Kúlan mín.

Míni kæru vinir hér á blogginu sem ekki eru á fésbókinni.  Mig langar til að segja ykkur frá því sem er að gerast hjá mér.

Ég vaknaði kl. fimm í morgun við andstyggilega skruðninga og óhljóð, og fór út að glugganum í svefnherberginu mínu og sá að stór hluti þaksins í garðskálanum mínum var fallinn, vegna snjóþunga.  Þetta átti reyndar ekki að geta gerst eins og sjá mér hér á mynd frá 1995.

 

snjór 1995

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá snjóalög árið 1995.  Og síðan hafa verið snjóavetur, þó ekki svona, og alltaf hefur kúlan staðið sig vel.

IMG_8388

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá mér hér....Bara skelfilegt. 

IMG_8387

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég get alveg svarið það að þetta hús er mitt líf og líka allt sem þar er.  Núna eru farin nokkur tré 

IMG_8383

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo kom hjálp, sem setti stífur undir veika punkta á þakinu sem eftir er.  

En elskurna ég er í vondum málum fyrst og fremst vegna þess að árið 2007 ætluðum við að fara að endurnýja þakið, þá varð hrun, 2009 ætluðum við samt sem áður að fara af stað, þá kom í ljós að ofanflóðásjóður ætlaði að kaupa upp húsið mitt, og ég las það í BB.  Síðan höfum við ekki gert neitt í viðhaldi, vegna þess að að við vissum ekkert hvað gerðist næst.  Síðan hefur komið í ljós að við erum einfaldlega ekki tryggð fyrir þessari vá.  Og Landsbankinn hefur verið á hælunum á okkur.  Og við erum bara gamalmenni með okkar ellilífeyrir, þetta er bara svona, en ég get alveg sagt ykkur það í trúnaði, að ég ætla að gera allt sem ég get til að fá að vera hér áfram, ekki bara gagnvart ofanflóðasjóði, heldur líka að geta fjármagnað viðgerðir á kúlunni minni.  En ef það gengur ekki upp, þá..... veit ég ekki hvað gerist, því þetta er bara einfaldlega ég og kúlan.  Ég veit að það er sjálfselskt en svona er það bara. Stundum finnum við á okkur að þetta er okkar leið, og annað stendur ekki til boða.  Þetta er mín leið og ég kann ekki aðra. 

En eins og þið auðvitað sjáið  þá er ég í rusli yfir þessu öllu saman og tala því eintóma steypu. 


Bloggfærslur 22. desember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband