Ómar Ragnarsson eða Gísli á Uppsölum.

Ein vinkona mín hringdi í mig áðan.  Hún sagðist ekki sátt.  Hún er nýkomin af sjúkrahúsi þar sem hægt var að kaupa og senda samúðarkort með mynd af engli, og í kortinu stóð:

Þegar raunir þjaka mig

þróttur andans dvínar

þegar ég á aðeins þig

einn með sorgir mínar.

Gef mér kærleik, gef mér trú

gef mér skilning hér og nú.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu ætíð ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

 

Sagði hún að þetta ljóð væri sagt eftir Ómar Ragnarsson, sagði hún það alrangt, því ljóðið væri eftir Gísla á Uppsölum.

Ég gat ekki sent kortið, sagði hún því þetta er ekki rétt með farið.

Ég lofaði henni að skoða málið.

Við leit rakst ég á tvær bloggfærslur, aðra frá Ómari Ragnarssyni og hina frá vini mínum Sigmari Þór Sveinbjörnssyni, vestmanneyjing. Þar kemur fram að ljóðið er eftir Gísla á Uppsölum, en Ómar hefur bætt við fleiri erindum.

Eins og sést hér að neðan.

 

http://nafar.blog.is/blog/nafar/entry/1217850/

Bæn

Þegar raunir þjaka mig

þróttur andans dvínar

þegar ég á aðeins þig

einn með sorgir mínar.

Gef mér kærleik, gef mér trú

gef mér skilning hér og nú.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu ætíð ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

Hér er svo blogg Ómars. 

Gísli frá Uppsölum http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/753962/

BÆN EINSTÆÐINGSINS.

Jólin færa frið til manns, - /

fegurð næra hjarta. /

Ljósið kæra lausnarans /

ljómar, skæra, bjarta. /

Frelsun manna fædd nú er. /

Fögnuð sannan boðar mér. /

Ljúfi Drottinn, lýstu mér /

svo lífsins veg ég finni. /

Láttu ætíð ljós frá þér /

ljóma í sálu minni. /

 

Þegar raunir þjaka mig, - /

þróttur andans dvínar. /

Þegar ég á aðeins þig /

einn með sorgir mínar /

gef mér kærleik, gef mér trú, - /

gef mér skilning hér og nú. /

 

Ó, minn Guð, mig auman styð, -

ögn í lífsins straumi. /

Kenndu mér að finna frið /

fjarri heimsins glaumi. /

Margur einn með sjálfum sér, - /

sálar fleinn því veldur, - /

eins og steinn sitt ólán ber, - /

ekki neinn þess geldur. /

 

Nístir kvöl í næmri sál. /

Nætur dvöl er hjartabál. /

Leikinn grátt sinn harmleik heyr. /

Hlær ei dátt með neinum. /

Særður þrátt um síðir deyr. /

Segir fátt af einum. /

 

Góðar stundir og gleðileg jól !

 

Ég er sammála vinkonu minni, það er ekki gott að ljóð Gísla eða bæn, sé sett inn í ljóð Ómars og honum kenndur höfundarréttur. Best hefði verið fyrst hann fann sig knúin til að yrkja fleiri erindi við ljóðið að hafa Gísla ljóð fyrst. Vonandi getur Ómar útskýrt þetta betur.

Annars verð ég að segja að mér finnst það orka frekar tvímælis að taka ljóð látins manns og setja það inn í eigin ljóð, og hefur ef til vill sært fleiri en þessa ágætu og glöggskyggnu vinkonu mína.  

 

gisli_fra_uppsolum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í bloggi Sigmars kemur fram að myndina tók Árni Johnsen.

 


Bloggfærslur 14. janúar 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020873

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband