22.12.2009 | 11:14
Smáhugleiðing.
Ég rölti niður í bæ í gær, í von um að jólaljósin og stússið myndu færa mér smá tilhlökkun og tilfinningu fyrir jólunum. En það er víst dýpra á þeim tilfinningum mínum þetta árið en svo að það tækist. Mér líður ekki illa, en er hálf frosin, sen samt svo rosalega viðkvæm.
Hér er smá hugleiðing svona rétt fyrir jólin. Var að gramsa í greinasafninu mínu og er rakst á þetta og ætla að setja hér inn.
Skilningstréð.
Það er margt sameiginlegt með manni og tré. Til dæmis hafa tré tvennskonar æðar, þær sem flytja steinefni og önnur tilvistarefni úr jörðinni og svo æðar sem bera ljóstillífunina niður til rótanna.
Við höfum svipað æðakerfi innra með okkur, þar sem eru ósæðar og bláæðar, sem gegna sitt hvoru hlutverki. Tré hafa græn blóðkorn en við rauð. En ég er ekki beint að tala um lífræðilegan mun, heldur frekar okkar andlega svið.
Meðan tréð tekur næringu úr jörðinni, og síðan koltvísíring úr andrúmsloftinu og framleiðir súrefni, þá komumst við heldur ekki langt án þess að sækja okkar orku úr móður jörð, og að rækta anda okkar með hugsunum og andlegu ríkidæmi.Trén nýta sér líka framlengingu í jörðinni, þau eiga í samvinnu við sveppi sem lifa neðanjarðar, þeir eru framlenging á rótum trésins, og fá í staðin súrefni frá krónu trésins.
Okkar framlenging er ef til vill fólgin í samvinnu og samstöðu með öðru fólki, eða jafnvel dýrum sem við tökum að okkur og gefa okkur ást og kröfulausan kærleika.
Í fyrstu eru tré örlítil, njóta ekki virðingar, né er eftir þeim tekið. Sama á við um mannfólkið, okkur hættir til að líta yfir smáfólkið og hlusta ekki á það. Þó finnst sannleikurinn í sinni tærustu mynd einmitt í hugum barnanna, réttlætið sterkast og sýnin á það sem er skærastur.
Þegar tré aftur á móti eru fullvaxta og standa glæsileg og bein á sinni rót, þá fyllast margir lotningu yfir fegurð þeirra, og jafnvel margir sem trúa á mátt þeirra og megin.
Við eldumst og þroskumst, og berum ávöxt. En aldurinn eykur okkur þroska. Það er ekki út af engu sem öldungarnir voru aðalráðgjafarnir í eldri samfélögum. Menn vissu að því eldri sem menn urðu, því vísari urðu þeir, og þroskaðri til að takast á við hið daglega líf, og miðla öðrum af visku sinni.
Því er dálítið sorglegt að upplifa æskudýrkun mannsins í dag, það er þó að breytast smátt og smátt, þegar menn eru aftur að uppgötva fjársjóðin í fólki sem er reynslunni ríkari. Menn mættu stundum fara aftur til eldri tíma og skoða upphaf sitt.
Það er líka svo með menntun. Nú er allt kapp lagt á að fólk mennti sig, nái sér í gráður og titla. Það er svo sem af hinu góða, svo lengi sem menn missa ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli, en það er hæfni einstaklingsins sjálfs til að takast á við lifið og umhverfi sitt.
Menn geta haft allskonar próf og nafnbætur, en verið alveg jafn ófærir um að miðla því af sér. Ég þekki líka fjöldann allan af fólki sem rétt hefur gengið gegnum gagnfræðaskóla, en er sjálfmenntað í þessu eða hinu, ég hef hitt mann sem er með bestu rafeindavirkjum, af því að áhuginn vaknaði. Menn sem gengu aldrei í skóla, en eru sjálfmenntaðir, líka hef ég séð bifvélavirkja, tölvufræðinga og bara allkonar fólk sem hefur komist vel áfram á sínum eigin dugnaði og áhuga. Ekki að ég sé að vanmeta skólagöngu, hún ein og sér skilar bara ekki einstaklingi út í lífið, ef hann hefur ekki ræktað sjálfan sig til að takast á við það sem hann er að vinna við.
Það er stundum talað um menntasnobb og vissulega leggja margir upp úr því að vera titlaðir hitt og þetta. En skiptir það svo miklu máli þegar allt kemur til alls, ef þeir sömu standa ekki undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir og hafa ekkert nema prófgráðuna til að sýna fram á getu sína ?
Og skiptir það þá máli hvort þessi eða hinn hafi ekki skírteini upp á vasann um að hann hafi lært þetta eða hitt, ef hann getur sýnt fram á getu sína til að sinna því sem hann vill vinna við ?
Við erum oft föst í einhverju neti, þar sem hið raunverulega gildismat kemst aldrei að, af því að við erum uppfull af einhverju öðru en því sem er kjarninn í okkur. Hið andlega ríkidæmi, og ræturnar ofan í jörðinni. Sú festa sem ekki verður af okkur tekinn, en er samt svo einföld og sjálfsögð, bara ef við komum auga á hana. Viðurkennum hana og lifum samkvæmt því.
Mér finnst stundum eins og við lifum í gerfiveröld, þar sem við höfum búið til önnur gildi og gerfi þarfir sem þjóna í raun og veru ekki okkar andlegu verund. Er það þess vegna sem við erum svona ráðvillt og veruleika firrt ? Ég hef oft leitt hugan að þessu, og mér finnst einhvern veginn að við leiðumst æ lengra í burtu frá því sem skiptir okkur mestu máli. Sálinni og hennar þörfum. Hún þarf ekki auð og völd, hún þarf ekki að eignast allt sem hugurinn girnist.
Sálin okkar er einföld og sjálfri sér nóg. Þegar við skynjum að veraldleg gæði þessa heims hafa lítið með sálina í okkur að gera, þá fyrst er hægt að fara að lifa góðu og fullnægjandi lífi. Þegar áhugi okkar er bundin þeim sem við elskum, og því sem næst okkur er, og umhyggja okkar beinist að þeim sem minna mega sín, þegar grundvallarþörf okkar verður að allir aðrir séu líka hamingjusamir, þá fyrst getum við sagt að við séum hamingjusöm. Þá blómstrar vort andlega líf.
Gangið glöð inn í daginn, slakið á og munið að brosa, eitt bros frá þér getur bjargað heilum degi fyrir annari manneskju. Sérstaklega núna þegar allir eru viðkvæmir og mörgum líður ekki mjög vel.
Jólakökubakstur með börnunum í fyrra.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku ljúfa vina mín hér sendi ég þér ljúfar kveðjur um von að þér líði vel elskan mín,um leið sendi ég þér hlýjan faðm af ást,von og kærleika og um leið þá koma þúsund kossar flögrandi yfir til þín og þinna elskan mín.....ég er svo þakklát fyrir að fá að vera ein af þínum blogvinum og fá að fylgjast með þínu daglega lífi elskan mín,fá að sjá elsku barnabörnin þín sem vaxa og dafna á hverjum degi og fjölskylduna saman komin í hlýjunna í Kúlujólahús:O) eins elskan mín trúi ég því að elsku fagri Engillinn þinn elsku sonur þinn sem farinn er í Himnanna sal ,fylgist vel með sínu fólki og þó sérstaklega elsku synina sína og elsku foreldra sína og þá elsku bestu Mömmu sína sem saknar hans mikið um þessi jól,hann er hjá þér,hann kyssir þig þegar þú grætur,hann kyssir þig þegar þú brosir,hann kyssir þig þegar þú ferð að sofa og hann kyssir þig þegar þú ferð á fætur á morgnanna elskan mín og hann mu kyssa þig Gleðileg jól elsku Mamma mínÞetta trúi ég og um leið elsku fagra ljúfa yndislega fallega kona......Gleðilega hátíð elskan mín og knús knús í fagra kúluhús frá mér til þín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:47
Takk fyrir þetta elsku Linda mín innilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2009 kl. 11:53
Sendi til þín jólakærleikshugsanir yfir hafið og vestur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 12:32
Hjartanleg jólakveðja elsku Cesil mín.
Hann er hjá þér, eins og Himmi minn er hjá mér, þeir eru aðeins fluttir í nýtt hús. Nýja húsið er í hjartanu á henni mömmu sinni, þar munu þeir lifa með okkur alla tíð.
Ragnheiður , 22.12.2009 kl. 14:00
Takk Ragga mín já víst verða drengirnir okkar hjá okkur um jól og alltaf, við geymum þá vel í hjartanu.
Takk Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2009 kl. 15:42
Góður pistill hjá þér Cesil mín. Í pisltlinum talaði þú td um menntasnobbið, það lá við að verkmenntaskólar yrðu að hætta að kenna iðngreinar því allir fóru í háskóla. Hvað skyldu margir td hafa útskrifast sem viðskiptafræðingar á undanförnum 15 árum?
Það er alveg ábyggilegt að þau sem eru farin á undan okkur eru nálægt okkur ef ekki í kring um okkur þá fara þau aldrei úr hjartanu.
Knús í kærleikskúlu
Kidda (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 17:22
Jolakvedjur til thin.Eg get bara tekid undir med Lindu
Ásta Björk Solis, 22.12.2009 kl. 20:51
Takk elskurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.