3.1.2010 | 19:33
Þjóðin bíður í ofvæni.
Við erum lítil þjóð, og öll meira og minna tengd saman af vinum ættum eða bara kunningsskap. Þetta kemur vel í ljós þegar einhver gerir eitthvað sem ekki fellur í kramið. Þá byrja sögurnar og hneykslunin og æsingurinn; tökum Lúkasin á þetta og tökum viðkomandi af lífi án dóms og laga. Skítt með hvort hann er sekur eða saklaus.
Því miður minnir samfélgið mig oft á bandarískar kúrekamyndir frá gömlum tímum, þegar fólkið í þorpinu tók sig saman og hengdi þann sem kjaftasagan beindist að, því hann væri sko örugglega sekur, samkvæmt kjaftasögunum. Þetta kom svo í endurnýjun lífdaga fyrir mér með Lúkasarmálinu og fleiri reyndar.
En hversu lengi ætlum við að vera svona forpokuð og einhæf, sjá ekki heildarmyndina en líta bara til næsta manns til að mynda okkur skoðun.
Ég er sjálfsagt ekkert betri en aðrir. En ef við lítum á þetta endalausa Icesavemál, sem nú er komið til Bessastaða og er það í gjörgæslu með forseta vorum, og allt landið að springa úr óþolinmæði, þá vil ég segja þetta; nú hafa yfir 50.000 þúsund manns skrifað undir beiðni til forsetans um að hafna þessum lögum. Þeir menn sem styðja að skrifað verði undir og þar með inngöngu í ESB eru gjörsamlega að tapa sér í örvæntingu um lyktir, þegar þeir gerðu sér grein fyrir að það gæti jafnvel farið svo að forsetinn neitaði að skrifa undir. Þeir hafa markvisst reynt að koma því inn, að það væri ekkert annað í stöðunni en að samþykkja orðalaust þennan samning, ekki hlustað á önnur rök eða viljað tjá máls á því að það væri ef til vill hægt að semja betur.
Þegar andstæðingar hafa reynt að malda í móinn, og segja að það sé hægt að komast að betri samningum, þá byrjar söngurinn um að við verðum að standa við skuldbindingar okkar og þetta mál fari ekki burt, við verðum að semja og segja já. En er það svo? Getur ekki verið að við komumst frá þessu máli með meiri skynsemi og betri samningum en þetta? Ég er sannfærð um að svo sé. Og ég er alltaf meira og meira sannfærð um það, eftir því sem ég heyri í fleirum og fæ meiri umræður um málið.
Það er farið að fara fyrir ofan garð og neðan málflutningur Steingríms J. Hann virðist vera eini maðurinn sem tjáir sig um það af stjórnarliðum. Jóhanna greinilega búin að gefast upp. Hann sendi vin sinn Svavar Gestsson til að semja og það sem var gert virðist vera er að samþykkja allt sem bretar og hollendingar báðu um. Ekkert þras eða viðbspyrna svo séð verði. Og þetta þarf svo að verja, og þá eru notaðir allskonar frasar í stað þess að viðurkenna að þetta væri ekki nógu gott, og það þyrfti að fara aftur yfir málið.
Ég er ein af þeim sem hryllir við því ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komast að kjötkötlunum aftur. Verð að segja það. En það bara kemur ekki í veg fyrir að ég gagnrýni það sem núverandi stjórnvöld eru að gera. Ég læt ekki setja mig á þann bás, að ef ég samþykki ekki allt sem núverandi stjórn gerir, sé ég að vinna að því að koma sjöllum og frömmurum að kjötkötlunum.
Ég var í upphafi afskaplega ánægð með að Steingrímur og Jóhanna komust til valda, ég vænti mér mikils af þeim og taldi þau verða þjóðinni til góðs. En í dag, ef ég miklar efasemdir við stjórnun þeirra. Tel að þau séu ekki í neinu sambandi við þjóðina eða þarfir hennar. Til dæmis þegar Jóhanna var að ræða í sinni áramótaræðu um ástandið og varð tíðætt um dýrmæti vatnsins, og sagði að við yrðum að gæta vel að vatnsbúskap þjóðarinnar, eins og með sjávarauðlindir okkar, þá fór kaldur hrollur niður bakið á mér, því konan vissi greinilega ekki að sá þjóðarauður hafði verið afhentur vinum og vandamönnum sjálfstæðisflokksins hér fyrir 20 árum eða svo, þannig að byggðir landsins hafa ekki beðið sitt barr síðan. Þá hugsaði ég þarna talar 101Reykjavík manneskja sem veit ekkert um landsbyggðina, og hennar baráttu fyrir tilveru sinni.
Og þegar þau gumuðu af því að allt færi að blómstra atvinnuleysi væri minna en talið hefði verið, fór um mig nettur hrollur, því þau voru einmitt að samþykkja lög um allskonar skattahækkanir á fyrirtæki og almenning, þannig að verulega mun þrengja að strax eftir áramót. Ég hef frétt af því að verið er markvisst að drepa niður lítil fyrirtæki af fjármögnunarfyrirtækjum, þau eru að leika sér að því að setja einstaklinga í þrot á viðbjóðslegan hátt, án þess að yfirvöld hreyfi litla fingur til bjargar. Þannig fjölgar bónbjargarfólki og atvinnulausum stöðugt, án þess að bóli á skjaldborg, eða tjaldborg.
Þau Jóhanna og Steingrímur virðast vera stödd í ævintýralandi, þar sem allt annað blasir við en veruleiki sá sem við erum að glíma við.
Hér þarf að verða breyting á. það þarf að koma pólitíkinni burt. Losa okkur við spillinguna sem grasserar og samheldnina í flokkum og kerfi, sem gerir sitt til að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér viðgengst, og enginn vilji virðist vera til að afnema eða breyta. Það gerist ekki fyrr en við almenningur virkilega látum finna fyrir okkur, og það þarf meira en síðustu búsáhaldabyltingu, næsta skref er sennilega hallarbylting. Þar sem við lokum alþingi og valdastofnunum, ráðum framkvæmdastjóra og stjórn til að fara með yfirstjórn landsins eins og hvert annað fyrirtæki, meðan við erum að ná okkur upp úr lægðinni.
Fyrst og fremst þurfum við að losa okkur við flokkspólitíska leppa og hætta að verja "okkar lið" fara að standa saman og fara fram á það sem við öll viljum, réttlæti virðingu og jöfnuð í samfélaginu. Standa saman um að verja fólkið í landinu en ekki flokkana og forystu þeirra. Standa saman um að vernda börnin okkar og framtíðina. Standa saman um lýðræðisríkið Ísland, sem nú er verið að rígbinda og tjóðra inn á reit Evrópusambandsins. Er ekki komin tími til að staldra við og taka leppana frá augunum og hugsa?
Ísafjörður í dag. Fyrsta barnið mitt er á förum til Noregs, til að flýja ástandið. Við þekkjum þetta úti á landi, þar sem talað er um að minnsta atvinnuleysið sé, það er nákvæmlega vegna þess að fólk flytur burtu þegar það missir vinnuna. Þess vegna er oftast minnsta atvinnuleysi á Vestfjörðum til dæmis, stjórnvöld mættu aðeins líta til þess hver orsökin er, áður en þau fara að hreykja sér af góðu ástandi.
Næsti sonur fer í mars. Ég er stjórnvöldum reið fyrir að rífa sundur fjölskylduna mína og tæta allt mitt í sundur auðvitað eiga þau ekki alla sök, en hún vegur ansi þungt.
Og þó ég fái hroll yfir því að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist til valda, því ef eitthvað er þá væri það verra en núverandi ríkisstjórn, þá læt ég ekki þagga niður í mér gagnrýni á núverandi stjórnvöld. Ég vil þau burt og ég vil fá þjóðstjórn eða bara burt með pólitískt þras, og ráða fagfólk til að stjórna landinu okkar þangað til fjórflokkurinn hefur farið í aflúsun og gert upp sín mál, því það má ekki á milli sjá hver þeirra er spilltastur eða valdagráðugastur.
Og ég segi eins og sauðurinn hér í fyrra; Guð blessi Ísland.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ alltaf hroll þegar að ég les eð heyri einhvern segja Guð blessi Ísland.Þá dettur mér nefnilega alltaf Geir H Haarde í hug.Það er ekki gott:(
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 19:42
Já sömuleiðis.
En ég var að horfa á í sjónvarpinu þáttinn Guð blessi Ísland núna rétt áðan, og inntakið þar er enmitt nákvæmlega það sem ég er að tala um hér. Þau sem stóðu fyrir byltingunni voru hrakin af landi brott, og nú þarf ný bylting að fara af stað. Bylting gegn fjórflokknum eins og hann leggur sig, krafan um að fólk verði sett í fyrirrúm og pólitíkusarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir áhugaleysi og leti við að bjarga almenningi í landinu. Eða eigum við bara að segja samtrygginguna við að halda völdum og semivöldum. Ekki rugga bátnum, því þau eru öll sömul meira og minna við kjötkatlana og vilja því ekki neinar stórar breytingar. Vilja bara að þau þessi fjórflokkur sitji áfram, og tryggi þeim sitt, og útrásarvíkingarnir eru ánægði með það, því meðan spillingin ríður röftum þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur, því þeim verður haldið utanvið allt. Ég segi bara ég er búin að fá nóg af þessu öllu saman. Og ég legg svo á og mæli um að vættir landsins og almenningur fái uppreisn æru og fái frjálsræði sitt til að velja og hafna. Segi spillingu og bakfylltum reykherbergjum stríð á hendur og burt með óhæft fólk við stjórnvölin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 21:43
Heyr, heyr. Var einmitt að horfa á þáttinn. Held hreinega að það sé viljandi verið að gera út af við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Fosetinn bað um frest til 4.janúar og sá dagur er á morgunn.
Og ég legg svo á og mæli um að vættir landsins og almenningur fái uppreisn æru og fái frjálsræði sitt til að velja og hafna. Segi spillingu og bakfylltum reykherbergjum stríð á hendur og burt með óhæft fólk við stjórnvölin.
Best að leggja þetta þessu lið líka og endurtaka
Farin í háttinn.
Knús i kærleikskúluma
Kidda, 3.1.2010 kl. 22:15
Ég er sammála fjórflokkinn og allt valdakerfið þarf að stokka upp, og byrjunin á því gæti orðið þjóðstjórn. Ég hefði viljað sjá þjóðstjórn strax eftir hrunið, til þess að taka almennilega til. Ekki svona stjórn sem er að tryggja völdin, og passa að allt spillingarliðið haldi sínu og jafnvel haldi áfram að græða. Ég vil sjá réttlæti, sanngirni og jafnrétti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2010 kl. 23:06
Horfði líka á myndina og fannst einna áhugaverðast það sem Björgúlfur sagði að stjórnvöld verði að finna lausnir á því hvernig fólk eigi að geta borgað lánin sín, hvernig eigi að berjast gegn atvinnuleysi og hvar eigi að fá tekjur til að fylla upp í gatið sem kom þegar bankarnir borga ekki lengur þessa ofurskatta til ríkisins. Finnst þetta vera aðal málið. Stjórnvöld eru ekki að standa sig í þessu.
Dagrún (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 02:30
Sæl Ásthildur mín! Það er smátt og smátt að renna upp fyrir mér,að stjórnmálamenn gömlu flokkanna,munu hér eftir aldrei geta sæzt heilum sáttum. Sjáum betur í árs fjarlægð frá hruninu,hver átökin voru!!!! Já um völd, komast að,hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd. Til að vera sanngjörn,skal viðurkenna að þannig var það alltaf. En það kraumuðu undir sárar kenndir stjórnmálamanna ,sem höfðu verið nánast "fullur" (ómark) í 16 ár. Þetta ástand var auðvitað sérstakt,fólk var reitt og til í að hegna fráfarandi stjórnvöldum, en mér er til efs að þeir vissu hvað myndi yfir þá ganga. Loforð voru gefin,sjávarsútvegsráðherra hlaut að taka til hendinni. En í staðinn fyrir að ráðast í þær leiðréttingar,í fiskveiðistjórnun,sem brunnið höfðu á þeim fjölmörgu í þeirri grein,var hlaupið til og tima og peningum eytt í aðildarumsókn í Esb. Þetta er að verða langt,dagurinn í dag er málið. Stjórnin hefur engan rétt til að neyða þessum samningum upp á þjóðina,vitandi að það er rangt,þau geta ekki hundsað,þau fjölmörgu lögfræðiálit,sem bæði Íslendingar og Bretar hafa sent þeim.´Mér er til efs að nokkur stjórn nema í svokölluðum "bananalíðveldum",hefðu leyft sér að stinga þeim undir stól,það er skömm að því. Ég bið að forseti synji undirskrift.
Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2010 kl. 02:49
Já ég sé að það eru fleiri á sömu skoðun og ég um þessi mál. Það er gott. Ég sé líka að umræðan er að breytast, fólk er smátt og smátt að opna augun fyrir því að þetta er ekki að ganga upp, og það er bara ekki í lagi hvernig fjórflokkurinn valtar yfir landslýð með það eitt að leiðarljósi að halda völdum og sínum mönnum við kjötkatlana. Þess vegna verður brýnna en ella að slíta valdið af pólítíkusunum og setja á einhverskonar utanflokka stjórn, ráða hæft fólk til starfa og gefa pólitíkinni frí. Við erum að kafna í spillingu, yfirgangi og óréttlæti, og ekkert í sjónmáli sem gefur okkur von um að fá réttlætingu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 10:38
Gleðilegt ár og þökk fyrir þau gömlu. Tek undir orð þín að mestu eins og venjulega. Kv frá Eyjum.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 4.1.2010 kl. 15:36
Skil áhyggjur þínar. Það er drungi yfir Ísafirði á myndunum en fer ekki að styttast í sólarkaffið?
Þetta ár verður okkur sennilega ekki létt en einhvern veginn heldur tíminn áfram og óskandi er að þessi Icesave skellur verði okkur léttari en svörtustu spár segja okkur. Við verðum að þeygja þorrann og góuna og vona það besta.
Á mínu heimili erum við 2 feðgar án atvinnu. Frúin í námsorlofi og eldri sonurinn í framhaldsnámi í þýskalandi. Einhvern veginn skröltir þetta áfram en það er hvorki Framsóknarflokknum og þaðan af síður Sjálfstæðisflokknum að þakka því við teljum oflæti og oftrú á einkavæðingu og stóriðju þeirra stjórnmálamanna sem þeim stýrðu hafi leitt okkur inn í þessa erfiðu tíma. Framhjá þessu guðsvolaða Icesave máli verður víst ekki unnt að komast. Bretar og Hollendingar hafa öll ráð í hendi sér.
Nú er komið að skuldadögunum og þá er best að skulda sem minnst þegar tekjurnar eru í lágmarki.
Bestu kveðjur til ykkar á Ísafirði!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2010 kl. 15:38
Bravó - sannarlega vel orðað!
, 4.1.2010 kl. 20:19
Gleðilegt ár Hanna Birna mín sömuleiðis.
Vonandi verður nýja árið ykkur hagstæðara Mosi minn. Já víst verðum við einhvernveginn að komast fram með Icesave. Málið þarf að skoða af hreinskilni og kunnáttu, það er ekki víst að það þurfi að líta svona út, þó Steingrímur hafi selt sálu sína þeim fjanda. Það hlýtur að vera hægt að meta þetta út frá almannaheill, en ekki einhverju rituali sem bara þjónar bretum og hollendingu. Takk fyrir góðar kveðjur og ég sendi þér líka slíkar.
Takk Dagný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.