Já það er gott að geta farið í drottningaviðtöl.

Það er gott hjá þér að hleypa gleði inn í líf þitt og byrja upp á nýtt ágæta Þórey, og leiðinlegt að þetta skyldi koma upp á erfiðum tíma fyrir þig.  Það er samt eitthvað sem ekki passar fyrir minn smekk.  Þannig er að ef ég er með hreina samvisku þá á ég ekki í einhverju sálarstríði um mál sem sannarlega er ekki mitt mál.  Og að auki, ef þú varst svona viss um að Gísli var saklaus, af hverju að spyrja hann mörgum sinnum, (það á líka við um Hönnu Birnu)  þið  afneituðuð báðar tilvist skjalsins sem reyndist svo vera nákvæmlega inn í ráðuneytinu.  Það var reynt að klína sökinni á Rauðakrossinn og útlendingastofnum.  Ef þú varst svona náinn samstarfsmaður Hönnu Birnu hlýtur þú að hafa fylgst með því máli og vitað að skjalið fannst einmitt hjá ykkur ásamt lekanum.  Ég er með ákveðna kenningu um hvernig þetta mál æxlaðist, og þar kemur núverandi lögreglustjóri Reykjavíkur sterkt inn ásamt ykkur.  

 

Og þegar fyrrverandi innanríkisráðherra neitaði tilvist þessa skjals á alþingi hlýtur þú að hafa vitað að það var ekki sannleikanum samkvæmt.  Hvort sem þú vilt kannast við það eða ekki, þá liggur þetta fyrir, þvi miður fyrir þig og þinn fyrrverandi yfirmann.  Þetta hefur aldrei verið útskýrt nægjanlega.  

Og þegar þú fórst í mál við DV, með kröfu um hörðustu refsingu sem til væri, fórstu alveg með það að mínu mati, og ef einhver samúð hefði verið með þér, fauk út hún út í veður og vind. 

En sem sagt ég óska þér alls góðs í nýju lífi og megi þér farnast sem allra best.  En mundu bara að þó sannleikurinn muni aldrei koma upp, þá mun hann naga þá sem þekkja hann.  Og ef þér hefur liðið svona illa út af fólkinu sem lenti í lekanum, þá er það pínu skrýtið að þú skyldir ekki á neinn hátt bregðast við og sýna þeim samúð meðan á þessu stóð.  

Mundu líka að það eru ekki allir sem fá drottningaviðtöl í mest lesnu blöðum landsins til að réttlæta sjálfa sig og aðra.  Sumir eiga enga slíka að, og þegar reynt var að eyðileggja þann stuðning frá almenningi sem þetta blessað fólk var að fá með leka, þá var það bara andstyggilegt.  


mbl.is Ákvað að hleypa gleði inn í lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband