Virðing og upphefð. Slíkt er ekki hægt að kaupa sér, hlýtur alltaf að þurfa að vera áunninn.

Já aldeilis stóruppákoma. Ég get ekki betur séð en að margir hneykslist á tiltækinu.  Við skulum líka hafa í huga að það var einmtt Sigmundur Davíð sem skipaði Guðna Ágústsson formann orðunefndar. 

 

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur skipað Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og ráðherra, sem nýjan formann orðunefndar. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur".

Ég verð bara að segja að ég er löngu hætt að hneykslast á forystumönnum og pólitískum toppum landsins í dag, þeir eru eins og hver upp úr rassgatinu á öðrum, og halda í sinni einfeldni að við fylgjumst ekki með, eða vitum ekki betur.  

Ég er farin að spekulera hversu langt þeir ætla að ganga og halda sig komast upp með það.

 

 "Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var sæmdur æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja; stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu. Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Stórkrossinn Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Fjölmiðlar fengu ekki að vita af athöfninni og þá er ekki vitað hvort hún hafi farið fram á Bessastöðum líkt og venja er. Einu upplýsingarnar um þessa afhendingu er að finna á undirsíðu embættis forseta Íslands á veraldarvefnum en þar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi verið sæmdur stórkrossinum laugardaginn 13. desember".

 

Eitthvað hafa þeir nú skammast sín blessaðir að láta ekki fjölmiðla vita, það hefur hríslast ónot niður bakið á þeim af tilhugsuninni um beinskeytta blaðamenn, spyrjandi óþægilegra spurninga svo sem um fyrir hvað Sigmundur fær orðuna?  

En íslensk þjóðarsál er seinþreytt til vandræða og lætur svo sem ekki mikið í sér heyra opinberlega, en þetta fólk má alveg vita að menn hugsa sitt.  

Að skreyta sig með fjöðrum sem maður hefur ekki unnið til, gefur engum upphefð, heldur þvert á móti.  Ég held að þessar orður, sem reyndar eru löngu gengnar út sér vegna vals á orðuhöfum mörgum hverjum, séu löngu komnar yfir síðasta söludag.  Það er ekki lengur upphefð sem vekur aðdáun almennings, heldur miklu fremur er fyrirlitning sú tilfinning sem heltekur mann þegar hugsað er út í þessa hluti.  Allir þurfa nefnilega að vinna sér inn virðingu og álit, hún verður hvorki keypt með gulli né prjáli.  

En mér finnst allof margir ráðamenn séu ennþá litlir karlar í stórustrákaleik, af því þeir geta það á okkar kostnað.  

Virðing hefur ekkert með það að gera, hvorki án kross né með. En vonandi er Sigmundur Davíð glaður með krossinn sinn, hætt er samt við að hann hafi einhverja smáónotatilfinningu þegar hann setur hann upp.  En það er auðvitað bara hans mál. smile


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband