Svolítið um endurnýjun og forsetaframboð.

Ég fagna þessu framboði. Ég held að það séu nýjir og betri tímar framundan.  Það er verið að hreinsa til og þar má fyrst þakka Media Reykjavík, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og uppljóstrun hundruða blaðamanna um heim allan um leka um Panamaskjölin. 

Þessar uppljóstranir eru  nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif um allan heim.  En ekki síst hér á Íslandi, smátt og smátt hrökklast þeir frá sem hafa mulið undir sjálfa sig á kostnað landsins og þjóðarinnar, með sitt fé á þurru í aflandsskúffufyrirtækjum. Eða bara látið leiðast út í ævintýri og von um gróða.

Fólk vissi að það var eitthvað rotið í samfélaginu, en að það næði alla leið upp í efstu lög þjóðarinnar var nánast eins og kinnhestur og hann illur.  

Ennþá eru nokkrir ráðamenn sem þrjóskast við og reyna að hanga í stólum sínum, en sífellt flæðir meira undan þeim, með meiri upplýsingum.  Best að það fólk sæi að sér og bæðist fyrirgefningar og léti sig hverfa.  Þeir yrðu menn að meiri fyrir vikið. 

Nýji utanríkisráðherran tilkynnti nokkrum dögum eftir að hún kom í embætti að hún hefði kannað málið og það hefði enginn áhrif í útlöndum. 

En það er einfaldlega ekki rétt.  Það heyrist frá fólki sem býr erlendis, sama hvar, að við erum álitinn bananalýðveldi og algjörir kjánar.  Að vísu gerðist það líka að hluta til þegar þjóðin kaus yfir sig aftur þá sem áttu mestan þátt í hruninu.  Síðan hefur margt bent til þess að við séum bæði óskrifandi og ólæst samfélag.  

En sem sagt ég ætlaði að tala um forsetaframboðið.  Einhvernveginn var það svo að það voru sáralítil viðbrögð við öllum þeim fjölda sem hafði gefið kost á sér, það varð smá neisti þegar Andri Snær gaf kost á sér.  En samt það vantaði eitthvað upp á.  

Núna er eins og allt sé tilbúið, eða þannig er mín tilfinning gagnvart Guðna Th.  Auðvitað eru óánægjuraddir og jafnvel hatursfullar umræður og þessi sífelldi hræðsluáróður.  En flestir taka vel í framboð hans.

Ég kaus Ólaf eftir að hann beitti neitunarvaldi sínu.  Og síðan, hann hefur reynst okkur góður forseti og þau hjón glæsilegt par sem vekur bæði aðdáun og virðingu hvar sem þau fara.  Ólafur auk þess vel lesin og inn í öllum málum og hefur svo sannarlega gert margt gott á sínum ferli.

En þegar hann ákvað að hætta við að hætta, fannst mér einhvernveginn að það væri ekki rétt.  Í fyrstu hugsaði ég að ef til vill væri best að hann sæti áfram, því það leit ekki út fyrir að í hans stað kæmi frambjóðandi með þá þekkingu á starfinu sem þyrfti til að sinna því að öllum öðrum ólöstuðum.  En samt 20 ár er langur tími í svona starfi.   Og það er einfaldlega kominn tími til að breyta til.  Fá nýjan mann í sætið.  Guðni hefur allt það að bjóða sem þarf að mínu mati.  Hann hefur kynnst sér þetta embætti ítarlega og oft verið spurður sem álitsgjafi um ýmis málefni varðandi þetta æðsta embætti þjóðarinnar.  Þar fer maður með reynslu og gefur af sér góðan þokka.

Guðni Th.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðni með eiginkonu sinni og börnum. 

Nú hef ég séð að það er strax byrjaður hræðsluáróður.  Hann er þannig að ESB sinnar hafi fengið hann til að fara í framboð, og þar með megi ekki kjósa hann.  Í því sambandi vil ég benda á að hann lagði mikla áherslu á vilja þjóðarinnar og frjálst og óháð Ísland og frjálsa þjóð.   Slíkt gengur ekki upp að mínu mati ef við gerumst aðilar að ESB.  Annað er að meira að segja Samfylkingin og áhrifamenn þar bæði Jón Baldvin, Össur og nú Helgi Hjörvar hafa sagt að Evrópuaðild sé ekki á dagskrá lengur.  Helgi sagði að evrópulestin hefði farið framhjá og kæmi ekki aftu næstu 10 15 árin. Þeir eru ef til vill búnir að átta sig á því að þetta niðurhal flokksins hefur heilmikið að gera með Evópuþráhyggju hans.

En svona burt séð frá því, er ekki  kominn tími til að við höldum áfram í stað þess að hanga á sömu þúfunni og ríghalda í allt það sem við þekkjum?  Nýr forseti, nýja ríkisstjórn fljótlega og nýtt hugarfar.  

Ég veit að það þarf vissan kjark til að breyta, en þegar ástandið er orðið eins og það er, meö öllu sínu vantrausti og upplausn sem er í þjóðfélaginu þá er um að gera að treysta nýju fólki til að gera einmitt það.  Það er sagt að nýjir vendir sópi best og það er orð að sönnu.  

Og alltaf koma ný tækifæri og nýjir siðir.  Við ættum að taka því fagnandi að það er til fólk sem vill taka við keflinu og halda því á lofti til hagsbóta fyrir okkur öll.

Vil svo ljúka þessu með því að þakka Dorrit og Ólafi Ragnari fyrir þeirra góðu frammistöðu, sérstaklega þykir mér vænt um hina glæsilegu forsetafrú.  Þau verða ekki á flæðiskeri stödd þó þau láti þetta gott heita.  

Eigið góðan dag.  smile 

 

......


mbl.is „Það er ekkert að óttast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband