Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Rétt eins og þeir sem fara á undan okkur, koma ekki til baka, en sum okkar trúa því að við förum á þeirra braut og hittum þau fyrir hinu meginn.
Allt að verða klárt fyrir matinn á gamlárskvöld. Sóley Ebba að gera sig klára.
Meðan aðfangadagur er einhvernveginn heilagur, þá er gamlársdagur dagur væntinga um gleði og skemmtilegheit.
Sigga ástmögur Júlla míns, með afa í síðustu máltíð ársins.
Fjölskyldan naut þess að borða saman og eiga góðar stundir.
Meðan beðir er eftir að afi fari með börnin á brennuna, og svo að bíða eftir áramótaskaupinu.
Faðir minn elskulegur alltaf jafn reffilegur og flottur. Búin að eyða skemmtilegum tíma með fjölskyldunni og tilbúin að fara heim og hvíla sig.
Snakkið tilbúið og allt undirbúið undir að horfa á áramótaskaupið, sem ég var afskaplega ánægð með. Það eina sem ég hef út á það að setja er marg endurtekinn tugga um mistök Margrétar Hinriksdóttur þegar hún sendi tölvuskeyti um áhyggjur sínar af ástandi eins félaga síns í Borgarahreyfingunni. Þetta var algjörlega út úr öllum takti við umfang þeirra mistaka að mínu mati. Að gera þessi mistök að thema skaupsins voru mistök, því af nógu var að taka samt. Og að öðru leyti var ég afskaplega ánægð með skaupið, við eigum marga góða leikara, og ekki síður förðunarmeistara og leikstjóra. Ég er viss um að á þessu sviði erum við á heimsmælikvarða. Innilega takk fyrir mig.
Flestir úr stórfjölskyldunni komum svo saman á mínu æskuheimili, þar sem litla systir mín býr núna, sú hefð hefur fylgt fjölskyldunni alveg frá byrjun. Þar hittumst við rétt fyrir kl. 12 til að skjóta upp eldflaugum skála í kampavíni og gleðjast saman. Það er bara svo yndislegt.
Og það var svo sannarlega skotið upp rakettum og allskonar eldflaugum.
Og Ísafjörður glampaði af ljósum og það drynur í fjöllunum.
En máni gamli var fullur og skyggði reyndar á öll önnu ljós.
ef þið haldið að þetta sé ég, þá er það rangt, þetta er Dóra systir mín elskuleg.
Hér eru bræðurnir, synir Júlla míns.
Við vorum svo boðin í þessa líka fínu gúllash súpu á nýjársdag hjá Tinnu og Skafta mínum, hér erum við ömmgurnar að leika okkur. Hún er orðin rosalega flink að skríða út um allt og ekkert langt í að hún fari að labba.
Að borða Gúllash súpu.
Krakkar úr kúlunni. Ingi Þór frumburðurinn og Matta mín gistu hjá okkur tvær nætur, þau eru að pakka saman og flytja. Ég á eftir að sakna þeirra rosalega mikið. Líka þess vegna er ég ósátt við ráðaleysi stjórnvalda, sem mér finnst einkennast af kjarkleysi, úrræðaleysi og hreinlega þekkingarleysi á vanda þjóðarinnar. Eins og þegar þau guma af að allt sé að fara á betri veg, þegar ljóst er að margir eru að flýja landið vegna þess að ungt fólk sér ekkert framundan. Stjórnin er að murrka lífið úr fyrirtækjum og skerða tækifæri fólks til að stofna fyrirtæki með skattahækkunum og að þrengja að öllu atvinnulífi. Ótrúlegt hva þau eru út á þekju varðandi það um hvað lífið snýst. Eins og þegar Jóhanna fór að ræða um vatnið og sagði að það væri eins með það og sjávarauðlindina. Veit konan ekki að sjávarauðlindin var færð hagsmunaaðilum á silfurfati af Sjálfstæðisflokknum? Vinum og vandamönnum á kostnað landsbyggðarinnar, ég ætla mér rétt að vona að þau fari ekki eins með vatnið, þá er illa komið fyrir okkur.
Ég á eftir að ræða þessi mál betur síðar. Því þetta brennur á. Ég ætla rétt að vona að forsetinn okkar sé það skynsamur að neita að skrifa undir Icesavafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er hneyksli að það skuli hafa verið afgreitt sem lög frá Alþingi.
En elskurnar, eigið góða helgi og megi allar góðar vættir vaka yfir okkur öllum og vernda. Megi landsvættir þrýsta á forsetann að hafna þessum óskapnaði, og fyrirbyggja það að óprúttnir aðilar neyði þjóðina inn í ESB. Það má öllum vera ljóst sem hafa sjálfstæða hugsun að við megum ekki leggja árar í bát og gefast gjörsamlega upp fyrir erlendri innrás með aðstoð fólks hér sem hefur einhver annarleg sjónarmið um betri daga við að innlima Ísland í þau samtök.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár!Kanski var ég búin að segja það, en það má bara endurtaka það. Vonandi erfir þessi fallega æska ekki ísklafann allan. Þegar ég sé myndir að vestan svíður mér það líka,hvernig komið er fyrir sjávarútvegi á þessum stöðum. En í dag þörfnumst við samstöðu,höfum sannarlega vaknað til vitundar um þann kraft sem býr í okkur,þegar knýja þarf fram réttlæti (að þjóðin hafi mest um framtíð sína að segja.),sem blindir stjórnarliðar neita að sjá. ´Nei Ásthildur við gefumst ekki upp, Íslandi allt. Kær kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:57
Kæra Ásthildur
Gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu og sérstaklega fyrir vináttu þína.
Ég tek undir hvert einasta atriði sem þú skrifar. Ég skil ekki hvernig Jóhanna og Steingrímur ætla að leysa vandann. Þau gera það ekki með því að hækka allt á sama tíma og fólk hefur minni laun og skuldir aukast. Lítið kemur í ríkiskassann með þessu móti. Kemur meira með því að reyna að skapa og skapa vinnu fyrir alla. Meiri innkoma í stað að hækka skatta og refsa þeim sem vilja reyna að vinna baki brotnu og reyna að borga þessar ósanngjörnu skuldir. Vil meina að þessar skattahækkanir hafi lamandi áhrif á þetta fólk. Þetta er svo kommúnískt og ógeðslegt. Er fólk ekki farið að sjá í gegnum þessa "svokölluðu jafnaðarmenn?"
Það er svo ósamgjarnt að launþeginn á einn að taka ábyrgð á þessu bankahruni. Flott skot þegar stúlkan sagði að það hefði verið hægt að bjarga skuldunum en innistæður fólks gufuðu upp á sama tíma.
ÞETTA ER ÓHÆF RÍKISSTJÓRN.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 00:46
Ég vona að andstaðan við inngöngu í ESB styrkist á þessu nýja ári, við höfum ekkert að gera í ESB.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:23
SAMMÁLA JÓNA KOLBRÚN
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:30
Gleðilegt ár,vinkona ! Sendi ykkur,fjölskylda í Kúlu, óskir um gleðilegt ár. Það er með trega sem maður hugsar um þjóðmálin nú um stundir. Hef því miður aldrei haft neitt álit á forsetanefnunni, kalla hann oft "skrípi", finnst hann mikill tækifærissinni og hef enga trú á að hann geri neitt gáfulegt. Varðandi ESB held ég að þjóðin láti ekki blekkjast. Það þarf ekki annað en að líta til Írlands til að sjá hvernig fer fyrir Þjóð sem er ótrúlega líkt þenkjandi og við, með sjálfstæðisvitundina og frelsisþrána í fararbroddi
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 07:08
Gleðilegt ár, já það stakk í eyru að heyra Jóhönnu tala um að auðlindirnar ættu að vera í almanneign, hún virðist ekki hafa verið að vinna mikið í því undanfarið að breyta kvótalögum eða hvað? En samt ágætt að það er hennar skoðun.
Flottar myndir að venju, mikið líf og fjör!
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 07:29
Gleðilegt ár elsku Íja mín og fjölskylda. Já það er sárt að missa fjölskyldur úr landi, en vonandi bara tímabundið. Mér fannst gaman að sjá hana Dóru mína blessaða þarna, bratta að vanda, að ég minnist ekki á ættarhöfðingjann. Sá fulli kom líka vel út. Reyndi að mynda hann sjálf, en ekki á réttum stað og tíma svo það tókst ekki vel.
Dísa (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 08:58
Ljúfust mín takk fyrir yndislegar myndir og svo gaman að sjá hann pabba þinn svona reffilegan að vanda.
Það er synd að segja að við séum ekki fjölskylduríkar, það erum við svo sannarlega og vel kunnum að meta það.
Verð að viðurkenna að ég hlustaði ekki á Jóhönnu, var bara ekki í stuði til þess, en förum í þessi mál er hægist um eftir hátíðarnar.
Kærleik í kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2010 kl. 10:28
Hafði lítinn áhuga á að lesa um hvað þessar manneskjur hefðu að bjóða núna upp á í sinni hræsni og hroka. Hef heyrt í nokkrum sem hlustuðu á Bessastaðabóndann og lásu vikuna sem eru búin að komast að þeirri niðurstöðu að það bendi margt til þess að hann skrifi ekki undir. En við verðum víst að bíða til morguns.
Ég er þess fullviss að hann ákvað að bíða með þetta þar til eftir helgina vegna þess að ef hann hefði skrifað undir á gamlársdag eða um helgina þá hefði verið hætta á að allt springi í loft upp. Það seldist nefnilega mjög vel áfengi í verslunum fyrir þessi áramót og helgina.
Knús í kærleikskúlu
Kidda, 3.1.2010 kl. 12:15
Ég er sammála þessum boðskap og vona heitt og innilega að Kidda hafi rangt fyrir sér. Ef þessari óþjóðhollu ríkisstjórn tekst með aðstoð forsetans að láta skattfé almennings renna í breskan ríkissjóð með háum vöxtum vona ég að allir þjóðhollir Íslendingar hætti að borga skatta.
Sigurður Þórðarson, 3.1.2010 kl. 13:58
Gleðilegt nýtt ár druglega kona,fínar myndir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:59
Takk öll fyrir innlitið.
Takk Birna Dís mín, vonandi hefur þú átt gleðilega hátíð.
Siggi minn, já við þurfum svo sannarlega að láta svikara landsins finna fyrir því að við erum ekki þrælar.
Kidda mín já við verðum að vona að forsetinn hafi kjark til að senda þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einmitt Milla mín við erum heppnar konur að eiga öll þessi yndislegu börn og barnabörn að.
Takk Dísa mín, já ég verð bara svo reið þegar ég hugsa um það, hér vorum við öll í góðum gír og náinn, svo fer allt upp í loft út af einhverju fólki sem við höfum ekkert með að gera, útrásarvíkingar og stjórnvöld sem bera ekki skynbragð á þarfir fólksins, allt þetta til samans gera okkur svo þann grikk að fæla börnin okkar burt, tvístra fjölskyldum og eyðileggja gott fjölskyldulíf. Yfir því er ég reið og get ekki annað.
Takk Jóhanna mín
Ég er svolítið tvískipt um forsetann Steini minn, fyrst þoldi ég hann ekki, þegar hann svo hafnaði fjölmiðlalögunum tók ég hann í sátt, og nú tvístíg ég og bíð eftir því hvað hann gerir. Ef hann samt sem áður samþykkir lögin er hann búinn að vera fyrir mér.
Tek undir með ykkur Jóna Kolbrún og Rósa
Sammála Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 17:37
Það er ömurlegt að einhverjir glæframenn geti haft þessi áhrif á fjölskyldur. Við þurfum á hvort öðru að halda og það er gott að hafa fjölskylduna sína nærri sér. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þau geti komist heim aftur.
Er ekki forsetinn búinn að vera hvort sem hann skrifar undir eða ekki.. ég held það.
Knús í Kúlu.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.1.2010 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.