Verkföll og afleiðingar lagasetningar á þau.

Setti þetta inn sem svar við þessari grein. http://www.visir.is/pall-matthiasson--verkfallinu-vard-ad-ljuka/article/2015150619512?fb_action_ids=10206910210222932&fb_action_types=og.comments

 

 

ÉG er ekki að alveg að ná þessum vandræðagangi. Auðvitað þurfa allir að fá mannsæmandi laun. Veit ekki hvað ber í milli og hvort allt sé stál í stál. Ég tel að stjórnvöld hafi áhyggjur af skriðunni sem kemur ef þessir hópar ná til sín meira en þeir sem hafa þegar samið. Og hvað verður síðan um verðlagið og verðbólguna sem hlýtur að fara á fullt. Seðlabankastjóri strax farin að hækka vexti og hótar enn meiri hækkun í haust. Þetta er svo sannarlega erfitt viðfangs. En einhversstaðar þarf að taka til hendinni og leiðrétta þau laun sem hafa einhverra hluta vegna orðið útundan. Það er svakalegt að missa allt þetta góða starfsfólk úr landi, þá er ég að tala um hjúkrunarfólk. Lögfræðingar og slíkir fara sennilega ekki úr landi, þeir hafa það langbest hér heima. En nú þarf að vinda sér í að sætta þau sjónarmið sem eru uppi sennilega þarf að láta forystumenn fara og fá óvilhalla menn til að tala saman um kaup og kjör. Mér finnst eins og þessir forystumenn eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir og kennarinn man ekki hvað hann heitir þau eru alltof herská og pólitísk til að taka á þessum málum. Æsa til ófriðar í stað þess að tala varlega og friðsamlega. Stjórnvöld verða svo að taka sig á og skilja reiðina sem ríkir hjá þeim sem hafa verið þvinguð til starfa í krafti laga. Það hlýtur að vera til lausn sem hægt er að sætta sig við. Það þarf bara að setjast niður og finna hana. Það er ekki íslenskum almenningi í hag að missa allt þetta góða fólk úr landi svo ég endurtaki nú sjálfa mig. Og það er ekki almenningi til hagsbóta á neinn hátt að hafa hatramma pólitíska andstæðinga ríkisstjórnarinnar í forystu fyrir svo vandmeðförnum samningum. Og það er heldur ekki íslenskum almenningi til hagsbóta að hafa menn við stjórnvölinn sem skilja ekki þjóðarsálina. Hér þarf að hugsa fyrst og fremst um þá sem eru veikastir og þurfa á hjúkrun að halda, og óttann og öruyggisleysið sem fólk býr við, meðan einhverjir eru að leika sér í stríði. 

 

Sammála Styrmi um að þetta mál þarf að leiða til lykta með skynsemi og varfærni.  Annað er bara ekki í boði. 


Bloggfærslur 14. júní 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband