24.12.2009 | 01:27
Gleðileg jól, með friði og von um betra líf fyrir okkur öll, nú á vetrarsólstöðum.
Mig langar til að senda ykkur öllum ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Ég einhvernveginn sullast í gegnum aðventuna og jólagjafastandið í rólegheitum og það er ekki hægt að vorkenna mér á neinn hátt, því ég hef haft svo mikin kærleika og umönnum sem mest má verða. Samt sem áður þá vanta mig alla jólatilfinningu, ég er eins og frosin og þar sem ég hef venjulega verið algjör jólagrís, þá vantar það alveg inn í mynstrið þetta árið. En ég er óskaplega þakkát ykkur öllum sem hafa gefið mér svo mikið gegnum allt þetta sorgarferli. Stutt mig, haft samband og sent mér bæði kærleiksrík orð og jafnvel kort og gjafir. Það er mér ómetanlegt.
Ég vil bara þakka fyrir mig, og láta ykkur vita að ég er innilega hrærð og þakklát fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig af kærleika og umhyggju. Það hefur verið mér styrkur gegnum þessa myrku daga. Og svo langar mig til að senda ykkur öllum vinum mínum og ættingjum kortið sem ég setti saman þetta árið.
Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda, megi kreppan standa stutt við og láta okkur í friði sem mest. Og megi börnin okkar og niðjar fá að lifa hér í friði og góðu lífi um aldur og ævi.
Í Guðsfriði og allra vætta, goða og hringsins eina mín kæru
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól, Ásthildur mín!
Þorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 01:40
Takk sömuleiðis Steini minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2009 kl. 02:11
Innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári sendi ég þér og öllu þínu fólki Ásthildur mín.
Þú ert yndisleg manneskja sem færir öllum þeim sem lesa textann þinn og skrif birtu og yl í hjarta, svo ekki sé talað um þann lærdóm sem lesa má úr honum.
Guð geymi þig og þína kæra vinkona.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm og fjölskyldu úr Mosfellsbænum.
Karl Tómasson, 24.12.2009 kl. 02:36
Elsku Ásthildur mín, ég sendi mínar bestu óskir um gleðilega hátíð til ykkar allra í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2009 kl. 04:16
Sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól: Júlli verður örugglega hjá ykkur og gleðst yfir að hafa ykkur öll saman. Njóttu gleðinnar með smáfólkinu sem kann svo vel að njóta þess sem er og hefur sem betur fer ekki enn lært að velta fyrir sér því liðna og ókomna. Allar góðar vættir veri með ykkur elsku vinkona mín
Dísa (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 10:18
Elsku Cesil, sendi ykkur öllum hugheilar jólakveðjur og vona að jólin verði ykkur góð.
Jólaknús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 10:20
Hugheilar jólakveðjur elsku Cesil mín. Hjartans þakkir til baka fyrir stuðning þegar ég hef þurft á því að halda..
Ragnheiður , 24.12.2009 kl. 10:39
Gleðileg jól Ásthildur mín og megi góður guð vera með þér og þínum.
Jóhann Elíasson, 24.12.2009 kl. 10:50
Hjartansþökk öll, og takk fyrir að vera hér til fyrir mig á erfiðum tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2009 kl. 12:20
Gleðileg jól ! Kærleiksknús
JEG, 24.12.2009 kl. 13:09
Mínar bestu óskir um gleðileg jól elsku Ásthildur. Júlli verður örugglega á meðal ykkar, hann sem naut sín alltaf svo vel með fjölskyldunni, hann á eftir að gleðjast að hafa ykkur öll saman.
Hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur kennt mér.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.12.2009 kl. 13:59
Gleðileg jól :-)
Gréta (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 14:27
Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsællt nýtt ár Ásthildur mínog megi allir góðir vættir vera með þér og þínum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.12.2009 kl. 15:17
Gledileg jol
Ásta Björk Solis, 24.12.2009 kl. 16:35
Gleðileg jól kæra vina
Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 21:04
Í Skírnismálum segir að upphaf jólanna megi rekja til þess að Gerður Gymnisdóttir jötunmær, naut ásta með Frey Njarðarsyni Ás, undir feldi í 9 daga og nínu nætur. Það voru hin fyrstu jól og eftir það fór sól að hækka á lofti. Þetta er undurfalleg jólasaga og því betur sem ég hugleiði hana því sannfærðari er ég um að hún er sönn. Við ættum því öll að vera góð hvort við annað yfir jólin og t.d. alls ekki að samþykkja Æsseif á þessu 9 daga tímabili.
Gleðileg jól Ásthildur og þið hin
Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 02:54
Tek undir með Kalla Tomm úr Mosfellsbænum, takk fyrir Ásthildur og Gleðileg jól, svona þrátt fyrir allt og allt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 11:17
Gleðileg jól, kæra Ásthildur. Kveðjur í Kúluna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.12.2009 kl. 12:41
Yndislegt þetta afkomendakort. Vona að jólin fari vel með ykkur í kúlunni og nýja árið færi þér og þínum hamingju og velgengni.
, 25.12.2009 kl. 20:11
Sæl ,Ásthildur mín og þið öll.
Ég er einn af þeim sem dáist að dugnaði þínum og kærleik til allra þinna. Ég skrifa ekki mikið um það hjá þér, en ég les á milla línanna.
Megi algóður Guð blessa þig og þína stórfjölskyldu, Ásthildur mín, í stórviðrum lífsins !.
Kærleikskveðja á ykkur öll !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 22:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Guð gefi þér gleðileg jól Ásthildur mín
Ég hugsa til þín. Veit hvað þetta er búið að vera erfitt.
Megi Guð lækna öll þín hjartasár.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2009 kl. 23:23
Gleðileg jólin til þín og þinna ljúfust mín og þakka þér sömuleiðis fyrir mig.
Kærleikskveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.12.2009 kl. 10:04
Guð gefi þér gleðileg jól elsku Íja mín.
Laufey B Waage, 26.12.2009 kl. 11:41
Var að lesa bloggið þitt. Votta þér samúð vegna fráfalls sonar þíns. Vona að jólaylurinn nái samt til hjarta þíns með alla þessa fallegu afkomendur þér við hlið. Kær kveðja, Rannveig.
Rannveig Guðmundsdóttir, 26.12.2009 kl. 12:14
Innilega takk öll. Ég hef verið bæði upptekin og líka dálítið deprimeruð. En svona er þeta bara. það er samt ótrúlega gott að koma hér inn og lesa það sem þið skrifið hér. Innilega takk fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 14:18
Gleðileg jól kæra bloggvinkona.Knús vestur
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 16:35
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 18:11
Takk takk sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.