Vel raunhæft að vinna minna, en það krefst ögunar.

Jú það er raunhæft að minnka vinnustundir, en það ætti þá að vera meiri ögun á framleiðni og vinnutíma.

Ég hef verið verkstjóri í yfir 30 ár, bæði með fullorðið fólk og ungmenni.  Og ég veit alveg hvernig kaupin gerast á eyrinni.  

Það fer nefnilega mikill tími hjá fólki að koma sér að starfi, til dæmis er fólk stundum að mæta fimm til tíu mínútur yfir áætlaðan byrjunartíma, svo er kaffitími og menn fara fimm mínútum fyrir í kaffi og mæta fimmmínútum yfir áætlaðan tíma, það sama gerist í matartíma, og svo er gjarnan rabbað meira þegar mætt er, svo er síðdegiskaffi með sömu formerkjum og jafnvel hætt svolítið fyrr.

Með mannfjölda til dæmis 20 manna hóp eða fleiri, þá er enginn smátími sem fer í þessar fimmmínútur hér og þar. 

Þess vegna var ég til dæmis löngu farin að láta mitt fólk mæta kl. 7 að morgni, og mætti sjálf ekki seinna en 10 mín. fyrr, til að þau vissu að ég væri á staðnum, það skiptir miklu máli. Svo var unnið og pása kl. 9.  í ca tíu mínútur, þannig að fólki hafði með sér nesti.  Kl. ellefu var svo hálftími í mat, og síðan var unnið til fjögur í tvo daga í viku, til kl. þrjú þrjá daga og svo var vinnan búinn kl 2 á föstudögum.  Þetta mæltist vel fyrir hjá mínu fólki, og þau voru ánægð með að vera búin svona snemma. Ég sparaði bæjarfélaginu þessar endalausu fimm til tíumínútum í hvert mál.  

Einnig getur verkstjóri áætlað hve langan tíma verk tekur, það er þegar hann er orðin vanur vinnubrögðum og getur sett fólkinu fyrir að þegar það sé búið með ákveðið verk megi það fara heim.  Ég varð vör við það hjá vinnuskólanum að þó þau fengu ekki nema tíu mínútur í bónus, voru þau ánægð með velkárað verk.  

Ég hef bæði unnið erlendis, og fylgst með vinnu, og ég verð að segja að það er miklu meira slugs hér en þar sem ég hef verið, til dæmis í Danmörku.  

Ef meira væri lagt upp úr því að fólk skilaði af sér góðu dagsverki, væri hægt að greiða hærra kaup fyrir sömu vinnu, eða stytta vinnudaginn. 

Þetta gengur út á það að fólk haldi sér að vinnu, meðan vinnutíminn er, og skili því sem þarf að skila á ákveðnum tíma, og þá getum við rætt um bæði styttingu vinnutíma og hærri laun. 

Ef þessu einfalda máli er kippt í lag, er hægt að fækka vinnustundum og greiða hærri laun.  Það er algjörlega á hreinu.  


mbl.is Vel raunhæft að vinna minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við að endurskoða heilbrigðiskerfið okkar ekki bara út frá launum heldur líka í hvaða farvegi þjónustan er?

Legg til að fólk lesi þessa grein úr læknablaðinu.  Hér talar læknir sem lært hefur erlendis og vildi koma heim aftur, en hefur nú gefist upp og ætlar að fara aftur af landi brott. 

 

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/05/nr/5505

 

"Reynslan hefur sýnt að íslenskir læknar sem fara utan standast vel kröfur þeirra landa. En því miður er ekki samskonar eftirlit með gæðum og fagmennsku hérlendis. Engar kröfur eru gerðar um símenntun til að viðhalda lækningaleyfi. Ekkert reglulegt eftirlit virðist vera með því hvernig læknar vinna og skrá samskipti. Og þekkist annað land (sem við viljum bera okkur saman við) þar sem lausar læknastöður eru mannaðar með því að láta læknanema þykjast vera útskrifaðir læknar?

Skortur á eftirliti og aðhaldi leiðir til þess að sumir læknar komast upp með ófagleg vinnubrögð. Þetta hefur auðvitað slæmar afleiðingar fyrir sjúklinga þeirra. En þessir fáu smita líka frá sér, og fæla aðra frá því að vilja vinna hér. Læknanemar og unglæknar læra þá slæmu siði sem fyrir þeim eru hafðir. Útlærðir læknar gefa afslátt á almennum stöðlum um vinnubrögð, ekki síst þegar mönnun er léleg og álag mikið. Ófagleg vinnubrögð á einum stað leiða til aukins álags á öðrum stað. Léleg vinnubrögð eru ekki leiðrétt og standardinn drabbast niður."

 

Þetta eru hörð orð og þung, en það versta er að það virðist ekki vera neinn áhugi stéttarinnar að laga þetta, þvísíður virðist landlæknir hafa nokkurn áhuga á málinu. Þar á bæ virðist meira vera að reyna að þagga niður mistök sem heilbrigðisstarfsmenn gera. Og læknirinn heldur áfram:

 

"Árið 2009, stuttu eftir að hafa flutt hingað eftir sérnám, hafði ég það miklar áhyggjur af gæðum heilbrigðisþjónustunnar að ég sendi landlækni bréf, þar sem ég náði ekki eyrum viðkomandi stjórnenda. Ég tíundaði tilfelli þar sem sjúklingar höfðu fengið þjónustu sem var afar ábótavant.

Ég lýsti einnig víðtækari vandamálum sem báru vott um skort á aga og eftirliti: læknar sem höfðu árum saman ekki skráð samskipti sín við sjúklinga og voru þar með að brjóta lög; læknar sem svöruðu ekki skilaboðum frá kollegum, hvað þá frá sjúklingum; algjör skortur á eftirliti hjá sjúklingum með langvinna sjúkdóma".

 

Nærtækt dæmi um þetta er mál Matthildar Kristmannsdóttur og meðferð kerfisins á hennar mál og hana sjálfa. Og læknirinn klykkir út með:

"Þáverandi landlæknir hitti mig vegna þessa bréfs, og svaraði að hann þekkti vel viðkomandi forstöðulækna þar sem þeir voru saman í læknadeild. Þetta væru góðir menn sem hann treysti til úrbóta. Ekkert breyttist. Ég sendi afrit af bréfinu til næsta landlæknis árið 2011. Því var ekki svarað. Þessi reynsla mín sýnir glöggt óvirkt eftirlit og skort á afleiðingum vegna lélegra vinnubragða.

Þessi tvö fyrirbæri þrífast á fleiri sviðum í opinbera geiranum, þar sem illa gengur að losna við óhæft starfsfólk vegna ótta yfirmanna við að takast á við vandamálin. Smæð og skyldleiki er engin afsökun fyrir að reglum og gæðastöðlum sé ekki fylgt.

 

Og lokaorðin. "Þetta er því ákall til stjórnenda og eftirlitsstofnana að láta reglur um gæði og fagmennsku ekki vera eintóm orð á pappír. Þetta er ekki síður ákall til allra heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga að láta í sér heyra þegar þeir verða vitni að lélegri þjónustu. Íslendingar eiga nefnilega skilið það heilbrigðiskerfi sem þeir sætta sig við".

 

Held nefnilega að það sé málið fólk er hrætt við að tjá sig um læknamistök og eru ennþá að treysta algjörlega á lækninn sinn án þess að huga að aðkomu annara fagmanna.  Er þetta það sem við viljum sætta okkur við?  Það er nefnilega ekki bara nóg að hafa há laun, ef vinnubrögðin eru þannig að þar ríki eitthvert sjúskeri, allavega hjá sumum læknum.  Það er óþolandi þegar um líf og heilsu fólks er að ræða. 


Bloggfærslur 20. október 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband