Erum við eins og tómatsósa?

Lilja Móses ræðis ástandið í landinu í dag.  Lilja hefur jafnan greint hlutina rétt og er heiðarleg.  Hún segir: 

 

"Umræðan á Íslandi einkennist af skítkasti milli fólks sem skipar sér í hagsmunahópa (fólk sem tengist fjölskyldu-, kunningja-, og flokksböndum). Markmiðið er að tryggja að „minn hópur“ verði ofaná í umræðunni. Hagsmunaliðin passa sig á að kasta út smjörklípum til að almenningur fari nú ekki að velta fyrir sér vandamálum sem ógna valdakerfinu."

Hér er greinin í heild sinni;  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/03/16/lilja-mosesdottir/

Vinkona mín sænsk sagði einhverntímann við mig að svíar væru eins og tómatsósa, í viðkynningu, fyrst kæmi ekkert og síðan kæmi allt.  Meinandi að svíar væru ekki mikið gefnir fyrir að taka fólki opnum örmum fyrst í stað, en síðan þegar ísinn væri brotinn þá entist vináttan ævilangt.  Það er líka mín reynsla af þessum vinum mínum.

Um hvað er ég þá að tala?

Jú við íslendingar eru seinþreyttir til vandræða, en ef róið er nógu mikið í okkur, þá er svo sannarlega hægt að koma okkur upp úr hversdeginum og jafnvel út á Austurvöll ef því er að skipta.  Og þá eru sumir jafnvel ekkert að spá og kynna sér hlutina, heldur fylgja þeim sem hæst galar.  

Þetta er einmitt að gerast núna.  Fólk fer niður á Austurvöll til að mótmæla, en nákvæmlega hverju það vill mótmæla, er ekki alveg á hreinu.  Fólk talar um kosningasvik, sem er ekkert annað en áróður stjórnarandstöðunnar þegar málin eru skoðuð, og hugsað er til þess sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði sig seka um, en enginn virtist hafa við að athuga á þeim tíma.  

Það er nefnilega rétt sem Lilja segir; Markmiðið er að tryggja að minn hópur verði ofan á í umræðunni, hagsmunaliðin kasta út smjörklípum til að almenningur fari nú ekki að velta sér upp úr vandamálum sem geta ógnað valdakerfinu.

Allir gömlu stjórnmálaflokkarnir gera sig seka um þetta.  Við höfum oft orðið vör við slíkt.  Smjörklípurnar liggja víða.  En ástandið á Íslandi er orðið ansi eldfimt, og þetta mál með að slíta viðræðum við ESB, er einkar vel til fundið til að hræra upp í fólki.  Það er búið að telja fólki trú um að það sé brot á lýðræðinu að slíta þessum viðræðum.  Fólk kynnir sér ekki málin, og trúir því sem stjórnarandstaðan er að segja.  Það spyr sig ekkert; af hverju Samfylkingin setti málið í hægagang og síðan á ís?  Spurningin ætti í raun að snúast um það, og fólkið ætti að krefja Árna Pál og Össur um svör við því.  Vegna þess að þar liggur vandinn, ekki hvort slíta beri viðræðunum, heldur af hverju slitnaði upp úr þeim á vakt Norrænu velferðarstjórnarinnar?

 Það er líka afskaplega auðvelt að æsa fólk upp á móti Sigmundi og Bjarna, því að flokkarnir sem þeir eru í forsvari fyrir hafa ekki fallega sögu að baki, og þó þeir tveir séu ungir og frekar nýjir í stjórninni, þá er rótgróin andúð í samfélaginu til staðar og ýtir undir illskuna.  Að mínu mati hafa þeir báðir staðið sig nokkuð vel þrátt fyrir öll ljótu skrifin og blammeringarnar sem þeir hafa mátt þola.  

Annað dæmi um svona uppþot var þegar hundurinn Lúkas hvarf og ungur maður var sakaður um að hafa orðið honum að bana, það varð allt vitlaust og honum var hótað lífláti og ég veit ekki hvað, honum til happs, kom hundurinn í leitirna, hafði bara farið í smá útilegu.  

Í þessum dæmum eiga fjölmiðlar mikla sök.  Þeir pönkast í þessu og æsa upp lýðinn, vegna þess að þar er fólk sem vill hafa hlutina eftir sínu höfði en ekki að spyrja um réttlætið eða skynsemina.  Slíkt má allt fara út í veður og vind ef málefnið hugnast manni.  Það var aldrei spurt hvort hundurinn gæti hafa villst eitthvað eða týnst.  

 Enn eitt svona mál en þó saklaust er "júróvisjón" lagið okkar. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta lag vann hug og hjörtu íslendinga, en það gerðist samt.  Það voru mörg góð lög, þarna, en það svona hvarflaði að manni með þetta lag að það væri búið að ákveða að það færi áfram.  Nú er þetta lag búið að vera fjórar vikur í fyrsta sæti vinsældarlista rásar 2.  Ótrúlegt, því ég hef ekki hitt einn einasta mann sem finnst lagið gott.  Strákarnir eru auðvitað ágætir, skemmtilegir og syngja lagið af innlifun.  En er það nóg?

Minnir mig á Silvíu Nótt,  hún var afar glæsileg og flott, fíflaskapurinn fór alveg með það.   

Ekki bætti svo úr skák myndbandið sem var frumsýnt í gær.  Ég viðurkenni að ég hef lítið vit á svona myndböndum, en þetta var mest úr fókus, allskonar fíflalæti og barnaskapur, sennilega gert fyrir leikskólabörnin, afsakið mig, en mér finnst allt í lagi að senda út lag fyrir börnin okkar, það verður bara enginn keppni um það.  

Ég var nefnilega að horfa á dönsku keppnina, og lagið þar er svo frábært að það gæti allt eins unnið, keppnina í vor.  

 En þetta er nú bara svona raus, beint út úr hjartanu.  Hvet fólk til að kynna sér sjálft hvað er í boði fyrir Ísland í ESB.  Það liggur allt fyrir, það er ekki endalaust hægt að segja að það sé lygi sem er í mótsögn við að kíkja í pakkann.  Það þarf að skoða málin með opnum huga, því hér er margt sem þarf að skoða.  Forarpyttirnir leynast víða.  


Bloggfærslur 16. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband