3.1.2013 | 15:01
Kaupmannahöfn. og heim.
Nú er næði til að halda áfram ferðasögunni minni. Við erum sem sagt komin til Kaupmannahafnar.
Skrifaði þetta niður þegar ég kom heim:
Fórum frá Forchenstein kl. Hálf fimm í morgun. Höfðum ágætis tíma á Flugvellinum í Vín, fengum okkur þar morgunmat, en fluginu seinkaði vegna þess að það þurfti að afísa vélina. Það tók tímann sinn, en við höfðum nógan tíma, þar sem við vorum bókuð á Hótel í Köben og þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að mæta of seint neinstaðar. Hótelið er rétt hjá Hofbanegård, við ákváðum samt að taka leigubíl, þar sem slabb var á götunum. En fyrst var að taka lestina frá flugvellinum í centrum. Og auðvitað komum við inn í vitlausan enda. Töldum okkur þekkja járnbrautarstöðina nógu vel, en svo var bara allt breytt, hvar voru veitingastaðirnir, við ætluðum nefnilega að fá okkur morgunverð á brautarstöðinni. En komumst svo að því að það sem við vorum að leita að var nákvæmlega hinum megin á brautarstöðinni. Heheh.
Leigubílstjórinn var hálf fúll af því að við þurftum að slefa töskunum yfir götuna og óhreinka bílinn hans, og svo sagði hann frekar fúll, ef þið hefðuð bara farið hinum megin út af stöðinni, þá hefði hótelið ykkar blasað þar við. En raunar var það ekki alveg svo, við nenntum ekki að fara að bera tvær þungar töskur lengra en við þurftum.
Hótelið er krúttlegt, allt í rangölum og furðulegurm göngum, herbergið er lítið, en þar er raunar allt sem þarf, svo við því er ekkert að segja.
Kaupmannahöfn tók á móti okkur með snjókomu og slabbi.
Þar sem við klúðruðum járnbrautarstöðinni, fórum við í smá gönguför eftir að hafa loggað okkur inn á hótelið. Fundum svo engan stað opinn, og enduðum á Hard Rock þar sem við fengum ágætir Bröns.
Keyptum okkur smá bjór og rauðvín á leiðínni á hótelið í 7 eleven. Og svo var bara að leggja sig og hafa það notalegt, því við ætlum að fara í Tívolí á eftir, rangla þar um og borða svo á Heresford, ljúffenga steik. Á morgun erum við svo boðin í mat til systur minnar í Köge.
Málið er að við ætluðum ekki að stoppa neitt í Kaupmannahöfn. En tengdasonurinn bókaði fyrir okkur flugið og hótelið, og eitthvað ruglaðist hann þessi elska, þannig að við erum bókuð hér í þrjár nætur eða fram á fimmtudag. Það er svo sem allt í lagi að hafa þetta ekki allt klippt og skorið, smá ævintýri.
En ég lofa myndum frá Tívolí. Við fórum ekkert á jólamarkað í Vín eða Neustadh eins og áætlað var, svo við tökum það bara út hér tvö hjónin í Köben. Eigum það svo sem inni.
Kaupmannahöfn fallega skreytt fyrir jólin.
Komin í Heresford, mér finnst það must þegar maður kemur til Danmerkur, reyndar stendur veitingahúsið hér heima fyllilega undir væntingum líka.
Við hliðina á Heresford er svo Tívolí, það er meiriháttar að fara þangað í desember, þó ekki væri nema til að skoða skreytingarnar.
Sem betur fer hafði veðrið lagast þegar leið á daginn.
Dálítið kínverskt þetta.
Flottir svanir.
Ævintýrahallir og ævintýraveröld.
Það var greinilegt að margir ferðamenn leggja leið sína til Köben til að njóta þessarar fegurðar.
Við hjónakornin.
Við fórum reyndar ekki í karúsell.
Við kíktum hins vegar á H.C. Andersen og ævintýri hans.
Hér sigur hann blessaður og skrifar ævintýrin sín.
Þær eru magnaðar skreygingar.
Og svo fallegt að skoða.
Gott til að komast í jólaskapið.
Fallegt ekki satt.
Rétt við hótelið og HBH er krá sem kallast jernbanekråen, þar duttum við inn í smá bjór.
Heimilisleg ofskreytt krá með lifandi músikk. heilmikið fjör.
Féllum strax í kramið.
Virkilega skemmtilegt, fórum reyndar aftur kvöldið eftir.
En daginn eftir ætluðum við að hitta systur mína og manninn hennar.
Hún sagði okkur að það væri best að taka lestina til Köge, hún ætlaði að sækja okkur á brautarstöðina í Ölby.
Þegar til átti að taka lágu allar lestarferðir niðri vegna óveðursins. Svo við ákváðum að við færum á Fisketorvet og þau myndu sækja okkur þangað.
Við urðum að ganga frá járnbrautarstöðinni, því lestarnar voru kyrrar. Það var öngþveiti á brautarpöllunum, þar sem starfsmenn járnbrautanna reyndu að segja fólki að það væru engar lestar, og leiðbeina þeim annað. Við urðum svo að fara yfir rosa brú sem lá yfir teinanna, og ég var þvílíkt lofthrædd og ríghélt í Ella alla leið yfir.
Kakos á brautarstöðinni.
Sem betur fer er þetta risamoll ekki langt frá brautarstöðinni, svo við gáum gengið þangað.
Sigga mín litla systir sótti okkur þangað.
Við áttum svo yndislega stund með henni og Ragnari mági mínum. Við hlógum mikið og skemmtum okkur við að ryfja upp ýmislegt skemmtilegt.
Gaman er á góðri stund, gleði lífs að njóta. Takk elsku Sigga og Ragnar.
Systir mín hafði eldað dýrindis máltíð, forrétt leverpostej, og svo sérvalda nautasteik beint frá slátraranum í nágrenninu. Alveg meiriháttar.
Sem betur fer var lestarkerfið komið í gagnið þegar við fórum, því það er töluverður spölur að aka til Köge frá Kaupmannahöfn centrum. Hér er Sigga að aðstoða Ella við að kaupa miða.
Ég hafði samband við eina frænku mína hér Önnu Margréti, og við mæltum okkur mót á kaffihúsi á Strikinu, Sigga systir ætlaði að koma líka.
Hér er gamli bautasteinninn í miðborg Köben þar sem stendur að héðan séu 30 km. til Roskilde, og 60 til Korsor. Þennan spöl hjólaði Elli daglega, þegar ég hafði vinnuskipti árið 1995 og var að vinna við garðyrkju í Roskilde í nokkra mánuði. Þá fór hann á brautarstöðina fékk sér bjór og las moggann.
Við erum á leiðinni á Strikið.
Á Strikinu voru danskir að spá í jólapakka, það var stemning og fólk á ferli þó veðrið væri ekki upp á það besta.
Margir að spá í jólagjafir enda jólin að nálgast.
Það urðu fagnaðarfundir með okkur frænkunum, elsku Anna Margrét er að vinna sig út úr erfiðleikum sem hún upplifði, þegar hún var hjúkrunarkona á Grænlandi og brjálaður grænlendingur var nærri búin að drepa hana. En hún er sterk og jákvæð enda af Hornströndum. Kjarkurinn er innstilltur í genin á okkur.
Maðurinn hennar sr. Kristinn Ágúst er henni örugglega stoð og stytta. Reyndar er systir mín líka prestur. Vonandi fær hún gott prestakall þarna í Danmörku, því hún er bæði afar klár og svo góð manneskja og dugleg
Takk elsku Anna Margrét og Kristinn fyrir skemmtilegan eftirmiddag
Þegar við komum út var komið myrkur og búið að kveikja á jólaskreytingunum á Strikinu. Svo sannarlega flott.
Allt í jólalitunum. Hér er meira um hjörtu, en í Austurríki eru það stjörnurnar sem blíva.
Nei þetta er ekki tívolí, þetta er prinsessubúð í fullum skrúða.
Það var bara gaman að ruslast í borginni sem aldrei sefur.
Elli minn í góðum félagsskap
Komin á flugvöllinn á leiðinni heim, nú var flogið með wowair.
Elskulegt fólk þar um borð, og það var mikið lagt upp úr því að ræða við farþegana. Og alls konar tilkynningar, flugstjórar sögðu frá hvar væri verið að fljúga yfir og svoleiðis. Skemmtilegt.
Fékk að taka mynd að þessari fallegu stúlku eftir að við lentum í Keflavík.
Það voru ekki margir í flugstöðinni þegar við komum, og hér var verið að stilla upp stólum og slíku, annað hvort fundur eða tónleikar, spurði ekki.
Komin heim. Þá er að bíða eftir syninum hér að sækja okkur og ná í bílinn og koma sér áleiðis heim. En fyrst aðeins að kíkja á litlu mennina í Njarðvíkunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.1.2013 | 21:30
Komin heim.
Jæja þá erum við komin heim í kúlu, loksins. Ég hef verið eins og blóm í eggi á æskuheimilinu hjá litlu systur minni og haft það rosalega gott. Þau hjón hafa dekrað við okkur og fóru úr rúmi og vildu endilega að við svæfum þar, við þessi gömlu hehehe.... En svo notalegt. Áttum yndælt gamlárskvöld hjá þeim.
Gamlárskvöld þurfti aðeins að moka til að geta skotið flugeldum, þetta er mágur minn Jón.
Jamm það þurfti að kanna aðstæður, hvort yfirleitt yrði hægt að skjóta upp flugeldum.
Við vorum boðin í mat til annarar systur minnar á föstudagskvöldið eftir rýmingu, og sváfum þar um nóttina, þar sem veðrið var afar slæmt. Elli fór svo heim um morguninn áður en ég vaknaði, svo seinna um daginn ók mágur minn mér heim til hinnar systur minnar, hann er björgunarsveitarmaður og á svona tröllajeppa sem fer um allt. En þegar við komum að heimili systur minnar blasti við okkur margra metra snjóveggur, þannig að honum leist ekkert á að reyna að koma mér þar upp. Svo við hringdum í Ella minn, hann var þá inn í kúlu, svo hann kom og það var reynt að koma mér upp skaflinn.
Það endaði með því að Sævar mágur ók á sínum fjallatrukk upp að girðingunni hjá systur minni og þjappaði þannig veg sem ég gat rölt upp, en svo var að komast yfir hekk sem þar var á lóðamörkunum og þá veitti mér ekki af að hafa tvo fíleflda karlmenn, eiginmann og mág að ýta og toga kerlinguna upp úr skafli og inn. Úff en það gekk sem betur fer.
Það er nóg af snjó, ætli sé hægt að selja hann til Sahara?
Þá er að setja sig í stellingar fyrir skaupið. Badda mín, þetta er peysan hennar Ingu Báru, því mín varð eftir heima, komst ekki í hana innundir gallann. Það var búið að vera rafmagnslaust í fleiri klukkutíma og farið að kólna í húsinu. En sem betur fer tóks viðgerðarmönnum hér vestra að gera við díselvélarnar og koma á bráðabirgðarafmagni. Frábærir menn þar.
Jamm einn bjór eða svo meðan þetta gekk allt yfir.
Það var keyptur kalkúnn á síðustu stundu, þegar ekki var ljóst hvort við gætum snúið heim, ég vil þá heldur frysta afganga, sagði systir mín, en að vera ekki með nógan mat fyrir alla.
Kalkúnninn var frábær og allt meðlæti, mágur minn eldaði hann af stakri snilld.
Þetta varð einstaklega notalegt kvöld og skemmtilegt.
Já svo þurfti að moka aðeins skotpall svo hægt væri að skjóta upp flugeldum og tertum og ég veit ekki hvað.
Kallinn minn setur upp svip, hann er algjör grínari þessi elska
Og flugeldum var skotið á loft í gríð og erg á Ísafirði sem og annarsstaðar.
Veðrið í morgun var svo rólegt að það bærðist ekki gróður. Ég hringdi í Ingvar löggu, sem ég hafði verið í mestu sambandi við. Hann sagði mér að þeir væru að bíða eftir veðurfréttum um hvort allt væri í lagi, það var spá hláku með tilheyrandi snjóflólahættu. En ég ákvað að koma mér heim og bíða þar eftir úrslitum. Fékk svo að vita um fjögurleytið að við mættum vera heima.
Það var afar notalegt að heyra. En elsku systir mín innilega takk fyrir að taka svona vel á móti mér og þið öll fjölskyldan mín
Þá er að leggja í hann heim.
Það hefur ekki komið svona mikill snjór hér síðan 1995 held ég.
Þverhníptur skafl sem þurfti að klífa og ekki bara það, heldur gefur snjórinn endalaust eftir svo maður sekkur niður í hverju spori.
Bílar á kafi og þannig.
Og hér er snjóhúsið mitt! hehehe. Og þá var eftir að koma mér þangað upp.
Sem betur fer á ég sterkan karl til að leiða mig heim.
Það sést ekki mikið í kúluna.
Og þá þurfti að skríða niður og inn.
Komin heim.
Þessar litlu skottur komu svo í heimsókn með pabba og mömmu, þær eru börn fyrrverandi barnsmóður Skafta míns og kalla okkur ömmu og afa í kúlu, þær vilja koma í heimsókn og eru að verða ansi hagvanar hér. Þær eru skemmtilegir litlir angar. Bjargey og Ágústa María.
Það er ýmislegt sem heillar svona kríli í kúlunni.
Mamma þeirra að knúsa Blesa, sem tók á móti með mikilli ánægju.
Fjölskyldan í heimsókn, Daníel að tala við pabba sinn í símann.
Og Júlíana mín og Natalía. Þau ætla öll að gista í kúlu krakkarnir mínir og það er svo notalegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar