Orð skulu standa.

Heyrist mikið í dag af fólkinu sem er að mótmæla.  Orð skulu standa.  Ég vildi óska að það hefði alltaf verið krafan með stjórnmálaöfl að þau hefðu verið krafin af viðlíka offorsi um að orð skuli standa.  

Það hringdi í mig vinur minn af norðurlandi í gær, til að þakka mér skrifin og hann sagði eftir einhverjum snillingnum sem ég gleymdi svo nafnin á: Pólitík er samtök um heimsku.  Og ég er ekki frá því að það sé rétt.  Ég hef sjálf verið að vafsast í pólitík, og ég verð að segja að fólk almennt hlustar ekki mikið á skynsemisraddir nýrra framboða, annað hvort kýs það alltaf sama flokkinn, eða frændur, vini og ég veit ekki hvað, og kvartar svo eftir kosningar að ráðamenn svíki þá endalaust. 

Ég hef oft sagt, horfið á það sem fólk gerir en ekki það sem það segir.  

En ég ætlaði ekki að tala um það, ég var svolítið að velta mér upp úr ORÐ SKULU STANDA, og hvernig með höndlum við fólk sem stendur við orð sín:

Fyrstan ætla ég að nefna Jón Bjarnason, hann talaði eins bæði fyrir og eftir kosningar, hann varð ráðherra, og stóð við þau orð og fyrirheit sem hann gaf í kosningabaráttunni.  Hvernig talaði svo fólk um hann?

Jú hann var íhaldsdrumbur, fornkarl og ég veit ekki hvað og hvað.  Það var sem sagt einskisvirði að standa við orð sín þar.

Birgitta Jónsdóttir, hefur alltaf komið fram sem hún sjálf.  Hún fær á sig allskonar skammir frá fólki.  

Guðbjartur Hannesson hefur yfirleitt verið heiðarlegur pólitíkus, en honum urðu á afdrifarík mistök í stundar hugsunarleysi og þar með var það búið.  

Lilja Rafney er ein af þeim sem allir vita hvar stendur, og hún kvikar ekki frá því.

Svo er líka um Margréti Tryggvadóttir fólk hefur ekki metið þessa einstaklinga sérstaklega mikils þó þau hafi sýnt að þau eru menn orða sinna.  

Ólína Þorvarðardóttir hefur líka staðið fast á sínu, og við vitum alveg hvernig talað hefur verið um hana.

 Valgerður Bjarnadóttir er ein af þessu fólki sem við vitum að stendur með sjálfri sér og sínu.

Nefni hér bara nokkrar manneskjur sem mér dettur í hug að hægt sé að treysta. En þetta fólk hefur ekki hlotið neina sérstaka upphefð fólksins sem vill að orð standi.  Ekki er hægt að sjá að þau komist meira áfram en vinglarnir sem tala eins og fólk vill heyra.   

Sem sagt kjósendur vilja frekar fólk sem talar með tungum tveim, og segir það sem "við á" við hin ýmsu tækifæri.

Að mínu mati er ekki ráðið til að gera starf alþingismanna heiðarlegra,  að hlaupa niður á Austurvöll og æpa út af einhverju sérstöku máli, heldur að kunna að meta fólkið sem stendur við orð sín, hvaða flokki sem það tilheyrir.  Það er okkar að sýna aðhaldið, þegar við gerum það ekki þá verður pólitíkin eins og hún er í dag. Samtök um heimsku.  

Við fáum á fjögurra ára fresti tækifæri til að kjósa forystumenn ríkisins.  Kosningarréttur hvers manns er einn af hans heilaga rétti.  Því ber að nýta hann vel.  Ekki kjósa einhvern flokk af því hann hafi gefið bjór og haldi partý, ekki af því að pabbi og afi kusu hann, heldur ekki af því bara, eða út á einhver loforð.  Okkur ber að fylgjast með því hvernig orð og efndir forystumanna eru, og ef við sjáum að þeir sem flokkarnir hafa valið til forystu sem okkur líkar ekki við, þá eigum við að strika froðusnakkana út af listunum.   Við eigum að knýja á um að geta sjálf raðað upp þeim listum sem við viljum kjósa, með því að listar séu boðnir fram með óraðað í sæti.  

Í sveitastjórnarkosningum eigum við algjörlega að fá að kjósa um menn en ekki lista.  Þar er nándin meiri og alltaf hættan á því að klíkuskapur ráði uppröðun.  

Þessi aðför að Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni finnst mér komin út í öfgar.  Að kalla Bjarna Benediiktsson helvítis dóna, á alþingi hefði átt að fá viðbrögð, en af því að þetta var B.B.  þá mátti það.  Sigmundur Davíð hefur orðið að lúta því að hann á ríkan pabba, þess vegna hefur hann ekki einu sinni fengið frið að sinna þeim málum sem hann þó lofaði að gefa hvað mest, en það var aðstoð við heimilin, nokkuð sem Jóhanna hafði svikið.  Hleypidómar og ærumeiðingar í garð þessara manna er orðin ósköp hjárænuleg og andstyggileg.  Fólkið sem ekki sagði eitt orð í fjögur ár meðan Vinstri stjórnin slabbaðist í gegn án þess að geta tekið á sínum loforðum, rís núna upp á afturlappirnar eftir nokkra mánaða tímabil.  Eigum við ekki að leyfa þeim að sýna hvað í þeim býr?

Ég kaus ekki þessa menn, frekar en ég kaus Samfylkingu og Vinstri græna til síðustu ríkisstjórnar, en ég ákvað að gefa þeim frið og tíma til að koma sínum málum í verk.  Þó það reyndist því miður borin von eins og kom á daginn þá er ég að tala um síðustu ríkisstjórn.  

Mér finnst að fólk eigi að gefa nýju framboðunum meiri gaum, þar er fólk sem hefur vilja til að breyta samfélaginu og bæta siðferði á Alþingi og ekki vanþörf á, eins og vel sést á ástandinu þar núna, þegar framkoma alþingismanna hefur breyst í leðjuslag fyrir allra augum.   

Það breytir ástandinu enginn ef við gerum það ekki sjálf.  Með samtakamætti og ákveðni, ekki bara um eitthvað eitt gælumál einstakra manna, heldur grundvallaratriðum eins og að krefjast þess að stjórnmálamenn sem þjóðin hefur kostið sýni ábyrgð, festu og heiðarleika, og kenna þeim að þeir eru í raun þjónar fólksins en ekki öfugt.  Við höfum orkuna, en við sóum henni oft í eitthvað sem ekki skiptir máli nema í stundarhagsmunum, sem svo gleymast, og svo bíðum við bara eftir næsta máli til að þjappast saman og mótmæla.

image001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lífið er of dýrmætt til að sóa því í stundar hagsmuni.  

Eigið góðan dag. Heart 


Bloggfærslur 3. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband