Smá yfirlýsing frá mér til ykkar.

Kæru vinir og þið sem hafið verið viðskiptavinir mínir til margra ára.  Ég þarf að segja ykkur dáítið.  Það er erfitt og ég hef reynt að draga það eins og ég get.  En hjá því verður ekki komist.  

Ég hef átt erfiðan vetur og vor, margt hefur farið illa hjá mér, og lamað starfsþrek mitt.  Ég hef samt sem áður gert allt sem ég hef getað til að standa mig.  Brotist upp í gróðurhús í hvaða veðri sem er og þungum snjó til að gera mitt besta.  En það hefur gengið illa.  Bæði með plöntur sem ég hef yfirvetrað hingað til og viðhaldið þannig, meðan ég var úti fór rafmagnið af húsinu og þær plöntur sem áttu að vera til staðar í vor drápust.  Sáningin gekk sömuleiðis illa og margt annað sem ég nenni ekki að ræða. 

Þetta hefur legið ótrúlega þungt á mér í allt vor.  Þannig að ég tók sjálfa mig á eintal og sagði að þetta bara dygði ekki.  Ég þyrfti fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig og það sem mér væri fyrir bestu.  Og það varð úr að ég verð ekki með opna tíma í garðplöntusölunni eins og alltaf áður, ekki með það úrval sem ég þarf að hafa og ekki með úthaldið sem ég þarf á að halda.

IMG_9092

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þess vegna mun ég ekki vera með séstaka opnunartíma uppfrá, heldur einbeita mér að því að vinna í garðinum mínum. 

Þið eruð eftir sem áður velkomin að koma og skoða það sem til er, eða leita ráða eins og verið hefur. Ég verð mestmegnir einhvarsstaðar á lóðinni, annars er síminn minn 6187751(reyni að muna að hafa hann á mér smile)

IMG_9093

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að segja svona opinberlega.  En ég vil ekki þurfa að skammast mín fyrir að hafa ekki staðið mig sem skyldi, hverju sem það er að kenna, það skiptir heldur ekki máli. 

IMG_9096

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil bara eiga þetta sumar til að sleikja sárin og gera það sem mér lætur best að hlú að blómunum mínum og skila skömminni sem ég finn fyrir.  Hún á ekki heima í hjartanu mínu.  Ég tek bara á þessu eins vel og ég get.  

IMG_9098

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið sýnið mér skilning í þessu.  Ég hef reyndar hengipetuníur, og stjúpur sem eru þó ekki nógu langt komnar eins og er.  Enda er varla komið vor ennþá. 

IMG_9099

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er það sem ég ætlaði að segja og nú hef ég brotið odd af oflæti mínu og viðurkennt vanmátt minn.  En ég held að svona ítrekuð áföll lami mann smátt og smátt og geri allt erfiðara.  En ég er þannig manneskja að ég verð að fá að vera ég sjálf og segja hreint út hvernig málin eru.  Mér þykir vænt um ykkur öll sem hafið alltaf sýnt mér hlýhug og komið í garðplöntustöðina mína og spjallað og dáðst að bæði fjölbreytninni og fallegu blómunum mínum. 

Þetta eru enginn endalok, aðeins breyting meðan ég hugsa mitt ráð. 

IMG_0243

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo á ég líka von á að fá að hafa barnabörnin mín í sumar, jafnvel meira en verið hefur.  Þau eru það besta sem ég á.  <3

Eigið góðan dag elskurnar.  

 


Bloggfærslur 4. júní 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband