30.10.2007 | 18:16
Ævintýri og æsingur.
Um ævintýri.
Hér logar allt bloggið og aðrir fjölmiðlar vegna vísnanna um "Tíu litla negrastráka". Og "Litli Svarti Sambó" fær að fljóta með.
Þessi hasar minnir mig óneitanlega á hamagang hér í fyrra, þegar fólk æsti sig ofan í tær yfir umræðum um innflytjendur.
Við erum stundum svo öfgafull, og sjáumst ekki fyrir í hamaganginum. Ekki að ég ætli mér að fara að leggja neinn sérstakan dóm á þessar vísur, sem ég las sem krakki og veit ekki til að hafi gert mér neinn mein, hvorki vitandi né óafvitandi. Sumir segja að það hafi verið vegna þess að ekki voru til neinir þelgökkir menn hér á þeim tíma, það eru ekki rök í málinu að mínu mati.
En ég vil bara segja, ég er ansi hrædd um að það verði lítið um gömlu barnabækurnar í hillum fólksins sem býsnast hvað mest yfir litlu negrastrákunum, sem nú er búið að analýsera af mikilli nákvæmni og ákveða eins og í tilfelli Hans Klaufa og kó, að hér sé á ferðinni stórhættuleg bók, ekki minna hættuleg en öxin góða sem hefði getað fallið hvenær sem var.
Við skulum aðeins skoða málið.
Grimmsævintýrunum eru örugglega úthýst úr þeim bókahillum, því það er mjög skaðlegt fyrir börnin að lesa það sem þar stendur, til dæmis um Aulabárð og bræður hans, ekki eru það góð skilaboð, þar sem eldri bræðurnir sem báðir eru frekar skynsamir, eru hálshöggnir, vegna þess að þeir geta ekki svarað einföldum spurningum prinessunnar, en aulabáður, sem er nánast frekar illa gefinn, hann fær hana til að hlæja með aulagangi og hreppir konungsdæmið, er það nú til fyrirmyndar ?
Vonda stjúpan í Mjallhvít platar saklausa stúlkuna til að borða banvænt epli, misnotar traust hennar. Ekki gott. Og að lokum fær hún að dansa á eldhituðum járnskóm, til refsingar, flokkast það ekki undir pyntinga ? Ó jú. Börnin okkar mega ekki fá neitt svona atferli inn í litlu kollana sína, því þau taka það bara upp, ómeðvitað ef ekki betur.
H.C. Andersen ? Ónei hann kemur ekki til greina. Þar er til dæmis sagan um Eldfærin, þar heggur dátinn hausinn af kerlingargreyinu þegar hún er búin að leiðbeina honum að öllum fjársjóðnum. Hvetur það ekki til ofbeldis, ef maður setur það í samhengi við Negradrengina tíu?
Enid Blyton, nei hún kemur ekki til greina heldur, burt með hana úr bókahillunum. Hún hvetur til kvenfyrirlitningar. Strákarnir eru hetjur en stelpurnar standa sveittar við að elda, búa um og vaska upp.
Frank og Jói, æ nei út í tunnu með þær bókmenntir, þeir gefa líka til kynna að stelpur séu ekki samboðnar strákum.
Guð minn góður Tarzan er hér ennþá. Út með hann.
Harrý Potter, nei það er ekki hollt börnunum að fá það inn í hugsunina að til séu allskonar hulduverur, sem ekki eru til í raunveruleikanum. Þau geta orðið veruleikafyrrt.
Best að henda líka út Guðrúnu frá Lundi og slíkum, þar sem ímynd stúlknanna er dreginn niður í einhvern vesaldóm, þar sem stóru sterku mennirnir bjarga öllu.
Og við skulum fela Barböru Cartland, svo stúlkurnar okkar fái nú ekki einhverjar grillur í höfuðið.
Ég fæ eflaust skömm í hattinn fyrir þetta innlegg mitt. Og það er reyndar ekki í alvöru gert, bara svona til að sýna að við getum ekki haft galdrabrennur og bannað alla hluti. Það bara gengur ekki. Ég er til dæmis viss um að allt þetta hafarí er besta auglýsing sem Negrastrákarnir tíu gátu fengið.
Það sem gildir er að við sjálf séum vakandi fyrir því hvað börnin okkar lesa, og leiðbeina þeim til að verða sterkari einstaklingar. Hjálpa þeim til að velja og hafna, þegar þau verða nógu stór til að gera það. Það verður alltaf besti kosturinn.
Þeir sem tala um að svona hlutir sjatlist inn ómeðvitað, skulu aðeins hugsa sig um, hvað með allar sjónvarpsauglýsingarnar ? Hvar á að byrja og hvar á að enda ? Það er allskonar áreiti á börnin okkar, sem og okkur sjálf. Tíu litlir negrastrákar eru bara dropi í hafið, miðað við alvöru innrætingu, meira að segja allskonar tilboð við fermingar og skírnir, þessu megið þið ekki missa af, áreiti.
Og það sem meira er öll boð og bönn virka öfugt, það er alla vega mín reynsla. Þess vegna er það í okkar verkahring að sjá til þess að börnin okkar verði eins ónæm og hægt er fyrir allskonar innrætingu. Það hefst ekki með því að banna eða æsa sig yfir einni bók fram um aðra. Heldur að halda vöku okkar og kenna þeim að velja og hafna.
P.S. Gló mín takk fyrir þessar æðislegu myndir af Pumpkin.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
óneeeeeeiiii ekki henda Guðrúnu frá Lundi. Ég er búin að vera að safna í fléttu í mörg ár, vegna þess að það eru alltaf stúlkurnar með fallegustu fléttuna sem hreppa hreppstjórasoninn.
HC Andersen má enda í tunnunni, hann var hvort sem er hommi
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 18:52
Vá var hann hommi ???? Vúú !! fordómar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 18:54
Stúderaði hann vandlega í heimsókn til Odense. Fór á safnið, skoðaði húsið sem hann bjó í og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið hommi!!! Hef samt ekki þorað að segja neinum dana það ennþá
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 18:58
Skal engum segja frá því Hrönn mín
tíu fingur upp til Guðs.
Gott kvöld líka Arna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 19:44
Góður pistill. Ég sagði frá því á annarri bloggsíðu að ég hefði ákveðið að segja pass á þessa umræðu vegna þess að ég sæi ekki upplifun mína sem stelpu þegar ég las þessa bók eiga erindi inn í umræðuna eins og hún væri í dag. Líklega var það bókin um negrastrákana öðrum fremur sem fékk mig til að þrá það að eignast dúkku sem væri dökk á hörund. Eftir mörg ár varð mér að ósk minni og hef líklega sjaldan orðið eins hamingjusöm með nokkra gjöf.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:08
Já Anna mín, stundum finnst mér fólkið mitt fara fram úr sjálfur sér, vel meinandi, eð ef til vill ekki alveg að sjá hlutina í réttu ljósi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 20:48
Mér er mál að hlæja.......þessar bækur voru lesnar fyrir mig í bernsku og ég hef svo lesið þær fyrir börnin mín.Mér finnst þessar sögur einmitt ná svo vel að skilja á milli þess góða og vona...auðga ímyndunarafl....góð ævintýri sem öllum er hollt að hafa einhverjar hugmyndir um.
Hvað svartsýnis hjal er hlaupið í fólk.......ætti ekki frekar að eiða tíma í að lesa með börnunum......?
Solla Guðjóns, 30.10.2007 kl. 21:12
Sæl Ásthildur. Það er spurning til þín á minni síðu.
Kveðja, Marta
Marta B Helgadóttir, 30.10.2007 kl. 21:13
Nákvæmlega Ollasak mín. Ætli það skipti ekki mestu máli.
Búin að svara Marta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 21:24
Ég fékk sendinguna með tölvupósti, vildi óska að höfundanafnið þitt hefði fylgt með! Það hefði verið enn skemmtilegri skrif fyrir vikið! Ég ætla nú ekki að hafa fæsrluna inni fyrst svona er, kæri mig ekki um það. Takk fyrir að láta mig vita Ásthildur. Svona getur nú ábyrgðarlaust grín snúist á annan veg en ætlað var, alveg óvart.
Marta B Helgadóttir, 30.10.2007 kl. 21:30
Þetta er allt í lagi Marta mín. Ég hef bara gaman af þessu. Mér er alveg ósárt um að fólk birti þetta litla grín mitt. Er reyndar bara svolítið montin yfir því. Svo láttu þetta bara standa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 21:33
Knús til þín elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 22:14
Knús á móti mín kæra Kristín katla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 22:18
Ég get nokkurn vegin tekið undir allan þennan pistil. Börn hafa bæði gagn og gaman af krassandi ævintýrum, en Guð forði þeim frá "bókmenntum" á borð við Emma ryksugar og Tumi fer til tannlæknis.
Laufey B Waage, 30.10.2007 kl. 22:45
Isss fordómar og fordómar.... maður getur fundið fordóma í ÖLLU ef maður leitar!
Í sambandi við 10 litla negrastráka líður mér seint úr minni þegar ég var í barnaskóla og við áttum að leika þetta leikrit. Ég lék þennan sem drakk ólyfjan og dó.... og eins og mér er einni lagið oflék ég all harkalega því ég tók flöskuna (tóma brennivínsflösku)... þóttist drekka... skall í gólfið... OG ROTAÐIST!!!
Þarf víst ekki að taka fram að það varð pínu ponku rugl á sviðinu á meðan var verið að stumra yfir mér (já og hreinsa upp glerbrotin eftir flöskuna sem brotnaði í hamaganginum)*hóst* 
Saumakonan, 30.10.2007 kl. 22:51
Hrönn, er í lagi að henda hommum út í tunnu??? ...Og, gott og vel, H.C. Andersen var hommi, gerir það hann sjálfkrafa að lélegum rithöfundi? (Reyndar var hann ekki hommi, heldur bisexual og einstaklega uppburðarlaus í kynferðismálum).
Ásthildur, þú nefnir það hvort fela eigi Barböru Cartland fyrir ungum stúlkum. Veistu, ég er alveg á því að það hefði mátt gera það hér áður, ég er ekki frá því að ég hafi fengið grillur í höfuðið af því að lesa hana og fleira í sama dúr. Er hún enn í tísku? Því þá myndi ég fela hana fyrir stelpunum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:18
Nei Gréta mín, ég held ekki að Barbara sé í tísku, og ég held að þó hún væri í tísku, myndu stelpurnar okkar hlæja að henni.
Laufey mín, já auðvitað þurfa börn ævintýri, það er bara þannig. Ævintýrin vekja mann til umhugsunar, og þá er að leilðrétta kúrsinn ef hann fer í ranga átt.
Nákvæmlega Saumakona mín. Það eru allstaðar til fordómar. Fyndið þetta með leik þinn í ævintýrinu elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 23:41
Frábær lesning! Ég hef ekki nennt að setja mig inn í allt þetta mál með tiu litla negrastráka, finnst það svo mikið rugl..fyrr má nú alldeilis fyrrvera. Það er bara verið að gera úlfalda úr mýflugu. Knús
Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 07:54
jájájájájájájá allt í lagi að henda hommum í tunnuna.....
Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 09:33
Þessu ætla ég ekki að taka þátt í, því ég er svo langt í frá sammála og er búin að tala mig þreytta um málefnið. Bendi bara á greinina hans Gauta B. Eggertssonar í Fréttablaðinu í dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 10:05
Mér liggur þetta mál í léttu rúmi, vildi bara benda á hvað þetta er í raun og veru mikill stormur í vatnsglasi, ef tekið er mið af því sem börn hafa verið mötuð á í gegn um tíðina. Og mitt álit er í rauninni að fordómarnir gegn ýmsu sé mest í höfðinu á manni sjálfum. Eins og til dæmis gott dæmi um bæklinginn fræga frá Smáralindinni, sem ágætlega menntuð kona komst að, að væri hið argasta klám, þó aðrir sæju þar bara unga fallega stelpu.
Ég get bara brosað að þessari umræðu allri, og er alveg viss um að þau börn sem lesa Tíu litla negrastráka verða ekkert fordómafyllri eða verri einstaklingar en þau börn sem gera það ekki.
Sá einmitt í gærkveldi blogg eftir konu sem var með sömu hugsun og ég;
Á misjöfnu þrífast börnin bestTíu litlir negrastrákar voru upplesnir á mínu æskuheimili. Bókin vakti hjá okkur börnunum bæði kátínu og samúð með þessum misvitru drengjum. Ef til vill vegna þess að negrastrákarnir voru ósköp venjulegir strákar með mannlegan breyskleika eins og allir aðrir. Mín börn lásu þessa bók með sömu ánægju og upplifun. Orðið negri í mínum huga eða barna minna hefur ekki niðrandi merkingu vegna lestursins um negrasnákana.Oft hafa þessar skemmtilegu vísur verði sungnar á jólaskemmtunum þar sem ég hef verið. Alltaf með sömu ánægju án þess að örlaði á kynþáttafordómum.Nú eru þessar vísur allt í einu hættuleg lesning fyrir börn. Undarlegt að tíu litlir negrastrákar séu verri bókmenntir en Mjallhvít með dvergana sjö og vondu stjúpuna eða Rauðhetta litla, amman og úlfurinn. Er ekki bara óhætt að taka undir alþekkt spakmæli: Á misjöfnu þrífast börnin best?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð
Stendur hér, http://logos.blog.is/blog/logos/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 10:48
Hvað er þetta þið gleymið Ingibjörgu Sigurðar, en hún er nú örugglega ekki í tísku.
Góð og skemmtileg skrif hjá þér Ásthildur mín.
litirnir eru stórkostlegir í myndunum, ég elska svona terra cotta liti,
þeir eru líka svo róandi
Vetrarkveðjur frá Húsavík til Ísafjarðar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2007 kl. 12:18
Takk og sömuleiðis Milla mín. Úbbs já við megum ekki gleyma Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 12:49
Mér hefur nú alltaf fundist orðið Negri huggulegra en blökkumaður. Get ekki séð neitt ljótt við það.
Gló Magnaða, 31.10.2007 kl. 13:53
Já negri finnst mér ekkert ljótt heiti, við erum kölluð hvítingjar, indíjánar rauðskinnar, svo er gula fólkið. Bara eftir því hvernig við erum á litinn.
Takk Jóhanna mín. Mig langaði bara svona að benda á að það væru margar hliðar á þessu máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 17:46
Mér hefur alltaf fundist vera gert lítið úr dvergunum í Mjallhvíti og dvergunum sjö
Svo allar þessar vondu stjúpur í Grimmsævintýrum! Fráskildum konum til vanvirðingar!!
Frábær pistill!! Knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.10.2007 kl. 22:59
Já hvað væri Mjallhvít án dvergana
Nákvæmlega allar þessar vondu stjúpur, búið að koma óorði á þessar elskur
'Eg er líka stjúpa skal ég segja þér. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 23:38
Rosalega er ég sammála þessu, stormur í vatnsglasi. Ég las þetta allt sem krakki, hafði gaman af og vil alls ekki halda þessum bókum frá syni mínum. Foreldrarnir eiga svo að kenna börnunum að allir eru jafnir, konur sem karlar, grænir sem gulir.
Hvað með íþróttalið, því er haldið fram að í eitt lið sé betra en annað, eru það ekki fordómar líka og þar með ætti að banna kappleiki?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 09:43
Einmitt, það er hægt að nota bókina til að tala um þetta líka, út frá því sjónarmiði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.