Vor og vetur.

Mörgum finnst ennþá langt í vorið, og jafnvel bíða með óþreyju uns hægt er að grilla úti og njóta sólar.  Oftast eru janúar og febrúar erfiðustu mánuðirnir en mars tími óþolinmæðinnar.  

En hér í kúlunni er komið vor, brum og nýjir sprotar ryðja sér til rúms, og vekja þrá um sumarið.

IMG_4736

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mandarín rósirnar komnar á fullt.

IMG_4734

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerist eitthvað gott í sálinni þegar allt fer að grænka, sum tré og runnar blómstra líka áður en þeir laufgast.

IMG_4735

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það á við kirsuberjatre, eplatré, rósamöndlu, zakúrakirsuber og fleiri og fleiri.

IMG_4737

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vinkona mín hefur fylgt mér yfir 40 ár.  Fyrst í gamla húsinu mínu og þá úti í garði, en nú unir hún sér vel í garðskálanum, jólarósin hreina og fallega, eins og nýfallin mjöll.

   

IMG_4738
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og þá ekki síður þessi duglega vinkona mín páskarósin, hana hef ég bæði úti og inn í garðskálanum og nýt hennar því tvöfalt, því hún blómstrar um leið og snjótinn fer úti.  
 
En þó vorið sé komið í garðskálanum, þá hlær veturinn gamli fyrir utan og lætur lítið á sjá.
 
IMG_4739
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hann víkur á endanum fyrir vorinu, hann er samt af hinu góða, því hann hlífir plöntunum sem sofa rótt þarna úti.
 
Svo smáljóð um ástina, samin fyrir gamlan vin minn.   
 
 

Ástin er eilíf.

Ég sit hér í fjörunni og hugur minn fanginn

Af fegurstu minning um þig.

Æðurinn vefur um ungahjörð vænginn,

Og viðkvæmnin altekur mig.

Eirrauðir röðulsins geislarnir glitra

Og gantast við fjarlægan sjóndeildarhring

Í hjartanu finn ég einn ástarstreng titra

af ástúð og gleði ég syng.

 

Ég syng þér ljóð um sól að vori og fagurt fljóð.

 

Þó eldri við séum, mín elskaða mær,

Þá man ég þá, æskunnar tíð.

Og allt verður eins og það gerðist í gær.

Ég gleðst með þér ástin mín blíð.

Ástin er bæði að elskast og skilja.

Og unaðinn finna í líkama og sál.

Að kíta og uppgötva kærleikans vilja,

er kröfulaust elskendamál.

 

Ég syng þér ljóð. Um sól að vori og fagurt fljóð.

Eigið góðan dag elskurnar mínar Heart 


Bloggfærslur 12. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband