Smákrúttfærsla.

Við hittumst ferðafélagar í lúðrasveitarferðalagi til Estoníu í sumar, í gær borðuðum saman og horfðum á myndir og bara röbbuðum saman.  Það var gaman. En það kemur seinna.  Núna eru smákrúttmyndir af kisum og börnum.  Svo vorum við að "gæsa" Möttu tengdadóttur í dag, það var skemmtilegt, en það kemur líka seinna.  Svo það verður nóg um gleði á næstunni.  En núna smá krúttmyndir.

IMG_9519

Brandur lummast til að vera góður við litla dýrið þegar hann heldur að enginn sjái til.

IMG_9520

Og sá litli kann vel að meta Brand, enda er Brandur eðalköttur.

IMG_9584

Jóli gaf Ásthildi leir í skóinn í gær, og hún lék sér allan daginn með leirinn.

IMG_9600

Og kisi fylgdist með.

IMG_9606

Fékk reyndar alveg að vera með.

IMG_9609

Litla knúsírófan mín.

IMG_9623

Hún dansar við jólasveininn.

IMG_9646

Svo náði hún í egg til hænsnanna, amma lá fyrir og var dálítið þunn heheh, þá er svipt upp dyrunum, kveikt ljósið og inn kemur litla valkyrjan með plastpoka með þremur eggjum; Amma ég kom með egg.  Við skulum borða egginn, sagði hún ákveðin, og það var bara ekkert annað að gera en að fara niður og steikja egginn.

IMG_9648

Þau brögðuðust mjög vel, enda alveg nýorpin, hvað er betra en nýorpin egg, og lítil skessa sem vekur ömmu sína upp frá fleti til að fara að steikja egg. 

Það er eiginlega ekkert sem toppar þetta. Heart ekkert fjandans Icesave, fjárlagafrumvarp sem er út úr kú, löngu kokgleyptir ráðherrar, eða vöntun á peningum í ríkissjóð. Ég er sannfærð um að ég mun lifa þetta allt af, til fjandans með ríkisstjórnina, og allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig.  Við munum hrista þetta allt af okkur og komast á lappirnar aftur, án ESB án AGS og án breta og hollendinga. Við skulum svo sannarlega komast burtu frá þessu öllu saman, moka skítin út og vera sjálfstæð þjóð í lýðræðisríki, það er bara vinnan að hreinsa skítin út og koma heilbrigðri hugsun og kærleika inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er sko alveg áreiðanlegt, Brandur er eðalköttur og sá litli fær sko áreiðanlega góða leiðsögn út í lífið.  Ég held að það blundi í öllum að aðstoða og leiðbeina þeim sem yngri eru í gegnum lífið.  Góða nótt mín kæra alltaf líður manni betur þegar maður hefur "heimsótt" kúluna og íbúa hennar.

Jóhann Elíasson, 22.12.2009 kl. 22:48

2 identicon

Gott hjá litlu rófunni, rífa ömmu upp og láta hana frekar fá sér hressingu. Hún á eftir að líkjast ömmu enn meira .Kettirnir eru krútt, Brandur hefur örugglega verið að leggja Snúlla lífsreglurnar.

Dísa (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 08:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef við kunnum það ekki elskuleg þá kenna dýrin okkur það, yndislegar myndir að vanda.
Knús í kúlu ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.12.2009 kl. 09:02

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki vantar krúttinn í þennan bæinn, svo mikið er víst!

Bestu kveðjur um gleðileg jól og gott nýtt ár til ykkar Cesil.

Haukur Nikulásson, 23.12.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Æ yndilsegar myndir, en mig langaði að senda þér þessar línur:

Í sorgmædd hjörtu send þú inn

þín signuð ljósin blíð

og hugga hvern, er harmar sinn

á helgri jólatíð.         (4. vers Guðlaugur Snævarr)

Hátíðarkveðjur í kúluna til þín og allra þinna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.12.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, þetta eru sko sannarlega krúttmyndir!!! Þú nærð svo yndislegum augnablikum á mynd að unun er að horfa á. Þær segja svo margt. Sjá litla skottið með leirinn sinn og hæst ánægð með eggin sín og aðeins að knúsa kisu litlu líka. Hvað er yndislegra. Þetta er lífið. Það er ekkert sem toppar þetta!. Knús og kærleikskveðjur til þín, Ásthildur mín og megi þið eiga góð og gleðirík jól þrátt fyrir alla ágjöfina sem skollið á ykkar á þessu hausti. kveðja héðan úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 23.12.2009 kl. 10:06

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ekkert "smá" Krútt!

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 12:08

8 identicon

Elsku Ásthildur.Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og gefi ykkur styrk á erfiðri stundu.Bestu kveðjur vestur í kærleikskúlu

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 15:14

9 identicon

Hæ, Ásthildur.

Og Krúttið á hug og hjörtu landsmanna, frábærar myndir !

Kveðja á alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 15:39

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún er algjör dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2009 kl. 16:55

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2009 kl. 17:50

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ekkert smá krúttlegar myndir. Enda algjörir krúttmolar þarna á ferð  Hehe, gott hjá Ásthildi að vekja upp ömmu sína, ekkert hangs sko  Hún er svo rösk og yndisleg.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.12.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband