Veganúar.

Já hvað er nú það spyrja einhverjir  smile Það er nýjasta æðið á Íslandi.  Um þetta áhugamál eða lífstíl hefur verið stofnaður félagsskapur.  

http://kvennabladid.is/?s=Vegan

Það má ekki borða neitt sem kemur frá dýrum.  Og fólk heldur því fram að með því sé það að minnka mengun í heiminum.  Má vera rétt.  En ég held að fólk hafi ekki hugsað þetta alveg til enda.

Segjum svo að fólk hætti almennt að borða dýraafurðir.  Þá hætta bændur væntanlega að ala upp húsdýr eins og kindur, kýr, svín og hænur.  Þá fá þessir vesalingar aldrei tækifæri á að fæðast, vera frjáls á fjöllum eða narta í grænt gras.  

Væri ekki nær að einbeita sér að því að bændur færu betur með skepnurnar sínar, þ.e. þeir sem slugsa.  Að leggja af verksmiðjubúskap og svipta menn leyfi til að halda dýr ef þeir meðhöndla dýrin sín illa.  

Ég hef líka heyrt að fólk fyllist af lofti við að éta baunir.  Mun þá Veganfólkið ekki menga meira en áður?

 

Sjá hér frá Doktor.is

"Vindgangur Vindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni. Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring (meðaltal 700 ml). Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6). Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, koltvíoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Loftið myndast í ristlinum fyrir tilstuðlan baktería við niðurbrot á fæðuleifum og gerjun. Magn vindgangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smáþörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft".

 

Hvað með að grænmeti er líka lifandi, þó tjáning þeirra sé á öðru plani en okkar í Fána.  

Annað sem er athugavert er að mannskepnan hefur verið kjötætur frá aldaöðli, við erum til og með með vígtennur ætlaðar til að sökkva í safaríkt kjöt ekki satt?

Held líka að það sé ekki gott að fá allt prótein úr grænmeti á ávöxtum.  

Nei kæru vinir hér gildir það sama og áður hefur verið sagt ótal sinnum, allt er best í hófi.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=FgRv7XWJnZs

 

Eigið góðan dag, það verða kjötbollur heimagerðar í kvöldmatinn hjá mér.  Borðaði silung í gær og mun örugglega borða eitthvað dýrslegt á morgun.  kiss En meðlætið verða kartöflur og grænmeti bæði snöggsoðið og hrátt.  


Bloggfærslur 5. janúar 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2020875

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband