Amma taktu mynd.

Ef þið hafið haldið að ég sé alveg dottin ofan í pólitíkina þá er það misskilningur.  þarf bara að koma hugsunum mínum frá mér sorrý en stundum finnst mér að það sem skiptir máli fari ofan garðs og neðan hjá alltof mörgum og þá dett ég ofan í slíkar hugsanir, en það gerir mér líka gott, því þá kemur adrenalinið mér til góða.

En hér hefur verið straumur af barnabörnum eftir að þær litlu fóru, fyrst komu fjórir táningar og gistu, baranbörn af eldra taginu, og síðan yngri barnabörn, og það var bara notalegt.

IMG_0277

Stundum dettur í krílið að pósa.  Amma taktu mynd segir hún og pósar.

IMG_0278

Og sona!

IMG_0280

Aftur amma!

IMG_0281

Svona amma!

IMG_0285

Svona!

IMG_0287

Meira amma.

IMG_0289

Heart

IMG_0292

Ef þi haldið að þetta sé Hanna Sól sem er að fara að spæla egg, þá er það misskilningur

IMG_0291

Þetta er nefnilega síni mí.

IMG_0295

Reyndar með pabba að spæla egg, sem hún sótti sjálf út í hænsnakofa, og vildi steikja sjálf.

IMG_0299

Hér er svo önnur prinsessa sem er rosadugleg, bara 6 mánaða en sýnir miklu þroskaðri takta.  Og amma fékk að passa hana lengi í gær.

IMG_0306

Og hér er hún með Hönnu Sól.

IMG_0310

Sem hefur engu gleymt. Heart

IMG_0317

Ætli þetta sé í genunum LoL

IMG_0321

Táningarnir mínir.

IMG_0322

Þau létu fara vel um sig.

IMG_0337

Og þeir ekki síður.

IMG_0319

Fullt tungl óðara.

IMG_0328

Og hér sjást fyrstu spor sólarinnar nður hlíðina, uns hún nær alla leið í Sólgötu, þegar við drekkum sólarkaffið.

IMG_0329

Smá kúlublues.  Þið verðið að fyrirgefa elskurnar, en ég er rosalega pólitísk, eða full af því að reyna að leiðrétta kúrsin á minn hátt. Ég geri mér grein fyrir því að hann er ekki endilega réttur, en samt sem áður tek ég mér bessaleyfi á því að segja hvað mér finnst.  Get ekki annað.

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.  Megi landsvættir vaka yfir Íslandi og vernda okkur sem þjóð.  Við viljum fyrst og fremst vera sjálfstæð, það getur verið að við höfum mismunandi sýn á hvað það inniber.  Mitt álit er alveg skýrt, ég vil ekki deila náttúruperlum okkar með öðrum þjóðum, nema sem því nemur að leyfa þeim sem hingað vilja koma að deila því með okkur.  Annað er ekki í boði.  Ljós,Heart knús og kærleikur til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þar sem þetta er þín síða finnst mér bara nokkuð sjálfsagt að þú talir um það sem þér sýnist.... Ég er líka frekar líbó með það ;)

Flottar myndir og svei mér ef ég hélt ekki að krílið væri Hanna Sól. Er hún virkilega að verða svona stór?

Sendi þér ljós og kærleik og vona að þú haldir áfram að tala um það sem þér liggur mest á hjarta

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2009 kl. 09:14

2 identicon

Yndislegar myndir. Megið þið eiga gleðileg og skemmtileg áramót og þakka þér vináttu liðinna ára og fyrir að vera bara þú .

Dísa (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Hrönn, þú mátt bara skrifa eins og þér sýnist kæra vinkona, myndirnar æði að vanda.
Kærleik í kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er alltaf svo notó að fylgjast með lífinu í kringum þig Ásthildur mín. Hef svo mikið hugsað til þín og þinna og Júlla þíns sem er farinn að vinna handverk annars staðar í ró og spekt. 

Þrek og tár eru orðin sem koma í minn huga þessi áramót. Mínar orrustur hafa verið smávægilegar miðað við þínar. 

Söknuður er sem blæðandi sár,
en sorgina má sefa, 
úr kærleikans bikar koma þín tár, 
en hann þú kannt að gefa.

Fyrirgefðu Ásthildur, þetta varð bara til þegar ég var að skrifa þér og hugsa til þín og þíns heita móðurhjarta. Það fylgjast svo margir með þér, fólk sem aldrei kvittar les og fær orku frá þessari fjallkonu Íslands.

Ég óska þér alls hins besta á nýju ári, og megir þú verða umvafin ljósi, knús og kærleika, því annað áttu ekki skilið.

Sjá mynd í fullri stærð

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Laufey B Waage

Guð veri með þér og þínum um áramótin elsku Íja mín - og gefi ykkur gott og farsælt nýtt ár. Heyrumst fljótlega.

Laufey B Waage, 31.12.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll sömul.  Ljóðið er svo fallegt Jóhanna mín, ég ætla að kópera það og geyma.  Innilega takk.

Já við heyrumst örugglega fljótlega, og sú litla er orðin risastór.  En innilega innilega takk öll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband