hætti að mæra útrásarvíkingana, snéri hann sér að því að velja lýðræðið og fólkið fram yfir pólitíkusana. Til þess hafði hann rétt sem hann notaði til skelfingar stjórnálamönnunum. En síðast og ekki síst okkar grasrótarfólki sem hefur unnið þrekvirki bæði með mótmælum, borgarafundum og samstöðu, en líka samtök eins og Hagsmunasamtök Heimilanna sem hefur reynst betri en enginn.
Þess vegna hatar elítan forsetann og telur sig geta sýn honum alla þá óvirðingu sem það á til, en virðist ekki átta sig á því að hver sem situr á forsetastóli er þjóðkjörinn fulltrúi fólksins í landinu og með því að úthrópa hann, úthrópar það okkur líka sem þjóð.
Það er margt ágætt sem þessi ríkisstjórn hefur gert að mínu mati, hún hefur stöðvað álvitleysuna, og sett útgerðarmennina í grátkór, og ótta við að missa réttindi sem þeir hafa aldrei átt að fá. Sláturleyfishafar eru af sama meiði, þar þarf að vera óhræddur að skera upp það kerfi og leyfa bændum að slátra og fullvinna afurðir sínar.
Hins vegar hefur hún á sama hátt lagt dauða hönd á alla aðra fjárfestingu og ný sprotafyrirtæki með skattabrjálæði sínu, svo engum heilvita manni dettur í hug að auka við fyrirtæki sitt, fjölga starfsmönnum eða byrja nýja starfssemi.
En ég segi við getum séð ef við lítum til baka að við höfum náð árangri, við erum búin að sýna tennurnar og hramminn og þetta fólk er farið að ugga um sinn hag. Sem það má svo sannarlega því það er löngu kominn tími á suma þeirra að draga sig í hlé.
Núverandi ríkisstjórn hefur verið óspör á að segja okkur að hér hafi orðið hrun og það sé allt sjálfstæðismönnum að kenna. Skauta yfir hverjir voru með þeim í stjórnum og hverjir það hafa verið sem hvað lengst hafa verið við kjötkatlana í lykilhlutverkum. Þess vegna fannst mér svo frábært svar sem ég sá á einu blogginu hér, sem ég hef fengið leyfi til að birta hér. Innleggið er eftir Benedikt V. Warén
Og hljóðar svo:
"Það er með ólýkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus og eru iðnir við að kenna Sjálfstæðis- og framsóknarflokknum um að bera einir ábyrgð á einkavæðingu bankanna.
Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingarinnar velja að fara fram með í þessu máli. Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.
http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html
"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."
Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?
http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25
Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991 voru ekki bara framsóknar menn þar mátti einnig finna:
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, á taflborði stjórnmálanna?
Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið. Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut.
Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni.
Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995) voru m.a. kratarnir:
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993)
iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?
Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.
Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri. Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.
Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið?
Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata.
Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð. Þegar sagan er skoðuð í samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.
Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt.
Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.
Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni."
Svo mörg voru þau orð. Svo það er ekki hægt að segja að það hafi bara einn eða tveir flokkar staðið að þessu hruni sem hófst fyrir svo löngu síðan og þarna eru lykilpersónur sem eru við stjórnvölin enn þann dag í dag, OG ERU EKKERT Á FÖRUM SAMANBER FORSÆTISRÁÐHERRA SEM VAR KLÖPPUÐ UPP EINRÓMA Á LANDSFUNDI UM DAGINN.
Það hefur margt áunnist þó það sjáist ef til vill ekki með berum orðum. En það sést ef maður skoðar málin vel og hlustar á það sem menn segja, hvernig þeir segja það og helst hvað þeir segja EKKI.
En nú er þetta orðið alltof langt og enginn nennir að lesa svona langan pistil. En hversu mikið hefur áunnist kemur í ljóst á næstunni hef ég trú á. Eigið notalegt kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.10.2011 | 00:39
Fyrsta myndin á nýju vélina og Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði.
Fyrsta myndin á nýju vélina tekin í dag.
En ég fór í kvöld á yndislega skemmtun, árshátíð Grunnskólans. Þetta var hin besta skemmtun. Ég hef farið á allflestar þessara skemmtana gegnum árin, og mér finnst þær alltaf betri og betri, meiri metnaður. Ég dáist að kennurunum og krökkunum fyrir að vinna að árshátíðinni. Þar er mikil leikgleði og hugmyndaauðginni gefin laus taumurinn.
Það er örugglega afar erfitt að gera leikþætti og atriði sem allir geta tekið þátt í, og það er greinilegt að það er lagt mikið upp úr að allir geri eitthvað. Það sem skortir á um framsögn og leikhæfileika, bæta þau upp með fjörinu og gleðinni.
Það ríkti eftirvænting í leikhúsinu, foreldrar, afar og ömmur, systkini og ættingar höfðu komið til að skemmta sér. Og nú ætti ballið að fara að byrja.
Þessi tvö voru kynnar, og þau lásu líka upp úr gagn og gaman, okkur eldri til mikillar skemmtunnar. Xog Z eru hjón, óttalega mikil flón og svo framvegis.
14 ára stelpur sýndu svo föt.
Gerðu það mjög vel.
FLottar stelpur.
5. bekkur rifjaði upp fyrir okkur sögurnar af Bakkabræðrum við mikinn fögnuð áhorfenda. Hér sjáum við söguna um Faðir vor kallar kútinn.
Sagan um þegar þeir fóru að borga leiguna og gleymdu ýmsum siðum og þurftu að fara fleiri ferðir til húsfreyju.
Og svo ruglast þeir á fótunum á sér. Þetta var virkilega skemmtilegt.
6. bekkur fór í tímaflakk. Þau hittu álfa sem leyfðu þeim að hoppa milli alda.
Hér eru þau komin á sturlungaöld, á Þingvelli þegar kristnitakann varð.
Goðinn kemur undan feldi og lýsir yfir að Ísland sé kristið, en menn megi blóta á laun.
Að þessu atriði var hlegið, á balli í Sjallanum. Margir örugglega sem könnuðust við sig þar, þ.e. afar og ömmur.
Æ fóru aðeins og langt og þau eru komin á Elliheimilið.
Fegnust urðu þau nú samt að komst heim til sín.
7. bekkur stalst inn á bókasafnið og bækurnar lifnuðu við. Hér er sagan af Hróa Hetti.
Rauðhetta og úlfurinn sú saga vakti mikla kátínu, því það var leikuppsetning, og leikstjórinn lét þau segja sömu hlutina aftur og aftur, hlæjandi, grátandi og svífandi. Afar skemmtilegt.
8. bekkur færði okkur Öskubusku.
Vonda stjúpan les henni fyrir öll verkin sem hún á að gera áður en hún fær að fara á dansleikinn.
Öskubuska dansar við prinsinn.
9. bekkur færði okkur ýmsa smáþætti. Hér sjáum við Forrest Gump.
Má ekki bjóða þér konfekt, konfektkassi er eins og lífið, maður veit aldrei hvaða mola maður fær.
Ég get barist við Vampýrur.
Já draugalegt er það.
Fengum líka að sjá strumpana.
Og Justin Beaber.
Ó hann er svo sætur.
Og Billy Dean.
Hjá 10. bekk litum við inn á upptökur á sápuóperunni Ást og svik.
Þar voru svik, prettir, framhjáhöld og óléttur og margt sem kom þar fram, enda örugglega ekta amerísk sápuópera.
Í miðri upptöku ruddist óboðin gestur inn.
En var snarlega ofurliði borin og hent út.
Þarna voru líka upptökumenn, hljóðmenn, teljarar og sminkur. Allt eins og í raunveruleikanum.
Mamma og pabbi megum við koma upp í hjá ykkur. Já.. ég er eiginlega ekki mamma ykkar, ég er pabbi ykkar... já og ég er eiginlega ekki pabbi ykkar ég er mamma ykkar.
Og endað með dansi og stæl.
Frábær sýning. 'Eg veit það ekki alveg, en allavega eldri bekkirnir sömdu sitt efni sjálf, auðvitað með dyggri aðstoð kennarana sinna. Þarna kom fram mikil hugmyndaauðgi og efnið vel frambærilegt og skemmtilegt. Fyrir utan skemmtanagildið, þá er það frábært að krakkarnir skuli fá tækifæri til að vinna að svona skemmtun, það færir líka samband kennara og nemenda upp á annað og skemmtilegt svið, þar sem þau sameina krafta sína. Ég sá líka að kennaranir fylgdust með, þeir sem ekki voru á kafi í að aðstoða sinn bekk. Og eins og ég sagði fyrr, það er flott að geta fundið öllum stað og hlutverk og að allir séu hluti af heildinni.
Krakkar þið voruð frábær ég vil þakka innilega fyrir mig í kvöld. Og haldið áfram að vera svona áhugasöm og yndæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2011 | 22:05
Góður dagur fyrir mig og mína.
Mér bárust þrjár gleðifréttir og pakkar í dag, eða eiginlega fjórar.
Fyrsta ánægjan var bréf frá Barnaverndarstofu um að við Elli minn værum formlega orðnir fósturforeldrar Alejöndru. Þannig að stúlkan sú er komin í heila höfn og leiðin greið. Fyrir það ber að þakka.
Í öðru lagi þá var hér dásemdarveður sól og ylur sem ekki er sjálfgefið á þessum tíma.
Í þriðja lagi þá hefur myndavélin mín verið biluð undanfarið og þarf að fara í viðgerð, en vegna þess hvað ég er frábær Þá var mér gefin ný myndavél, nýjasta týpan af Canon Eos 600D. Svo nú þarf ég að fara að skoða hana og læra. Svo ég geti sett inn myndir.
En síðast og ekki síst, þá fékk ég loksins bók sem ég er búin að hugsa um lengi. En þannig var að þegar ég var lítil þá átti ég uppáhaldsbók sem heitir Pönnukökukóngurinn. 'Eg man hvað ég skoðaði þessa bók mikið. Svo loksins tók ég mig til að spurðist fyrir hana á netinu, og einhver sagði mér að hún hefði séð þessa bók auglýsta á Facebook fyrir nokkrum árum síðan. Ég ákvað að kynna mér málin og komst í samband við eigandann. Hann átti bókina ennþá og var tilbúin að selja mér hana. ég beið því spennt og hún kom sem sé í dag með öllu hinu góða og skemmtilega.
'Eg hafði gert mér í hugarlund stærð bókarinnar eftir barnsminninu, og þá var hún gríðarstór, ég bjóst því við alveg rosalega stórri bók, en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég fékk hana í hendur, hún er svona A4 stærð, svo þá er hægt að ímynda sér hve ég hef verið há í loftinu þegar ég var að skoða hana, svona um 6 ára aldur og jafnvel yngri. En það var gaman að fá hana og fletta upp, því þarna er allt eins og var, teikningarnar og sagan, ég skoðaði mest teikningarnar á þessum tíma.
Ég á eftir að lesa þessa bók fyrir barnabörnin mín og passa vel upp á hana.
En mér tókst að taka nokkrar myndir á gömlu myndavélina mína í dag, með fyrirhöfn.
Svona er nú snjórinn mikill.
Og sólin skín.
Loksins elsku ísfirðingar gamlir sem vilja skoða myndir, koma nokkrar, en svo verður bætt úr því.
Og grasið er ennþá grænt á kúlunni. En á mánudaginn næsta á ég von á blaðakonu og rithöfundi þýskri ásamt ljósmyndara til að taka myndir af húsinu mínu. Þessari sem gerði bókina um tilvist álfa, nú vill stórt bókaforlag gera ítarlegri úttekt á nokkrum húsum sem hún tengdist, og þetta hús er eitt af þeim, og frekar framarlega á óskalistanum.
En ég er lukkunnar pamfíll má segja. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
26.10.2011 | 11:44
Nú er nóg komið Gylfi Arnbjörnsson.
Alltaf þegar maður heldur að Gylfi Arnbjörnsson og Samfylkingin geti ekki lotið lægra, þá gera þau það samt.
Já það er horft til Brussel og ekkert getum við sjálf. Krónan þessi sem hefur að mati þeirra sem hvað mest vit hafi á, og sem hefur bjargað okkur út úr kreppunni fær þann dóm að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Og nú á að ganga bónarveginn inn í Brussel.
Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig Gylfi Arnbjörnsson, ef þú sérð enga aðra lausn fyrir verkalýðshreyfinguna aðra en að troða okkur inn í ESB, nú! eða falast eins og betlari um að fá að taka upp Evruna, ættir að segja þig frá embætti forseta ASÍ. Þú ættir eiginlega að vera löngu búin að þvi, með Icesave á bakinu og fleiri slíkar atlögur að þjóðinni og landinu okkar. Og ef þú ferð ekki sjálfviljugur ætti verkalýðshreyfingin að kjósa þig burtu. Þ.e.a.s. ef einhver dönkun er eftir í hinum vinnandi mönnum.
Í fyrsta lagi þá gerist ekkert kraftaverk þó við tækjum upp Evru, hvað þá ef við myndum ganga í Evrópusamandið. Þá þyrftum við nú aldeilis að borga fyrst í hítina sem hrjáir ESB þessa dagana, og það yrðu engir smápeningar skal ég segja þér.
Í öðru lagi þá er gjaldmiðill hvers lands besta hagstjórnartæki hans á allann hátt. Þá er í raun gengið í höndum íslenskra aðila.
Það sem háir okkur í dag eru of margar afætur á kostnaði hins vinnandi manns, og margir ríkisstarfsmenn sem hafa fengið góða vinnu út á frændsemi eða vinskap, of margar nefndir og ráð sem hafa sömuleiðis verið búnar til fyrir velvildarmenn, of margar óheyrilegar eftirlaunabætur elítunnar, of há laun þeirra sem eru í bönkunum, en fyrst og fremst ríkisstjórnin á hverjum tíma.
Of mikill eftirlátssemi við frekjuhópa í samfélaginu sem ekki vilja deila með þjóðinni heldur drottna. Við erum bara 300.000 og það eru takmörk fyrir því hvað þeir sem vinna geta brauðfætt margar afætur. Til dæmis má fækka þingmönnum um helming, og minnka en ekki fjölga aðstoðarmönnum.
En fyrst og fremst það að huga að atvinnuuppbyggingu, Frjálslyndi flokkurinn og fleiri aðilar hafa tl dæmis bent á að það er HÆGT AÐ GEFA HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR strax í dag. Það má ekki vegna þess að þá æpa þeir sem gefa mest í kosningasjóðina, og hafa plantað sínu fólki inn á alþingi til að verja stöðu sína.
Einu sinni voru tekinn aðstöðugjöld af fyrirtækjum, þegar kreppa varð og vinna minnkaði, þá var ákveðið að afnema þessi aðstöðugjöld til að auka áhuga fólks á að stofna fyrirtæki. Það mætti gera eitthvað slíkt núna í formi þess að minnka álögur á nýjum fyrirtækjum í fimm ár eða svo.
Það vantar ekki hugvit, áræðni eða framkvæmdagleði íslendinga. ÞAÐ VANTAR AÐSTÖÐUNA TIL AÐ FÁ AÐ BYGGJA UPP. Meðan þessi ríkisstjórn heldur öllu föstu í skattaokri og einræði yfir öllu, þá hreinlega hafast menn ekkert að, þeir bíða EFTIR ÞVÍ AÐ NÝJIR AÐILAR TAKI VIÐ, SEM HAFI BETRI SKILNING Á ÞVÍ HVE ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ HAFA FYRIRTÆKI GANGANDI. Og þá er ég ekki að tala um að sóa háum fjármunum í bankaeigandi fyrirtæki sem hafa raðað gæðingum sínum þar fremsta hvort sem þeir geta rekið fyrirtæki eða ekki. Þá er ég að meina hina duglegu einstaklinga sem kunna, þora og vilja reka sín fyrirtæki, og það án þess að ríki og bankar séu að ráðast að þeim og koma þeim á kné með óheiðarlegri samkeppni.
Það getur enginn einyrki staðið í samkeppni við einkavinavædd fyrirtæki eða ríkisfyrirtæki sem hafa jafnvel verið tekinn af fólki og aðrir settir þar inn, sem kunna eða nenna ekki að halda þeim á floti af sjálfsdáðum.
Þú ættir ef til vill að horfa inn á við Gylfi bónbjargarmaður, og hætta þessu niðurlægjandi tali um krónuna okkar og landið.
Það er ef til vill gott að þegar þú opnar á þér munninn þá minnkar sem því nemur áhugi fólks á að láta troða sér inn í báknið sem ER Á HAUSUNU, EN EKKI Í TÍMABUNDNUM ERFIÐLEIKUM.
Ég skammast mín fyrir þig, og ég skammast mín fyrir þessa ríkisstjórn, og ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að við höfum ekki getað komið í veg fyrir þessa fjandans aðilögunarumsókn, sem er ekki bara óheiðarleg vinnubrögð og lygi, heldur líka til skaða fyrir okkur í framtíðarsamskiptum við Evrópu. Því þeir í Evrópu hafa allan tíman haldið að meirihlutavilji væri fyrir umsókninni, en ekki eins og reynt hefur verið að telja okkur trú um að við MYNDUM FÁ AÐ KÍKJA Í PAKKANN OG KJÓSA SVO. Það er LYGI OG ÁRÓÐUR FÓLKS SEM VISSI ALLAN TÍMANN AÐ VIÐ VORUM Í AÐLÖGUNARFERLI EN EKKI AÐ KÍKJA Í NEINN PAKKA.
Eins og sjá má á þessum skrifum mínum er ég öskureið, svo öskureið að mig langar til að brjóta eitthvað, en ég læt þetta nægja til að lýsa yfir fyrirlitningu minni á þér. Gerðu þjóðinni greiða og segðu af þér embætti forseta verkalýðsins. Þeir eiga ekki skilið að hafa þvílíka grenjudós sem þeirra fremstu röð.
Svei ykkur bara, svei attan!!!
![]() |
Biðja á um aðstoð vegna krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar