27.12.2009 | 18:30
Brúðkaup, jólin og ýmislegt gamalt.
Sonur minn Ingi Þór kvæntist í gær henni Matthildi sinni. Þetta var yndisleg athöfn og heimilisleg. Þar sem presturinn var faðir hennar, best man Inga Elli pabbi hans og sá sem gaf hönd brúðarinnar faðir Inga Þórs, undirleik annaðist dóttir hennar Sóley Ebba. Hún spilaði fyrst brúðarmarsinn mjög flott, og síðan Sónatínu með kúlahu, veit ekki hvort það er rétt skrifað. En hún gerði þetta með glæsibrag.
Séra Valdimar giftir dóttur sína. Þetta var einstaklega falleg athöfn og yndisleg í Tjöruhúsinu, einmitt þar sem bæði Ingi Þór og Júlli minn vildu svo gjarnan vera og hjálpa til.
Hringur dregin á fingur.
Og litli maðurinn vildi auðvitað fá að taka þátt.
Nú máttu kyssa brúðina, og litla skottið þarna inn á milli. Takið eftir þessari glæsilegu hárgreiðslu, það var Sunna frænka mín sem greiddi henni.
Sóley Ebba spilaði undir athöfnina, og gerði það mjög vel.
Sæt saman frændsystkinin Sunnava og Skafti minn.
Eina af þremur ömmunum, við vorum sem sagt þarna þrjár ömmur og þrír afar.
Tinnfríður Fjóla knúsar Úlf Timberlake.
Cusine á heimsmælikvarða í Tjöruhúsinu. Fólk kemur hvaðanæva úr heiminum til þess að smakka fiskréttina hjá Magga Hauks og hans liði. Ég vona sannarlega að þau verði áfram næsta sumar.
Eftir veisluna var farið upp í kúlu og slakað á. Og síðan borðuðum við afganginn af veislumatnum um kvöldið. Það var virkilega ánægjulegt.
Ég elska að hafa þau öll í húsinu, í einni hrúgu öll saman.
Það er bara svo notalegt.
Talandi um giftingar
ég keypti mér nýjan skanna um daginn, og þar sem ég átti fullt af slidesmyndum síðan í gamla daga, þá ákvað ég að fá mér einn sem skannar inn slidesmyndir og filmur. Það var virkilega gaman að skoða þessar gömlu myndir, krakkarnir eru búin að hlæja sig máttlaus yfir þeim mörgum. Ég set örugglega fleiri myndir inn seinna.
Séra Sigurður giftir hér systur mína, og pabbi fylgir henni upp að altarinu.
Nonni elsti bróðir minn gengur að eiga sína elskulegu eiginkonu, sem hefur staðið við hans hlið alla tíð síðan elsku Badda mín.
Og fyrst við erum stödd í gömu Ísafjarðarkirkju, þá er hér fermingarmyndin af systur minni henni Siggu.
Það er svo sem alltaf gaman að skoða gamlar myndir, hér erum við á ferðalagi, við fórum oft saman fjölskyldan í ferðalög, tjölduðum eða heimsóttum ættingja, hér eru krakkarnir að hjálpa pabba sínum að skipta um dekk. Þeir sjást ekki margir svona á götunum í dag. Þetta er Bára mín hér fremst, og Ingi og Júlli við hjólið. Kannast einhverjir við taktana í strákastelpunni minni?
Hér er svo barnaafmæli í garðinum heima á Seljalandsveg 77. Krakkarnir og það var grillað úti í garði.
Elsku mamma mín og Júlíusinn hennar, hún fékk bara að hafa hann í 7. mánuði, ég fékk þó að hafa minn í 40 ár. Reyndar eftir á að hyggja er þetta ekki Júlíus litli, heldur Þórður bróðursonur minn. Sonur Böddu og Nonna. En mikið voru þeir líkir.
eins og þið sjáið, þá var Elli minn líka skemmtilegur pabbi, þegar hann hafði tíma fyrir börnin í amstrinu við að koma okkur upp heimili.
Ég verð að viðurkenna að jólaundirbúningurinn fór fram hjá mér. En börnin voru áhugasöm og full tilhlökkunar, sem betur fer. Hvað hefði ég gert án þeirra?
Hjálpast að við að skreyta jólatréð á þorláksmessu.
Ræða málin við afa og svona.
Bæði pabbi og mamma komin.
Og afi þarf að hjálpa til við skreytinguna.
Og jólasveinninn þar að fá mjólk.
Þrír ættliðir.
Tíminn líður svo alltof hægt á aðfangadag, en þá er gott að geta dundað sér veið eitthvað sem dreyfir huganum.
Úlfur komin í jólafötin.
Loksins var allt klárt og hægt að fara að taka upp jólapakkana.
Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti og spil.
Alla mína barnæsku og fram á fullorðins ár, eða meðan mamma lifði, héldum við jólin heima á Vinaminni öll fjölskyldan. Og oftar en ekki komu með gestir sem hvergi áttu heima það kvöld. Og alltaf var öllum tekið opnum örmum.
Og þegar við vorum orðin svo mörg að við gátum ekki borðað öll saman, þá borðuðum við systkinin bara heima hjá okkur fyrst og fórum svo yfir, og það voru teknir upp pakkar, spilað og svo var heitt kakó og hnallþórur og smákökur eins og hver gat í sig troðið.
Dæmigerður Júlíus, alltaf að detta og meiða sig. En þeir voru alltaf jafn kátir og glaðir drengirnir mínir.
Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar við vorum að læra þýsku í kvöldskóla nokkrir ísfirðingar, hjá henni Brynhildi Björnsson, við fórum til eyjarinar Amrum við Þýskaland í hópferð. Þarna er ein bloggvinkona mín fyrir miðri mynd hún Laufey. Þetta var virkilega skemmtileg ferð, Brynhildur átti þarna vinafólk, en forsetasonurinn pabbi hennar, hafði sent hana einmitt til Amrum á stríðsárunum, hann bjó í Englandi. Hún ólst því upp með fólki þarna sem tók svo á móti okkur og við áttum virkilega skemmtilegan tíma þar. Eyjan var svo lítil að við gátum hjólað um hana á klukkutíma minnir mig.
Nokkrar myndir af ykkar einlægri. Hér er ég með Alley vinkonu minni við Loch Ness. Nessý lét reyndar ekki sjá sig, en við skemmtum okkur konunglega.
Hér er ég á Gran Canaría, í okkar fyrstu sólarstrandarferð með vinafólki.
Ég fékk minn fyrsta gítar 12 ára gömul. Amma gaf mér hann í afmælisgjöf. Ég lærði á hann svona bara sjálf, og við þrjár vinkonur settum saman tríó og byrjuðum fyrir tilviljun að skemmta á þorrablótum árshátíðum og allskonar skemmtunum gerðum það í nokkur ár. Það var virkilega skemmtilegur tími. Og svo núna bað ég Elli minn að gefa mér gítar í jólagjöf. Ég hef ekki spilað lengi, og þarf smá kjark til að vita hvort ég kann ennþá gripin.
Ég held svona eftir á að hyggja að ég hafi ekki farið ótroðnar slóðir í fatavali, og oft verið mikið öðruvísi en aðrir, svona frómt frá sagt. En svona er ég bara.
Eins og ég sagði fórum við oft í útilegur með börnin og gistum í tjaldi, það var skemmtilegt, og hefur ef til vill haft áhrif á krakkana að meta útiveru og náttúruna.
Svona var nú tískan einu sinni. Það voru margar stúlkur sem fótbrotnuðu á þessum árum út af hælunum.
Hér öllu ráðsettari. En þetta er nú bara til gamans gert. Eigið góðan dag elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með soninn og tengdadótturina
Skemmtilegar myndir og Bára er glettilega lík þér. Það sést best á gömlu myndunum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:27
Takk Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:35
Margar skemmtilegar myndir hjá þér, ég hefði viljað kommentera á nokkrar þeirra eins og maður gerir á Facebook. En ég sé að það er alltaf fjölmennt hjá þér og mikið fjör - samheldin fjölskylda. Við erum mun færri en semheldin engu að síður. Hvað áttu eiginlega mörg börn?
Gleðilega hátíð. Kveðja frá Sigrúnu í Hafnarfirði.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.12.2009 kl. 23:09
Til hamingju
Jónína Dúadóttir, 27.12.2009 kl. 23:28
Innilega til hamingju með soninn og tengdadótturina. Já það er alltaf gaman þegar maður "dettur í" að skoða gamlar myndir, það eru mörg skemmtileg atvikin sem rifjast upp þá.
Jóhann Elíasson, 27.12.2009 kl. 23:38
Innilegar hamingjuóskir með brúðhjónin. Það er svo óendanlega gaman að fara svona í gegnum gamlar myndir, finnst endalaust fleira sem verður að skoða og rifja upp minningar. Minningarnar eru límið í lífi okkar og tengslum við fólkið okkar, vini og fjölskyldu.
Dísa (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:05
Til hamingju með soninn og tengdadótturina. Það er gaman að skoða þessar gömlu myndir, og náttúrulega þessar nýju líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 00:40
Elsku frænka
Til hamingju með soninn og tengdadótturina. Það var líka gaman að fara í gegnum söguna í myndum. Bið að heilsa.
HIlmar Snorrason (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:46
Til hamingju með nýgiftu hjónin. Brúðkaupsmyndirnar af ykkur Ella eru nú ekki síður glæsilegar. Gaman að þessum gömlu myndum. Meira að segja ein af mér.
Laufey B Waage, 28.12.2009 kl. 01:39
Sæl Ásthildur.
Innilega til hamingju með nýgifta fólkið þitt, þetta er alltaf stór stund.
Allar myndirnar eru frábærar. Takk fyrir.
Kær kveðja á allt liðið !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 09:03
Innilega til hamingju með giftingu sonarins og tengdadóttur þinnar.
Skemmtilegar myndir
Aprílrós, 28.12.2009 kl. 09:52
Til hamingju með þau og mikið eru þau falleg og hamingjusöm, æðislegt dressið hennar Matthildar og hárið er æði.
Myndirnar tala sínu máli, allir eru bara flottir.
Ég er svo sammála þér ljúfust, með að elska að hafa alla fjölskylduna saman að stússast, það er bara ómetanlegt og segir okkur að eitthvað hljótum við að vera vinsælar elskan.
Gömlu myndirnar eru yndislegar og þú ert jafn falleg í dag kæra vinkona og þú varst þá, bara svolítið þroskaðri á svipinn.
Kærleikskveðjur til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2009 kl. 10:28
Góða og fallega frú Cesil, gleðilega hátíð og heillaóskir með brúðhjónin!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 11:23
Til hamingju með nýju brúðhjónin, þau voru glæsileg eins og allir.
Alltaf jafn skemmtilegt að skoða myndirnar þínar og ekki skemma eldri myndirnar fyrir. Það sést alltaf betur og betur hve Bára er lík þér og hve skotturnar eru líkar mömmu sinni. Eða strákarnir líkir Júlla.
Þið sem tilheyrið þessarri yndislegu fjölskyldu eru nærri því orðin mín eigin fjölskylda
Hafið það sem best í kærleikskúlunni
Kidda (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:16
Til hamingju með brúðhjónin Gaman að skoða þessar gömlu myndir og rifja upp eigin upplifun frá þessum tíma
Gleðilega hátíð í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 28.12.2009 kl. 13:40
Hjartanlegar hamingjuóskir med brúdhjónin.
Tad er alveg sérstaklega skemmtilegt ad skoda myndirnar tínar svo mikid líf og gledi í teim alveg eins og tú ert.
Kvedja frá okkur í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2009 kl. 14:40
Til hamingju með soninn og megir þú eiga gott og farsælt ár 2010 kæra bloggvinkona.
, 28.12.2009 kl. 17:49
Æðislegar myndir, til hamingju með nýgifta parið!
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 17:56
Sæl Ásthildur mín.
Til hamingju með soninn og tengdadótturina. Mikið var gaman að sjá allar þessar gömlu myndir. Þú aldeilis flott á brúðkaupsdaginn þinn. Er þetta ekki alveg örugglega rétt hjá mér. Tvær myndir af ykkur?
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2009 kl. 20:54
Mikið óskaplega eru þetta skemmtilegar myndir Þið eruð yndisleg fjölskylda og ég skil þig vel að vilja hafa allan ættbogann hjá þér sem mest og oftast.
, 28.12.2009 kl. 23:18
Já og til hamingju með brúðhjónin
, 28.12.2009 kl. 23:19
yndislegt.... að fá að kafa svona í fortíð þinni.
Elín Helgadóttir, 29.12.2009 kl. 00:01
Til hamingju með afkomendur þína, það eru, jú þeir sem máli skipta í þessari rúlettu sem við snúumst með í. Þakka þér líka fyrir að fá að gleðjast með þér í þessum gömlu minningum sem þú varpar upp, þú ert yndisleg manneskja Kærar kveðjur til ykkar kúlubúar úr Andakíl. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 10:15
Takk Steini minn og þið öll. Gott að fá svona yndislegar kveðjur. Þarf á þeim að halda núna. Jú þetta er ég í græna kjólnum.
Ég hef verið orkulaus núna undanfarið. Svoleiðis er það bara víst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.