Hlutleysi RUV og nokkrar myndir.

Svona að gamni, ég var að hlusta á vikulokin sem er að mörgu leyti ágætis þáttur um dægurmálin, Hallgrímur THorsteinsson stýrir honum.

Og af því að verið var að mæla hlutdrægni fjölmiðla, þá fannst mér endinn á spjallinu sem var við Rögnu Árnadóttur, Birgi Ármansson og Jón Traysta Reynisson, vera ansi sérkennilegur.  

Undir blálokin kemur umræðan að ESB umræðunni og þjóðaratkvæðagreiðslunni, Hallgrímur spilar bút úr þingræðu Birgis.  Sem þarf svo að útskýra að þarna er hann að svara ákveðinni fyrirspurn en ekki að ræða málið frá eigin brjósti.  Það er svo dálítil umræða um þetta en svo í blálokin, grípur stjórnandinn frammí og spyr Jón Trausta um málið og hann fær að loka umræðunni um kosningasvik ríkisstjórnarinnar, og þátturinn búinn.

Þarna er greinilega verið að koma skilaboðum á framfæri.  Þegar verið er að kanna hlutdrægni/hlutleysi fjölmiðla, þá er bara ekki hægt að fletta upp í svona aðkomu að málinu.  

Þetta hefur marg oft gerst lengi, til dæmis í Speglinum þar sem Sigrún Davíðsdóttir hefur fengið ansi lausan taum, og fleiri dæmi.  Það er bara svo erfitt að benda á þetta, nema maður grípi það um leið.  

Eða finnst ykkur þetta vera í lagi í útvarpi "allra landamanna" og útvarpi "þjóðarinnar"

 Hér er hægt að hlusta og þetta er í blálokin: 

http://ruv.is/sarpurinn/vikulokin/22032014-0

Það er einmitt svona sem gerir að verkum að ég er að mestu hætt að hlusta á fréttir á RUV almennt.  Það var eiginlega tilviljun að ég heyrði þetta.  

Vonandi nær nýr útvarpsstjóri að breyta þessu þannig að hlutleysi og sanngirni sé gætt í hvívetna hjá þessari annars ágætu stofnun.

Ég ætla að setja inn myndir sem ég var að taka, eftir óveðrið í gær og fyrradag.

IMG_4742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dásamlegt að fá sólina eftir þetta dimma veður.

IMG_4741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má hefur snjóað töluvert.

IMG_4740

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú þarf ég að setja á mig snjóþrúgurnar og arka upp í gróðurhús til að sinna plöntunum mínum, og í kvöld ætla ég á bókamessu á Flateyri til að hitta góðan vin minn Bjarka Karlsson, sem ætlar að lesa upp úr frábærri ljóðabók sinni.  

Eigið góðan dag elskurnar. Heart 


Bloggfærslur 22. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband