Hvar á að taka peningana.

Þegar verið er að fara fram á að aukið fé sé sett í málefni sem eru til heilla fyrir almenning, kemur alltaf þessi setning, hvar á að taka peninga til þess, eða hvar á að skera niður. 

Málið er að það eru til nægir peningar í þjóðfélaginu.  Þeir liggja bara ekki á lausu, þeir eru ofan í skúffum þar sem enginn venjulegur maður getur notið þeirra.  

Það sést vel núna undanfarið, það má minna á alla fjármunina sem runnu til frænda og vina ráðamanna úr Borgun, þar sem einstaka menn þáðu gull úr greipum ríkisins.  

Það má líka tala um fjárnámið úr vörslu tryggingafélaganna, þar sem átti að veita sér ekki  milljónir, heldur milljarða króna úr sjóðum þeirra til aðrgreiðslna til velvalinna auðmanna.  Og meira að segja tekið lán hjá þeim sumum til að geta nú örugglega greitt út ARÐINN.

Það er löngu vitað að stórútgerðirnar maka krókinn vel á kostnað skattborgara þessa lands og það  má ekki hrófla við þeim heilögu kúm, ekki hækka veiðigjöld né hækka krónuna, því þeir vesalingarnir þurfa að græða helst meira ef eittvað er.

Forstjórar OHF fyrirtækja og bankastjórar fá feitar launahækkanir og arðgreiðslur sem hver og einn almennur borgari gæti ekki halað inn allt sitt líf í puði og vesaldómi.  

 

Peningar_slenskir__________________jpg_280x800_q95

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er eytt í allskonar bruðl og vitleysu eins og að færa gamlan grjótvegg, sem hafði að því sagt er ekkert sögulegt gildi.  

Hvað ætl hafi verið eytt mörgum milljónum þegar Ingibjörgu Sólrúnu dreymdi um að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Það væri hægt að telja upp margt og margt, en það væri að æra óstöðugan. 

En það þarf ekki að spyrja hvaðan á að taka peningana, eða hvar á að  skera niður.  Það liggur ljóst fyrir að einhversstaðar er til nóg af seðlum; plenty money eins og Megas sagði.  Og þeir eru heldur ekki farnir til Money heaven, þeir liggja eins og ég sagði áður í skúffum og nammikrúsuml víðsvegar um þjóðfélagið bíðandi eftir að frænkurnar Græðgi og Öfund gómi þær í sína eigin vasa, án viðkomu í þjóðfélaginu.

09-09-peningar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það sem verra er stjórnvöld undanfarinna ára hafa ekki lyft litlafingri til að laga þetta ástand.  Það þarf ekki að segja mér að það sé ekki hægt að koma böndum á þessa græðgi.  Setja hömlur á arðgreiðslur sem eru komnar út fyrir allann þjófabálk, hækka gengið þó útvegsmenn gráti krókódílatárum, Setja rekstrarreglur á þessi OHF fyrirtæki sem eru oft ekkert annað en græðgin sjálf uppmáluð, þó stjórnunin sé fyrir neðan allar hellur eins og til dæmis hjá Strætó, Ísavía og Símanum.  

Taka þarf til í öllu nefndarfarganinu þar sem komið hefur verið fyrir ættingjum vinum og vandamönnum sem varla þurfa að gera neitt nema hirða launin sín.  Hvað eru til dæmis margir erindrekar á fullum launum hér á landi í biðstöðu eftir að komast eittvert í póst? Og hvað hafa margir fengið nefndarstarf af því að hann/hana vantaði vinnu og pabbi, mamma eða vinur var í réttu aðstöðunni?

Það er sagt að Ísland sé ríkt land og það er alveg hárrétt, en yfirbyggingin er svo stór að hún tekur til sín allt það fjármagn sem farið gæti í að allir gætu haft það gott.  

Stjórnvöl eiga- þeim ber að skapa umhverfi fyrir fólkið í landinu, réttlátt samkeppnisumhverfi þar sem allir eiga jafnan aðgang, það er meira að segja í stjórnarskránni.   Og þegar menn segja að ekki sé hægt að reka landið nema fá nýja stjórnarskrá, ganga meira að segja svo lang að vilja hafa stutt þing næst svo hægt sé að samþykkja nýja stjórnarskrá, þá er það til lítils ef ekki er farið eftir því sem þar stendur. 

9dd4ddaf7fe5dfc421856174bea60690

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að endingu má svo spekulera í því hvað varð eiginlega af rannsókninni úr skattaskjólum, það hefur farið ansi lítið fyrir henni, ætli henni hafi ekki verið stungið ofan í eina skúffuna, þar sem hún bíður uns allir hafa gleymt henni?

Af peningum eigum við nóg, það er bara vitlaust gefið eins og skáldið sagði. 

 

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið.


Bloggfærslur 12. mars 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband