"Útistöður" Bókin hennar Margrétar Tryggvadóttur.

Ég var að lesa bókina hennar Margrétar Tryggvadóttur, sagði henni að ég ætlaði að lesa hana yfir jólin og svo aftur og aftur.  En ég sem sagt gat ekki lokið við lesturinn fyrr en núna.  Þessi bók er algjörlega frábær og einstök, hún gengur svo á mann að það þarf að taka sér pásu og byrja svo aftur.  Þetta er í senn sorgarsaga, reynslusaga, glæpasaga og svo skemmtilestur allt í senn.  

Margrét skrifar lipurlegan texta og er alveg heiðarleg í sinni úttekt á reynslu sinni sem þingmaður og svo aðdraganda að því að hún gerðist slíkur.  

Hún sýnir okkur almenningi í landinu hverslags ormagryfja alþingi er í raun og veru, opnaði gluggann út í samfélagið ef svo má segja.  Sýnir hversu brothætt lýðræðið er og hve vanbúið sumt fólk er til að gegna þeim störfum að vera þjónar almennings.  Stundum varð ég svo reið að mig langaði til að kasta bókinni frá mér, þegar þessir svokölluðu reyndu alþingismenn hreinlega léku sér að þingi og þjóð. Bæði með því að setja óþægileg mál í nefnd til að drepa þau niður, eða beygja sannleikann til að olnboga sig áfram.  

Það er til dæmis svakalegt að lesa um Icesavemálið og hvernig Steingrímur og hans nánustu höndluðu það mál allt saman.  Það átti að þvinga samninginn í gegn án þess að þingmenn og jafnvel ráðherrar fengju að lesa hann nema í aflæstum herbergjum.  Undirferlið í öllu því máli, vegna þess að það átti að koma okkur inn í ESB með illu eða góðu, og Icesave var partur af þeim samningi. 

Ég er Ólafi Ragnari endalaust þakklát fyrir að hafa stöðvað þetta mál og það í tvígang. 

Einnig er ljóst að Ásta Ragnheiður forseti þingsins notaði sér aðstöðu sína til að tefja mál eða hreinlega kála þeim.  M.a. var rætt um það á göngum þingsins að henni hefði verið lofað góðu embætti fyrir vel unnin störf, Þar segir svo:

"Orðið á göngum þingsins var að Ástu Ragnheiði forseta þingsins, hefði verið lofað góðu starfi að loknum kosningum og biðlaunatímanum sínum við að undirbúa og halda upp á afmæli 100 ára kosningaréttar kvenna - ef stjórnarskrármálið færi í súginn.  Starfið átti að standa út árið 2015 en eftir það átti hún rétt á eftirlaunum.  Hún hafði reyndar sjðálf lagt fram þingsályktunartillögu, var komin af stað með vinnuhóp um málið og þegar var ljóst að haldið yrði upp á þennan áfanga - en þessu þessu var ég samt ekki tilbúin að trúa.  

Starfið var hinsvegar auglýst og átti að standa út árið 2015, 81 umsókn barst, Ásta Ragnheiður var ráðin og hóf störf ufm það bil sem biðlaunarétturinn rann út. Um launakjör veit ég ekki".  Þó þetta verði aldrei sannað, þá leggur fnykurinn af þessu máli langar leiðir. 

Og hverjir skyldu nú hafa unnið að því að drepa stjórnarskrármálið? jú fyrir utan sjálfstæðisflokkinn voru það Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason.  

Margrét talar líka vel um fólk þarna, segir til dæmis að bæði Valgerður Bjarnadóttir og Oddný Harðardóttir séu afar vandaðar og duglegar konur, það er einmitt mín upplifun af því að hafa fylgst með störfum þeirra.  

Það er ekki hægt að ræða þessa bók í stuttu máli, ég ráðlegg öllum að lesa hana og kynna sér starfshætti og málarekstur á þessu sama alþingi sem ég get ekki hugsað mér að skrifa með stórum staf.  Auðvitað er margt gott fólk þarna innan um, en þar er líka fólk sem ætti ekki að koma nálægt því að stjórna landinu okkar.  Við verðum að fara að taka okkur tak og hætta að kjósa fólk sem hefur sýnt siðferðisblindu, svik og pretti.  Ef við virkilega viljum fá lýðræði, sannleika, jöfnuð og réttlæti þá er það skylda okkar að velja úr hæfasta fólkið í hverjum flokki og láta ekki forkólfana raða sjálfa upp á listana, með tilheyrandi spillingu.  

Margrét segir í lok bókar sinnar eftirfarandi: 

"Hagsmunir venjulegs fólks virðast því miður ekki vega eins þungt og það þykir ásættanlegur fórnarkostnaður við að viðhalda þessu gallaða kerfi okkar að hver fjölskylda greiði fyrir íbúðina sína margoft ef hún missir hana ekki einhversstaðar á leiðinni.

Þá er þannig búið um hnútana að stjórnmálamenn geti sýslað með auðlindir þjóðarinnar eftir eigin geðþótta.  Stjórnmálamenn og stjórnmálasamtök mega enn þiggja fé frá lögaðilum og Ríkisendurskoðun telur sig ekki geta gert neitt í málunum þótt farið sé á svig við lög í þeim efnum.  Stjórnvöld hafa hvorki sýnt neina alvöru tilburði til að breyta þessu né svo mörgu öðru.

 

Þegar allt hrundi, Geir bað guð að blessa Ísland, húsnæðislánið mitt stökkbreyttist og hluti af minni nánustu fjölskyldu flúði land varð augljóst að líf okkar hafði verið byggt á blekkingum. Undirstaðan var ekki aðeins fölsk heldur fúin.  Allar forsendur voru rangar. Þá lofaði ég sjálfri mér að gera allt sem ég mögulega gæti til að laga landið mitt. 

Það loforð stendur".

 

Svo mörg voru þau orð.  Og ég vil þakka Margréti Tryggvadóttur fyrir þessa bók, sem ætti að vera kennslubók í skólum landsins um hvernig ekki eigi að standa að stjórnsýslunni. 

Margrét Tryggvadóttir


Hvað eru góðir lögmannshættir?

Loksins loksins tala menn sem þekkja til og þekkja þann vanda sem við er að glíma í íslensku samfélagi.  Stinga á ljótu kýli sem hefði átt að vera búið að fyrir löngu síðan.  Hvet fólk til að lesa þessa frétt.  

 

"Að lok­um vil ég bæta því við að ég tel að Hæstirétt­ur Íslands hafi með dómi sín­um í gær lyft spegli að ásjónu lög­manns­stétt­ar­inn­ar og ég tel að lög­menn geti ekki vikið sér und­an því að horfa vel og lengi í þann speg­il í þeim til­gangi að svara því gagn­vart sjálf­um sér og öðrum fyr­ir hvað þeir standa og hvað hug­takið ,,góðir lög­manns­hætt­ir“ fel­ur í reynd í sér,“ seg­ir Arn­ar Þór". Þetta segir í rauninni allt sem segja þarf um það ráðslag og skítafen sem lögmenn eru komnir út í.
mbl.is Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband