Kosningadagurinn.

Ég er nú að velta fyrir mér hvað gerðist á síðustu metrunum í kosningabaráttunni.  Mín skoðun er sú að fjórflokkurinn þ.e. Píratar, Samfylking, Björt Framtíð og VG.  settu sjálf ESB inngönguna í framsætið.  

Þetta var ekki svo mikið í hugum fólks fyrir.  Það var meira að skoða önnur góð mál sem flokkarnir voru með.  Það var ekki fyrr en þau byrjuðu öll á því að þetta væri forgangsmál að taka upp "viðræðurnar" þar sem frá var horfið sem fólk stakk höndunum í vasana.  Það ætlar víst seint að skiljast að ESB umsókn er ekki á dagskrá almennings.  Og ferlið er ónýtt, var það alltaf.  Því stækkunarstjórarnir voru ósveigjanlegir hvað varðar varanlega undanþágur.  Þetta veit Össur líka, þó hann hafi sagt að það munaði bara hársbreidd á að ná samningum um kaflana tvo sjávarútveg og Landbúnað. 

 

Af sömu orsökum tel ég að Viðreisn hljóti minna brautargengi en þau hafa búist við.  

Það er í raun og veru synd að spila kortunum svona í hendur andstæðinganna og óvíst um hvernig allt fer. 

End það er bara að vona það besta og megi réttlætið, sanngirnin og lýðræðið, vinna þessar kosningar. Þá getum við öll við unað.

 

Vonandi eigið þið öll góðan eftirmiðdag og skemmtilegt kvöld.  Vona að sem flestir verði ánægðir með úrslitin.  Fullt af fólki hefur lagt hart að sér til að vinna að framboðunum.  Það hefur ekki verið auðvelt í öllu þessu fjölmiðlafári.  Þó sumir fjölmiðlar hafi ítrekar hunsað minni framboðin fullkomlega og komið í veg fyrir að þær raddir heyrast.  Svo sem ekki þeim til sóma, því síður. 

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Bloggfærslur 29. október 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband