Smá hugleiðing um stjórnmálafólkið okkar.

Það er mikil gerjun í gangi í pólitíkinni. Ég hef verið að velta fyrir mér forsvarsmönnum flokkanna og hvernig þeir höndla málin.

Tek það fram að þetta er bara mín upplifun af því sem ég les og heyri. Það hafa allir sína kosti og galla, bara spurning um hvernig menn vinna úr málunum.

Bjarni Benediktsson, er örugglega vænsti maður. Hann er stefnufastur og lætur ekki teyma sig eitt eða neitt.

Hann mætti samt stundum aðeins staldra við og hugsa hvort ekki væri betra að gefa eftir.

Hans verstu óvinir í pólitíkinni eru örugglega hans nánustu ættingjar af þeirri ætt sem hann kemur úr. Þar eru valdagráðugir og klókir menn sem vilja græða sem mest og er sennilega nokkuð sama um aðferðirnar, það má sjá á Vafningsmálinu og Borgunarmálinu.

En það er samt eitt sem er verra hjá Fjármálaráðherranum, hann er orðin blindur á báðum augum við að reyna að skila hallalausum fjárlögum, og til að svo megi verða, lokar hann algjörlega augunum fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu, svo sem eins og í heilbrigðiskerfinu, fátækt öryrkja og aldraðra og félagslegt óréttlæti, meðan þeir sem hærra eru settir fá fjárhæðir í hækkun launa og bónusa allskonar.

75.000 manns hafa nú skrifað undir óskir Kára Stefánssonar um meira framlag til heilbrigðismála. Þá duga ekki tölur, reiknislíkön eða slíkt. Það þarf að laga ástandið.

bjarni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Held líka að mörgu leyti sé Sigmundur Davíð ágætis drengur, hann hefur sennilega ekki fengið mikinn aga í uppvexti, þar sem hann virðist ekki hafa lokið þeim prófum sem hann stefndi að.

Það segir líka af hverju honum finnst gagnrýni sem á rétt á sér, vera árásir á sig. Hann hefur aldrei fyrr þurft að glíma við slíkt í sínum verndaða heimi.

Mér finnst margt gott sem hann gerir, eins og að vernda gömul hús og vilja staldra aðeins við í þeirri hörmulegu kassavæðingu sem nú er í tísku. Hann vill örugglega gera meira og betur.

Það lá alveg fyrir þegar hann var gerður að forsætisráðherra að hann var brokkgengur í vinnu, það sást vel með því að lesa bókina hennar Margrétar Tryggvadóttur, þar beinlínis var rætt um hve hann mætti seint og illa og fór snemma, þá var hann bara óbreyttur þingmaður.

Ég held nefnilega að það hafi verið unnið að því bak við tjöldin að gera hann að forsætisráðherra, í eignahaldsfélagi Framsóknarflokksins, sem á sennilega upptök sín í Skagafirði, tel nefnilega að Birgitta hafi farið nálægt sannleikanum.

Hann er því ekki alveg sjálfráður um það sem hann gerir. Það sést best á því að hann passar ekki inn í þetta hlutverk. Veit ekki hvort Ólafur Ragnar hafi eitthvað komið þarna að málum, en það gæti alveg verið. Það sem hefur gerst gott í framsóknarflokknum, er að inn komu nýir þingmenn sem njóta trausts eins og Frosti Sigurjónsson, sem reyndar á ekki alveg heima þarna að mínu mati. Hann á ekki heima í baktjaldamakki, þar sem hann er of heiðarlegur fyrir svoleiðis.

Sigmundur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árni Páll Árnason er auðvita líka eðaldrengur, en hann er prinsiplaus að mínu mati, að halda völdum er hans aðal. Hann ólíkt Sigmundi hefur þurft að pota sér þangað sjálfur og jafnvel í óþökk Jóhönnu Sigurðardóttir. Nú er eftir að sjá hvort honum tekst að krafla sig upp aftur með því bréfi sem hann skrifaði og allt varð vitlaust út af Og eftir að hafa reynt að bæði gráta í anda Bjarna og vælupúkast eins og Sigmundur. Kæmi svo sem ekki á óvart að hans yrði saknað einhversstaðar í hópnum. Sérstaklega eftir að hafa verið gerður að blóraböggli, og sérstaklega ef Samfylkingin réttir ekki úr kútnum eftir að hafa skipt um formann. Pólitíkin er nefnilega skrýtin tík og oftast afar vanþakklát.

Árni Páll

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Katrín Jakobsdóttir er líka eins og öll hin ágætis kona. Hún virðist hafa ákveðnar skoðanir og margir treysta henni.

En það verður að segjast eins og er að hún vílar ekki fyrir sér að svíkja gefin loforð ef á það reynir, líkt og þau Steingrímur gerðu eftir kosningar þegar vinstri stjórnin varð til. Það þarf enginn að segja mér að hún hafi ekki vitað af fyrirætlunum hans og Jóhönnu um að sækja um ESB, þótt hann hafi neitað því kvöldið fyrir kosningar.

Atli Gíslason sagði að þetta hefði verið vitað inn í æðstu stofnunum beggja flokka löngu fyrir kosningar. Það er alltaf gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, og þá verður maður vinsæll og trúverðugur ef ekki reynir á.

Katrín

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Birgitta er flott kona og mér þykir vænt um hana, vegna þess að ég þekkti móður hennar nokkur ár áður en hún yfirgaf okkur. Einlæg og yndisleg manneskja, Birgitta er það líka. Og hún er með prinsippin á hreinu. Hún veit hvað hún vill og fylgir því eftir. En stjórnmál eru bara ekki þannig í eðli sínu. Til að áætlanir fái brautargengi, verður að ræða við grasrótina og stundum að gefa eftir. Þó er gott að hafa sterkar skoðanir og þora að tjá þær.

Ég er til dæmis ekki farin að sjá að það geti gengið upp ef þau fá gott gengi í kosningum, jafnvel þó þau myndi kosningabandalag með flokkum sem óttast að deyja út, ef þau svo ná að mynda ríkisstjórn, að það fólk sem þá er komið með völdin í hendurnar vilji hafa stutt þing og svo kosningar aftur strax.

Einhvað segir mér að þar komi inn mannlegt eðli að halda áfram. Það er bara mannlegt og skiljanlegt.

Birgitta er hvatvís og ég hef grun um að hún vaði stundum áfram, án þess að gera grein fyrir því sem hún er að gera. Það getur verið óþægilegt fyrir samstarfsfólk hennar. En svo sannarlega eru Píratar að gera eftirtektarverða hluti og eiga eftir að marka stórt spor í pólitíkina héðan af. Héðan í frá verður ekki aftur snúið þökk sé þeim.

 

Birgitta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er viss um að Óttarr Proppé er frábær náungi og hann er örugglega meiri músikant en pólitíkus. Svo það gat aldrei vísað á neitt að hann færi í formann Bjartrar framtíðar.

Hann er of saklaus og heiðarlegur í flokki með reyndum úlfum til að það gengi upp.

Enda er saga þessa skínandi stígs, eins og bróðir minn kallar flokkinn á enda. Þetta varð aldrei annað en brot út úr öðrum flokkum þar sem Guðmundur Steingrímsson vildi fá að vera aðal, en varð eiginlega aldrei neitt annað að því er mér sýnist.

En Óttarr er flottur. Vonandi ná þau að hífa sig upp, það vantar fleira gott og heiðarlegt fólk í pólitíkina. 

Óttarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sorglegt með Flokk heimilanna, sem græðgin yfirtók til að sölsa undir sig peninga, og stofnendur sitja uppi með sárt ennið. Skil samt ekki af hverju peningagreiðslur voru ekki stöðvaðar, þegar ljóst var að flokkurinn fylgdi ekki þeim reglum sem settar voru. En svona gerast kaupin á Eyrinni. Og að þessu þarf að gæta. Ég get ekki annað en vorkennt Arnþrúði og Pétri hvernig fór fyrir baráttu þeirra fyrir betri heim fyrir heimilin, því ég er viss um að þau voru einlæg og heiðarleg í sinni ætlun.

Arnþrúður-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

Helga Þórðardóttir er formaður Dögunar, duglegri manneskju er ekki hægt að fá til að vinna í teymi. Hún lætur ekki mikið yfir sér konan sú, en svo sannarlega er þarna kjarnakona á ferð og á örugglega eftir að gera stóra hluti í framtíðinni.

Hún er helst til hógvær og berst ekki mikið á. Hún þyrfti að vera hávaðasamari og frekari, svo fólk tæki eftir henni og flokknum. Því fólk áttar sig ekki á dyggðum stjórnenda nema þeir sýni vald sitt. Því miður, því oftast og nær, raunar allaf er það besta fólkið sem sýnir hógværð og kurteisi.

Dögun á eftir að vekja athygli og áhuga fólks á næstu mánuðum. 

Helga-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum ætla ég að nefna einn flokk sem ég veit að hefur verið að vinna heimavinnuna sína, en það er Alþýðufylkingin.  Þar er í forsvari Vésteinn Valgarðsson, þeir eru einmitt um þetta leyfi að halda opinberan kynningarfund um sín málefni.  

vesteinn1_511416-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru nú bara spekulasjónir um bakgrunn pólitíkusanna okkar. Fjölmiðlar hafa raunar ekki mikinn áhuga á því að skoða mannlega þáttinn bak við þetta fólk okkar og hvað það er sem skapar þeirra ímynd.

 

Þeir sem eru að gera skoðanakannanir gera ekkert með þau félög sem eru að vinna að framboðum. Þeir einblína bara á þá sem þegar eru á þingi. Það er bara einfaldlega ekki réttlátt, því ef sanngirnis á að gæta þarf að taka alla með sem eru að huga að framboðum.

Nema skoðanakannanirnar séu eingöngu til að skemmta skrattanum, eða að að finna út hverjir gætu verið sigurverarar núverandi stjórnmálaflokka. Það þýðir nákvæmlega ekkert að tala um „önnur framboð“  undir einu heiti og  sýna eitt komma eitthvað prósent.

Stundum hef ég grun um að fréttamenn vilji svolítið ráða hverjir hljóta veganestið bæði til pólitísks frama og eins forseta fyrir utan allt annað eins og söngstjörnur og leikara. Þessi þrá þeirra er vond vegna þess að þeir eiga að gæta hlutleysis fyrst og fremst og persónulegir draumar þeirra um stjörnur eiga ekki rétt á sér, þar sem þarf að huga að eru hæfileikar manna til að höndla með vald á hvaða sviði sem það er.

Það er okkur öllum fyrir bestu að allir leiti að bestu kostunum í þeim málum og bestir til þess eru fjölmiðlamenn, en þá eiga þeir líka að vera fyrst og fremst hlutlausir, hlú að því sem vel er gert, og láta annað fara fram hjá garði. 


Bloggfærslur 24. febrúar 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband