Smá hringsól í boði Framsóknar.

Stundum getur maður ekki annað en hlegið að stjórnsýslunni. Fyrsta sem ég las í morgun var að Gústaf nokkur Níelsson hafi verið beðin um að taka sæti varamanns í mannréttindaráði Reykjavikurborgar.  Hef svo sem aldrei heyrt á manninn minnst fyrr, en meðfram þessari frétt var birt grein frá honum um skoðun hans á samkynhneigð og innflytjendum. Sú lesning var hvorki falleg né fáguð. 

 

Svo nú keppast allir ráðherrar og ráðamenn flokksins við að lýsa yfir andstyggð sinni á þessari ráðningu og árétta áherslur flokksins á mannréttindi og frelsi. 

Málið er bara hver réð manninn. 

Svo til að kóróna þetta allt þá er þessi Gústaf ekki einu sinni framsóknarmaður heldur sjálfstæðismaður og það svona frekar "vel liðinn" í flokknum og hefur fengið þar allskonar trúnaðarstörf ef satt og rétt er greint frá. 

 

"Gúst­af Ad­olf Ní­els­son, sagn­fræðing­ur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, var í gær­kvöldi kjör­inn varamaður Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar. Gúst­af Ad­olf Ní­els­son. Hlaut Gúst­af Ad­olf 10 greidd at­kvæði.

 Takið eftir 10 atkvæði ekki bara tvö eða þannig. 

„Odd­viti flokks­ins hafði sam­band við mig [í des­em­ber sl.] og spurði hvort ég treysti mér til þess að taka þetta að mér. Þetta kom mér svo­lítið í opna skjöldu því ég er ekki í Fram­sókn­ar­flokkn­um held­ur Sjálf­stæðis­flokkn­um,“ seg­ir Gúst­af Ad­olf og bæt­ir við að odd­vit­an­um hafi hins veg­ar þótt mikið koma til skrifa hans í Morg­un­blaðinu að und­an­förnu og því sett sig í sam­band við hann".

AR-150129813

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maðurinn sjálfur kotroskinn og drjúgur með sig. Kveðst vera orðin vinsælasti maðurinn í dag.

 

Á von á að halda sætinu. Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“

 

En Adam var ekki lengi í Paradís því í hádegisfréttunum bara rétt í þessu kom fram að skipanin hafi verið dregin til baka.  

Sem sagt ein hringferð á borði Framsóknar og kastað út. Ekki sá ég að heyrst hefði neitt í forsætisráðherranum um málið, enda er hann alltaf undarlega langt fjarri þegar krýsumál koma upp í flokknum eða ríkisstjórninni.  Þá liggur hann sennilega undir feldi og hugsar málið djúpt og vel, eða er við hringborð allra aðstoðarmannanna til að leita að sannleikanum.  

 

En ekki veitir okkur almennum borgurum af að fá svona smá farsa í lífið, svona í skammdeginu.  cool


Bloggfærslur 21. janúar 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband