29.12.2009 | 11:12
Hugleiðing.
Ég hef verið orkulaus undanfarið. Mitt í því öllu hef ég verið að hugsa um lífið og tilveruna. Til hvers við komum hér, hver er tilgangurinn með lífinu hér og reynslunni, sem getur verið bæði í hæstu hæðum og svo í dýpstu myrkrum.
Hvað ætluðum við sonur minn að ná fram með þeirri sáru reynslu sem við bæðu þurftum að ganga í gegnum, og ekki bara við heldur öll heila stjórfjölskyldan?
Hvar er það ákveðið og er það maður sjálfur sem ákveður, eða er maður sendur í mission til að koma einhverju til skila? Og ef svo er, hvernig tekst þá til, og hvernig getur maður verið viss um að maður sé að gera rétt?
Ég held að ég hafi vitað frá byrjun að við myndum ganga í gegnum eitthvað þessu líkt, ekki hvernig nákvæmlega, en ég held að við höfum eiginlega bæði vitað að svona færi á endanum. Hann tók út sína vansæld strax mjög ungur, og hann var sá sem fékk að fara, ég þarf aftur á móti að sópa saman og slökkva ljósin.
Sem betur fer tekst mér að gleyma mér og eiga góðar stundir. En svo finn ég að gleðin fjarar út og áhyggjurnar koma í staðinn. Mér finnst eins og ég sé að drukkna. Og það er vont. Þá finnst mér ég vera sjálfselsk og kröfuhörð. Þolinmæðin er lítil, og mig langar mest til að loka mig af. Ég er eins og frosin inn í mér og fátt kemst inn fyrir vörnina. Á sama tíma er ég miklu viðkvæmari. Á erfitt með að horfa á myndir þar sem ofbeldi kemur við sögu, og allskonar kreddur sem gera að verkum að það er örugglega ekki alltaf gott að vera nálægt mér, þegar sá gállinn er á mér.
Um leið og mér fer að líða svona, verð ég algjörlega orkulaus og kem mér ekki að neinu verki. Það er tíminn sem gott er að koma hér inn og lesa það sem þið skrifið, og finna hlýju og góðsemi í kring um sig, af fólkinu sínu og fólkinu sem maður hittir.
Svo eru það næturnar þegar maður getur ekki sofið og fer að hugsa um til hvers allt þetta sé, liggur byltir sér, svitnar og hugsar. Af hverju maður þurfi að ganga í gegn um allan þennan sársauka.
Þetta er nú heldur ekki besti tíminn, þegar samfélagið stendur á haus, og allt óréttlætið blasir við augum. Stjórnsýslan í molum, kerfið svo rotið að ég fer að hugsa hvort okkur takist nokkurn tíman hreinsa út. Þá reyni ég að eyða erfiðum hugsununum með því að búa til sögu um hvernig við komumst út úr þessu rotna kerfi og sköpum það Nýja Ísland sem við öll þráum, þ.e. við sem ekki tilheyrum elítunni sem hér ræður öllu í dag, og vill engu breyta, nema helst að koma okkur inn í ESB.
Þetta blandast svo saman við jólahald og áramót. Ég hef hingað til verið eins og krakki, hlakkað til. Í ár hefur þetta verið meira vélrænt. Ég hef líka fundið til með fólkinu sem er að missa sína nánustu eins og ég, sérstaklega þá sem fara af slysförum.
Núna strax eftir áramót flytur elsti sonur minn með alla sína fjölskyldu til Noregs, sá yngsti fer svo í vor með sína. Þó ég geri mér grein fyrir að það sé gott fyrir þau, að komast burt úr ástandinu, sem enginn virðist ráða við, þá er erfitt að sætta sig við það að börnin mín verði ekki til staðar í kúlunni. Þá magnast líka reiðin út í fólkið sem ætlaði að mynda skjaldborg um heimilin í landinu, en gera svo ekkert nema að auka á óvissuna og reyna ekki einu sinni að hlusta á fólkið í landinu. Ég er reiðari við það fólk en útrásarvíkingana, því þeir eru jú skúrkarnir og ekki ætlast til annars af þeim en að reyna að græða sem mest, hvernig sem þeir fara að því. Og það versta er að þeir komast upp með það enn þann dag í dag.
En svona er lífið. Maður verður bara að takast á við það og vona að þegar fer að birta og vora, nái maður betur utan um lífið og sjálfa sig. Ég vil senda öllum þeim sem eiga um sárt að binda mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þetta er orðið allof langt og nöldurlegt. En það er gott að koma þessu svolítið í burtu.
Ykkur bloggvinum mínum og öðrum sem hér líta við mér til mikillar gleði vil ég senda mínar innilegustu kveðjur og þakklæti. Ég veit að þessi niðursveifla er bara tímabundinn og bráðum liggur leiðin upp aftur og orkan kemur til baka. Ég fer ef til vill meira að segja að labba og láta meira að mér kveða. En megi þessi dagur vera ykkur öllum yndislegur og góður.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Ásthildur mín, þetta er dæmigert þunglyndi sem hrjáir þig og það sem verra er það eru "kjöraðstæður" fyrir þennan and......... að vaxa og dafna nú þega sól er lágt á lofti og litla birtu að hafa og veður eru fremur leiðinleg. Það er kannski einfallt að ráðleggja öðrum (ég hef aldrei verið laginn þar) en ég held að þið Elli hefðuð mjög gott af því að fara saman í gott frí frá öllu sama til heitari landa helst á einhvern afskekktan og friðsælan stað þar sem þið rædduð saman allt milli himins og jarðar. Vantar ekki einhvern "gamlan og góðan" neista er allt orðið svolítið hversdagslegt? Án þess að ég geri mér alveg grein fyrir því skrifin þín hafa örlítið breyst undanfarið það vantar einhverja gleði sem var til staðar í færslunum hjá þér áður og ég held að það þurfi að huga að Ella það má ekki gleymast að þið eruð tvö og ég er hræddur um að hann tali ekki mikið um tilfynningar sínar. Jæja Ásthildur mín kjaftæðið í mér er örugglega orðið meira en góðu hófi gegnir, ég bið þig að afsaka þetta frumhlaup hjá mér, þetta er ekki illa meint en kannski á maður ekki að vera neitt að tjá sig um málefni sem maður hefur ekkert vit á.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 11:49
Ég hef gengið í gegnum það sama og þú nánast eins, en samt ólíkt.Sorgin ætlar að buga mann einn daginn og hinn skilur maður ekkert í því að hafa verið svona dapur.Og reiðin í garð þeirra sem komu illa fram við minn strák var lengi að fara.Ég gat fyrirgefið (loksins)en þegi ekki yfir því óréttlæti sem minn strákur gekk í gegnum í kerfinu frekar en þú þegir um þinn strák.Þögnin er óvinur og við eigum að segja frá þegar óréttlæti er .Þetta er allt mjög eðlilegt sem þú gengur í gegnum kæra Ásthildur.Þetta hét sorg þegar ég gekk í gegnum það og depurð.4 árið án Hauksins míns er að byrja og 4 jólin langt komin.Þau voru auðveldust en ekki auðveld.Ég hef grátið af söknuði þessi jól,en samt verið glöð.Að missa barn er svo mikið áfall að engin getur sett sig í þau spor nema hafa gengið þau.Ég fylgist með skrifum þínum sem eru einlæg og falleg.Ég þurfti tímabundna aðstoð og það var gott að þiggja það.Ekki þurfa allir svoleiðis.Þú ert flott kona ,gangi þér vel og fyrirgefðu ræðuna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:16
Þetta er sennilega alveg hárrétt athugað hjá þér Jóhann minn. Takk fyrir þennan pistil. Ég var einmitt að hugsa í gær að við þyrftum að gera eitthvað til að komast upp úr hjólfarinu. Og það er alveg rétt hjá þér Elli minn ræðir ekki mikið sínar tilfinningar. Nú eru litlu gleðigjafarnir líka farnir með pabba og mömmu til að halda jól á Hellu. Þau fóru í gær, svo það verður hálf tómlegt í kúlunni á næstunni. Þó voru fjórir unglingar þar í gær og frænkurnar hans Úlfs sváfu þar í nótt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 12:18
Takk fyrir þetta Birna Dís mín. Já reiðin er til staðar. Ég er sammála þér að við sem höfum upplifað ranglætið sem börnin okkar urðu fyrir í kerfinu verður að ræða og koma á framfæri. Einnig að hvetja foreldra barna í svipuðum sporum til að vernda börnin sín gegn kerfinu, þó þau þurfi að útiloka fíkilinn.
Takk innilega þú hefur verið mér mjög hjálpleg við að sætta mig við það sem gerðist. Reynsla annara er mikils virði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 12:25
Elsku Ásthildur. Núna skaltu horfa á stóra samhengið. Kannski er bara gott að þið tvö hjónakornin séuð bara tvö í kærleikskúlunni ykkar. Það er örugglega gott að getað talað í friði og ró við maka sinn um tilfinningar ykkar, sorg og söknuð. Mér líst bara svakalega vel á ykkur undir pálmatré með kaldan drykk við hönd.......bara þið tvö. ´:-) Krakkarnir verða komnir aftur í kúluna áður en þú veist af, farðu í jóga og göngutúra. Það gerir þér svakalega gott. Kær kveðja vestur. Berglind
Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:44
Ég segi eins og Jóhann, þið hafið lent í svo ótrúlega miklum áföllum undanfarið að það væri ekkert skrýtið þó svo að erfitt sé að komast upp úr hjólförunum. Bara eitt þessarra áfalla væri nóg til að yfirbuga fólk.
Þið þyrftuð bæði að komast frá, bara þið tvö. Þú ert þó heppin að þú getur rætt málin en eins og svo margir af hinu kyninu þá á Elli erfiðara með það.Þekki það of vel á mínum manni. Hann byrgir allt inni í sér og er í hálfgerðsri afneitun hef ég grun um.
En þú verður að ná að sofa, hikaðu ekki við að fá svefnpillur.
Gott að það fari bara sá eldri núna eftir áramótin, var farin að fyllast kvíða fyrir ykkar hönd ef þeir færu báðir á sama tíma.
Knús og kærleikur til ykkar beggja í kærleikskúlunni
Kidda (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:36
Mér sýnist Birna Dís segja það sem segja þarf
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2009 kl. 15:18
Elsku Áshildur mín, allt sem gerist í lífinu hefur tilgang, en við skiljum hann ekki alltaf, þú átt eftir að koma sterk út úr þessu öllu saman ljúfust mín.
Þegar ég get ekki sofið þá hugsa ég um englana mína og bið þá um góðan svefn.
Kærleik í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 15:23
Ég fæ alveg illt í hjartað við tilhugsunina um að þér líði illa elsku Íja. Ég segi það sama. Ef ég væri ekki með krílin mín í kring um mig þá væri ég sokkin í sorg. Ég hugsa til Júlla á hverjum degi. Á hverju kvöldi þegar ég fer að sofa kemur hann alltaf í huga minn. Ef ég þarf að fara framúr um nótt þá er ég ekki lengur mirkfælin eins og ég var áður. Ótrúlegt en satt. Ég veit að hann er hjá mér og okkur öllum. Ég gríp mig oft í því að byrja að gráta upp úr þurru.. en það er líka gott að gráta. Betra en að halda í sér sorginni. Ég var að kveðja frænku mína á þorláksmessu sem var skild mér úr föðurættinni. Hún var á besta aldri, hún lætur eftir sig 3 börn. Mér finnst lífið oft vera svo hrikalega óréttlátt. Ég næ ekki afhverju þetta þarf að vera svona flókið oft og erfitt. En einhver tilgangur hlítur að vera með þessu. Það kemur væntanlega allt í ljós þegar okkar dagur kemur. En þar til verðum við að lifa lífinu og halda upp á líf þeirra sem frá eru fallnir og fagna hverjum degi með þeim sem við höfum í kring um okkur:)
Knús elsku Íja. Sé þig fljótlega:)
Sunneva (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:57
Kæra vina ef ég ætti einhver orð sem gætu látið þér líða betur, mundi ég sannarlega ekki spara þau....
Jónína Dúadóttir, 29.12.2009 kl. 19:22
Sæl og blessuð.
Ég er ein af þeim sem hef fylgst með síðunni þinni og haft gagn og gaman af þínum skrifum og myndum. Þann 30. nóvember missti ég systur mína sem var einu ári eldri en ég og ég sakna hennar alveg ægilega mikið - Kannast við svefnlausar nætur, grát og allan pakkann. Ég hef ekki fengið mér svefnlyf en upplifði það um jólin sem komu seint í mitt hús þetta árið að ég gat sofið á daginn og íhugað mikið þess á milli í friði. Ég þurfti á því að halda að vera ein á morgnanna með mína sorg, hlusta á messu kveikja á kertum og láta tárin falla.
Það er svo misjafnt hvernig við upplifum sorgina og ekki hægt að segja einum né neinum hvað er best - Við verðum bara að fá að vera við sjálf og ég er svo heppin að mega gera þetta á mínum forsendum.
En um leið geri ég mér grein fyrir að mitt ferli er rétt að byrja.
Með kærleikskveðjum vestur
Hulda Margrét Traustadóttir, 29.12.2009 kl. 19:43
Elsku Ásthildur mín það er alveg eðlilegt að þér líði illa núna. Þú ert búin að ganga í gegn um það hræðilegasta sem nokkur móðir getur upplifað og áföllin halda áfram að dynja á þér og þínu fólki. Það gengur á orkuna bara að vera til við þannig aðstæður. Ég held að það sem Jóhann Elíasson ráðleggur sé bara ekki svo fjarri lagi. Þið Elli þurfið frið með ykkur sjálfum í nokkra daga - þarf ekki að fara langt eða kosta mikið - bara ró og fegurð einhversstaðar tvö ein. Og svo er ekkert að því að leita sér aðstoðar sálfræðinga, lækna, geðhjúkrunarfræðinga eða presta. Þegar ég lenti í mjög miklum erfiðleikum fyrir nokkrum árum var svo komið að ég hélst ekki uppi af þreytu og slappleika og kveikiþráðurinn var svo stuttur að ekki mátti blása á mig til að ég byrsti mig. Þá fór ég til læknis og við spjölluðum lengi saman. Hann fékk mig til að prófa lyf til að hjálpa mér yfir erfiðasta hjallann og þau virkuðu þannig að þau auðvelduðu mér að takast á við erfiðleikana og rísa upp úr þeim. Þannig breyttist lífið aftur til betri vegar þótt ýmsir erfiðleikar væru enn til staðar. Ég átti bara auðveldara með að kljást við þá. Fyrirgefðu langlokuna Ásthildur mín. Ég vildi bara svo óska að ég gæti hjálpað þér eitthvað
, 29.12.2009 kl. 20:35
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:51
Sæl Ásthildur.
Það þarf sterk skip með góða kjölfestu að fara í gegn um það sem þú hefur farið í gegn um og ert að fara.
þú ert skipið !
Það er aðdáun að fylgjast með þér og líka hve skrifin þín um ástandið eru skýr. Sjálfur er ég búinn að eiga við orkuleysi í upp undir 8 mánuði og það er ekki það léttasta sem að ég er að eiga við og eru mín mál allt annars eðlis ...held ég !
É bið þess að góður Guð haldi í hendina á þér, og létti þér störfin hér eftir.
þinn sveitungi og bloggvinur. Þói Gísla.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 23:21
Ég dáist að þér Ásthildur, þú ert greinilega kjarnorkukona. En allt hefur sinn tíma, að syrgja hefur sinn tíma að gleðjast hefur sinn tíma. Tíminn er það sem við getum treyst á að létti sorgir og breyti ýmsu. Að gefa sér tíma til þess sem maður þarf á að halda, hvort það sé einvera eða að vera í fjölmenni. Ég hef trú á því að þegar sól fer að hækka á lofti, þá batni ýmsilegt. Og að lífið verði léttara.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2009 kl. 01:06
Ásthildur við erum ekki alveg ókunnar hér á blogginu. Á Ísafirði þjónaði læknir sem heitir Hulda María Einarsdóttir.skyld manni mínum og var mikill og góður samgangur milli fjölskylna okkar. Ég spurði hana eitt sinn þegar hun kom heim eftir langt og strangt framhaldsnám í Yel í U.S.A.(skurðlækningar á ristli) Jæja Hulda mín,nú ertu búin að kynnast mörgu og upplifa margt sem snertir lífið sjálft. Segðu mér í einlægni,hvernig lítur þú á þetta líf er framhald? Hún gaf sér góðan tíma og sagði eitthvað á þessa leið; við að kynnast og fylgjast með þessu fullkomna sköpunarverki,er ótrúlegt að það endi við dauðann. Að öðru,sá hjá þér listaverk úr steini,eftir son þinn Júlíus.Ekki man ég hvot þeir eru til sölu,þó eg sé ekki á faraldsfæti nú,ætla ég mér verstur í sumar,væri sko til í að kaupa einn þar sem hreiðurböggullinn minn heitir Júlíus Steinn og gefa honum,þvi hann var að ljúka námi í "mannauðsstjónun",sem er masterinn í sálfræði. Svona að gamni,móður systir mín(Sigurveig) bjó á Nauteyri í djúpinu,var komin á elliheimilið þegar ég var þarna um 1991. Jæja mál að bjóða góða nótt,ekki fer ég niður í Alþingi á morgun,er að passa fatlaðandótturson minn Alexander.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2009 kl. 02:24
Takk öll sömul fyrir hugulsemina og góðar tillögur um úrbætur. Ég hlusta á ykkur og skoða málin. Vænst þykir mér um að þið takið ykkur tíma til að hughreysta mig og hugga. Það er fallegt og hugurinn á bak við er góður.
Helga mín þér er guðvelkomið að koma og kíkja við. Ég er samt ekki viss um að ég geti selt þér fisk, þarf allavega að skoða það aðeins. Nú verða þeir víst ekki fleiri. Ég er alin upp hjá afa sem var svo skyggn að hann átti álfkönu fyrir ævivinkonu, og þegar hann fór í jarðarfarir sá hann bæði kveðju athöfn en hinu megin við altarið var móttökulið að taka á móti viðkomandi, svo það var líka vinir og vandamenn þar sem tóku á móti viðkomandi. Ég veit að afi minn upplifði þetta í raun og veru. Ég hef sjálf nokkra reynslu á þessu sviði. Það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið núna og reyndar bæði þegar ég missti móður mína og lítinn 7. mánaða bróður, sem var það erfiðasta sem ég hef upplifað fyrir utan að missa son minn. Bróðir minn hét líka Júlíus.
Takk Jóna mín, já ég er sammála því að hækkandi sól lyftir manni upp andlega, gerir það reyndar alltaf, þegar sólin fer að fikra sig neðar í fjallinu, uns hún loks kemst alla leið niður í Sólgötu, sem er kennileytið til að við Ísfirðingar drekkum sólarkaffið okkar.
Tall Þói minn, já orkuleysi er aldrei gott sama af hverju það orsakast. Takk vinur fyrir að gefa þér tíma fyrir mig.
Knús á þig Ragna mín.
Takk elsku Dagný mín. Já ég var einmitt að hugsa um hvort ekki væri gott að skreppa eitthvað og fara út úr þessu hjólfari. Það verður samt að bíða aðeins lengur fram á vorið. Annars ætlum við að skreppa eina helgi í Reykjanes á þorrablót, en taka krakkana með.
Kæra Hulda Margrét sendi þér innilegar samúðarkveðjur og blessuð sé minning systur þinnar. Já það er sárt að missa, og erfitt að sætta sig við að einhver sé farin alveg frá manni, alveg þangað til maður fer sjálfur. Þá hittast sálir á ný, það er ég viss um. Ég er reyndar búin að fá svefnlyfið aftur, svaf því ágætlega í nótt. takk fyrir innlitið og orðin þín.
Takk Dúa mín, þú hefur oft yljað mér, stundum þarf svo lítið til að gera svo mikið.
ELsku Sunna mín, ég skil þig, þið frændkinin voruð alltaf náin, fyrir það er ég glöð. Þökk sé mömmu minni, þá voruð þið alltaf öll þar inn á heimilinu og voruð meira eins og systkin en frændkin. Ég er ánægð með að svo skuli það líka vera á mínu heimili. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og okkur elsku frænka mín
Takk Milla mín.
Takk fyrir allt Hrönn mín, líka upplífgandi pistlana þína sem fá mann til að brosa gegnum tárin
Takk Kidda mín, já ég er fegin að sá yngri fer ekki fyrr en með vorinu. Og svo fæ ég þá vonandi sem fyrst til baka, eða þegar við höfum annað hvort fengið nýja utanþingsstjórn, eða þessi hefur tekið sig á og fer að hlú að fólkinu í landinu, og taka á skúrkunum. En ég ætla að spá í þetta með frí.
Takk Berglind mín, það er svo sem ekki amaleg hugsun að sitja undir Pálmatré með vínglas í hendi, freistar svo sannarlega. Finnst samt líklegra að við förum eitthvað styttra, en það er sama hvernig við brjótum upp ég er sammála því að það er komin tími á að aðeins hugsa út fyrir ramman.
Innilega takk öll saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.