31.12.2009 | 17:04
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kæru vinir og ættingjar ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs með von um að 2010 verði ykkur öllum gott og hagsælt. Munið að hver er sinnar gæfu smiður, og að við ráðum að mestu sjálf hvernig líf okkar er. Því við getum hvort heldur er, lagst í vonleysi og leti, eða rifið okkur upp og verið jákvæð. Ræktað kærleikan og ástina, og látið vera að hlú að hatri og slúðri sem engum tilgangi þjónað. Við eigum að vera sjálfum okkur nóg og okkar mesti auður er fjölskylda og vinir. Þann auð þarf að rækta og virkja, hlú að og vökva vel. Peningar og lífsins upphefðir eru fallvaltir skyndibitar sem engu þjóna nema Mammon og egói okkar sem að lokum skilur ekkert eftir sig nema auðn og tóm, ef við leggjum okkur ekki fram um að rækta mannauðinn.
Elskuleg ég veit að framundan eru tímar sem geta reynst erfiðir, en munið þá að það er alltaf hægt að leita til þeirra sem eru næstir manni, eða jafnvel næsta mann bara. Munið að brosa og vera jákvæð við allt fólkið í kring um ykkur. Bros hefur bjargað mannslífum, það eru til sögur sem staðfesta það.
Auðmíkt og þakklæti eru líka eiginleikar sem skila okkur langt áleiðis til betra lífs. Látum ekki misheppnaða stórnmálamenn eða útrásarvíkinga skemma fyrir okkur gleði og ánægju áramóta. Göngum fagnandi fram á nýju ári með nýjar hugmyndir, með nýjar áherslur og nýtt Ísland.
Innilega takk fyrir mig, hve góð þið hafið verið mér og glatt mig, leitt mig gegnum sorg og erfiðleika. Þannig getum við stutt hvort annað og það er gott að vita að við eigum vini, þó þeir séu ekki endilega við hliðina á manni, þeir geta þess vegna verið hinum megin á hnettinum, en með tækni og tölvum eru samt eins og í næsta húsi.
Innilega Gleðilegt nýtt ár frá mér til ykkar allra.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áramótakveðjur og góðar óskir í kúluna hlýju.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.12.2009 kl. 17:30
Heill sé þér vinur og heill þínu fólki
heill nýju ári sem heilsum við hér.
Heill sé þér friður og heill okkar landi
heill fylgi fjölskyldu þinni og þér.
Heill þinni heilsu og heill þínu lífi
heill fylgi okkur um ótroðna slóð.
Heill þeim sem fæðast og heill þeim sem kveðja
heill fylgi okkur með lífsvilja, glóð.
Heill fáið þið hér í örlitlu skeyti
heill okkar samveru árinu á.
Heill fyrir fortíð og ókomnum árum
heill fylgi okkur svo héðan í frá.
A.Á.G.2008.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 18:56
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2009 kl. 18:57
Megi gæfan vera með ykkur á nýja árinu og alla tíð. Þakka þér innilega fyrir þín góðu og einlægu skrif. Maður er eitthvað svo velkominn á síðuna þína, Ásthildur mín. Gamall Ísfirðingur nýtur þess að skoða myndirnar þínar! Kærar kveðjur og hlýtt knús.
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 19:36
Takk fyrir liðna árið elsku Ásthildur mín og fjölskylda......óskum ykkur alls góðs á nýju ári og von um að nýja árið verði ykkur ljúft og gott........þökkum ljúfar notalegar stundir á árinu knús í kúluhús ;O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.12.2009 kl. 20:25
Þetta var eins og talað útúr mínu hjarta. Vona að þetta ár verði ykkur gott. Takk fyrir allar góðar stundir gegnum tíðina
Dísa (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 01:04
Gleðilegt ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2010 kl. 02:20
Innilegar óskir um farsælt nýtt ár!
Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2010 kl. 03:20
Gleðilegt ár Ásthildur mín og megi ást og hlýja ylja ykkur í "kúlunni" á nýju ári.
Jóhann Elíasson, 1.1.2010 kl. 13:50
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 14:39
Innilegar nýárskveðjur til þín fallega stórkona vestur á fjörðum, megi nýja árið verða þér og þínum mun betra en hið gamla!
Vinarkveðja.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 15:58
Gleðilegt ár elsku Ásthildur og takk fyrir öll einlægu og yndislegu skrifin þín og myndirnar
Og til hamingju með Inga Þór og Matthildi
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.1.2010 kl. 17:19
Gott og gleðilegt nýtt ár mín kæra fyrir þig og alla fjölskyldu þína
Jónína Dúadóttir, 2.1.2010 kl. 05:18
Gleðilegt ár elsku Cesil mín og takk fyrir það gamla.
Knús í kærleikskúluna
kidda (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:19
Takk sömuleiðis Kidda mín, vonandi hefur þú átt ánægjulega hátíð.
Takk sömuleiðis Jónína mín.
Takk Sígrún mín
Vinarkveðja til þín líka Magnús minn.
Knús Ragna mín.
Sömuleiðis Jóhann minn.
Sömuleiðis Helga mín.
Gleðilegt ár til þín líka Jóna Kolbrún mín.
Sömuleiðis elsku Dísa.
Sömuleiðis Linda mín elskuleg.
Kær kveðja til þín líka Auður mín, og það er alltaf svo gott að sjá þig þegar þú kíkir við.
Knús Hrönn mín.
Flott samantekt hjá þér Dísa mín, ég tek undir hvert orð. Innilega takk fyrir öll innlit og hvatningar knús á ykkur bæði.
Takk sömuleiðis Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 12:41
Hjartanskvedjur til tín og tinna kæra Ásthildur.
Takk fyrir einlæga og fallega kvedju og óska ég tess sama til ykkar kæra fjölskylda í Kúlunni.
Hjartanskvedja frá okkur í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2010 kl. 14:10
Takk ljósið mitt og sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.