Þjóðarsálina ber að hlusta á.

Þarna stangast ýmislegt á að mínu mati.  Það sem kemur fram í hljóðritaðri viðræðu við lögreglustjóra fyrrverandi, segir ákveðna sögu um vítaverða framkomu innanríkisráðherra í þessu máli.  

Í Kastljósi margítrekaði innanríkisráðherra að hún hefði ekki gert neitt rangt, en þegar hún var spurð um lykilatriði í tilsvörum fyrrverandi lögreglustjóra þá var alveg ljóst að hún taldi sig ekki hafa gert neitt rangt.  Hún virðist ekki skilja hvernig þessi mál virka, hún virðist telja að þarna sé hún sem bara Jóna Jóns út í bæ að verja sjálfa sig og sitt fólk en gerir sér ekki grein fyrir því í hvaða stöðu hún er, sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka málefni innanríkisráðuneytisins.  Ég verð að segja að í viðtalinu við hana í Kastljósi kom fram algjör rörsýn hennar á mikilvægi málsins, og það er sorglegt að segja að hún virðist ekki skilja alvöru afskipta hennar af málinu.  

Ég var  í stríði í  mörg ár út af afskipum lögreglu og dómsyfirvalda af syni mínum, sem móðir, en ef ég hefði verið dómsmálaráðherra, hefði ég einfaldlega ekki getað það, því þá hefði ég verið vanhæf.

Hanna Birna telur sig hafa verið að gegna skyldum sínum gagnvart sínum undirmönnum í ráðuneytinu, en áttar sig ekki á því að hún ber einnig ábyrgð á öðrum undirmönnum.  Svo sem eins og lögreglunni og lögreglustjóra.  

Ég verð að segja að ég tel málefni ríkisstjórnar komin í algjört öngþveiti þegar ráðamenn eins og forsætisráðherra og fjármálaráðherra fara í vörn fyrir þennan tiltekna ráðherra, með fullri virðingu, þá Þeir  þeir virðast ekki skynja ástandið í þjóðfélaginu, eða telja að það skipti engu máli, meðan þeir eru við völd.  En þannig er það bara að misbjóða almenningi á þennan hátt gengur ekki til lengdar.

Ég verð að segja að í upphafi var ég svo sem ekki ánægð með þessa ríkisstjórn, en í samanburði við þá síðustu þá taldi ég að ekki gæti vont versnað.  En Guð minn góður þessi viðbrögð Sigmundar og Bjarna eru þess eðlis að ég bara get ekki annað en vantreyst þeim í áframhaldandi stjórnarsamstarfi.

Ég hlýt því að vonast eftir því að sem fyrst verði nýjar kosningar og við náum að setja saman ríkisstjórn sem vinnur fyrir almenning í þessu landi.

Því miður virðist afar langt í svoleiðis, því kjósendur hafa þvílíka rörsýn á stjórnmál að þeir velja fjórflokkinn að megin hluta til, en hafna þeim flokkum sem eru að reyna að hasla sér völd með réttlætið og sannleikan að vopni.

Hvað er að þessari þjóðarsál, sem kýs yfir sig aftur og aftur spillinguna sem þrífst í fjórflokknum, og af hverju í fjandanum fer það fólk ekki út úr fjórflokknum sem veit og hefur upplifað samstöðuna og spillinguna í gömlu pólitíkinni? 

Það er talað um að meðan almenningur segir ekki neitt geti Hanna Birna verið áfram í kraft embættis síns, en hafa menn spáð í kommentakerfin og viðbrögð almennings þar?  Hin eiginlega þjóðarsál birtist einmitt þar og hún er öll á sama veg, fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum, svikum, bulli og spillingu. Þess vegna ættu ráðamenn að taka í taumana og gera eitthvað í málunum, í stað þess að stama og hiksta og reyna að þvæla málin svo sundur og saman að pínlegt er á að horfa.

Please hætti þessu og farið að hlusta á þjóðarsálina.   


mbl.is Umræða um lekamálið ósönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband