Upphaf umsóknar inn í ESB.

Hér er ályktun alþingis um ESB umsóknina.  Þar segir: 

 

Tillaga til þingsályktunar

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.(leturbreyting mín)

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.

Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar. Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.

Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.

Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar.

Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.

Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.

Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.

Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.

* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.

* Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.

* Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.

* Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

* Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt. Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB.

Svo mörg voru þau orð.  Hér kemur það fram að "loknum viðræðum við sambandið, verði haldinn þjóðaratkvæðagreiðslau um VÆNTANLEGAN AÐILDARSAMNING." 

 

Hér er svo úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans.  

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust formlega á ríkjaráðstefnu í Brussel þann 27. júlí 2010. Þar lagði Evrópusambandið fram samningsramma aðildarríkjanna þar sem gerð var grein fyrir þeim grundvallarreglum sem skyldu gilda um viðræðurnar. Þar er meðal annars tilgreind sú afstaða Evrópusambandsins að frávik í ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið feli ekki í sér fordæmi í viðræðunum. Ísland lagði fram skriflega yfirlýsingu varðandi helstu hagsmuni landsins og var þar m.a. lögð sérstök áhersla á þátt landbúnaðar í íslensku samfélagi og efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs.

 

 Takið eftir að hér er strax byrjað að gefa eftir frá samþykkt alþingis, um að hér sé um samningsviðræður að ræða en ekki einhliða ákvörðun ESB.

En áfram skal haldið.  

Í framhaldi af rýnifundunum gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út rýniskýrslur fyrir aðildarríki sambandsins. Í skýrslunum kom fram mat á stöðu Íslands og eftir atvikum fjallað um hvort Ísland þyrfti að uppfylla einhver viðmið áður en hægt væri að hefja samningaviðræður um viðkomandi kafla. Það verklag gilti í viðræðunum að Evrópusambandinu var heimilt að setja opnunarviðmið fyrir einstaka samningskafla og þurfti þeim viðmiðum að vera náð áður en viðræður væru opnaðar. Að sama skapi var Evrópusambandinu heimilt að setja lokunarviðmið til að hægt væri að loka viðkomandi kafla til bráðabirgða. Oftast snúast slík opnunar- og lokunarviðmið um stjórnsýslulega getu umsækjanda til að hrinda í framkvæmd sameiginlegri löggjöf sambandsins.

 

 

 Gagnaðili Íslands í aðildarviðræðunum var framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eða nánar tiltekið stækkunarskrifstofa framkvæmdastjórnarinnar, sem starfar í umboði aðildarríkjanna. Þá gátu ólíkar stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins komið að málum er snertu ólíka málaflokka.

A.4 Framvinda viðræðna

Þegar samningahóparnir höfðu lokið greinargerðum um einstaka kafla til samninganefndarinnar voru þær yfirfarnar af nefndinni en því næst kynntar í ráðherranefnd um Evrópumál, síðan í utanríkismálanefnd Alþingis og að síðustu í ríkisstjórn. Því næst hófust tvíhliða fundir samningahópanna og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hvern samningskafla fyrir sig.

Á þessum fundum voru kaflarnir rýndir og eftir þá rýni átti að liggja fyrir samanburður á löggjöf Íslands og réttarreglum ESB, sem snertu viðkomandi málaflokk. Að því loknu ætti að liggja fyrir hvaða atriði þyrfti að semja um og hvort breytingar væru nauðsynlegar á löggjöf eða stofnunum á Íslandi ef að aðild yrði.

Fyrstu rýnifundirnir fóru fram í nóvember 2010 en þeir síðustu í júlí 2011. Rýnifundir voru haldnir um einstaka samningskafla hvort sem þeir voru innan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða utan þess. Í framhaldi af rýnifundunum gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út rýniskýrslur fyrir aðildarríki sambandsins. Í skýrslunum kom fram mat á stöðu Íslands og eftir atvikum fjallað um hvort Ísland þyrfti að uppfylla einhver viðmið áður en hægt væri að hefja samningaviðræður um viðkomandi kafla. Það verklag gilti í viðræðunum að Evrópusambandinu var heimilt að setja opnunarviðmið fyrir einstaka samningskafla og þurfti þeim viðmiðum að vera náð áður en viðræður væru opnaðar.

Að sama skapi var Evrópusambandinu heimilt að setja lokunarviðmið til að hægt væri að loka viðkomandi kafla til bráðabirgða. Oftast snúast slík opnunar- og lokunarviðmið um stjórnsýslulega getu umsækjanda til að hrinda í framkvæmd sameiginlegri löggjöf sambandsins.

Ef lagt var til í rýniskýrslu framkvæmdastjórnarinnar að opnað skyldi á samningaviðræður um einstaka kafla gat Ísland lagt fram samningsafstöðu sína á viðkomandi sviði. Þegar hlé var gert á viðræðunum árið 2013 höfðu 27 kaflar verið opnaðir og 11 þeirra lokað til bráðabirgða. Sex kaflar höfðu ekki enn verið opnaðir en samningsafstaða hafði verið lögð fram í tveimur þeirra, þ.e. kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði og kaflanum um dóms- og innanríkismál.

Samningsafstaða lá ekki fyrir í sjávarútvegskafla, landbúnaðarkafla, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og kafla um 6 staðfesturétt og þjónustufrelsi en síðastnefndu tveir kaflarnir tengjast kaflanum um sjávarútveg.

Í Sjávarútvegsmálum segir til dæmis: 

 

Í framvinduskýrslum framkvæmdastjórnarinnar um stöðu samningskaflans frá október 2012 og 2013 er það niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar að Ísland haldi áfram að beita stjórnkerfi sem hafi svipuð markmið og þau sem er framfylgt í ESB en að sumar reglur séu umtalsvert frábrugðnar reglum sambandsins. Í heildina séð sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglurnar samkvæmt skýrslunum. Þá séu núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti, frelsi til að veita þjónustu og frjálsum 15 fjármagnsflutningum ásamt stjórn á sameiginlegum fiskistofnum ekki í samræmi við réttarreglur ESB.

 

Já þetta er tekið úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans og upphafið ályktun aþingis.  

Þegar haft er í huga orðalag ályktunarinnar um: að loknum viðræðum við Evrópusambandið verði haldinn þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan samning.  

Og síðan skoðuð skilyrðin:  

 

Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.

* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.

* Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.

* Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.

* Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt. * Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.

Þá spyr ég, getur það samrýmst ályktun alþingis með þessi grundvallarskilyrði að ESB taki algjörlega forystuna í málefnum "samningsins".   Þetta áttu að vera viðræður um að kikja í pakka, en urðu að innleiðingarumræðum, þar sem ESB hafði tögl og haldir.  Því það kom svo á daginn að þetta voru ekki samningaviðræður heldur Aquis ekki umsemjanlegt heldur aðlögun að regluverki Sambandsins eins og marg oft hefur komið fram.  

 

"Accession negotiations Accession negotiations concern the candidate’s ability to take on the obligations of membership. The term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for “that which has been agreed”) are not How the enlargement process works: meeting the requirements negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules."

 Átti þetta dæmi ekki að vera sjálfhætt fyrir löngu síðan, þar sem samninganefndir fóru út fyrir verksvið sitt, með því að fara að vinna að breytingum á lagasetningum til að Ísland yrði samþykkt inn í ESB?

Hér er svo ágæt grein Guðbjörns Jónssonar, skilmerkileg og góð um þetta efni.  

 

http://gudbjornj.blog.is/users/98/gudbjornj/files/slide1.jpg

Bloggfærslur 18. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband