Stemning í góðu veðri á Ísafirði.

Já það var skemmtileg stemning hér í miðbænum á Ísafirði þegar ég sat á kosningaskrifstofunni hjá Frjálslyndum og tók mér stól og settist útfyrir í sólina. 

IMG_4193 Hérna er skrifstofan, og Silfurtorg búðin með nærföt og sundfatnað er í sama húsi, þær höfðu sett sundföt út fyrir, þau voru á 30% útsölu.  Þarna er líka stóllinn sem ég sat í.

IMG_4194Þessir töffarar voru á brettum og hjólaskautum.

IMG_4197 Þessi var tilbúin að pósa fyrir mig.

IMG_4198 Þarna svífur hann í loftinu.

IMG_4199 Búms!  góð lending. Hann var búinn að æfa sig töluvert og fá nokkrar byltur. 

IMG_4195 Hér er verið að undibúa Fossavatnsgönguna, hina árlegu skíðagöngu upp á Seljalandsdal og upp að Fossavatni.

IMG_4201 Svo kom lítill ömmustubbur á hjóli.

IMG_4207 Ef þið trúið ekki að vorið sé komið, þá eru þessar myndir sönnun fyrir því, snæstjarna og animona.  Hvað er fallegra en það á vorin.

IMG_4209 nema ef til vill krókusarnir.

IMG_4210 Ætli ég fái ekki bara perur og kirsuber í sumar hehehe.

IMG_4205 Og svo að lokum ein skýjamynd.  Jamm svona var dagurinn á Ísó í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

flottar myndir hjá þér Ásthildur, fór ekki varhluta af þessu veðri í dag, var mjög svipað í Víkinni.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 26.4.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vorið er greinilega komið hjá ykkur fyrir vestan.  Er að fara að fylgjast með konunni sem fékk dvalarleyfi af því hún deitar son Jónínu Bjartmarz, afsakið bíðið meðan ég æli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir Ásthildur mín það baara komið sumar hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ég meina ríkisborgaréttur

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öllsömul  Já það er svo sannarlega svona vorfílingur í okkur hér.  Gott að það var fínt veður útfrá líka Hallgrímur. 

Hvað ertu að segja Jenný mín.  Er einhver forgangsröðun hér ?  Hef ekki fylgst með þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 20:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá, þa' er bara komið sumar hjá ykkur .   Baráttukveðjur í hópinn þinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar kveðjur til þín Ásdís mín. 

Sveinn alveg rétt hjá þér myndin tekin frá Fjarðarstrætinu út að Grænuhlíðinni.  Já ég skal skila kveðjunni þinni.  Og já við stefnum að sama máli, hvor sem stafurinn er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 23:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar er Snæfjallaströndin í forgrunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 23:32

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bestu kveðjur, góða Ásthildur, jafnvel þótt ég kjósi ekki Frjálslynda flokkinn! Mér þykir innilega vænt um Adda okkar og líka þig.

Hlynur Þór Magnússon, 26.4.2007 kl. 23:53

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Hlynur minn og sömuleiðis

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 00:15

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú ertu aldeilis búin að kveikja í mér fiðringinn...Bara verð að koma til Ísafjarðar og rifja upp fyrri tíma þar. Sýnist samt margt breytt frá því fyrir tuttugu og eitthvað árum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 12:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt þú verður bara að koma mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 14:08

13 Smámynd: Saumakonan

fæ ég kaffi í kúluhúsinu ef ég kem vestur???    heheheh man að ég dáðist að þessu húsi síðast þegar ég var í heimsókn þarna en ekki þorði ég nær húsinu en götunni fyrir neðan (keyrði mjöööög hægt framhjá )

Saumakonan, 27.4.2007 kl. 16:13

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já örugglega ef ég er heima Saumakona mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband